Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 7
I Mánudagur 28. maí 1956 MÁNUDAGSBLAÐIÐ AJAX Framhald af 2. síðu. sýslu. Síðast fékk Framsókn 1499 atkvæði, en kommúnistar 629. — Alþýðuflokkurinn fékk þá tæp 200 atkvæði, en hann styður nú Framsókn. Það má teljast nokk- urn veginn víst, að Framsókn haldi báðum sætunum í sýslunni. Efsta sæti Framsóknarlistans skip ar Eysteinn Jónsson. Nú á þriðja áratug hefur staðið meiri styr um hann en flesta aðra íslenzka stjórnmálamenn. Hann varð ráð- herra 1934, aðeins 27 ára gamall og varð þegar í stað mjög um- deildur maður. Fjármálapólitík Eysteins hefur bæði fyrr og síð- ar sætt harðri gagnrýni úr ýms- um áttum, og svo er enn. Um hitt verður varla deilt, að hann er einn slyngasti stjórnmálamað- ur, sem nú er uppi á íslandi. í stjórnmálaumræðum stendur enginn þingmaður honum á sporði, hann er fióðmælskur, harðvítugur, fljótur að átta sig, og háð hans er hárbeitt, miskunn- arlaust og áhrifamikið. Það er ekki að furða þótt slíkur maður sé hataður af andstæðingunum, og Eysteinn Jónsson þarf sannar- lega ekki að kvarta undan því, að hann sé svo meinlaus og lit- laus persóna, að öllum sé vel við hann. Hann er ekki í tölu þeirra ómerkilegu og ólánsömu manna, sem ekki eiga sér neinn haturs- mann. Margir hata Eystein, en þó engir eins og kommúnistar. Það má ekki á milli sjá, hvort þeir telja hann eða Bjarna Bene- diktsson óvin sinn nr. 1. Vilhjálmur Hjálmarsson siglir í kjölfar Eysteins eins og sak- leysislegur árabátur í kjölfar or- ustuskips. Þetta er sinnugur maður og góðmenni, sem flest- um er vel við, stormar munu aldrei gnauða um Vilhjálm eins og Eystein. Eúðvík Jósefsson er auð- vitað efstur á lista kommún- ista. Hann mun vera nokkurn veginn öruggur um uppbótarsæti. Lúðvík er að mörgu leyti bezti maður, sem kommúnistar eiga nú á Alþingi. í öllu eðli sínu er hann fremur umbótamaður en byltingamaður, áhugi hans á pólitískri teoríu er lítill eða eng- inn, en fáir þingmenn munu vera jafn vel að sér og hann í atvinnu- málum þjóðarinnar og öðrum praktískum málum. Mér finnst Lúðvík bezti ræðumaður komm- únista nú, harðskeyttur og mis- kunnarlaus, en á þó til mikinn húmor, að vísu nokkuð beizkan. Ræðumennska Lúð'víks verkar aldrei sem innantómt glamur eins og vill brenna við hjá svo mörg- um flokksbræðrum hans. Ef al- þjóðakommúnisminn heldur á- fram að sveigja til hægri, má bú- ast við, að Lúðvík verði í náinni framtíð valdamestur maður í Sósíalistaflokknum, og hann hef- ur mikla hæfileika til forustu og einnig viljann til valda og frama. Annar maður á lista kommún- ista er Helgl Seljan, kornungur maður. Fáir höfðu heyrt þennan mann nefndan, þar til nú, að hann yfirgaf Þjóðvörn og fór yfir til kommúnista. Allt, sem ég hef heyrt um þennan unga mann, er runnið frá fyrrverandi flokks- bræðrum hans, og það er viðbú- ið, að sú yfirlýsing sé ekki rétt eða hlutlaus. „Þetta er heimskur, sjálfsglaður og framhleypinn montrass“, sagði Þjóðvarnarmað- ur við mig á. götu um daginn. En þessi orð voru mælt af mikilli heift í hita baráttunnar, svo að ég tek þau ekki alvarlega, og ég veit jafnlítið um Helga Seljan eftir sem áður. Þriðji maður kommúnista er Sigurður Blöndal skógarvörður á Hallormsstað, sonur ágætishjón- anna Sigrúnar og Benedikts Blöndals. Hann mun vera vel greindur maður, og ritfær er hann auðsjáanlega í bezta lagi, en pólitískt ofstæki hans virðist talsvert, hann sér heiminn gegn- um lituð gleraugu kommúnism- ans. Sjálfstæðismenn hafa enga von um að koma manni að í Suð- ur-Múlasýslu. Síðast fengu þeir þar 358 atkvæði. Fjöldi Sjálfstæð- ismanna í • sýslunni kýs alltaf Framsóknarlistann til að 'féTIa kommúnistann. í rauninni er Ey- steinn Jónsson kominn vel á veg með að þurrka Sjálfstæðisflokk- inn út í sýslunni. Efstur á lista Sjálfstæðisfl. er nú Einar Sig- urðsson. Hann er landskunnur at- hafnamaður og dugnaðarforkur, en hefur þótt laus í rásinni í póli- tíkinni og oft verið óþægur Sjálfstæðisflokknumi! ÍTaiffb-var fyrr á árum grunaður um naz- isma og síðar um að renna hýru auga til vinstri flokkanna. Annar maður listans er Axel Túlinius, bæjarfógeti í Neskaupstað, góður drengur og meinleysismaður, en frekar litlaus og þróttlítill. Þjóð- vörn fékk síðast 89 landsiistaat- kvæði, en nú býður flokkurinn fram. Frambjóðendur hans eru lítt kunnir utan Austfjarða, nema helzt Kristján Ingólfsson, brQðir Hrólfs í Eyjum. Ajax. •Sv- -<*>' CLSU NjSBUÐ KJÖTDEIÍD. LAUGAVEG2 22 r \ Ekkert hefur verið sparað til að gera verzlun þessa sem bezt úr garði, bæði hvað hreinlæti og allt útlit snertir. Færustu fagmenn, hver í sinni grein eru í þjónustu okkar, og ætti það að vera trygging fyrir að við bjóðum viðskiptavinum okkar aðeins það bezta. Þér, sem ætlið að hafa gesti, og gestum sínum býður maður aðeins það bezta, getið örugglega og án kvíða lagt vanaann í okkar hendur, bæði hvað heitan og kaldan mat snertir. Bíll okkar er á ferðinni allan daginn, og þér fáið vöruna heimsenda á þeim tíma, sem þér óskið. Svínasfelkur, lambasteikur, upp- rúlluð hangikjötslæri, riíjasteik með sveskjum, beinlausir íuglar, spekkaðar rjúpur, hænsni. ALLT TILBÖID I OFMIMM. CLAUSENSBÚÐ, KpMeiM, simi 3S2S. Ále h Sprengiur svkakambur iisð sveskinni. Spegepylsa. Fieiisl lifraikæfa, Svínasteik, Bifja- Skrifstofufólk, verzlunarfólk, verksmiðjufólk og allir þeir, sem ekki fara heim í mat — komið beint til okkar. Heitir og kaldir | Jl.I réttir allan daginn, allur heitur maiur afgreiddur úr hitaborðum. ú jy. | Smurt brauð og snittur allan daginn. ■ | c-15 tegundir af áleggi CLAUSENSBÚÐ, Kjötdeild, sími 3S28. isa. ! sp* (fw 'i : k i;- :>S Ávæcfðsalat, Fraiiskt salat, Itali- enskt salat, €arry salat, Rækju- salat, læasna salat, Mayonn- alse, Remoulade. leynið áleggið kjá ©klrar CLAUSENSBÚÐ, , ssmi 3( Reynsð saiötin hjá okkur CLAUSENSBÚÖ, sild, ssmi 3823. I HÚSSIÆBVB: VIHS&HLEGA P&NTIÐ á lestuáögusn þa3, sem þét þurfið tii kelgatimut ] Clflusensbuð/ SH&jicifeiW L&UG&VEGI 22— SIMI 3628

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.