Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 28

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F rá því ég var lítill drengur hefur mig alltaf dreymt um heim þar sem allir búa saman í sátt og samlyndi, en eftir því sem ég eld- ist geri ég mér sífellt betur grein fyrir því hvað þessi draumur er bæði fjarlægur og óraunsær. Ótti, átök og óöryggi virðast liggja djúpt í mannlegu eðli og ég er ekki frá því að í þessum dimmu hornum mannssálarinnar leynist hlutar af því sem gerir manninn sérstakan, rætur ým- issa framfara og uppgötvana mannsins. Engu að síður óska ég einskis frekar en að fólk geti lif- að saman í friði. Á dögunum kom út könnun sem gerð var fyrir Rauða kross Íslands þar sem í ljós kom að viðhorf unglinga í efstu bekkjum grunnskóla til nýbúa eru að fær- ast til hins verra. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að fordómar ungs fólks gegn fólki af erlend- um uppruna séu að aukast hér á landi. En hverjar eru orsakir þess- ara auknu fordóma og óvildar unglinga gagnvart fólki sem kemur hingað frá löndum utan Vestur-Evrópu? Hvers vegna er ungt fólk, sem ætti að vera opið fyrir nýju fólki, nýjum hug- myndum, farið að óttast svo hið óþekkta? Ég viðurkenni það fyrstur manna að mér er meinilla við tónlistarmyndbönd þau sem tröllríða öllu þessa dagana. Þar hoppa rapparar um með gull- keðjur, seðlabúnt og skotvopn ásamt því sem fjórða eignin, næstum allsnakin gjafvaxta kona, helst í fleirtölu, dillar sér og nuddar sér utan í „hetjuna“ eða bíl hennar. Margir gætu tengt þetta við kynþáttafordóma, en mér er einfaldlega meinilla við þá efnishyggjudýrkun og kven- fyrirlitningu sem birtist í þessum myndböndum. Þá ýta þau enn frekar undir þá hugmynd hjá ungu fólki að það sé flott að vera vondur, að vera harður og svalur, eiga illa fengna peninga og níðast á konum. Ég held að þrátt fyrir að í þessum myndböndum sé fyrst og fremst að finna aðila af framandi húðlit séu þau engu að síður hluti af því vandamáli sem við stöndum frammi fyrir. Þau ala á óþoli og ofbeldi gagnvart þeim sem ekki eru „kúl“. En sleppum nú gervi- glæpamönnunum aðeins. Meg- inrót vandamálsins er ekki að finna á Popptíví, Skjáeinum eða á Netinu. Meginrót vandans ligg- ur hjá okkur, hjá foreldrum, fjöl- skyldum, kennurum, stjórn- málamönnum, blaðamönnum og öllum þeim sem móta hugarheim ungs fólks. Hluta vandamálsins má án efa rekja til foreldra sem smita börn sín af fordómum sínum. Foreldra sem nota niðrandi orð um nýbúa á heimilunum. Það er lítið við því að gera annað en að vona að for- eldrarnir sjái að sér eða vinna í þessu með börnunum í skól- unum. Stóra vandamálið felst þó í eft- irfarandi: Íslendingar hafa til langs tíma þjáðst af sama rag- geitarskap, í samskiptum við ný- búa, og aðrar vestrænar þjóðir. Við höfum tekið á móti þeim og komið þeim fyrir og síðan ekki söguna meir. Við höfum ekki dirfst að skipta okkur af þeim og vinna með þeim að því að aðlag- ast okkar samfélagi. Nýbúar ein- angrast, þeir læra ekki tungu- málið. Unglingarnir eignast ekki íslenska vini og taka ekki þátt í félagslífi eða íþróttum. Af hverju? Af því að lítið sem ekk- ert hefur verið gert til að toga þá út úr einangruninni. Þess vegna hanga unglingarnir saman í klík- um óöryggis, „asískum gengj- um“. Það má ekki taka þessi mál vettlingatökum. Vissulega hafa Rauði krossinn, Alþjóðahúsið og félagsmiðstöðin 100og1 auk fleiri aðila unnið að- dáunarvert starf en betur þarf ef duga skal. Það er sama hversu upplýstur maður er, óttinn og vanlíðanin sem maður upplifir þegar maður sér klíku af ut- angarðsunglingum framundan hefur sig yfir alla upplýsingu. Ekkert magn fræðslu í grunn- skólum kemur í staðinn fyrir að leiða saman ólíka hópa og láta þá vinna saman að verkefnum, fé- lagsstarfi og íþróttum. Skellum krökkunum saman í fótbolta hæfilega blandað í nokkrar vikur og sjáum hvað gerist. Fólk af erlendum uppruna kemur hingað í tvennum tilgangi, annars vegar sem gestir og hins vegar sem nýir fjölskyldu- meðlimir í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir eðlilegar reglur gest- risninnar líður góður gestgjafi gestum sínum ekki hvers konar hegðun sem er. Þegar nýr fjöl- skyldumeðlimur bætist við í fjöl- skyldu okkar dettur okkur held- ur ekki í hug að hundsa hann og hafa ekki með í fjölskyldu- athöfnum. Það má segja að nýbúar séu nýir meðlimir í fjölskyldunni Ís- landi. Þeir verða að virða hús- reglur og siði fjölskyldunnar og laga sig að þeim og við verðum skilyrðislaust að koma til móts við okkar nýju bræður og systur, kenna þeim almennilega ís- lensku, gera þeim grein fyrir okkar siðum og takmörkum og taka þau með okkur í leiki og starf. Það að taka vel á móti útlend- ingum sem koma hingað til að búa er ekki að láta allt eftir þeim og láta þá afskiptalausa. Það er heldur ekki að ætlast til þess að þeir hætti öllum sínum siðum og menningu. Markmið okkar hlýt- ur að vera að leggja rækt við sérstöðu okkar nýju landsmanna og um leið að tryggja að sú sér- staða brjóti ekki ramma laga og siða, þess sem hér er talið gott og rétt. Sem samfélag hljótum við að gera kröfur til okkar sjálfra og einnig til gesta okkar og nýrra Íslendinga. Við verðum að hafa þroska til að aðgreina neikvæða þætti menningar frá jákvæðum þáttum. Við verðum líka að hafa þroska til að brjóta ísinn gagnvart fólki og draga það inn í samfélagið, draga það með í leiki og starf. Annars getum við kvatt allar tálsýnir sem við höf- um um opið samfélag umburð- arlyndis og kærleika. Íslendingar ættu að vera manna færastir um að „taka á þessu.“ Fjölskylda Þegar nýr fjölskyldumeðlimur bætist við í fjölskyldu okkar dettur okkur heldur ekki í hug að hundsa hann og hafa ekki með í fjölskylduathöfnum. VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is ÞAÐ mætti um margt skipta ís- lensku sjónvarpsgríni nú til dags í tvo flokka: þann hefðbundna og samþykkta er gengur út á að gera grín að þekktum þjóðþekktum fyr- irmyndum og skapa lífseigar og nafntogaðar persónur. Sem dæmi um grínista eða grínefni í þessum flokki má nefna Spaugstofuna, sem er kanónan í íslensku gríni, áramótaskaupið og Ladda. Hinn flokk- urinn gengur aftur á móti út á að gera grín að hversdagsfólkinu og vill þannig síður bregða við að þar sé sömu karakterana að finna æ ofan í æ. Í þeim flokki er til að mynda að finna grí- nefni Fóstbræðra og Svínasúp- unnar. Aðalmunurinn felst þó ekki í við- fangsefninu sem slíku þótt ólíkt sé. Hann liggur fyrst og fremst í nálg- unarleiðinni. Í aðra röndina er efni sem brýtur sjaldan í bága við al- menn viðmið og samfélagsleg gildi heldur gengur hönd í hönd með þeim og er því aufúsugestur í stof- um landsmanna, enda getur fólk gengið að því sem vísu að efnið sem þar er borið á torg kemur engu róti á hugi þess. Það hefir enda séð áþekkt efni oft og mörg- um sinnum. Á hinn bóginn höfum við efni sem gengur þvert á allt sem eðlilegt er talið og hampar ruglinu, ef svo má að orði komast. Og af því það gengur þvert á við- mið og gildi samfélagsins þá er það ekki allra og allra síst þeirra sem rótgrónir eru í hugsun og vilja eingöngu fá það sem þeir eiga að venjast og fyllast andúð á hinu óvanalega. Fólk á almennt því að venjast að vissu samskiptamynstri og hefðum sé fylgt ásamt því hvernig lík- aminn og hans fylgifiskar eru sýndir í sjónvarpinu. Auðvitað gengur flestallt grín út á öfgar þar sem fært er í stílinn og hlutirnir ýktir og skrumskældir en þeg- ar um samþykkt grín er að ræða er iðulega passað upp á að það sé gert undir rós þannig að það fari ekki á milli mála að um góðlátlegt grín sé að ræða. Svínasúpan og Fóstbræður eru aftur á móti ekki að skafa af hlutunum. Þeir þættir gera og í því að brjóta upp hið hefðbundna og það oft á öfgafullan hátt eins og að tala um gróðurhús líkt og verið sé að talsetja grófa klámmynd, að sýna gamalt fólk með mikinn áhuga á kynlífi, birta nakta og ágætlega í holdum líkama (líkama sem falla ekki í mót hins æskilega), mann með standpínu út af „sexí“ rottu, homma að dansa naktir úti í garði og láta hversdagslega hluti líkt og handklæði ráðast á fólk og deyða og svona mætti áfram telja. Það sem í þessu felst, þótt það kunni að hljóma ankannalega, er visst raunsæi. Öll höfum við lík- ama og honum fylgir ýmislegt sem á að liggja í þagnargildi og öll höf- um við vissar langanir sem ekki er ætlast til að rati upp á yfirborðið. Það er til dæmis ekki ætlast til þess að gamalt fólk hafi kynferð- islegar langanir, þótt auðvitað sé raunin önnur sé farið ofan í saum- ana á því máli. Grín þetta snýst því fyrst og fremst um að til eru samfélagslega æskilegar birting- armyndir; birtingarmyndir sem reyna að bæla hið „óæskilega“. Með öðrum orðum eru til staðar tilbúnar staðalmyndir af líkams- birtingu og hegðun fólks sem eru ekki endilega í takt við raunveru- leikann. Þegar ekki er farið eftir þeim línum sem lagðar eru mynd- ast togstreita milli þess sem má og þess sem ekki má og á milli þess sem á að vera og þess sem er. Það er í þessari togstreitu sem fyndnin eða andúðin á þessum þáttum ligg- ur. Nú er það ætíð svo þegar eitt- hvað nýtt kemur fram á sjón- arsviðið, eins og Svínasúpan og Fóstbræður, að það kann að valda úlfúð meðal fólks. En gæti sú úlfúð ekki stafað af því að þar sé verið að birta vissan sannleik um okkur; sannleik sem við viljum ekki vita, þann sannleik að við erum, er til kastanna kemur, lítið annað en dýr sem reyna að fela það að þau séu dýr? Það skal ósagt látið hvort setningin hér á undan eigi við rök að styðjast en það er alltént deg- inum ljósara að það grín sem nýrra telst getur vakið spurningar á borð við þá sem borin var hér upp og er einnig fært um að koma róti á hugi fólks … Er hið hefð- bundna fært um það? Aðeins um íslenskt sjónvarpsgrín Ólafur Guðsteinn Kristjánsson fjallar um sjónvarpsgrín ’En gæti sú úlfúð ekkistafað af því að þar sé verið að birta vissan sannleik um okkur …‘ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Höfundur er bókmenntafræðingur. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir skrifaði stutta en athyglisverða grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag. Í fyrrihluta greinarinnar má lesa þann boðskap að aðeins með því að Samfylk- ingin fái meira fylgi verði unnt að fella rík- isstjórnina. Hér kveður við kunnuglegan tón hjá Ingibjörgu Sólrúnu frá tíð hennar sem for- sætisráðherraefni í síð- ustu alþingiskosn- ingum. Hvert er Ingibjörg Sólrún að fara? Talað er eins og atkvæði greidd öðrum flokkum sem berjast gegn rík- isstjórninni skipti ekki máli. Ekki er minnst einu orði á þörfina fyrir samstillta stjórnarandstöðu. Er hún að segja að aðeins með því að Samfylkingin fái hreinan meiri- hluta og hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir þurrkist út verði breytingar? Er hún að boða sömu áherslur og hún hafði uppi í kosn- ingabaráttunni 2003 og margir vilja meina að hafi að lokum kostað stjórnarandstöðuna sigurinn? Þá hafnaði hún, eins og menn muna, tilboði Steingríms J. Sigfússonar og Guðjóns Arnar Kristjánssonar fyrir hönd flokka þeirra um sam- stillta víglínu stjórnarandstöð- unnar, til að auka möguleikana á að fella stjórnina og taka við. Í stað þess að taka boðinu gerði hún sér dælt við framsókn. Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að staðfesta með þessari grein í Morg- unblaðinu að hún muni halda sig við þá línu ef hún sigrar í formannsslagnum? Að hugsa ekki um stjórnarandstöðuna en þeim mun meira um Framsókn- arflokkinn? Ekki get- ur það talist boða gott fyrir stjórn- arandstöðuna í heild og væru það mikil vonbrigði í ljósi mun betra og árangursrík- ara samstarfs hennar að undanförnu. En hinn raunverulegi tilgangur skrifa Ingibjargar Sólrúnar virðist vera falinn í síðari hluta grein- arinnar; að smala fólki í Samfylk- inguna til þess eins að kjósa Ingi- björgu Sólrúnu í formannskjöri flokksins. Þeir taktar minna óneit- anlega á prófkjörsæfingar stjórn- málamanna og -flokka sem í gegn- um tíðina hafa stundað slíkar smalanir vegna atkvæðaveiða í inn- anflokksátökum. Er þá gjarnan lát- ið fylgja með að ef menn eigi ekki samleið með viðkomandi flokki hvað málefni snerti sé alltaf hægt að ganga úr viðkomandi flokki. Við þessu vil ég vara af tveimur ástæð- um. Í fyrsta lagi á fólk að láta mál- efnin ráða í hvaða stjórnmálaflokk það skráir sig en ekki tímabundin innanflokksátök. Í öðru lagi hef ég slæma reynslu af því að reyna að skrá mig úr Samfylkingunni sem ég var óspurður skráður í úr ung- liðahreyfingu Alþýðubandalagsins forðum daga. Þrátt fyrir að hafa verið stuðningsmaður og flokks- félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, verið kosn- ingastjóri og starfsmaður fyrir sama flokk, virðist ekkert hafa gengið að koma mér af félagatali Samfylkingarinnar. Barst mér um það ábending á dögunum að nafn mitt væri þar enn að finna. Getur síðan hver og einn dregið sínar ályktanir af því. Hvert er Ingibjörg Sólrún að fara? Huginn Freyr Þorsteinsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar ’Er hún að boða sömuáherslur og hún hafði uppi í kosningabarátt- unni 2003 og margir vilja meina að hafi að lokum kostað stjórn- arandstöðuna sig- urinn?‘ Huginn Freyr Þorsteinsson Höfundur er heimspekingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.