Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 28, maí 1956
A JAX
Framhald. af 1. siðu
fcosningar fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn 520 atkvæði, en Framsókn-
arflokkurinn og Alþýð'uflokkur-
inn samanlagt 661 atkvæði. Sam-
fcvæmt þessum tölum ætti Sigur-
■vin Einarsson að vera nokkurn
veginn öruggur um sigur nú. Eg
hef þó enga trú á þvi, að hann
sigri með slíkum yfirburðum sem
ætla mætti af þessu, og nokkur
atriði hafa komið til, sem eru
Gísla Jónssyni í vil. Eitt er fram-
fooð Þjóðvarnar, sem aðallega
mun draga fylgi frá vinstra armi
Framsóknar. Annað eru hinar
stórfelldu framkvæmdir, sem
hafa átt sér stað í Barðastrandar-
sýslu síðan síðustu kosn. fóru
fram. Hér er aðallega um að ræða
vega- og brúagerð, og munu
Barðstrendingar þakka Gísla þess
ar framfarir manna mest. Þó fer
fjarri því, að öruggt sé, að þetta
nægi Gísla til sigurs. Eins og nú
horfir virðist öllu sennilegra, að
Sigurvin verði kosinn með litlum
meirihluta.
Gísli Jónsson er skemmtileg
týpa, og margt er vel um hann.
Hann er harðduglegur og hefur
óbilandi sjálfstraust. Að mörgu
leyti er Gísli vel sinnugur maður,
en hann á það til að vera 'undar-
lega barnalegur, hann er ósk-
hyggjumaður, sem trúir því eins
og af einhverri eðlishvöt, að sér
hljóti að takast allt. Að mörgu
leyti er honum þetta styrkur,
og oft hefur honum orðið að trú
sinni eins og þegar hann vann
það afrek að komast heim til ís-
lands á litlum vélbáti á striðs-
árunum. Gísli er maður með ein-
faldar en sterkar tilfinningar, ef
einhverjir þvælast fyrir honum,
hvort heldur er í pólitík eða per-
sónulegu lífi hans, finnst honum
þegar í stað, að slíkir menn séu
illmenni eða heimskingjar, helzt
hvorttveggja. En þrátt fyrir þess-
ar takmarkanir er Gísli Jónsson í
eðli sínu góður drengur, og hann
er merkur maður um marga
hluti.
Sigurvin Einarsson er upprunn-
ínn á Rauðasandi, náfrændi dr.
'Kristins Guðmundssonar. Það
hefur vakið athygli margra, að
Raúðasandshreppur hefur á 20.
öld alið fleiri þjóðkunna menn
en nokkurt annað byggðarlag á
landinu. Þaðan er dr. Kristinn,
bræðurnir Sigurvin og Kristján
Einarssynir, Trausti Ólafsson,
Helgi H. Eiríksson og bræður
hans, Sigurjón Á. Ólafsson, Rós-
inkranz ívarsson og ýmsir aðrir
þjóðkunnir menn. Sennilega er
blóð Gísla gamla Markússonar í
Bæ, þess merkismanns í öllum
þessum Rauðsendingum. Sigurvin
Einarsson er harður og fylginn
sér, baráttumaður að skapgerð,
enda hefur löngum staðið styrr
um hann, og hann á sér bæði vini
og óvini. Og sennilega er það
hamingja í lífinu að vera bæði
elskaður og hataður, hin versta
ógæfa er sú að vera svo lítilsigld-
ur og litlaus, að enginn hirði um
að elska mann eða hata. Sigurvin
Einarsson þarf ekki að kvarta
undan þessu, um fáamennhef ég
heyrt jafn vel talað af sumum og
jafn illa af öðrum. Sigurvin er
yzt í vinstra armi Framsóknar og
ekki allskostar vel séður af hægri
mönnum flokksins. En þetta er
honum styrkur í baráttunni við
Þjóðvörn, en Sigurvin var einn
af aðalmönnum Þjóðvarnarfélags
ins gamla í Reykjavík. Eins og ég
sagði áðan, eru miklar líkur á
því, að Sigurvin komist á þing,
þótt engan veginn geti það talizt
öruggt.
Sigurður Eiíasson tilraunastjóri
á Reykhólum er frambjóðandi
Þjóðvarnar. Sigurður var Fram-
sóknarmaður þar til fyrir 2—3
árum, að hann gekk í Þjóðvörn.
Hann er dugandi maður á sínu
sviði, vel látinn og hjálpfús, en
þykir dálítið einrænn og þver í
skoðunum. Sigurður er heims-
borgari, hann hefur dvalizt lang-
dvölum erljendis mest í Dan-
mörku, en þar var hann um ára-
bil sauðfjárræktarráðunautur
danska ríkisins. Síðast fékk Þjóð
vörn 30—40 atkvæði á landslista
í Barðastrandarsýslu, en bauð þá
ekki fram. Sjálfsagt hækkar Sig-
urður þá tölu eitthvað. En að-
staða Þjóðvarnar í sýslunni er
erfið nú, bæði vegna hörkunnar
í baráttunni milli Gisla og Sigur-
vins og vegna þess, hve langt til
vinstri Sigurvin er.
Kristján Gíslason frambjóðandi
Alþýðubandalagsins er einn af
mönnum Hannibals. Hann nær
varla 100 atkvæðum.
Strandasýsla
Hermann Jónasson verður auð-
vitað kosinn þar með miklum
meirihluta. Hann hefur verið ör-
uggur um sæti sitt í Strandasýslu
allt frá þvi er hann var fyrst
kosinn á þing þar 1934. „Prestige“
hans sem ráðherra og flokksfor-
manns hefur sjálfsagt gert honum
auðveldara fyrir að verða rótgró-
inn í kjördæminu. En Hermann
hefur líka gert margt fyrir
Strandamenn, geysimiklar verk-
legar framkvæmdir hafa verið
gerðar þar í þingmannstíð hans.
Það er ekki hægt að kenna Her-
manni um það, að fólk hefur
streymt á brott úr nyrsta hreppi
sýslunnar, Árneshreppi, frekar en
Sigurður Bjarnason á sök á því,
að Sléttuhreppur í kjördæmi
hans fór í eyði. Þetta er hörmuleg
þróun, en engum einstökum þing
mönnum eða stjórnmálaflokkum
verður um hana kennt, orsakirnar
rista dýpra en svo.
Það er undarlegt urn Hermann,
að hann er margfalt vinsælli sem
einkapersóna en sem stjórnmála-
leiðtogi. Þeim, sem þekkja hann
persónulega, er yfirleitt vel til
hans, lika stjóimmálaandstæðing-
um hans. En mikill styrr hefur
staðið um hann sem stjórnmála-
mann, og mörgum þeim, sem
þekkja hann aðeins sem slíkan,
er lítið um hann gefið. Skýringin
er að nokkru leyti sú, að prívat-
maðurinn Hermann Jónasson og
stjórnmálamaðurinn með sama
nafni eru tvær ólíkar persónur.
Stjórnmálamaðurinn er oft of-
stækisfullur, nöldrandi og húm-
orlaus, prívatmaðurinn er laus
við ofstæki, fullur af glensi og
kýmni, hrókur alls fagnaðar.
Þetta er skrýtið, en svona er það
samt. Vinsældir sínar meðal
margra Framsóknarmanna á Her-
mann miklu meir að-þakka per-
sónulegri viðkynningu en fram-
komu sínni á opinberum vett-
vangi, þar er Eysteinn Jónsson
honum stórum snjallari.
Ragnar Lárusson fer fyrir Sjálf
stæðisflokkinn í hið vonlausa
framboð gegn Hermanni. Ragnar
hefur löngum allt viljað gera fyr-
ir flokk sinn, tryggari flokksmann
getur ekki. Hann hefur um langt
árabil unnið mikið starf fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík,
að mestu í kyrrþey, því að Ragn-
ar er ekki mikið fyrir að láta á
sér bera.
Steingrímur Pálsson símstöðv-
arstjóri í Hrútafirði er frambjóð-
andi kommúnista. Síðast var
hann í kjöri fyrir Alþýðuflokk-
inn, en fylgir nú Hannibal. Stein-
grímur er sonur hins kunna gáfu
manns, séra Páls Sigurðssonar í
Bolungavík. Hann er ekki talin
jafnoki föður síns að gáfum, en
er myndarmaður og prúðmenni.
Ekki er gott að segja fyrir, hve
mikið af Alþýðuflokksfylginu í
Strandasýslu hann dregur yfir til
kommúnista.
Skagaf'iarSar-
sýsla
Við síðustu kosningar fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 608 atkv.
1 Skagafirði, en Framsóknarflokk
urinn og Alþýðuflokkurinn sam-
anlagt 1114 atkvæði. Um úrslitin
nú leikur enginn vafi, kjörinn
verður einn Sjálfstæðismaður og
einn Framsóknarmaður.
Steingrímur Steinþórsson er
enn efstur á Framsóknarlistanum.
Hann nýtur enn vinsælda í Skaga
firði frá þeim tíma, er hann var
skólastjóri á Hólum. Steingrímur
var á yngri árum harðvítugur
baráttumaður, en sáttfýsi og
hálfgerð værð hefur færzt yfir
hann með aldrinum, honum mun
nú orðið kærast að eiga frið við
allan heiminn. Hann er gáfaður
maður og vel máli farinn, eins
og þeir fleiri Gautlandamenn. Sú
framgirni, sem var rík í Stein-
grími á yngri árum, virðist nú
að mestu horfin, hann er þreyttur
maður, sem er farinn að horfa
meir aftur en fram. En alltaf
verður Steingrímur rismikil per-
sóna og sérkennileg. Hann verður
ætíð bóndi í eðli sínu, fas hans
orðbragð og kýmni er hins gáf-
aða sveitamanns.
Ölafur Jóhannesson prófessor
er annar maður Framsóknarlist-
ans. Hann er skagfirzkrar ættar,
Og ætlunin mun vera sú, að hann
erfi þingsæti Steingríms. Ólafur
er skarpgáfaður maður og var á
sinni tíð þjóðkunnur fyrir náms-
afrek. Hann er vel máli farinn, en
mælsku hans skortir það ris, sem
ræðumennska Steingríms Stein-
þórssonar ber. Sennilega yrði
Ólafur vel vinnandi og nýtur þing
maður.
Kristján Karlsson, skólastjóri á
Hólum, er í þriðja sæti. Hann er
Þingeyingur eins og Steingrímur,
svo að þingeyskir menn skipa
helming sætanna á Framsóknar-
listanum í Skagafirði. Samkvæmt
þessu virðast Þingeyingar vera í
miklum metum í Skagafirði. Okk
ur Sunnlendingum finnst stund-
um Skagfirðingar og Þingeyingar
vera líkir í því, að þeir séu laus-
ir við feimni og ekkert óánægðir
með sjálfa sig'. í rauninni eru hin
skagfirzku og hin þingeysku
hressilegheit gerólík, Þingeying-
urinn er allur sléttari og felldari
en Skagfirðingurinn, Þingeyingar
eru um allt praktískari menn og
fara betur með fé sitt en Skag-
firðingar. Einhvern veginn er
Skagfirðingurinn allur hrj úiari
og ævintýralegri persóna en Þing-
eyingurinn, og Skagfirðingar
fara áreiðanlega oftar í hundana
en Þingeyingar. En skagfirzk ör-
lög eru oftar dramatísk og stór-
brotin en þingeysk. Sennilega
hafa engir kosti og ókosti íslend-
ingseðlisins í ríkara mæli til að
bera en Skagfirðingar,
Kristján Karlsson er af stór-
gáfaðri þingeyskri ætt, bróður-
sonur hins landskunna gáfu- og
ágætismanns Knúts Arngrímsson
ar. Kristján nýtur mikils álits í
starfi sínu og er vinsæll í Skaga-
firði.
Magnús Gíslason á Frostastöð-
um hefur um allmörg ár verið að-
alleiðtogi ungra Framsóknar-
manna í Skagafirði. Ætt Magn-
úsar er kunn í Skagafirði fyrir
dugnað og meira fjármálavit en
almennt tíðkast þar í héraði.
Jón Sigurðsson á Reynistað er
enn í efsta sæti Sjálfstæðislistans.
Jón ber öll einkenni hins íslenzka
bændaliöfðingja, virðulegur og al
þýðlegur í senn, gestrisinn, fróð-
leiksmaður um ættfræði og per-
sónusögu. Jón mun nú nokkuð
tekinn að þreytast, og er senni-
legt, að þetta verði í síðasta sinn,
sem hann gefur kost á sér til þing
mennsku. Jón hefur aldrei verið
framgjarn maður, honum hefur
verið meir ýtt fram til mannvirð-
inga, en að hann hafi þiáð þær
sjálfur. Hann er að þessu leyti
líkur mönnum eins og Pétri
Magnússyni og Einari á Eyrar-
landi.
Séra Gunnar Gíslastm í Glaum
bæ er næstur Jóni og á sjálfsagt
að verða eftirmaður lians. Gunn-
ar er vel látinn maður og ætt
hans er vinsæl í Skagafirði, hann
er dóttursonur hins ógleyman-
lega klerks séra Arnórs Árnason-
ar í Hvammi. En Gunnar ber
ekk isama höfðingjabrag og Jón á
Reynistað, en ef til vill kemur
þetta af því, að hann er af ann-
arri og yngri kynslóð, sem að
mörgu leyti slcortir reisn eldri
kynslóðarinnar.
Pétur Mannesson á Sauðárkróki
skipar þriðja sæti Ustans, eins og
aíðast. Pétur hefur eflaust bæði
fyrr og síðar átt kost á meiri póli-
tískum frama en hann hefur
hlotið, því að hann er ekki maður
framgjam. Pétur nýtur almenns
trausts og virðingar. Hann er af
þjóðkunnum merkisættum, bæði
nær og fjær. Hann er bróðir
Pálma rektors, en faði'r Hannesar,
hins unga, efnilega skálds.
Gisli Gotískálksson í Sólheima-
gerði er aftur í fjórða sæti list-
ans, sem er nákvæmlega eins
skipaður og síðast.
Nú fær Jóhannes úr Kötlum'
ekki lengur að vera í efsta sæti á
kommúnistalistanum í Skagafirði.
Hann er sekur fundinn um per-
sónudýrkun og er nú ekki lengur
persona grata í sínum flokki. í
stað Jóhannesár er nú settur vest-
firskur Reykvíkingur, Bergmund-
ur Guðlaugsson, tollvörður, lítt
kunnur maður, Miklu þekktari
er annar maður listans, Haukur
Hafstað, bóndi í Vík, sonur merk-
isbóndans Árna í Vík. Kommún-
istar fá eitthvað á annað hundr-
að atkvæði í Skagafirði.
Þjóðvörn býður nú fram í Skaga
firði, en fékk um 50 atkvæði ó
landslista þar síðast.
Bjöm Sigfússon, háskólabóka-
vörður er í efsta sæti, enn eitt
dæmið um það, hve mjög hinu
þingeyska er nú haldið að Skag-
firðingum. Ekki þarf að efa, að
Björn muni ganga til þessarar
kosningabaráttu af sínum al-
kunna dugnaði. Hann er einn
þeira hamingjusömu manna, sem
trúa því statt og stöðugt, að unnt
sé að bæta heiminn, og að þeir
séu kallaðir til að leggja þar
hönd að verki. Flestir þessara
manna, sem ætla sér að frelsa
föðurlandið og bjarga heimsmenn
ingunni, ei*u ósköp leiðinlegt fólk,
sem aldrei getur látið aðra í friði
og þarf að hampa sköðunum sín-
um í tíma og ótíma. En þetta á
alls ekki við um Björn Sigfússon.
Þessi sérkennilegi, stórgáfaði
maður verður aldrei leiðinlegur,
það er alltaf eihver notaleg
atmosfera í kringum hann. Bjöm
er í raun og sanni góður maður,
idealismi hans er hreinn og laus
við alla sjálfshyggju. En ideal-
istatypur af hans tagi eru því
miður harla sjáidgæfar. Það er
hin algenga tegund af idealistum,
sem veður uppi, mennirnir, sem
maður forðast eins og lieitan eld-
inn að mæta á götu, til að þurfa
ekki að hlusta á prédikanir um,
hvað nú megi verða heimsmenn-
ingunni til bjargar,
Næstur Birni er Stefán Sigurðs-
son, sýsluskrifari á Sauðárkróki.
Hann er sonur Sigurðar Sigurðs-
sonar sýslumanns, náfrændi Sig-
urðar alþingismanns frá Vigur og
séra Gunnars í Glaumbæ. Að
Stefáni standa magnaðar Sjálf-
stæðisættir, en hann og sumir
bræðra hans hafa hafnað hjá
Þjóðvörn. Aðrir þessara bræðra
eru kommúnistar. Að öllum lík-
indum fylgir Sigurður sýslumað-
; ur ekki syni sínum yfir í Þjóð-
■ vörn, heldur hallar sér áfram að
i Sjálfstæðisflokknum. Sigurður
1 sýslumaður er áhugamaður af
gamla skólanum, dálítið barna-
j legur stundum, en velviljaður og
| vinsæll af þeim, sem þekkja hann
i Hann er einn þeirra rosknu ís-
j lendinga, sem lifa og hrærast enn
í andrúmslofti sjálfstæðisbarátt-
unnar frá byrjun aldarinnar. Þeg-
ar minnzt er á þau mál, færist
berserksgangur á Sigurð, í sam-
anburði við þau eru stjómmála-
erjur nútímans hismi eitt og hé-
gómi.
Flestir áætla, að Þjóðvörn fái
um 100 atkvæði í Skagafirði.
Su&ur-Múla-
sýsla
Ekki virðast miklar likur á því,
að kommúnistum takist að vinna
sæti frá Framsókn í Suður-Múla-
Framhald á 7. síðu