Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 gamals manns,
8 fiskveiðar, 9 varfærni,
10 stórfljót, 11 tálgi,
13 íslausum, 15 karlfisks,
18 fugl, 21 nem, 22 bogni,
23 framan, 24 tarfur.
Lóðrétt | 2 til fulls,
3 lipurð, 4 reka nagla,
5 viðurkennt, 6 knippi,
7 tölustafur, 12 leiði,
14 blóm, 15 hirsla,
16 athugasemdir, 17 stíf,
18 húð, 19 stokks,
20 þyngdareining.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 þamba, 4 felur, 7 aflát, 8 feiti, 9 tól, 11 aðan,
13 eisa, 14 atorð, 15 form, 17 agga, 20 eta, 22 öldur,
23 meitt, 24 deiga, 25 nemur.
Lóðrétt | 1 þjaka, 2 molda, 3 autt, 4 fífl, 5 leiti, 6 reiða,
10 óloft, 12 nam, 13 eða, 15 fjöld, 16 ruddi, 18 grimm,
19 aftur, 20 erta, 21 amen.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú nýtur tímans sem þú verð í fé-
lagsskap annarra og berð hlýjar tilfinn-
ingar í brjósti til náungans um þessar
mundir. Þú áttar þig á gildi vinátt-
unnar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er óvenju ósérhlífið í dag og
leggur sig fram við að setja þarfir ann-
arra ofar sínum eigin. Hugsanlega talar
það máli annarra við stjórnendur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn á gott með að vera umburð-
arlyndur og víðsýnn í dag, ekki síst
gagnvart fólki frá framandi menning-
arheimi. Víðsýni hans eykst.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fólk sýnir krabbanum rausnarskap í
dag, svo eftir er tekið. Það er ekki laust
við að samferðafólk finni til öfundar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið þráir að ferðast til framandi
landa og vill hverfa frá hinni hvers-
dagslegu rútínu. Ef það kemst ekki að
heiman má alltaf fara eitthvað í hug-
anum og gleyma sér í bíó eða með bók.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ástarsambönd eru innileg og rómantísk
í dag. Góðmennska og umhyggja fyrir
öðrum eru efst á baugi. Vinir verða
elskendur, elskendur verða vinir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Notaðu daginn til þess að leiðrétta mis-
skilning. Voginni er hlýtt til annarra
núna, ekki síst maka og náinna vina.
Samskipti við náungann ganga vel.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn á í vændum góðan dag í
vinnunni. Vinnufélagarnir eru sam-
starfsfúsir og drekanum er hlýtt til
þeirra á móti.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sköpunarmáttur bogmannsins er mikill
um þessar mundir. Fáðu útrás fyrir
listamanninn í þér ef þú mögulega get-
ur. Ást við fyrstu sýn er hugsanleg.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Notaðu daginn til þess að sinna fast-
eignaviðskiptum. Ekki væri heldur vit-
laust að bjóða heim gestum. Samræður
í fjölskyldunni eru vinsamlegar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Verslun og viðskipti ganga vel í dag.
Notaðu tækifærið og skrifaðu undir
samninga eða samkomulag í dag. Allir
una glaðir við sitt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn kaupir tóma munaðarvöru ef
hann fer í búðir í dag. Kannski slær
hann til og kaupir gjöf handa ástvini.
Hann finnur til rausnarskapar og
óhófs.
Stjörnuspá
Frances Drake
Hrútur
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert traust, ábyggileg og vinnusöm
manneskja, sem kærir sig ekki um
neinn fíflaskap. Þú virðist sjálfsörugg
og yfirveguð og ert jafnframt hógvær.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Norræna húsið | Einar Jóhannesson og
Philip Jenkins leika klarinettusónötur eftir
Brahms, Fantasíu op 73 eftir Robert Schu-
mann og fjöruga ungverska dansa eftir
ungverska tónskáldið Draskóczy í Salnum
kl. 20.
Salurinn | Drengjakvartettinn Vallargerð-
isbræður syngur kl. 20 í Salnum. Kvart-
ettinn skipa fjórir sextán ára strákar, fyrr-
um félagar úr Skólakór Kársness, Eysteinn
Hjálmarsson, Ríkharður Þór Brandsson,
Þorkell Helgi Sigfússon og Örn Ýmir Ara-
son. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög,
allt frá aldagömlum ættjarðarlögum til
sprellfjörugra dægurlaga.
Myndlist
Banananas | Metorðstiginn – Tinna Kvaran
sýnir.
Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á
Energia í Smáralind. Ólöf Björg er útskrifuð
úr Listaháskóla Íslands ásamt því að hafa
stundað nám bæði í Kóreu og á Spáni. Ólöf
Björg hlaut nýverið styrk hjá
Hafnarfjarðarbæ vegna verkefnis á Björt-
um dögum.
Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu-
málverk máluð á striga.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir.
Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu-
málverk og fleira í Boganum.
Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og
hömlulaust.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól-
stafir.
Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín
Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni
í Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk,
ekkert upphaf né endir.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns-
son og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían –
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex
norrænna myndarlistarmanna frá Finn-
landi, Danmörku og Íslandi. Opið kl. 12–17.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17.
Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um
húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds-
ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066
netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét-
ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í
Þjóðmenningarhúsinu.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð-
minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og
samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin
í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í
vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórð-
arsonar, og Íslendingar í Riccione, ljós-
myndir úr fórum Manfroni-bræðra. Opið kl.
11–17.
Fréttir
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Opið
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13–16. Al-
Anon er félagsskapur karla, kvenna og ung-
linga sem hafa orðið fyrir áhrifum af
drykkju ættingja eða vinar. Alateen er fé-
lagsskapur unglinga sem hafa orðið fyrir
áhrifum vegna drykkju annarra.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Opið alla
þriðjudaga kl. 16–18. Fatamóttaka og út-
hlutun á sama tíma.
Tungumálamiðstöð HÍ | Föstudaginn 13.
maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í
spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menn-
ingarmálastofnunar Spánar (Instituto
Cervantes). Innritun fer fram í Tungumála-
miðstöð HÍ: 525 4593, sabine@hi.is. Frest-
ur til innritunar rennur út 8. apríl.
Fyrirlestrar
Háskólinn á Akureyri | Ragnhildur Arn-
ljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, heldur fyrirlestur kl. 12 í stofu
L102 í Háskólanum á Akureyri. Hún reifar
áfanga sem náðst hafa á jafnréttissviðinu
bæði hérlendis og erlendis. Velt verður upp
ýmsum spurningum varðandi áhrif lög-
gjafar og annarra tækja til þess að ná sett-
um markmiðum.
Fundir
Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru
með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi
Geðhjálpar, Túngötu 7.
Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geð-
sjúkra (18 ára og eldri), alla þriðjudaga kl.
19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Nánari upplýs-
ingar í síma 570 1700 og á www.ged-
hjalp.is.
ITC-Fífa | Í tilefni af 50 ára afmæli Kópa-
vogs mun ITC-deildin Fífa tileinka Kópa-
vogsbæ fundinn 6. apríl kl. 20.15 í fé-
lagsmiðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8.
Gestur fundar er Hansína Björgvinsdóttir
bæjarstjóri. Allir velkomnir. Uppl. gefur
Guðrún í síma 698 0144, gudrunsv-
@simnet.is.
Kaffi Sólon | Fulltrúar FÍ, Stígamóta, KRFÍ
og Unifem segja frá Peking 10+ fundi í
kvöld kl. 20–22. Er samhljómur milli rík-
isstjórna og frjálsra félagasamtaka um
málefni og árangur? Horfir fram á við eða
er hætta á bakslagi á komandi misserum?
Hvar stendur umræða um jafnréttismál á
Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir? Um-
ræður.
Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur þess, heldur fund kl. 20–22
að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Eva Yngvadóttir
segir frá reynslu sinni sem aðstandandi.
Kvenfélag Garðabæjar | Kvenfélagið held-
ur félagsfund í kvöld kl. 20 að Garðaholti.
Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju |
Spilakvöld kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og
Hólakirkju. Spilabingó, spil kennd og rifjuð
upp gömul spil. Kaffiveitingar.
Seljakirkja | Jóhanna Kristjónsdóttir
blaðamaður heldur fyrirlestur um konur í
Arabíu á fundi hjá Kvenfélagi Seljasóknar í
kvöld kl. 20.
Skemmtanir
Klúbburinn við Gullinbrú | Danshljómsveit
Friðjóns Jóhannssonar leikur föstudags-
kvöld. Hljómsveitin Brimkló leikur laug-
ardagskvöld á hestamannadansleik Ístölts
og Klúbbsins.
Kynning
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Kynning-
arfundur um meistara- og doktorsnám í
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands, verður haldinn miðvikudaginn 6.
apríl kl. 16 í Odda v/Sturlugötu, stofu 101.
Umsjónarmenn einstakra sérsviða kynna
skipulag námsins en hægt er að velja á
milli 10 námslína í framhaldsnámi. Allir vel-
komnir. www.vidskipti.hi.is.
Námskeið
Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í almennri
skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18–
22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðsgjald
er 4.900 kr. Skráning í síma 554 6626 eða
á kopavogur@redcross.is.
Krabbameinsfélagið | Reykbindind-
isnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur hefst á morgun, 6. apríl. Fjallað verður
m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleið-
ingar tóbaksneyslu og mataræði. Þátttak-
endur hittast sex sinnum á fimm vikna
tímabili, að námskeiði loknu er þátttak-
endum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er
Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is
eða í síma 540 1900.
Útivist
Stafganga í Laugardal | Stafganga á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30–
18.30, gengið er frá Laugardalslauginni,
tímar fyrir byrjendur og lengra komna.
Nánari upplýsingar á www.stafganga.is og
gsm: 616 8595 & 694 3571. Guðný Ara-
dóttir & Jóna Hildur Bjarnadóttir staf-
gönguþjálfarar.
Íslandsmótið.
Norður
♠ÁK4
♥DG S/AV
♦G10954
♣ÁG9
Vestur Austur
♠G5 ♠108763
♥K76 ♥--
♦763 ♦ÁD82
♣D6543 ♣K872
Suður
♠D92
♥Á10985432
♦K
♣10
Úrslitakeppni Íslandsmótsins var
tvískipt: Fyrst spiluðu tólf sveitir inn-
byrðis 16 spila leiki og stóð sú keppni
yfir í þrjá daga. Fjórar efstu úr þeirri
rimmu héldu áfram keppni einn dag til
viðbótar og spiluðu aftur innbyrðis, en
héldu þó stigum sínum úr fyrri hlut-
anum. Eftir fyrri hlutann var staða
efstu sveita þessi: (1) Ferðaskrifstofa
Vesturlands 200 stig, (2) Eykt 197 stig,
(3) Garðar & vélar 185 stig, og (4)
Grant Thornton 185 stig.
Spilið í dag er frá fyrstu umferð
lokaúrslitanna. Á öllum borðunum fjór-
um vakti suður á fjórum hjörtum í
fyrstu hendi og sú sögn gekk til aust-
urs. Með hliðsjón af því að flestir spila
dobl á fjórum hjörtum til úttektar virð-
ist nokkuð eðlilegt að dobla á aust-
urspilin. Doblið er hins vegar óheppi-
legt í þetta sinn, því makker á hvorki
spil til sóknar eða varnar. Tveir spil-
arar af fjórum kusu að passa, hinir
tveir prófuðu doblið.
Jón Baldursson í sveit Eyktar dobl-
aði, en Rúnar Magnússon í sveit Garða
og véla tók fast á móti. Þorlákur Jóns-
son var í vestur, en Símon Símonarson
í suður:
Vestur Norður Austur Suður
Þorlákur Rúnar Jón Símon
-- -- -- 4 hjörtu
Pass Pass Dobl Pass
Pass Redobl Allir pass
Ellefu slagir standa á borðinu og NS
fengu 1080 og 12 IMPa (spilið var
ódoblað hinum megin). AV eru á hætt-
unni og hefðu ekki sparað mikið á því
renna í fimm lauf, sem fara minnst þrjá
niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7
5. e5 Rfd7 6. Bxe7 Dxe7 7. f4 O-O 8.
Rf3 a6 9. Bd3 f6 10. Re2 Db4+ 11. c3
Dxb2 12. O-O Da3 13. De1 fxe5
Staðan kom upp í Flugfélagsdeild
Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð. Stefán Þór Sigurjónsson (2175)
hafði hvítt gegn Hrannari B. Arnars-
syni (2099). 14. Bxh7+! Hin fræga
biskupsfórn á h7. 14...Kxh7 15. Rg5+
Kg6 15... Kg8 hefði verið svarað með
16. Dh4 Rf6 17. fxe5 og hvítur vinnur.
16. Dh4 e4 17. f5+! Hxf5 18. Hxf5 exf5
19. Rf4+ Kf6 20. Rxd5+ Kg6 21. Dh7+
Kxg5 22. Dxg7+ og svartur gafst upp
enda er hann að verða mát.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
ÞRIÐJA tangókvöld ársins verður í Iðnó í
kvöld. Nú fer tangókvöldum vetrarins að
fækka og því um að gera að draga fram lakks-
kóna og hælana, bregða sér í Iðnó, fá leiðsögn í
funheitum dansi og njóta um leið tónlistar
færra tónlistarmanna.
Húsið verður opnað kl. 20:00, fyrsta
klukkutímann er boðið upp á leiðsögn en kl.
21:00 stígur Tangósveit lýðveldins á stokk og
leikur til kl. 23:00. Sveitin er skipuð þeim
Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Tatu Kantomaa
bandoneonleikara, Ástvaldi Traustasyni
harmónikuleikara, Vigni Þór Stefánssyni pí-
anóleikara og Gunnlaugi T. Stefánssyni
kontrabassaleikara.
Miðaverð er kr. 1.000 og boðið er upp á létt-
ar veitingar.
Tangókvöld í Iðnó
Morgunblaðið/Golli
Gjafaöskjur með ljóðum
Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Ástarkveðja • Vinarkveðja,
Samúðarkveðja
BIRNA Arnbjörnsdóttir, dós-
ent í ensku við Háskóla Ís-
lands, flytur fyrirlestur í dag
kl. 12.15 í stofu 101 í Lögbergi
á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Fjallað verð-
ur um eðli tvítyngis, bæði ein-
staklinga og þjóða, og breyti-
lega afstöðu til þess í gegnum
tíðina.
Fyrirlestur
um tvítyngi