Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 10
10 B FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: Fjórir strokkar, 16 ventlar, 1.498 rúmsenti- metrar. Afl: 95 hestöfl við 5.200 snúninga. Tog: 140 Nm frá 3.500- 4.000 snúningum. Hröðun: 12,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 175 km/ klst. Gírkassi: Fimm gíra hand- skiptur. Lengd: 3.838 mm. Breidd: 1.764 mm. Hæð: 1.593 mm. Eigin þyngd: 1.225 kg. Farangursrými: 435- 1.370 lítrar. Hemlar: Diskar að framan og aftan. Verð: 2.462.000 kr. Umboð: Askja hf. Mercedes-Benz A150 Elegance M ercedes-Benz A hefur verið umtalaður bíll frá því hann kom fyrst á markað 1997. Fyrir það fyrsta hafði þessi frægi, þýski bílaframleiðandi ekki áð- ur sett fram bíl af þessari stærð á síð- ari tímum sem ætlað var að höfða til meiri fjölda en áður. Margir töldu að Mercedes-Benz væri með þessu að taka niður fyrir sig en fyrirtækið svaraði fyrir sig með alveg nýju kons- epti og byggingarlagi og sýndi fram á að ekki stæði til að bæta enn einum framhjóladrifnum hlaðbaki á markað- inn. Fyrir utan byggingarlagið á bíln- um, sem minnti mest á það sem átti mörgum árum síðar eftir að verða við- loðandi nýjan flokk lítilla fjölnotabíla, vakti ekki síst athygli tvöfalt gólfið, samlokugólfið, sem hýsti m.a. hluta af gírkassa bílsins og gegndi auk þess hlutverki öryggishólfs því ef þessi litli bíll lenti í árekstri að framan gekk vélin undir gólfið en ekki inn í farang- ursrýmið. En þetta leiddi líka til þess að bíllinn var óvenjulega hár og stutt- ur. Önnur kynslóð og sömu gen Það var því martröð líkast fyrir Mercedes-Benz þegar sænski bíla- blaðamaðurinn Robert Collins velti bílnum í svokölluðu elgsprófi árið 1998. Mercedes-Benz varð að hætta framleiðslu um stundarsakir og kalla inn bíla og útbúa þá með ESP-stöð- ugleikastýringu, og varð A-bíllinn þannig sá fyrsti í sínum stærðarflokki til að fá slíkan búnað. Eflaust hefur þetta einnig flýtt fyrir því að ESP- búnaður dreifðist fyrr út í fleiri bíla en ella. Nú er komin önnur kynslóð A- Benzins og þótt genin séu þau sömu, stuttur en hár bíll með fjölnotabíla- lagi, hafa verið gerðar markverðar breytingar á bílnum, þótt sumir hefðu hugsanlega búist við enn meiri útlits- breytingu. Ný vélalína Bíllinn var prófaður í gerðinni A150 Elegance, sem þýðir að hann er með 1,5 lítra, 95 hestafla vél. Með kyn- slóðaskiptunum er jafnframt skipt út vélum. Áður var A-bíllinn boðinn með 1,4 lítra, 1,6 lítra, 1,9 lítra og 2,1 lítra bensínvélum og 1,6 og 1,7 lítra dísil- vélum. Nú fæst hann með 1,5, 1,7 og 2 lítra bensínvélum ásamt einni 2 lítra túrbínuvél, 193 hestafla, og 1,6 lítra, 1,8 lítra og 2 lítra dísilvélum. Það sem fyrst er tekið eftir eru breytingar á framenda bílsins, sem er orðinn sportlegri en áður, en að öðru leyti er bíllinn afar líkur sjálfum sér frá fyrstu gerð hvað útlit áhrærir. Hann er samt stærri og breiðari, og munar þar hvorki meira né minna en 23 cm á lengdina, 4,5 cm á breidd og tæpum 2 cm á hæð. A-bíllinn er samt ekki nema 3,84 m á lengd og því í svip- uðum lengdarflokki og Audi A2, Citroen C3, Honda Jazz, Mitsubishi Colt og Opel Corsa, en talsvert minni en bílar í C-flokki, eins og BMW 1, Audi A3 og VW Golf. En þetta virðist lítið koma niður á innanrýminu, sem er svipað í A-bíln- um og t.d. VW Golf. Þar munar mestu um þá aðferð að hafa tvöfalt gólf í bílnum sem gerir að verkum að hægt er að hafa gólfið í honum slétt sem eykur pláss fyrir aftursætisfarþega. Sömuleiðis vekur athygli hve hátt far- þegar sitja í A-bílnum. Það ásamt stórum rúðum og lágum hliðarflötum eykur útsýni úr bílnum svo um munar. Það er líka þægilegt að um- gangast bílinn þar sem sætastaðan er svo há. Að innan er allt í anda Mercedes- Benz. Frágangur góður og efnisval vandað. Það er samt enginn lúxus yfir hlutunum; en þó er í bílum fjölrofa- stýri, loftkæling og loftkælt hanskahólf, spólvörn og ESP, akst- urstölva og fleira og í Elegance-út- færslunni bætast við krómlistar á stuðurum, önnur áferð á klæðningu í innréttingu, leðurklætt stýri, 15" ál- felgur og fleira. Aftursætin eru niðurfellanleg, 60/ 40, og auðvelt að flytja í honum stærri hluti ef þörf krefur. Vélin kemur á óvart 1,5 lítra vélin kom undirrituðum, sem hafði ekki búist við neinu sér- stöku, á óvart. Vélin er að vísu ekki að afreka mikið á lágum snúningi en rót- vinnur og er í essinu sínu í kringum 4.000 snúningana. Hröðunin er alveg viðunandi og bíllinn jafnvel örlítið út í það að vera sportlegur í töktum. Veg- gripið er óaðfinnanlegt, og raunar vandséð hvort þörf sé fyrir ESP-kerf- ið, því þrátt fyrir fruntalegan akstur á köflum var búnaðurinn ekki mikið að hafa afskipti af akstri prófara. Annar stór plús fyrir A-bílinn er hljóðein- angrunin sem er líklega ein sú full- komnasta í svo litlum bíl. Það sem setja má út á annars fína handskipt- inguna, sem er bæði ratvís og liðug, er að stundum fannst fyrir þörf á sjötta gírnum. En það gerist þó ekki innan- bæjar en þegar komið er út á þjóð- vegina er full þörf á sjötta gírnum. A 150 er að sönnu lítill bíll en hann er stór að innan og gæti alveg hentað sem fjölskyldubíll eins og hver annar bíll í lítið eitt stærri C-flokki. Og verð- ið er vissulega hærra en á bílum af svipaðri stærð. En þetta er nú einu sinni Benz. 2.180.000 kr. kostar A150 í Classic-útfærslu en 2.462.000 kr. í Elegance. Þetta eru reyndar engin ósköp og ef út í það er farið, ekki nema 270.000 kr. meira en VW Golf 1.6 Comfortline. Stærri og rúmbetri A-Benz Litla 1,5 l vélin í A-bílnum kemur á óvart fyrir góða vinnslu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ennþá er sama grundvallarlagið á A-bílnum en hann hefur stækkað. Há sætastaða vegna hins tvöfalda gólfs gefur mikið útsýni úr bílnum. Allt snoturt í innanrýminu. Efnisval og frágangur er góður. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Mercedes-Benz A150 Guðjón Guðmunsson                         ! !"# $! % & '( ! !) ***      +   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.