Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKIL tilfærsla viðskipta og
fjármuna á sér nú stað frá Íbúðar-
lánasjóði til banka og
lífeyrissjóða, eftir að
þeir síðarnefndu buðu
lægri vaxtakjör á hús-
næðislánum. Þeim
sem leitast hafa við að
bæta lánakjör sín er
engu síður ennþá
harðlega refsað fyrir
sjálfsbjargarviðleitni
að þessu leyti með
álagningu stimp-
ilgjaldsins á við-
skiptin. Fjöldi lána-
samninga skiptir nú
þúsundum og tugþús-
undir einstaklinga
koma við sögu.
Fram hefur komið opinberlega
eindreginn vilji forsætisráðherra
og fjármálaráðherra til að afnema
stimpilgjaldið þegar næst er lag til
skattalækkana.
Þetta eru glúrnir menn, þessir
tveir ráðherrar. Búmenn góðir. En
himinn og haf skilja græðgi og
hóflegan hagnað.
Uppgreiðslur lána
Íbúðarlánasjóðs á síð-
asta ári voru nokkuð
á níunda tug milljarða
króna. Þar af lang-
stærstur hluti kominn
yfir til banka og líf-
eyrissjóða með endur-
fjármögnun og útgáfu
nýrra veðskuldabréfa.
Stimpilgjöld af fjár-
hæðinni: 1.245 millj-
ónir króna. Ekki ama-
legar árstekjur af
engu. Aukinn kostn-
aður ríkisjóðs vegna
þessara umfangsmiklu og auknu
viðskipta óskyldra aðila að öllum
líkindum ekki ein einasta króna.
Búast má við tvöföldun þessara
sömu tekna á þessu ári.
Það sorglega við þetta arðbæra
dæmi fyrir ríkissjóð er það að
þessar miklu tekjur eru auðvitað
að stórum hluta innheimtar hjá
ungu fólki, barnafólki og hjá fjöl-
skyldum sem illa standa fjárhags-
lega og eru því eðli máls sam-
kvæmt fyrst í röðinni í viðleitni til
þess að bjarga fjárhag fjölskyld-
unnar.
Ef gluggað er í talnaefni þessu
tengt þá kemur eftirfarandi í ljós:
Árið 2003 eru tekjur ríkissjóðs af
öllum stimpilgjöldum 3.883 millj-
ónir króna. Árið 2004 eru tekj-
urnar 6.505 milljónir króna. Hækk-
un um 68%.
Í janúar sl. eru stimpilgjalda-
tekjur 731 milljón króna, sam-
anborið við 308 milljónir króna í
janúar 2004. Hækkun um 137%!!
Það væri fróðlegt að vita hverjar
tekjurnar eru í febrúar og það sem
af er mars. Því auðvitað er enn
ekkert lát á þessum uppgripa
tekjum ríkissjóðs – beint úr hendi
fjölskyldna og heimila þessa lands
á meðan helst þessi rífandi gangur
í viðskiptum með endurfjármögnun
og í viðskiptum á fasteignamark-
aði.
Spurt er: Er ekki kominn tími
til að ríkisstjórnin sjái að sér í
þessu máli? Hætti að vísa til fram-
tíðarlagsins en hlusti fremur á
kjósendur í nútíðinni og hreinlega
hætti strax þessari okurstarfsemi?
Að minnsta kosti stöðvuð strax
innheimta stimpilgjalds þegar um
er að ræða endurfjármögnun og
útgáfu skuldabréfa til öflunar íbúð-
arhúsnæðis?
Með einfaldri breytingu á lögum
um stimpilgjald mætti veita und-
anþágu hvað þetta varðar. Veittar
undanþágur frá greiðslu stimp-
ilgjalds, í lögunum frá 1978, eru
hvort eð er einungis í ellefu liðum
núna, ef ég hef talið rétt. Hvers
vegna ekki að bæta þeim tólfta
við?
Áhrifin af þessari litlu og ein-
földu aðgerð á búreikninga þjóð-
arinnar eru þau ein að tekjur rík-
issjóðs verða ekki u.þ.b. 8
milljarðar króna af stimpilgjaldinu
árið 2005 eins og nú stefnir í (þ.e.
ríflega tvöfalt hærri en árið 2003)
heldur eitthvað nær fimm millj-
örðum króna. Er það ekki kappnóg
fyrir góða búmenn? Og kappnóg
fyrir kjósendur með síðasta orð
um ráðsmenn á eigin búi?
Þegar nær dregur kosningum
mætti svo gjarnan afnema lögin
um stimpilgjald í heild sinni af
söngskrá þjóðarinnar, eins og til-
lögur liggja fyrir um á Alþingi.
Er innheimta stimpilgjalda
orðin okurstarfsemi?
Jónas Gunnar Einarsson fjallar
um innheimtu stimpilgjalda
Jónas Gunnar
Einarsson
’Þegar nær dregurkosningum mætti svo
gjarnan afnema lögin
um stimpilgjald í heild
sinni af söngskrá þjóð-
arinnar, eins og tillögur
liggja fyrir um á Al-
þingi.‘
Höfundur er rithöfundur.
FYRIR nokkru var rætt við yf-
irmann á Landspítalanum um erf-
iðleika við að fá bílastæði við spít-
alann. Þetta þekkja allir sem komið
hafa á spítalann á bíl og er augljóst
óhagræði fyrir sjúklinga sem eiga
erfitt um gang. Í máli yfirmannsins
kom fram að þetta stæði nú allt til
bóta eftir færslu Hringbrautar því
þá væri hægt að byggja enn þá
fleiri bílastæði en nú eru! En er
það eina lausnin sem kemur til
greina?
Undanfarin ár hafa tveir stærstu
vinnustaðir landsins,
Háskóli Íslands og
Landspítalinn, verið í
aðhaldi hjá eiganda
sínum, ríkinu eins og
alþjóð er kunnugt.
Vegna þessa geta þeir
ekki haldið í við aukna
eftirspurn eftir þjón-
ustu frá sjúklingum og
nemendum. Stjórn-
endur þeirra hafa
reynt að grípa í taum-
ana með aðhalds-
aðgerðum og hefur
aukin gjaldataka á
sjúklinga og skólagjöld á nemendur
komið til álita. Ég ætla ekki að
fjalla um þessi fjárhagsvandræði
sem slík. Mig langar hinsvegar til
að varpa fram þeirri spurningu
hvort það sé eðlilegt að svona
stofnanir reki ókeypis bílastæði
fyrir starfsfólk og þá sem njóta
þjónustu þeirra? Er það ekki hlut-
verk þeirra fyrst og fremst að
veita þá þjónustu sem þeim er fal-
ið, menntun og heilbrigðisþjón-
ustu? Eru frí bílastæði hluti af
þeirri þjónustu?
Kostnaður við bílastæði
Gerð bílastæða, rekstur þeirra
og landið sem fer undir stæðin
kosta peninga. Í miðborginni þar
sem þessar stofnanir eru er land
sérstaklega dýrt. Samtökin sem
lögðust gegn færslu Hringbrautar
hafa metið verðmæti landsins sem
fara á undir brautina á um 6 millj-
arða. Ég hef engar tölur um verð-
gildi landsins undir bílastæðunum
en víst er að það er ekki ókeypis.
Bílastæði við þessar stofnanir eru í
eðli sínu takmörkuð gæði. Ef eft-
irspurninni er ekki stýrt er hætt
við að framboðið dugi aldrei til
nema með því að leggja meginhluta
byggingarlandsins undir bílastæði
eða að byggja þurfi dýr bílastæða-
hús. Jafnvel eftir slíkt átak er enn
óleystur sá vandi að
starfsfólk sem mætir
fyrst á morgnana
leggur í stæðin næst
húsunum en sjúkling-
ar og fatlaðir verða að
gera sér að góðu
stæði langt í burtu.
Er þá skynsamlegt
fyrir stofnanirnar að
auka framboðið og
leggja enn meiri
kostnað í bílastæði af
takmörkuðu fjármagni
sínu? Er ekki skyn-
samlegra að taka upp
stýringu á þessum takmörkuðu
gæðum og láta þá sem nota stæðin
greiða fyrir þau og ná þannig jafn-
vægi milli framboðs og eft-
irspurnar?
Gjaldtaka og aðrar aðgerðir
Ef vel ætti að vera ætti gjald-
taka fyrir bílastæði að standa undir
gerð, rekstri, viðhaldi og kostnaði
við landið undir stæðunum. Þá
bæru stofnanirnar engan kostnað
af rekstri bílastæðanna af tak-
mörkuðu fjármagni sem ríkið
skammtar þeim. Einnig ætti að
grípa til annarra ráðstafana til að
draga úr eftirspurn s.s. með skipu-
lagningu almenningssamgangna og
göngu- og hjólastíga. Einnig ætti
að vera fjárhagslegur hvati fyrir
starfsmenn eins og hlunnindi
greidd sem afsláttarkjör á reið-
hjólum og afsláttur á fargjöldum
með strætó. Slíkar hlunninda-
greiðslur mundu nýtast öllu starfs-
fólki en ekki mest þeim sem best
hafa kjörin eins og hlunninda-
greiðslur með einkabílum starfs-
manna í dag.
Fyrirkomulag gjaldtöku
Fyrirkomulag gjaldtöku getur
verið ýmiskonar. Starfsmenn og
nemendur gætu greitt mán-
aðargjald inn á ákveðin stæði.
Upphæð gjaldsins gæti verið á
bilinu 2–5.000 kr. Gestir og sjúk-
lingar gætu greitt tímagjald eins
og tíðkast í bílastæðahúsum. Einn-
ig mætti hafa kerfi með gjaldfrí
stæði með tímamörkum á stöðu
svipað og menn þekkja frá Dan-
mörku þar sem notaðar eru tíma-
skífur. Húsverðir þyrftu að hafa
vald til að skrifa út sektir á bíla
sem brytu gegn stöðureglum.
Bílar, sem ekki hafa mánaðarkort
eða tímaskífur, eru komnir fram
yfir í tíma, standa á gangstéttum
eða utan bílastæða yrðu sektaðir
umsvifalaust. Í gjaldfríum stæðum
mundu skussarnir greiða fyrir
rekstur stæðanna með sektum.
Gjaldtaka er sanngjörn
Það að sífellt þurfi að leggja
meira land undir bílastæði í sam-
félaginu er ekki náttúrulögmál. Það
eru til aðrar betri lausnir sem allir
græða á. Með því að hafa sann-
gjarna gjaldtöku á bílastæðum er
tryggt að:
1. Framboð á stæðum er nægj-
anlegt þar sem þörf er á og
fyrir þá sem á þurfa að halda.
2. Komið í veg fyrir að stærstur
hluti landnotkunar verði fyrir
bílastæði.
3. Skapaður möguleiki á aðlað-
andi umhverfi með bættum
útivistarmöguleikum og styttri
vegalengdum milli staða.
4. Þeir borgi sem kostnaðinum
valda.
Gjaldfrí bílastæði?
Árni Davíðsson fjallar um
gjaldtöku fyrir bílastæði ’Ef vel ætti að vera ættigjaldtaka fyrir bílastæði
að standa undir gerð,
rekstri, viðhaldi og
kostnaði við landið und-
ir stæðunum.‘
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur.
ÉG ER ein þeirra
fjölmörgu sem finnst
gott að fá mér léttvíns-
glas öðru hvoru, jafn-
vel á virkum degi.
Þetta finnst mér eðli-
legt þó að ég viti að
neysla áfengis er best í
hófi. Ég tengi þó ekki
léttvín við neitt slæmt.
Ég set léttvín í sam-
hengi við góðan mat,
ljúfa tónlist, bækur, af-
slöppun og rómantík.
Þó virðist þetta hegð-
unarmynstur mitt ekki
vera öllum að skapi.
Sumir af eldri kynslóð-
inni reka upp stór
augu þegar ég bíð
þeim upp á rauðvín á
þriðjudagskvöldi,
roðna svolítið og lauma
að mér það er ekki
einu sinni helgi.
Þessi hugs-
unarháttur virðist ráða
ríkjum þegar kemur
að áfengisstefnu hins
opinbera. Þar er öll neysla áfengis
álitin slæm. Þetta er viðhorf sem við
getum ekki verið sammála. Við get-
um ekki verið sammála því að heild-
armagn seldra áfengislítra á ári sé
einhver mælikvarði á áfengisvanda-
mál.
Frá því að sala á bjór var gefin
frjáls árið 1989 hefur neyslumynstur
Íslendinga á áfengi batnað. Neysla
áfengis hefur færst frá sterkum
drykkjum yfir í léttvín og bjór. Áður
fyrr ráku menn upp stór augu ef
opnuð var vínflaska með mat, en í
dag er léttvín mörgum nauðsynlegur
þáttur að njóta með góðri máltíð.
Rannsóknir hafa einnig sýnt aukna
hófdrykkju hér á landi. Hið aukna
frjálsræði með komu bjórsins hefur
fært okkur heilbrigðari áfeng-
ismenningu. Það er aðalatriðið.
Gleymum því ekki að á Íslandi var
mikil andstaða við að aflétta því frá-
leita banni á sínum tíma.
Gjarnan gleymist þegar rætt er
um áfengisdrykkju að neysla léttvíns
og bjórs í hóflegu magni getur haft
góð áhrif á heilsufar. Hófleg vín-
drykkja getur m.a. dregið úr öldr-
unareinkennum, bætt lungna-
starfsemi, bætt æðakerfi aldraðra og
styrkt bein. Hófleg neysla dregur
einnig úr líkum á hjartasjúkdómum,
magasári, krabbameini og blóð-
tappa.
Þessi þankagangur
hefur leitt til þess að
forvarnir snúast að-
allega um að telja ungt
fólk á að drekka alls
ekki því áfengið er svo
mikið böl. Sjaldan er
gerð minnsta tilraun til
að gera greinarmun á
heilbrigðri og óheil-
brigðri áfengisneyslu.
Ungu fólki er því ekki
kennt hvernig ber að
meðhöndla áfengi á eðli-
legan hátt. Foreldrar
veigra sér jafnframt við
að kenna unglingum að
fara með áfengi með því
væru þeir að ýta undir
neyslu. Þetta viðhorf er
skaðlegt. Til að fólk fari
hóflega með vín er
lausnin ekki að tak-
marka aðgang að áfeng-
inu, heldur að ýta undir
heilbrigðar neysluvenj-
ur. Það er ekkert snið-
ugt að drekka áfengi ef
aðilar vita ekki hvernig
skal neyta þess í hófi.
Lausnin er ekki að takmarka að-
gang að áfengi, hafa vöruverð sem
hæst eða benda einungis á skaðsemi
áfengisdrykkju. Heldur þarf að efla
fræðslu og stuðla þannig að bættu
neyslumunstri. Eins og Ronald
Reagan komst að orði. Ríkisvaldið er
til þess að vernda okkur hvert fyrir
öðru, ekki fyrir okkur sjálfum.
Óhófleg áfengisneysla hefur skað-
að marga, hér sem annars staðar.
Þau höft sem sett eru á sölu þess eru
hins vegar ekki að draga úr þessum
vandamálum heldur að gera þau
verri. Á Íslandi er algengt að ungt
fólk kaupi sér léttvín og bjór eftir
áfengisprósentu – því hærri, því
betra. Þessi hegðun er einhver besta
sönnun þess að áfengisstefnan á Ís-
landi er á villigötum.
Það er kominn tími til að léttvín og
bjór verði seld í matvörubúðum og
áfengisgjaldið verði lækkað. Við
hvetjum þingmenn til að setja þetta
mál á dagskrá. Það er kominn tími til
að gera breytingar.
www.engavitleysu.is
Leyfum léttvíns-
sölu í matvöru-
verslunum
Helga Kristín Auðunsdóttir
hvetur til frjálsræðis í
áfengismálum
Helga Kristín
Auðunsdóttir
’Það er kominntími til að léttvín
og bjór verði
seld í mat-
vörubúðum og
áfengisgjaldið
verði lækkað.‘
Höfundur er formaður félags
um bætta vínmenningu.
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is