Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 28. mai 1956
linga hans og ef til vill nokk-
ur hundruð pund, sem hann
hefur þrælaðt,fyrir í 40 ár.
Þó hann yrði hundrað ára þá
myndi hann aldrei eignast
peninga. Sveitalæknar eignast
aldrei peninga — fólk borgar
þeim ekki. Þeim er sama, en
öðru máli skiptir um sérmennt
aða lækna. Þeir hafa kannske
aðeins nokkra tugi sjúklinga
— og þeir borga — borga vel,
og það er betra að hafa fáa,
sem borga en hundrað sem
sumir ekki geta greitt en aðr-
ir vilja það ekki-----“.
,,Þú leggur gróðaskilning í
vinnu læknisins“ sagði Blair.
Judy greip fram i fyrir hon-
um:
„En það er nauðsynlegt;
það er eini vegurinn til þess
að koma sér áfram. Hugsjón-
ir eru góðar sem skoðun, en
þegar út í sjálft lífið kemur
gagna þær ekki. Maður kemst
aldrei neitt áfram og—“
„Og ef ég er fyllilega á-
nægður að vera um kyrrt þér?
Ef ég vil vera hér um kyrrt?
Hvað þá?
„Ef svo er -—“ sagði Judith
mjög liægt. „Þá get ég ekki
gifzt þér — það er allt og
sumt, Blair. Eg hata Plym-
ehester, og get varla andað
þar. Eg verð að komast burtu,
og ef þú getur ekki hjálpað
mér —, þá--------“
„Það er ekki hvað ég vil
ekki gera —“
„Jæja, eða getur ekki •—“
sagði Judith. „Það ber allt að
sama brunni raunverulega, er
ekki svo? Ef þú getur það
ekki — Blair — ég elska þig
svo heitt — en ég get ekki
gifzt þér. Eg get það ekki.“
,,Einmitt“ sagði Blair.
Hann stóð á fætur og gekk að
f jarlægari hlið stóra tveggja
manna rúmsins. Svipurinn á
honum var einkennilegur •—
eins og einhver sem hann
elskaði og treysti hefði slegið
hann högg að ástæðulausu.
Hami kreisti hnefana unz hnú
arnir urðu hvítir. Þvínæst
gekk hann aftur til hennar.
„Einmitt" endurtók hann, „ég
geri ráð fyrir að hafa verið
meira en meðalasni, eða
kannski haft sérstaklega mik-
ið álit á sjálfum mér. Eg áleit
nefnilega, að það væri ég, sem
þú elskaðir, en ekki vinna
mín —“
„Blair“ sagði Judith, sem
nú hafði eimiig staðið upp og
stóð andspænis honum, úr
augunum skein óhamingjan.
„Þú skilur ekki, þú lítur á
þetta á rangan hátt, ég elska
þig vissulega en —“
„En ekM nóg“, sagði Blair.
Hann yppti öxlum og sneri að
dyrunum, sem vissu að stig-
anum. „Þetta er allt í lagi. Eg
skil þetta. Eg kann máske að
sjá sjónarmið þín og að
minnsta kosti hefur þú verið
heiðarleg í minn garð. Eg fer
núna — niður — og kem ekki
aftur upp. Ef þig skortir eitt-
hvað þá verð ég á barnum —
eða í horninu þar sem við borð
uðum kvölchnatinn. Er það
eitthvað sem þig vantar, áður
FRÁMHALDSSAGA
en ég fer?“
„Nei, þakka þér fyrir“
sagði Judith •— hugsanir
æddu um í höfði hennar —
„ef hann fer kemur hann
aldrei aftur — og ég elska
hann, en ég get ekki lifað eins
og hann vill. Það yrði mér of-
urefli — ég myndi verða
brjáluð“ — hún sneri sér að
eldstónni svo hann sæi ekki
andlit sitt. „Það verður allt í
lagi m,eð mig. Eg geri ráð
fyrir, að það sé kjánalegt að
segja að manni þyki þetta
leitt og svo framvegis. En
samt er það satt. Eg — ó,
Blair — hvaða gagn er í því?
Það er betra að þú farir. Það
er tóm vitleysa að rífast um
þetta — það gerir aðeins illt
verra. Góða nótt.“
„Eg vildi sannaiiega að ég
hefði gert það, sem ég vildi
gera fyrir þremur tímum síð-
an — þú vildir það líka“ sagði
Blair, „ef ég hefði tekið þig
þá, hefðir þú ekki getað gert
mér þetta nú — þú hefðir til-
heyrt mér, vertu viss, hvað,
sem atvinnunni líður —“
„Eg veit það“ sagði Judith
„ég vildi það — á vissan hátt
- að svo hefði farið. Ef til
vill hefði ég fundið þá eitt-
hvað, sem ég hefði ekki getað
fórnað — jafnvel fyrir fram-
ann, en eins og stendur, þá
er það alveg þýðingarlaust.
Svona hlutir ske ekki nema
einu sinni. Við skulum —
segja skilið. Við verðum víst
aldrei sammála — og ég
breyti ekki um skoðun. Áðan
- fyrir kvöldverðinn — þá
þráði ég þig svo voðalega, að
ekki annað var í huga mér. En
nú er það öðru vís —“
„Það þarf ekki að vera
svo“ sagði Blair. Hann kom
aftur inn í herbergið og stóð
alveg við hana, svo nærri að
hún gat greint ilminn af rak-
vatninu sem hann brúkaði:
„Hlustaðu á mig Judith —
þetta sem skeð hefur er ekki
við. Þú heldur það, en það er
rangt. Þú og ég — við heyr-
um saman. Við kunnum að
hugsa á ólíkan hátt, en innst
inni er eitthvað stærra en að-
eins vinnan og frægðin. Þú
veizt þetta, og þar verður það
alltaf. Þú þráir hlutinn, sem
ég get gefið þér, og ég veit
að það er ég sem get gefið þér
hann. Þú heldur að frægðin
komi fyrst en svo er ekki.Hún
er ekki framar því, sem þu og
ég getum átt á milli okkar.“
Hann steig skyndilega spor á-
f ram og greíp hana í fang sér
eftir E. Carfrae
og hélt henni þar. „Judy,
hlustaðu, hvað er nokkurs
virði samanborið við þetta?
Það er allt — allt í heiminum
Judy —“
„Ekki“ sagði Judith, „láttu
mig — Blair slepptu mér,
slepptu mér Blair, heyrirðu
það! Eg vil ekki — Blair,
Vertu ekki —“
„Eg sleppi þér ekki“, sagði
Blair. Handleggir hans gripu
utan um haná þrátt fyrir um-
brot hennar, og hann hélt
henni þar fastri. „Eg sleppi
þér aldri. Þú ert min og ég
ætla að hafa þig. Skilurðu
það, Judy —Hann lagði
hendina undir höku hennar,
svo að munnar þeirra mætt-
ust — og skyndilega hætti
hún að brjótast um. Hann
fann, að líkami hennar varð
máttlaus í faðmi hans, heyrði
andardrátt hénnar verða tíð-
ari um lið og ástríðan, sem
þegar hafði gripið hann, náði
yfirráðum yhir henni líka, —
og hann vissi, að hann hafði
unnið.
— O —
Hann sagði þrunginni
„Judy, þú sérð ekki eftir
þessu; ég sver það. Eg verð
þér góður — þú sérð aldrei
eftir þessu, elskan“. Og Judy
horfði á hann augum, sem
voru líflaus og án allrar birtu.
„Þar hefur þú á röngu að
standa,“ sagði hún, „ég mun
alltaf sjá eftir þvi. Ef til vill
kemur að því, að ég hata þig
fyrir þetta, en — ég get ekki
gert að þvi. Þú hefur yfirunn-
ið mig ,og þú veizt það. Eg
mun hata þig — og fyrirlíta
sjálfa mig, en — ef þú heldur
að það sé þess virði Blair —
þá skal ég giftast þér.“
Þau eyddu því sem eftir var
næturinna sitjandi á koddum
fyrir framan eldinn. Raddirn-
ar niðri á barnum dóu, ein af
annari, en í staðinn heyrðust
hrotur og önnur svefnlæti
karlmanna, sem sváfu í nýj-
um og óvenjulegum stelling-
um á hinni yf irfullu krá. Vind-
urinn lék enn um krána, en
eftir skamma stund féll hann
líka. Þeim virtist að þau væru
ein í heiminum, ein með hugs-
anir sínar — og hina gagn-
kvæmu ástríðu, sem braust
út með áfengju eins og vind-
kviðurnar, sem feyktu snjó-
kornunum um úti.
Eftir langan, langan tíma
féll Judy í svefn á öxl Blairs,
og hönd hennar Iá máttlaus í
hönd hans. Hún svaf í næst-
um þrjár stundir og hann
horfði á hana allan tímann og
hélt eldinum í stónni við með
hendinni sem laus var. Hann
hugsaði um hana og sór með
sjálfum sér að verða henni
góður. Hann myndi vissulega
bæta henni það fyllilega, að
hún hef ði fórnað öllum draiun
um sínum um að komast til
virðinga.
Þegar hún loksins vaknaði,
stirð og ennþá þreytt þrátt
fyrir svefninn, var dagskíman
að byrja — og ljósið skein í
gegnum óbyrgðan gluggann.
Eins langt og augað eygðl
var ekki annað að sjá en hvíta
breiðuna, en óveðrið var um
garð gengið. Þegar hún los-
aði sig úr örmum hans og
gekk að snyrtiborðinu til þesa
að greiða sér og snyrta þá
datt henni í hug:
„Þetta er táknrænt um okk"
ur. Fyrat stormarnir og síðasj
stillurnar á eftir og engims
getur í langan tíma sagt hvd
miklir skaðar hafa orðið.
Svona verður lífið okkar, eiS
ég get ekkert við því gert«
Það er eitthvað stórt hér —«
eitthvað, sem ég ræð ekki viðs
og ég hef tapað baráttunni.06
Hún yrti á Blair án þess aðf
líta á hann, þar sem hamst
stóð og var að tígja sig til
f erðar: j
„Við skulum gifta okkuf!
fljótt, Blair — finnst þér þa«S
ekki?“ i
Hann gekk yfir til hennaE
og greip hana í faðm sér: t
„Við skulum gera þacia
Judy“ sagði hann „og ég ska!
verða þér góður, elskan. Það
skaltu fá að sjá og sanna.H
hvort sem þér eruð læknir, verzlunar-
maður, eða hvaðá starf sem þér vinnið
— þá er Hf yðar tímabundið og í minn-
isbók yðar er alltaf: „klukkan þetta á
ég ...."
En hvað önnum kafnir, sem þér kunn-
ið að vera, þá getið þér treyst á Jæger-
L'e Coultre Memovox hringjarann í úr-
inu, sem aldrei gleymir að minna yður
á stefnumót, sem þér alls ekki megið
gleyma.
Memovox-hringjarinn er stilltur í úr-
inu sjálfu og hringir örugglega á þeím
tíma, sem þér óskið — bíó — viðskipta-
fundur — hádegisverður eða annað —
Og Menovox — aðstoðar minnið —
sýnir tímann eins fullkomlega óskeik-
ult og vænta má af Jægerl Le Coultre-
úrunum.
Reminds —
FRANCH MICHELSEN
úrsmíðameistarí — Laugavegi 39