Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MAX Euwe skrifaði eitt sinn
bókina Bobby Fischer og forverar
hans í heimsmeistarakeppninni í
skák. Bókin kom út árið 1976 og
var ætlunin að svara þeirri spurn-
ingu hver hefði verið besti skák-
maður allra tíma. Meginuppistaða
bókarinnar var að bera Bobby
saman við þrjá fyrstu heimsmeist-
ara tuttugustu aldarinnar, dr. Em-
anuel Lasker, Jose Raoul Capa-
blanca og Alexander Aljekín.
Niðurstaða höfundar, sem var
sjálfur heimsmeistari árin 1935–37,
var sú að þessir þrír heimsmeist-
arar ásamt Mikhail Botvinnik og
Fischer hefðu verið svipaðir að
styrkleika en að hver og einn
þeirra hefði haft sín sérkenni. Það
er fróðlegt að í bókinni er sagt frá
Arpad Elo, prófessor í eðlisfræði í
háskólanum í Milwaukee en sá
skapaði hið svokallaða elo-stiga-
kerfi í skák sem gengur út á að
reikna út styrkleika skákmannsins
á hverjum tíma. Byggt er á reikn-
ingsformúlu sem útskýra
má t.d. með því að hafi
skákmaður 2400 elóskák-
stig og tefli 10 skákir gegn
andstæðingum sem hafa
að meðaltali sömu skák-
stigatölu þá þarf viðkom-
andi helming vinninga til
þess að halda stigum sín-
um óbreyttum. Fái hann
t.d. einum vinningi meira
eða minna hækkar hann
eða lækkar í stigum miðað
við þann stuðul sem hann
hefur. Hafi hann t.d. stuð-
ulinn 10 og fái 6 vinninga í
fyrrnefndu dæmi þá
hækkar hann um 10 tíu
elóskákstig. Kerfið hans Elo var
tekið upp seint á sjöunda áratugn-
um en í bók Euwe komu fram út-
reikningar hans hvað meistararnir
fjórir, fyrir utan Fischer, höfðu
haft mörg skákstig þegar þeir voru
upp á sitt besta. Lasker var heims-
meistari frá 1894–1921 og hafði
hann mest 2720 stig árið 1905.
Capablanca var heimsmeistari frá
1921–1927 og fór hæst upp í 2730
stig árið 1920. Aljekín var heims-
meistari árin 1927–1935 og svo frá
1937–1946. Hann
fór hæst upp í
2690 stig árið
1930. Botvinnik
var heimsmeistari
árin 1948–1963
fyrir utan árin
1957 og 1960.
Hann hafði mest
2730 stig árið
1945. Þessa út-
reikninga um
hugsanleg skák-
stig gömlu meist-
aranna ber að
taka með fyrir-
vara þar sem auð-
vitað er örðugt að
gefa sér réttar forsendur. Þessar
tölur eru þó áhugaverðar þegar
mið er tekið af því að Fischer hafði
árið 1970 2720 stig, hækkaði um 40
stig árið 1971 og var með 2785 stig
þegar hann tefldi heimsmeistara-
einvígið við Spassky árið 1972. Þar
tapaði hann 5 stigum og síðan þá
hefur ekki hann teflt skák sem
reiknuð hefur verið til elóskák-
stiga. FIDE hefur annast þessa
stigaútreikninga um langa hríð og
er sá háttur hafður á að þeir sem
hafa ekki teflt í tiltekinn tíma fara
af lista virkra skákmanna yfir á
þann óvirka. Listi yfir virka skák-
menn er gefinn út fjórum sinnum
ári og 1. apríl sl. var nýjasti al-
þjóðlegi skákstigalistinn gerður
kunnugur. Sem fyrr er Garry
Kasparov stigahæsti skákmaður
heims með 2812 stig en það hefur
hann verið í tuttugu ár. Tíu stiga-
hæstu skákmenn heims eru annars
þessir:
1. Garry Kasparov (2812)
2. Viswanathan Anand (2785)
3. Veselin Topalov (2778)
4. Peter Leko (2763)
5. Vladimir Kramnik (2753)
6. Vassily Ivansjúk (2739)
7. Michael Adams (2737)
8. Judit Polgar (2732)
9. Etienne Bacrot (2731)
10. Peter Svidler (2725)
Eins og sjá má væri Bobby þriðji
stigahæsti skákmaður heims ef
virku og óvirku listarnir væru
teknir saman í einn. Það er vissu-
lega ánægjulegt að íslenskur rík-
isborgari skuli vera svona ofarlega
á slíkum lista, allavegana óum-
deildara en að vera á lista eftir-
lýstra eða á lista staðfastra þjóða!
Íslenskir skákmenn voru nokkuð
iðnir við kolann á síðasta skák-
stigatímabili en á meðal þeirra sem
FIDE telur virka eru eftirfarandi
15 skákmenn stigahæstir:
1. Jóhann Hjartarson (2628)
2. Hannes Hlífar Stefánsson (2573)
3. Helgi Ólafsson (2515)
4. Jón L. Árnason (2505)
5. Helgi Áss Grétarsson (2495)
6. Stefán Kristjánsson (2461)
7. Þröstur Þórhallsson (2453)
8. Bragi Þorfinnsson (2442)
9. Arnar Gunnarsson (2434)
10. Björgvin Jónsson (2404)
11. Héðinn Steingrímsson (2401)
12. Magnús Örn Úlfarsson (2398)
13. Jón Viktor Gunnarsson (2397)
14. Róbert Harðarson (2365)
15. Björn Þorfinnsson (2358)
Hannes Hlífar hækkaði um 12
stig og styrkti stöðu sína sem
næststigahæsti skákmaður lands-
ins en eins og kunnugt er teflir Jó-
hann Hjartarson sárafáar kapp-
skákir núorðið. Stefán
Kristjánsson átti flestar reiknuðu
skákirnar á tímabilinu eða samtals
31. Hann náði áfanga að stórmeist-
aratitli á tímabilinu og hækkaði um
23 stig sem gerði að verkum að
hann skaust upp fyrir Þröst Þór-
hallsson. Bragi Þorfinnsson hækk-
aði um 7 stig en hann tók þátt í
móti á Gíbraltar á tímabilinu. Ró-
bert Harðarson hækkaði mest allra
íslenskra skákmanna eða alls um
40 stig eftir frábært gengi á tveim
mótum í Tékklandi. Jón Viktor
Gunnarsson hækkaði stigatölu sína
myndarlega með öruggum sigri
sínum á Skákþingi Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um alþjóðlegu
skákstigin er að finna á www.fide.-
com og www.skak.is.
Um skrif Euwe og nýj-
asta stigalista FIDE
SKÁK
Alþjóðlegi skákstigalistinn
1. apríl 2005
Stefán Kristjánsson
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Nutro - 30% afsláttur! Þurrfóður
fyrir hunda og ketti í hæsta gæða-
flokki. Full búð af nýjum vörum.
30% afsláttur af öllu. Opið mán-fös
kl. 10-18, lau. 10-16 og sun. 12-16.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði, sími 565 8444.
Merktu gæludýrið. Hunda- og
kattamerki kr. 990 m. áletrun t.d.
nafn og sími. FANNAR verðlauna-
gripir, Smiðjuvegi 6, (rauð gata),
Kópavogi, s. 551 6488. www.fann-
ar.is - fannar@fannar.is
Fress fæst gefins. Eins og hálfs
árs svartur og hvítur fress fæst
gefins með öllum fylgihlutum.
Kötturinn heitir Móses og hlýðir
nafni. Uppl. gefur Daníel í síma
586 1183.
Gisting
Hótel Vík Reykjavík býður uppá
tveggja og þriggja manna her-
bergi með morgunmat í apríl með
20% afslætti af vetrarverði. Flug-
rúta til Keflavíkur fyrir allt áætlun-
arflug. Hótel Vík Síðumúla 19,
Reykjavík. Sími 588 5588.
www.hotelvik.is
Snyrting
Snyrtisetrið
Treatment fyrir andlit. Byggir upp
húð og bandvef. Betra en Botox!?
Árangur strax.
SNYRTISETRIÐ,
Domus Medica, s. 533 3100.
Taktu auglýsinguna með.
Húsnæði í boði
Til leigu 2 herb. íbúð. Til leigu
björt 2 herb. íbúð á sv. 101.
Skammtímaleiga frá 1/6-1/8.
Reglusemi og skilvísar greiðslur.
Fyrirframgreiðsla og trygging.
Uppl. í s. 693 2133.
Húsnæði óskast
Íbúð óskast frá 1. ágúst. Ungt,
rólegt og reglusamt par á leið í
háskóla óskar eftir lítilli íbúð frá
1. ágúst. Upplýsingar í síma 699
2967. Skilvísum greiðslum heitið.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvík. Securitas
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í s. 896 9629.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Námskeið
Heimanám - Fjarnám -
www.heimanam.is. Þú getur
byrjað hvenær sem er! Bókhald
og skattskil - Excel - Word - Acc-
ess - PowerPoint - Skrifstofunám
- Photoshop - Tölvuviðg. o.fl.
www.heimanam.is. S. 562 6212.
Til sölu
Kristalsljósakrónur. Mikið úrval.
Gott verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Handútskornir trémunir frá
Slóvakíu. Mikið úrval. Frábært
verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Dökk antík hjónarúm til sölu.
Verð 20 þúsund. Upplýsingar í s.
897 7299 - 587 8734.
Skattframtöl
Framtalsþjónustan 2005. Skatt-
framtöl einstaklinga og minni
rekstraraðila. Aðstoð við kaup-
og seljendur fasteigna. Sæki um
viðbótarfrest. Vönduð vinna.
Framtalsþjónustan, sími 533
1533.
Þjónusta
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslimælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Veiði
Fréttarit um fluguveiði! Flugu-
fréttir koma í tölvupósthólf veiði-
manna alla föstudaga. Vertíðin
er að byrja, skráðu þig á flugur.is
og fáðu ókeypis bókina Flugu-
veiðisögur! www.flugur.is
Bátar
Terhi bátarnir komnir. Tryggið
ykkur eintak fyrir sumarið
Vélasalan ehf.,
Ánanaustum, sími 580 5300.
Bílar
Volvo árg. '99 til sölu! Volvo V70
cross country árg. '99, kom á
götuna 23.12. '98. Ekinn 125 þús.
Verð 1.950 þús. Upplýsingar í
síma 897 0743.
Sértilboð 2.890 þús. + vsk. Merc-
edes Benz 313 CDI maxi. Nýr. Við-
arklætt farangursrými, ESP, ABS,
ASR, rafmagnsspeglar upphitaðir,
loftpúði o.fl.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
kaldasel@islandia.is
Skoda Felica árg. 1999
Bíll í toppstandi. Ek. 55 þús. Ásett
verð 380 þús. Upplýsingar í síma
553 5951 og 862 7958, e. kl. 17.30.
Nissan Trade 3.0 dísel árg. 2000.
Ek. 65 þ. km. Burðargeta 1.590 kg.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
kaldasel@islandia.is
MMC (Mitsubishi) árg. '92, ek.
260 þús. V6 (3000cc), vel með far-
inn utan sem innan. Smurbók frá
45 þ., sjálfskiptur, cruise, hiti í
sætum, krókur, geislasp., 32"
sumardekk. Verð 450 þús. Viðar,
gsm 893 3182.
Mercedes Benz 313 CDI Doka
4x4, sk. 06.2003. Ek. 55 þ. km. Fjór-
hjóladrif m. læsingu. Dráttarbeisli.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
kaldasel@islandia.is
Jeppar
2004! Grand Cherokee gullmoli.
Gríptu tækifærið! Nýkominn frá
USA eins og nýr Grand Cherokee
Laredo 2004 (12/03) 4x4. Verð 3,2
m. Útsala 2,7 m. stgr. Sjá
www.4x4OffRoads.com/grandm
- 821 3919.
Ökukennsla
Ökuskóli. Veiti alla þjónustu er
varðar ökukennslu og ökupróf.
Birgir Bjarnason, sími 896 1030.
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Varahlutir
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00,
Kia Sportage '02, Pajero V6 92',
Terrano II '99, Cherokee '93,
Nissan P/up '93, Vitara '89-'97,
Patrol '95, Impreza '97, Legacy
'90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl.
Þjónustuauglýsingar 5691111
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum,
niðurföllum, þak- og drenlögnum
Sreitulosun - aukin athygli og
einbeiting Orkusviðs og undirmeð-
vitundarfræði notuð í einkaþjálfun
og meðferð við huglægu, tilfinning-
alegu og líkamlegu ójafnvægiN-
otuð er m.a.EFT (Emotional Free-
dom Techniques) og dáleiðsla
(Hypnotherapy)
Viðar Aðalsteinsson dáleiðslu-
fræðingur s:6945494
www.EFTiceland.com
alltaf á sunnudögumFERÐALÖG