Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 48
Kim Cattrall hefur
sæst við Söruh.
Kristin Davis, Sarah Jessica Parker og Cynthia Nix-
on. Kim Cattrall getur verið með á myndinni næst.
SÁTTAFUNDIR voru á milli Söruh
Jessicu Parker og fyrrverandi sam-
leikkonu hennar úr Beðmálum í
borginni, Kim Cattrall, í fertugs-
afmæli Parker á dögunum. Eig-
inmaður Parker til átta ára, Matth-
ew Broderick, efndi til
veisluhaldanna, sem fram fóru á
Plaza-hótelinu í New York.
Á meðal þeirra sem gæddu sér á
góðgæti í veislunni voru fleiri leik-
arar úr Beðmálunum, Cynthia Nix-
on, Kristin Davis og Chris Noth.
Hingað til hefur Cattrall verið
kennt um að ekkert hafi orðið úr
því að gera kvikmynd eftir þessum
vinsælu sjónvarpsþáttum og er það
sagt hafa valdið ósætti milli leik-
kvennanna.
Nixon mætti með kærustu sinni,
Christine Marinoni og grínaðist
með þetta: „Ég hef ekkert að gera
og það er Kim að þakka!“ Nixon
söng líka fyrir afmælisbarnið nýja
útgáfu af „I’ve Grown Accustomed
To Her Face“ en hún setti inn í text-
ann línur um að hún væri orðin vön
háum hælum Parker frá Jimmy
Choo og Manolo Blahnik. Það hefur
greinilega verið létt stemning í
veislunni því Nixon skaut enn-
fremur inn: „Núna þegar ég er orð-
in lesbía, fer ég ekki í svona skó aft-
ur.“
Fólk | Fertugsafmæli Söruh Jessicu Parker
Parker og Cattrall sættast
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Með tónlist eftir Sigur Rós!
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes
Anderson, framleiðenda Royal
Tenenbaums með Bill Murray, Owen
Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu
Huston í aðalhlutverkum.
i
, l i l
ill ,
il , l j li
í l l .
The Life and Death
of Peter Sellers kl. 5.30 - 8 og 10.30
Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 og 10.20
Life Aquatic kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 12
in a new comedy by
Wes ANDERSON
DV
HJ. MBL
Sandra Bullock mætt aftur
vopnuð og glæsileg
í frábæru framhaldi sem er
drekkhlaðin af spennu og gríni!
Hlaut 2
Golden Globe verðlaun
sem besta
gamanmynd ársins.
Geoffrey Rush
sem besti leikari.
Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann!
Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem
Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt
einkalíf eins besta gamanleikara heims.
en m
Phantom of the Opera kl. 8 b.i. 10
Les Choristes (Kórinn) kl. 6
Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 14
Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12
Hlaut 2
Golden G
sem best
gamanm
Geoffrey
sem best
Bráðfjörug, spennandi og
sprenghlægileg gamanmynd
með ofurtöffaranum Vin
Diesel í aðalhlutverki!
KVIKMYNDIN The Pacifier var
vinsælasta mynd helgarinnar hér-
lendis. „Vin Diesel sýnir að hann
getur leikandi létt leikið í gam-
anmyndum rétt eins og has-
armyndum og erum við mjög sátt-
ir með aðsóknina en rétt innan
við 4.000 manns sóttu myndina
hjá okkur síðustu helgi,“ segir
Christof Wehmeier hjá Sambíó-
unum.
Alls voru fjórar myndir frum-
sýndar fyrir helgina en næsthæst
fór Danny the Dog með Jet Li og
Morgan Freeman. Myndin situr í
fimmta sæti en tæp tvö þúsund
manns sáu hana um helgina.
Öllu færri lögðu leið sína á The
Life and Death of Peter Sellers
og Spanglish þrátt fyrir að þessar
myndir hafi fengið góða umfjöllun
og skarti stórum stjörnum á borð
við Geoffrey Rush, Charlize Ther-
on annars vegar og Adam Sandler
hinsvegar í aðalhlutverkum.
Ef til vill á Peter Sellers eftir
að sækja í sig veðrið en Sjón-
varpið sýnir heimildarmynd um
hann í vikunni og myndir með
honum um komandi helgi. Til við-
bótar hefur Skjár einn sýnt
myndirnar um Bleika pardusinn
síðustu helgar.
Kvikmyndir | The Pacifier mest sótta mynd á Íslandi
!
"
"#
" %&
&
'&
(&
)&
*&
+&
,&
-&
%.&
# *
'' 6 )
'' A
>)
,0 * 4 E6
7 !* !>F'
/;
Vin Diesel bregður á leik með ung-
um samleikurum sínum við frum-
sýningu The Pacifier í Hollywood.
Vin(sæll)
Diesel
MYNDASÖGUMYNDIN Sin City –
eða Syndabælið – sló rækilega í gegn
vestanhafs þegar myndin var frum-
sýnd þar um helgina. Viðtökur fóru
fram út björtustu vonum manna jafn-
vel þótt mikil eftirvænting hafi ríkt í
kringum þessa kvikmyndagerð Ro-
berts Rodriguez á kunnum mynda-
sögum eftir Frank Miller. Myndin
skartar föngulegri hópi leikara en
lengi hefur sést og ber þar helst að
nefna, að því er fullyrt er í bandarísk-
um fjölmiðlum, endurkomu gömlu
stálnaglanna Bruce Willis og Mickey
Rourke. Aðrir leikarar sem við sögu
koma í þessu mikla sjónarspili Rod-
riguez eru m.a. Jessica Alba, Clive
Owen, Nick Stahl, Elijah Wood, Ben-
icio Del Toro, Brittany Murphy,
Michael Clarke Duncan og Rutger
Hauer. Þá kemur Quentin Tarantino
við sögu sem sérlegur gestaleikstjóri
hjá vini sínum Rodriguez.
Tekjur af sýningu myndarinnar yf-
ir fyrstu sýningarhelgina námu 28,1
milljón dala (1,7 milljarðar króna) en
hún hefur almennt fengið lofsamlega
dóma gagnrýnenda vestra sem sumir
hverjir hafa lýst sem hreinni himna-
sendingu fyrir unnendur mynda-
sagna og aðra sem kunna að meta
góðar og mikið stílfærðar has-
armyndir. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins bíða hérlendir
myndasagnaunnendur með öndina í
hálsinum eftir myndinni og hafa safn-
ast saman í myndasagnabúðinni Nex-
us til að skeggræða hana, sem m.a.
gerðist eftir að fyrsta sýnishornið úr
myndinni hafði verið afhjúpað.
Þeir þurfa þó að sýna þónokkra
biðlund enn um sinn því myndin verð-
ur ekki frumsýnd hér á landi fyrr en
3. júní.
Önnur tíðindi af myndunum sem
fengu mestu aðsókn vestanhafs um
helgina eru þau að gamanmyndin
Snyrtistofan – Beauty Shop fór beint
í annað sæti en í henni leikur Queen
Latifah sama hlutverk og hún fór
með í hinni vinsælu Rakarastofan 2 –
Barbershop 2.
Kvikmyndir | Sin City slær í gegn
Syndabælið heillar
Vígalegur Bruce Willis og meðleik-
arar á kynningarmynd fyrir Sin City.
Dagskráin er á vef Íslenska alpaklúbbsins www.isalp.is. Sýningar hefjast kl. 19.30
í Smárabíói í kvöld og á morgun. Aðgöngumiðinn kostar 900 kr. hvort kvöld.
Alls verða sýndar 19 myndir í dag og á morgun á hátíðinni í Smárabíói.
Sönn ævintýramennska
HIN ÁRLEGA Banff-fjallamyndahátíð, sem haldin er á vegum Íslenska alpa-
klúbbsins, verður haldin í dag og á morgun í Smárabíói.
Á kvikmyndahátíðinni eru sýndar fjalla- og ævintýramyndir, sem valdar úr
þúsundum innsendra mynda. „Sumar eru æsipennandi og fara með fólk á ystu
mörk,“ segir í tilkynningu.
Að þessu sinni verða sýndar nítján myndir um ýmiskonar sport sem tengist
fjallamennsku, eins og ísklifur, klettaklifur, fjallahjólreiðar, kajakróður o.fl.
Kvikmyndir | Árleg kvikmyndahátíð
Íslenska alpaklúbbsins
SKRIFSTOFA Karls Bretaprins
hefur tilkynnt að fyrirhuguðu brúð-
kaupi hans og Camillu Parker-
Bowles á föstudag hafi verið frestað
fram á laugardag þannig að það
stangist ekki á við útför Jóhannesar
Páls páfa á föstudag. Þá hefur verið
ákveðið að Karl verði viðstaddur út-
för páfa í Róm.
Breska ríkisstjórnin hefur ákveð-
ið að Camilla Parker Bowles verði
prinsessan af Wales við að giftast
Karli Bretaprinsi. Þykir það líklegt
til að ergja aðdáendur Díönu prins-
essu sem telja Camillu ekki verð-
ugan arftaka hennar.
Starfslið Karls prins heldur því þó
fram að Camilla hafi litla löngun til
að bera titilinn sem tengist breskum
þegnum svo sterkum tilfinningum. Í
staðinn vilji hún bera titilinn: „her-
togaynja af Cornwall“.
Karl og Camilla.
Brúðkaupið
á laugardag