Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 05.04.2005, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is Vengerov Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Einleikari ::: Maxim Vengerov Hljómsveitarstjóri ::: Benjamín Júsúpov Modest Mússorgskíj ::: Dögun við Moskvufljót Benjamín Júsúpov ::: Víólukonsert Pjotr Tsjajkovskíj ::: Sinfónía nr. 6 „Pathétique“ Rauð tónleikaröð #5 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL KL. 19.30 AUKATÓNLEIKAR LAUGARDAGINN 9. APRÍL KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUS SÆTI Það ætti enginn að láta tónleika fiðlusnillingsins Maxim Vengerov fram hjá sér fara enda er verkefnið spennandi: Glænýr víólukonsert eftir Júsúpov þar sem Vengerov leikur bæði á víólu og raffiðlu auk þess að sýna hæfni sína í argentískum tangó! FYRSTA lokahátíð Stóru upplestr- arkeppninnar í 7. bekk grunnskóla árið 2004–2005 verður haldin í Ár- bæjarkirkju í Reykjavík í dag kl. 16. Lokahátíðirnar í ár verða 33 á jafn- mörgum stöðum víðsvegar um land- ið fram til 29. apríl. Á hátíðunum munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr skól- um byggðarlagsins, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upples- arana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og aðrir ungir listamenn. Skáld keppninnar þetta árið eru Guðrún Helgadóttir og Jóhannes úr Kötlum. Það eru Raddir, samtök um vand- aðan upplestur og framsögn, sem standa að Stóru upplestrarkeppn- inni í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt. Styrktaraðilar eru Edda útgáfa, Flugfélag Íslands, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Kennaraháskóli Ís- lands, menntamálaráðuneytið, Mjólkursamsalan, Reykjanesbær, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og Sparisjóðirnir. Á lokahátíð er lesið í þremur um- ferðum. Í fyrstu umferð eru lesnar svipmyndir úr sögunni Öðruvísi dag- ar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í ann- arri umferð lesa þátttakendur ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og í þriðju umferð lesa þátttakendur ljóð alger- lega að eigin vali. Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bókmenntir | Stóra upplestrarkeppnin Guðrún og Jóhann- es sett í öndvegi Jóhannes úr Kötlum Guðrún Helgadóttir ALLIANCE française og hinn framsækni framkvæmdastjóri þess, Olivier Dintinger, eru óþreytandi að kynna franska menningu fyrir Íslendingum og hefur djassinn ekki orðið útundan þar. Margir hafa þeir tónleikar verið framúrskarandi en í þetta sinn var boðið uppá slíka snilld að annar eins djassgítarleikur hefur ekki heyrst í Reykjavík síðan Philip Catharine lék með Niels- Henning-tríóinu í Háskólabíói 1978 – í það minnsta ekki evrópskur. Ferré-bræðrum kynntist maður ungur á SteepleChase-plötum þeirra þar sem Niels-Henning lék stundum með á bassann. Þetta voru ungir sígaunastrákar en tónlist þeirra var engin Djangostæling. Þeir höfðu kafað djúpt í sam- tímadjass og höfðu Tristanoskólann á hreinu. Að sjálfsögðu kunnu þeir allan sinn Django því faðir þeirra, Matelot, svo og frændur höfðu leik- ið með meistaranum. Í næstum ald- arfjórðung hef ég lítið heyrt í bræðrum og því var gleði mín ósvikin eftir að upplifa á þessum tónleikum þann þroska sem tónlist þeirra hefur náð. Á árum áður lék Boulou alla só- lóa en nú var það Elios er spann fyrsta sóló tónleikanna í þeim fræga ópusi Israel eftir Johnny Carisi. Tónn hans er harðari en hjá Boulou sem býr yfir einstakri mýkt en Elios átti marga góða spretti á tónleikunum þótt hann sé fyrst og fremst hryngítaristinn. Þá var kom- ið að Lennie Tristano: 42nd Street og Out of nowhere hljómaði vel í gegn og svo var skreytt með alls- konar tilvitnunum einsog Dexter Gordon gerði manna best. Warne Marsh var ásamt Lee Konitz helsti blásari Tristanoskólans. Hann hef- ur því miður fallið nokkuð í gleymsku en ópus hans, Dixie dielemna, sem byggður er á hljóm- unum í All the things you are var leikinn glæsilega af þeim bræðrum og sóló Boulous meistaralegur þar- sem kafað var á tristanoískan hátt í hljóma Kerns ekki síður en hugsun Marsh. Síðan var komið að Tadd Dameron: Hot house, einum þekkt- asta bíboppópusi allra tíma, og að venju hugað að rótunum: What is the thing called love. Í þessum hluta efnisskrárinnar sönnuðu þeir bræður hvílíkt vald þeir hafa á djasstónlist og sérdeilis sýndi Boulou að hann er einn fremsti spunameistari djassgítarsins um þessar mundir. Að sjálfsögðu var Django á dagskrá: Tears, Minor swing og Nuages leikið á ferréíska vísu ekki síður en Jóhann Sebast- ian Bach og byggt á prelúdíu BWV 998, en Boulou fór um víðan völl og spann í anda barokkmeistarans og hef ég ekki heyrt betri Bach í djassi síðan Django, Grappelli og Eddie South léku sér að öðrum þætti úr konserti hans fyrir tvær fiðlur. Margt í spuna Boulous bar þess merki að han er ekki aðeins há- menntaður djassleikari heldur hef- ur hann lært hjá tónskáldum á borð við Messiaen. En fyrst og fremst var það hin djúpa hljómahugsun Boulous og glæsilegur samleikur bræðranna sem gerði þessa tón- leika að einstakri listrænni upp- lifun. DJASS Nasa Elios og Boulou Ferré gítar. Laugardaginn 2.4. 2005. Ferré-bræður Elios og Boulou Ferré á Nasa: Glæsilegur samleikur. Mögnuð upplifun Vernharður Linnet Ljósmynd/David Bell SÝNINGIN Elísabet I – síðasti dansinn er þessa dagana á fjölum leikhúss nokkurs í borginni Santander á Norð- ur-Spáni. Hér getur að líta ensku listakonuna Lindsay Kemp í titilhlutverkinu. Reuters Lokadans Elísabetar fyrstu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.