Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRÁSÖGN er til um bókara hjá
KEA sem ekki var öruggur með
debet og kredit. Bókarinn hafði
læsta skúffu í skrif-
borðinu sem hann
skoðaði hvern morgun
og læsti aftur. For-
vitnir komust ekki í
skúffuna fyrr en að
bókaranum látnum. Í
skúffunni var eitt blað
límt á botn skúff-
unnar; debet glugga-
megin og kredit hurð-
armegin.
Sérfræðingar á
Hagstofu Íslands hafa
mikið haft að gera við
að bóka hækkun fast-
eignaverðs sem „hús-
næðiskostnað“ í vísi-
tölu! Hvernig í
veröldinni getur op-
inber stofnun leyft að
óinnleystur hagnaður
venjulegrar fjölskyldu
sé bókaður í kostn-
aðarhlið vísitölu?
Hver ruglaðist í debet
og kredit?
Byrjandi í fjárfest-
ingu, getur svo byggt
enn ódýrara – ef hann
vill. Hann getur t.d.
flutt inn einingahús á
hagstæðara gengi
(10% lækkun sl. sex
mán.). Vextir á hús-
næðislánum hafa þar
að auki lækkað úr 5,9
í 4,2% eða 40%! Samt
leyfir Hagstofa sér að
„reikna út“ húsnæð-
iskostnað sem aukin
útgjöld? Er til lögmál
um að nýfjárfestar
séu allir idjótar, –
sem vilji ekki spara?
Grafalvarleg hlið
þessa máls er, – að útflutnings-
greinar þjóðarinnar hafa misst
10% af brúttótekjum sínum sl. sex
mánuði, vegna hækkunar á gengi –
sem hækkaði, – vegna hækkunar
stýrivaxta, – sem aftur og aftur
voru hækkaðir vegna „reiknaðrar
verðbólgu“ Hagstofu – vegna
hækkunar á verði fasteigna. Tjón
útflutningsatvinnuveganna vegna
þessarar „reiknuðu“ dellu nemur
milljörðum!
Aðeins 15% af innstreymi er-
lends gjaldeyris hing-
að til lands á sl. ári
má rekja til stór-
iðjuframkvæmda fyrir
austan. Því er enginn
bættur með að ljúga
því að hin 85% sé
þeim framkvæmdum
að kenna – eins og
sumir gera.
Seðlabanki virðist
ekki hafa miklar
áhyggjur þótt afleið-
ingar af hækkun stýri-
vaxta – vegna „reikn-
aðrar verðbólgu“ – sé
að rústa niður eig-
infjárstöðu þeirra at-
vinnuvega sem hingað
til hafa verið taldar
mikilvægustu útflutn-
ingsgreinar þjóð-
arinnar.
Hver fór yfir – og
samþykkti „reikn-
aðar“ forsendur Hag-
stofu í Seðlabanka?
Er það kannski ekki
gert? Hver yfirfór þá
þetta í Hagstofu, –
eða er þetta kannski
sjálfvirkt forrit – sem
gengur sjálfala? Er þá
Seðlabanki sammála
þeirri aðferðarfræði, –
að láta bóka óinn-
leystan hagnað al-
mennings sem útgjöld
í vísitölu?
Um hve marga
punkta hafa þá stýri-
vextir samtals verið
„reiknaðir upp“ síð-
ustu 12 mánuði –
vegna þessarar villu í
„húsnæðiskostnaði“?
Má kannski biðja um leiðréttingu –
og lækkun stýrivaxta aftur – eða
er þetta eitt af þeim málum þar
sem ljúga skal með þögninni?
Reiknuð
verðbólga?
Kristinn Pétursson
fjallar um verðbólgu
Kristinn Pétursson
’Seðlabankivirðist ekki hafa
miklar áhyggjur
þótt afleiðingar
af hækkun
stýrivaxta –
vegna „reikn-
aðrar verð-
bólgu“ – sé að
rústa niður eig-
infjárstöðu
þeirra atvinnu-
vega sem hing-
að til hafa verið
taldar mik-
ilvægustu út-
flutningsgreinar
þjóðarinnar. ‘
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
VONUM seinna hefst efnisleg
umræða um styttingu náms til
stúdentsprófs. Skýrsla mennta-
málaráðuneytisins, Breytt náms-
skipan til stúdentsprófs – aukin
samfella í skólastarfi, kom út í
september og ráðherra boðaði þá
að hún myndi heim-
sækja alla framhalds-
skólana og efna til
umræðu á haustönn.
Það brást, að hennar
sögn vegna verkfalls-
ins í grunnskólunum,
en engu að síður var
fjölmiðlum haldið
volgum með reglu-
legum áróðri þar sem
kostir styttingar
voru undirstrikaðir.
Það sérkennilega í
málsmeðferð ráð-
herrans er að
ákvörðun var tekin
um styttingu um leið og skýrslan
leit dagsins ljós, en hún var eftir á
að hyggja aldrei lögð fram með
formlegum hætti. Málið var því
enn á hugmyndastigi þegar
ákvörðunin var tekin í ríkisstjórn.
Því er hin pólitíska ákvörðun mis-
ráðin hvort sem litið er til þeirrar
aðferðar við ákvörðunartöku sem
hér var lýst eða til efnislegs inni-
halds hennar. Hún verður ekkert
réttari við það að meirihluti al-
þingis breiði yfir hana væng sinn
eða tilteknir hópar í þjóðfélaginu.
Þess vegna komast æ fleiri þeirra
sem kynnt hafa sér skýrsluna og
mátað hana við raunveruleikann
líka að þeirri niðurstöðu að stytt-
ingin, að því leyti sem rekja má
hana til stefnumótunar ráðuneyt-
isins, sé í veigamiklum atriðum
misráðin. Þessi atriði
má flest rekja til fyr-
irmæla ráðuneytisins
til nefndanna þriggja
sem komu að skýrsl-
unni. Hér verður að-
eins staðnæmst við
þrjú atriði.
Fyrst má nefna að
styttingarhugmyndin
virðist fyrst og fremst
miðast við afmarkaðan
hóp nemenda sem
stefnir á bóknám til
stúdentsprófs en vera
öðrum hópum til mikils
óhagræðis. Þar má
nefna að endurskipuleggja á allt
verk- og listnám þegar skólaárið
lengist með þeim fyrirmælum ein-
um til hinna faglegu starfsgrein-
aráða að passa upp á að námið
lengist ekki! Að öðru leyti lætur
ráðuneytið sem svo að sér komi
verk- og listnám ekki við. Eins er
með almennu brautirnar. Það er
seinni tíma mál að endur-
skipuleggja það nám að sögn ráðu-
neytisins sem lesist svo: Styttingin
er ekki fyrir þá nemendur. Svo vill
til að þeir nemendahópar sem hér
eru nefndir eru um 40% nemenda
framhaldsskólans. Við þá tölu má
líklega bæta rúmum 20% bók-
námsnemenda með miðlungi góða
námsundirstöðu. Þannig virðist
styttingin einungis hugsuð gagn-
vart þeim þriðjungi nemenda
framhaldsskólans sem betur eru
settir. Hinir teljast einfaldlega
ekki með.
Hugmynd ráðherrans um svig-
rúm til styttingar bítur líka ræki-
lega í skottið á sér þegar komið er
að því að flytja áfanga sem nemur
hálfs vetrar námi niður í grunn-
skólann. Hér er bæði um það
ræða, að skipulag og inntak núver-
andi kennaramenntunar gerir ekki
ráð fyrir þessu, og eins þá hugs-
anavillu að halda að þetta sé ein-
falt hagræðingaratriði. Hin mót-
sagnakennda staðreynd er sú að
fyrstu framhaldsskólaáfangarnir í
kjarnagreinunum fjórum eru
meira og minna upprifjun á grunn-
skólanámsefni. Stór hluti nemenda
hefur þrátt fyrir umtalsverða leng-
ingu grunnskólans á síðustu árum
ekki náð að tileinka sér nægilega
vel námsefni kjarnagreinanna í 8.,
9. og 10. bekk. Þar er því líklega
kominn mestur hluti skýring-
arinnar á tólf vikna lengingu fram-
haldsskólans á sama tímabili. Og
þar með er allt svigrúmið uppurið
og röksemdir ráðherrans orðnar
að hálmstrái.
Þriðja atriðið sem gerir núver-
andi styttingarhugmyndir ótíma-
bærar og reyndar frágangssök
eins og á stendur eru þau býsn að
nú er hafið fjögurra ára tímabil
þar sem fjölgar í nemendahóp
framhaldsskólans um minnst 2.000
nemendur til ársins 2008. Þá þarf
að fjölga kennurum og nem-
endaplássum um stundarsakir
þannig að árið 2011 þarf að segja
upp kennurum sem svarar 257
stöðugildum. Það er óviðunandi í
tæplega 1.500 manna stétt.
Kosturinn við styttingarhug-
myndirnar er að þær leiða af sér
tímabæra og nauðsynlega grein-
ingu og umræðu um íslenska
skólakerfið. Gallarnir verða um
leið augljósir. Þar má nefna veik
tengsl grunnskóla og framhalds-
skóla og ósamfellu í starfi þeirra
sem kallar á endurskipulagningu
og eflingu kennaramenntunar.
Líka má nefna, að virkja þarf bet-
ur ákvæði í lögum varðandi þann
sveigjanleika sem ekki hefur verið
nýttur og gæti gert þeim sem hafa
betri námslegar forsendur kleift að
njóta sín betur. Þeir eiga kröfu á
að fá verðugt viðnám krafta sinna.
Líklegt er að sumir þeirra nem-
enda vilji hraða för sinni til stúd-
entsprófs og er það vel og kannski
hin eina raunhæfa styttingarleið.
En vel gæti líka verið að dágóður
hluti þeirra teldi það skipta jafn
miklu máli að nýta það svigrúm
sem þeir þannig skapa sér til auk-
innar menntunar og undirbúnings
undir háskólanám. Það er kannski
nýjung í umræðunni sem því mið-
ur minnst hefur snúist um inntak
og gildi menntunar.
Álag á alla nemendur mun
aukast verulega með kröfum um
hraðari námsframvindu og leng-
ingu skólaársins sem á að mæta
skerðingunni á námsmagninu til
stúdentsprófs. Það mun enn frekar
undirstrika þá veikleika sem við er
að glíma og hér hafa verið raktir
um leið og tómt mál er að tala um
að gæði menntunar haldist óbreytt
að breyttu skipulagi.
Misráðin stytting framhaldsskólans
Magnús Ingólfsson
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs ’Álag á alla nemendurmun aukast verulega
með kröfum um hraðari
námsframvindu og leng-
ingu skólaársins sem á
að mæta skerðingunni á
námsmagninu til stúd-
entsprófs. ‘
Magnús
Ingólfsson
Höfundur er kennari og
kennslustjóri og í stjórn FF.
KOSNINGABARÁTTAN í
Bretlandi er hafin. Tony Blair for-
sætisráðherra mun tilkynna á
næstu vikum að kosn-
ingarnar verði í maí
næstkomandi. Blair
getur beðið með
kosningar fram til
2006 þar sem kjör-
tímabilið er fimm ár
en venjan er að hafa
kosningar á fjögurra
ára fresti. Eins og
staðan er í dag þá
virðist ekkert geta
komið í veg fyrir sig-
ur Verkamanna-
flokksins þó traust til
Blairs hafi í raun
aldrei verið minna.
Traust á stjórnmálamönnum er
lykilatriði í Bretlandi og eru þeir
neyddir til að segja af sér við
minnsta vafa um brot í starfi.
Ástæðan fyrir því að lítið traust á
Blair mun ekki vega þungt á kjör-
dag er sú að leiðtogi Íhaldsflokks-
ins er talinn enn ótrúverðugri.
Michael Howard leiðtogi Íhalds-
flokksins var einn af framámönn-
um flokksins á stjórnarárum hans
þegar óvinsælir skattar voru settir
á landann og traust til flokksins
fór niður á við.
Róttækur Íhaldsflokkur
Íhaldsflokkurinn er í vörn en er
að reyna koma sér í sókn með
nokkrum afar róttækum skatta-
tillögum sem flestir telja ótrúverð-
ugar. Verkamannaflokkurinn hef-
ur yfirtekið flestar þær stefnur
sem íhaldið átti hvað varðar lög-
gæslu, skatta, einkarekstur og því
neytt Íhaldið til að koma fram
með róttækar tillögur í þessum
málaflokkum til að laða að kjós-
endur.
Verkamannaflokkurinn lofaði
fyrir áramót að skera niður út-
gjöld í opinbera geiranum um
2.500 milljarða kr. og segja upp
80.000 þúsund mönnum. Til að
toppa þetta þá hafa reiknimenn
Íhaldsflokksins komist að því að
hægt sé að skera niður um 4.000
milljarða kr. og segja upp 235.000
mönnum hjá hinu opinbera. Þess-
ar upphæðir munu þó að miklu
leyti fara aftur í að styðja op-
inbera þjónustu í landinu. Þessar
tölur snúast um sóun
hjá hinu opinbera, en
báðir flokkar telja að
hægt sé að draga úr
sóun með því að
leggja niður stofnanir
sem eru bara óþarfa
milliliðir. Miklum
peningum verður var-
ið í að kaupa marga
starfsmenn út með
myndarlegum starfs-
lokasamningum. Af
þessum 4.000 millj-
örðum kr. sem Íhaldið
ætlar að spara, þá
munu um 500 millj-
örðum verða varið í að lækka
skatta á fjölskyldur og minni fyr-
irtæki.
Hugmyndir beggja flokka þykja
mjög róttækar og hafa fáir trú á
að þær muni ganga upp nema
þjónustan sem ríkið býður upp á
verði skert verulega. Síðustu
kannanir sýna að þetta útspil
Íhaldsins höfðar ekki til fólksins,
þó þeir lofi um leið að fjölga lög-
regluþjónum um 40.000 þúsund.
Utanríkismál vega misþungt
Íraksmálið virðist eins og er
ekki ætla að verða eins stórt
deilumál og flestir myndu halda.
Íhaldið stóð með Verkamanna-
flokknum þegar ákveðið var að
ráðast inn í Írak og því mun stríð-
ið ekki vera gagnrýnt af þeim.
Ólíkt Bandaríkjamönnum þá hefur
mannfall breskra hermanna verið
mjög lítið, en ástæðan fyrir því er
sú að breskir hermenn eru ekki
staðsettir á hættulegustu svæð-
unum. Það hefur gert það að verk-
um að breskir kjósendur munu
ekki láta það stjórna sér á kjör-
dag, þó flestir séu á móti stríðinu.
Evran og stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins (ESB) gætu komið
upp á borðið í kosningabaráttunni.
Tony Blair vill bæði, en hann veit
að andstaðan við stjórnarskrá er
mikil og því hefur hann komið því
fyrir að kosið verði um hana á
næsta ári. Með því að hafa kosn-
ingar um stjórnarskrána árið
2006, þá er hann að koma sér und-
an því að Bretar verði fyrstir Evr-
ópusambandsþjóða til að hafna
henni.
Forsætisráðherrastól
fyrir evruna
Evran er í höndum Gordans
Brown fjármálaráðherra. Fyrir
stuttu kom það upp að Tony Blair
hafi boðið Brown forsætisráð-
herrastólinn gegn því að hann
styddi hugmyndir Blairs að taka
upp evruna. Brown hafnaði því, en
hann hefur komið upp kerfi sem
byggist á fimm stigum sem Bretar
verða að uppfylla svo þeir teljist
hæfir til að taka upp evruna efna-
hagslega. Blair hélt alltaf að þetta
væri kerfi sem hægt væri að leika
með, en Brown er fastur fyrir og
ætlar að ekki að beita þrýstingi
svo að niðurstaðan verði Blair í
hag. Brown veit að Bretar geta
ekki tekið upp evruna efnahags-
lega séð þó það sé pólitískur vilji
Blairs. Brown sem forsætisráð-
herra og veik efnahagsleg staða
Breta er eitthvað sem Gordan
Brown vill ekki lenda í.
Efnahagsástandið er ein aðal
ástæðan fyrir því að Verka-
mannaflokkurinn mun sigra kosn-
ingarnar í maí næstkomandi. Hús-
næðismarkaðurinn er enn í góðum
málum sem og atvinnuástandið.
Það má segja að flestir hafi það
betra nú en nokkru sinni áður og
því engin ástæða til að breyta.
Bresku skatta-
kosningarnar 2005
Pétur Berg Matthíasson
fjallar um kosningabaráttuna
í Bretlandi ’Efnahagsástandið erein aðalástæðan fyrir
því að Verkamanna-
flokkurinn mun sigra
kosningarnar í maí
næstkomandi. ‘
Pétur Berg
Matthíasson
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og starfar í Skotlandi.