Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 2
Loftmynd af svæðinu þar sem Brimborg hefur keypt lóð á Dalvegi.
B
reyta þarf aðal- og deiliskipu-
lagi áður en leyfi verður
veitt, verði það þá veitt. Fyr-
irspurn Brimborgar var
fyrst lögð fram 19. október sl. haust,
en var endurnýjuð 1. febrúar sl. og
loks 5. apríl. Skipulagsnefnd hefur á
öllum fundunum tekið jákvætt í
beiðni Brimborgar. Það hafa margir
íbúar í nágrenni svæðisins hins vegar
ekki gert og því til staðfestingar hafa
þeir sent bréf til Kópavogsbæjar
dagsett 8. mars sl. og fundað um mál-
ið, m.a. með formanni skipulags-
nefndar bæjarins.
Við Dalveg 22 hefur verið sótt um
leyfi til þess að byggja sjálfsaf-
greiðslustöð fyrir eldsneyti á vegum
Atlantsolíu á vesturhluta lóðarinnar
og lauk kynningu fyrir lóðarhöfum 7.
desember sl. Athugasemdir bárust
frá Skeljungi en ekki frá íbúum þó
þess hefði mátt vænta í samræmi við
kvörtun þeirra vegna Dalvegar 32,
sem er í næsta nágrenni.
Brimborg hefur þegar keypt lóð-
ina og sækir nú um breytingar á
henni. Egill Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Brimborgar, segir að
fyrirhugað hafi verið að byggja yfir
sölu og starfsemi Citroën við Dalveg
ásamt þjónustu við þá bílategund.
Sala á Citroën-bílum hafi vaxið svo
gríðarlega að ekki sé neitt pláss fyrir
þá starfsemi í aðalstöðvum Brim-
borgar við Bíldshöfða í Reykjavík.
Sala á Citroën-bílum fer nú fram í
bakhúsi á lóðinni við mikil þrengsli.
„Áætlað er að selja um 500 bíla á
þessu ári en salan var engin fyrir að-
eins 5 árum. Við Dalveg er einnig
hugmynd að vera með hraðþjónustu
fyrir bíla, það sem við köllum MAX1-
bílavaktin, en þar eru framkvæmdir
ákveðnir þjónustuþættir fyrir bíla,
s.s. olíuskipti, rafgeymaskipti, hjól-
barðar, bremsur, þurrkublöð, perur,
rúðuvökvi og demparar. Þarna eru
engar tímapantanir, menn geta kom-
ið fyrirvaralaust og það er fast verð á
allri þessari þjónustu. Við erum með
eina slíka stöð hér á Bíldshöfðanum
og aðra á Akureyri.
Við höfum ekki fengið nein svör
varðandi beiðni okkar um að byggja
þarna. Við þurfum að ganga gegnum
ákveðið skipulagsferli og ég tel í raun
að þetta gangi á eðlilegum hraða. Ég
bjóst alltaf við að þetta tæki ákveðinn
tíma en það tók Reykjavíkurborg um
eitt ár að ganga frá stækkun lóðar-
innar hér. Við erum því ýmsu vanir
hér hvað varðar skipulagsmál.
Ég get hins vegar ekki sagt að
mótmæli íbúanna hafi komið á óvart,
ég bjóst alltaf við einhverjum mót-
bárum. Ég hef hins vegar ekki séð að
byggingaáformum Atlantsolíu hafi
verið mótmælt þótt þeir séu á svip-
uðum slóðum og við. Sú þjónusta
snýst þó einnig um bíla,“ segir Egill
Jóhannsson.
Skipulagsnefnd vill afla
upplýsinga um þróun umferðar
Gunnsteinn Sigurðsson, skóla-
stjóri og formaður skipulagsnefndar
Kópavogsbæjar, segir að það sé verið
að vinna úttekt á umferðarmann-
virkjum og umferðaræðum á svæð-
inu milli Dalvegar og Reykja-
nesbrautar. Sú vinna eigi m.a. að
færa menn nær upplýsingum um
þróun umferðar á þessu svæði til
töluverðrar framtíðar. Á meðan sé
ekki hægt að gefa Brimborg ákveðið
svar við óskum um að fá að byggja á
svæðinu.
„Skipulagsnefnd samþykkti að
halda fund með íbúum á nærliggjandi
svæði áður en bréfið barst svo frá
þeim þar sem bæjarfulltrúar voru
krafðir svara, ýmist með jái eða neii,
og mótmælt var þeim breytingum
sem fyrirhugaðar eru á lóðinni. Eftir
það var boðaður fundur að frum-
kvæði íbúanna í hverfinu sem ég
mætti á. Þeir kusu svo sérstakan
stýrihóp til að hafa orð fyrir íbúunum
og túlka þeirra skoðanir.
Eitt áhyggjuefni íbúanna er vegna
þeirrar tillögu sem fram er komin frá
Brimborg, og hins vegar pirringur
yfir þeirri umferð sem þegar fer um
Dalveginn.
Það liggur líka fyrir skipulags-
nefnd beiðni um byggingu á sjálfs-
afgreiðslubensínstöð á þessum reit,
en engar kvartanir hafa borist frá
íbúum nærliggjandi svæðis vegna
hennar. Það á eftir að byggja hluta af
Dalveginum og þar eiga eftir að rísa
ný hús, m.a. á svokölluðum Húsa-
smiðjureit, og þarna eru líka gömul
og úr sér gengin hús sem ekkert bíð-
ur annað en að vera rifin til að rýma
fyrir nýrri og stærri húsum. Þau
muna breyta heildarmyndinni. Auk
þessa er gert ráð fyrir að Lindarveg-
urinn austan Reykjanesbrautar
tengist Mjóddinni, og það þarf að at-
huga hvaða áhrif það hefur á umferð-
armannvirki og byggingar sem rísa
þarna í framtíðinni, m.a. að Dalvegi
32,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson.
Brimborg vill flytja hluta starfseminnar í Kópavog
Pirringur vegna umferðar
Teikning af svæðinu. Íbúar hafa mótmælt áformum Brimborgar en ekki Atlantsolíu.
Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hefur í þrígang fjallað um beiðni bílaumboðsins Brimborgar um
hvort leyfi fáist til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir starfsemi Brimborgar á lóðinni á Dalvegi 32 þar
sem gróðrarstöðin Birkihlíð er með starfsemi. Geir A. Guðsteinsson kannaði hvar málið er statt.
2 B FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
RXT er risapallbíll þar sem ökumaður situr
jafnhátt og bílstjóri 18 hjóla trukks. Inter-
national kom þó fæstum á óvart með þessum bíl
því árið áður hafði fyrirtækið sýnt á sömu bíla-
sýningu CXT-hugmyndapallbílinn sem er ennþá
stærri og byggður á sama undirvagn og öskubíl-
ar og steypubílar af International-gerð.
CXT er nú kominn í framleiðslu og viðtök-
urnar fóru fram úr björtustu vonum
International-manna. Fyrirtækið bjóst við að
selja einungis um 50 stykki af CXT en raunin
varð sú að búið er að taka niður 200 pantanir
sem verða til afhendingar í september nk.
International væntir þess nú að selja á milli 500
og 1.000 CXT á árinu 2005. Grunnverð CXT er
93.000 dollarar, eða um 5,6 milljónir ÍSK, en
með öllum búnaði er verðið komið upp í 115.000
dollara, rétt yfir 7 milljónir ÍSK. Góðar viðtökur
CXT komu yfirmönnum International, sem
renndu blint í sjóinn með þennan bíl, algjörlega í
opna skjöldu. Þeir höfðu búist við því að afstaða
manna til bílsins yrði sú að þarna væri á ferðinni
stór atvinnubíll en raunin hafi orðið sú að CXT
sé mun frekar nokkurs konar stöðutákn.
Það eyðilagði síðan ekki fyrir sölunni að
stjörnur á borð við leikarann Ashton Kutcher og
körfuboltasnillinginn Jalen Rose keyptu slíka
bíla og þáttarstjórnandinn Jay Leno brá sér í
reynsluakstur.
Eingöngu með dísilvélum
Eins og vænta má er biðlisti eftir CXT sem er
allt að fjórir mánuðir. Af þeim sökum ákvað Int-
ernational að kynna strax RXT-pallbílinn á Chi-
cago-sýningunni, eða mun fyrr en áætlað var.
RXT, sem kemur á markað í haust, er byggður á
sömu grind og notuð er í sendi- og dráttarbíla
International. CXT og RXT eru báðir 6,55 cm á
lengd eða aðeins um 5 cm lengri en Ford F-350
Crew Cab. Búist er við að verð á RXT í Banda-
ríkjunum verði á bilinu 70–90.000 dollarar.
Pallbílar International fást eingöngu með dís-
ilvélum. Eigin þyngd RXT er um 5,3 tonn, eða
um tveimur tonnum léttari en stóri bróðir, CXT.
Hann getur borið um fimm tonn á pallinum á
meðan CXT getur borið um sex tonn. Drátt-
argeta RXT er síðan frá 9–12 tonn í samanburði
við 17–22 tonn CXT. International sýndi líka tvo
hugmyndabíla, risapallbíla, á bílasýningunni.
Annar þeirra er MXT sem er um 10 cm lengri en
Ford Excursion og Hummer H2.
Hinn heitir ProjectXT og er með tveimur sól-
lúgum og vindkljúf að aftan.
Risapallbílar
frá Inter-
national
CXT fékk betri viðtökur en við var búist. International sýndi líka hugmyndabílinn MXT. Kynningu á RXT var hraðað.Bandaríski vörubílaframleiðandinn Inter-
national Truck sýndi óvenjulegan pallbíl af
stærri gerðinni á bílasýningunni í Chicago
nýlega. Sá heitir RXT og í samanburði við
hann er Hummer H2 dvergvaxinn.
EINN af vorboðunum er þegar Happdrætti DAS til-
kynnir bílavinninga í happdrætti sínu. Í fyrra varð
happdrættið 50 ára og þá var í vinning 50 ára gam-
all Chevrolet Bel Air og auk þess 700.000 kr. í
skjalatösku í skottinu. Núna ætlar DAS að gera jafn-
vel enn betur því boðnir verða tíu splunkunýir Ford
Mustang, sem vakið hafa mikla athygli frá því bíllinn
kom á markað fyrr á þessu ári. Um er að ræða V6-
gerð bílsins sem hver um sig kostar um þrjár millj-
ónir króna. Fimm Mustangar verða sem sagt að-
alvinningur happdrættisins í júní og aðrir fimm í nóv-
ember í haust.
Að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, forstjóra
Happdrættis DAS, kom í ljós að Brimborg gat ekki
útvegað bílana til landsins, þar sem bið er eftir þeim
frá framleiðanda. Forsvarsmenn happdrættisins íhug-
uðu þá að flytja bílana sjálfir inn en þá kom í ljós að
ábyrgð framleiðanda myndi falla niður. Happdrættið
leitaði þá til IB-bíla á Selfossi og buðust þeir til að
flytja þá til landsins ásamt ábyrgð í 40.000 km. Bú-
ið er að flytja tvo bíla hingað og tryggja átta til við-
bótar. Bílarnir verða til sýnis í Smáralind um helgina.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS, við
Mustang-bílana.
Morgunblaðið/Sverrir
Þessi Bel Air 1954 var aðalvinningur Happdrættis DAS í fyrra.
Tíu Mustangar í
vinning hjá DAS