Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Á
rammgerðri girðingu utan
um bílakirkjugarð einn í
Minnesotaríki í Bandaríkj-
unum stendur stórum stöf-
um: ÞÚ SKALT TAKA ÚT ÚR
ÞÉR FÖLSKU TENNURNAR EF
ÞÚ STELST HÉRNA INN UTAN
AFGREIÐSLUTÍMA VEGNA
ÞESS AÐ HUNDARNIR OKKAR
EIGA ERFITT MEÐ AÐ MELTA
ÞÆR.
Reyndar er skrýtið að tala um
kirkjugarða í þessu sambandi því
þar liggja engir af holdi og blóði.
Kannski er það vegna þess að sumir
telja að bílar eins og hús hafi sál og
því sé slíkt heiti við hæfi.
Í augum sumra Íslendinga eru
bílakirkjugarðar eins og svöðusár í
landinu; birtingarmynd sóðaskapar
og mengunar. Ýmsir forkólfar í op-
inberu starfi sem og fólk sem hallt
er undir náttúru- og vistvernd hef-
ur um árabil lagt hönd á plóg við að
uppræta söfn gamalla bíla sem legið
hafa á túnum og óræktum hérlend-
is. Nú er svo komið að varla sjást
afskráðir bílar í sveitunum og þykir
mörgum sómi að. Gömul farartæki
sem þjónað hafa sínu hlutverki eru
tætt í sundur og síðan pressuð í
klumpa sem ýmist eru urðaðir eða
endurunnir. En svo eru aðrir á önd-
verðum meiði og finna þessum
hreinsunaraðgerðum flest til for-
áttu. Í þeirra augum eru bílakirkju-
garðar sem helgir staðir, þar sem
fortíðarþráin nær tökum á fólki og
gamlar minningar vitja þeirra sem
skoða þar farartæki í alls konar
ástandi. Stöku listmálarar hafa
jafnvel séð fegurð í gömlum bíl-
flökum og málað myndir sem
hengdar eru upp í fínum stofum.
Það sem einum þykir mikil sjón-
mengun er öðrum athyglisverður
eða fallegur gripur jafnvel þótt
hrörlegur sé.
Áhugafólk um gamla bíla telur að
ýmis farartæki sem horfið hafa í
hreinsunarátökum hérlendum, hafi
verið sögulegar minjar sem hefði
átt að varðveita á sama hátt og aðra
smíðisgripi. Til eru dæmi um að af-
lóga bílar hafi verið dregnir upp úr
mýrum og móum hérlendis, gerðir
upp af vösku fólki og vakið aðdáun
fyrir vandað verk. Þá benda bíla-
áhugamenn á þau rök að á meðan
hægt er að hirða varahluti úr af-
skráðum bílum sparast um leið dýr-
mætur gjaldeyrir vegna þess að þá
þarf hvorki að kaupa varahluti að
utan né að kaupa nýjan bíl ef vara-
hluturinn er ófáanlegur. Svo fer
talsverð orka í að smíða nýja vara-
hluti í bíla, smíðin krefst þess
stundum að gengið er á ýmis efni
sem til eru í takmörkuðu magni í
náttúrunni auk þess sem mengun af
slíkri smíði er alltaf einhver. Það er
því gild spurning hvort farið hafi
verið of geyst í umræddum hreins-
unarherferðum hérlendis.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir
af bílakirkjugörðum hérlendis og í
landi bílsins; Bandaríkjunum. Eini
munurinn á bílakirkjugörðum Ís-
lands og Bandaríkjanna er að í síð-
arnefnda landinu eru þeir miklu
stærri; jafnvel svo að kúnnarnir fá
afhenta loftmynd af stærstu görð-
unum ef þeir ætla að leita þar að
varahlut. Auk þess gæta sumra
þeirra stórir og svangir hundar sem
hafa hlotið sess í rokkljóðum þar-
lendum fyrir eðlislæga grimmd sína
þrátt fyrir að eiga erfitt með að
bryðja falskar tennur.
Ragnar S. Ragnarsson.
Haugur af „framliðnum“ bílum í Iowa.
1955 árgerð Buick farinn að blómstra.
Eitt sinn 1957 árgerð Bel Air.
Mercury ’57 í bílakirkjugarði í Eyjafirði.
Bílakirkjugarðar –
svöðusár eða helgir staðir
’60 Ford Galaxy í bílakirkjugarði í Eyjafirði.
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í snjó-
krossi verður haldið á laugardag.
Keppnin fer fram í Fjarðarheiði ofan
við Efri-Staf, Seyðisfjarðarmegin í
heiðinni.
Keppnisröðin í snjókrossi byrjaði í
vetur með Reykjavíkurmóti og haldin
hafa verið nokkur mót sem liður í Ís-
landsmeistaramótinu. Mótið nú er
alþjóðlegt og er m.a. von á fjórum
rússneskum keppendum. Þeir komu
ásamt fylgdarliði og búnaði með
Herkúlesflutningavél til Egilsstaða í
morgun.
Kristján Magnússon, talsmaður
mótshaldara, segist eiga von á
fantagóðu móti. Fimm Austfirðingar
keppa á mótinu, þeir Fannar Magn-
ússon, Trausti Ásgeirsson og
Hörður Kristjánsson í sportflokki,
Sæþór Sigursteinsson í unglinga-
flokki, og Steinþór Stefánsson í
meistaraflokki.
„Við eigum von á að okkar menn
verði sterkir á mótinu“ segir Krist-
ján. „Fannar er kominn langleiðina
með Íslandsmeistarann og er í harðri
baráttu við einn í sínum flokki.
Steinþór og Sæþór eru einnig mjög
sterkir og við eigum von á góðum
árangri. Við ætlum til dæmis að
leggja Rússana í rúst.“
Kristján segir allt á kafi í snjó á
mótssvæðinu, þrátt fyrir vorhlýindi
og brautin sé tilbúin og mjög erfið.
„Við áætlum að stökkin verði svo
rosalega stór að sennilega verður að
banna flugumferð hérna megin á
landinu á meðan keppnin stendur yf-
ir.“
Mótið er haldið í minningu Árna
Þórs Bjarnasonar sem lést í vinnu-
slysi í Kárahnjúkavirkjun í fyrra.
Hann varð Íslandsmeistari og öfl-
ugur í snjókrossstarfsemi á Austur-
landi.
Æfingar hefjast kl. 11 á laug-
ardagsmorguninn og keppnin fer
fram á milli kl. 14 og 17.
Gestir eru hvattir til að fjölmenna
á keppnina, en aðgangseyrir er
1.000 kr.
Allt klárt fyrir Ís-
landsmeistaramótið
í snjókrossi
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Stökkin svo rosaleg að banna þyrfti
flugumferð yfir Austurlandi
Íslandsmeistaramótið í snjókrossi fer
fram á Fjarðarheiði á morgun. Keppt
er í þremur flokkum og má búast við
harðri baráttu á erfiðum brautum.