Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 4
MÁNUBAGSBIIAÐ5Ð v:% Máradag® 28.' ma! W® M ■ ■•••••tiriHiiiiiiiiiiimimmiiM* MÁNUDAGSBLAÐIÐ — Blað fyrir alla — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 3496. PrentsmiOja ÞjóÖviljans h " Leyndardómur næstu kosninga Merhiieg starisemi Lithopreats Guðbrandarbiblía kemur ut í n. k. nóv. Bundin í alskinn með látúnsspennum, gylt á kjöl — fegursta bók, sem út hefur komið á íslandi í haust kemur á bókamarkaðinn ný, gömul bók, sem vekja mun mikla athygli hér. Lithoprent hefur nú ljós- prentað biblíu Guðbrandar Þorlákssonar biskups, sem gefin var út á Hólum 1584. Frá þessu skýrði Jakob Hafstein, for- stjóri Lithoprents í s.l. viku. Verður bókin 1182 síður í stóru broti, bundin í alskinn með látúnsspennum, gyllt á kjöl og áþrykktar helgimyndir. Ákveðið er að bókin verði prent- um í 500 eintökum, en verðið er kr. 1500,00, og er bókin sáraódýr miðað við hina miklu vinnu, sem í verkið er lögð. k • „ . Um þenna kappleik flokk- anna fær fólk mestan fróðleik ef það kaupir, les og lánar öðru fólki fimm ritlinga eftir Jónas Jónsson. Þeir heita: Strandar skipið? Sex réttlát- Ir. Opna þeir austurdyrnar? Jón Sigurðsson og Stalín og Aldrei til Moskvu. Þrjú fyrstu erindin eru komin 1 bókabúð- Ir um allt land. Hin tvö eru á leiðinni. Sigurður O. Björnsson á Akureyri gefur ritin út. Hvert eintak kostar 10 krónur. Á- góðinn rennur í Landgræðslu sjóð. Víða um land senda menn útgefanda andvirði 50 —100 ritlinga og fá þá póst- senda um leið og þeir koma iút. í ritinu Austrið eða vestrið eru útskýrðir ýmsir þættir í eðli Islendinga. Nábúaþjóðir í Evrópu hafa svift Islendinga frelsi, svelt þá og kúgað öldum saman og að síðustu hrifsað bækur þeirra og ritfrægð. Þetta þyk- ir frændsemisbragð. Amerika hjálpar íslending- um hins vegar til að verða frjálsir, auðugir og kunnáttu- menn á vélar. Þeir skjóta há- hyrninga fyrir sjómennina og flytja gæsafræðinga landsins í flugvélum upp að jöklum en hvorki velgerðir eða gróði linar hitt harða hjarta ís- lenzkra stjórnmálamanna, þegar Ameríka á í hlut. Mesti lærdómsmaður á ís- landi í herfræðum og stjórn- kænsku er Valdimar Jóhanns son, fyrsti útgefandi ai’ð-j samra æsirita. Hann hefur grundvallað skoðanir meiri- ihluta hins bui tgengna Alþing is um þá kenningu að Islend- ingar einir allra þjóða þurfi engar hervarnir hvorki móti innlendum eða erlendum árás- arlýð. Ef Valdimar vinnur kosningarnar losnar þjóðin úr kynnum og skiptum við Vesturlönd en opnar austur- idyrnar. Þá ætti Valdimar að verða general í fögrum ein- kennisbúningíi með heiðurs- anerkjum háttsettra her- stjóra. Þannig haga Rússar vörnunum og herstjórn í öll- um leppríkjunum. Þá fengi Island sinn fyrsta her með etuðningi og yfirumsjón ^þjáifara úr ríki hins mikla — :<r . • • ‘ --- friðarhöfðingja Stalíns. (Frá útgefanda). Fyrsti golfvöllur klúbbsins var 6-holu völlur í Laugar- dalnum, en núverandi völlur er 9 holu völlur (11 hektarar ræktaðir). Samningar standa nú við bæjaryfirvöld um land fyrir nýjan völl, allt að 40 ha. að stærð, — fullkominn 18 holu völl, og er þess að vænta að sá völlur verði norðan Vatnsendahæðarinnar. Munu framkvæmdir vallargerðar- innar hefjast þegar eftir að gengið hefur verið frá samn- ingum um landsvæðið. Áhugi manna á golfíþróttinni hefur frá upphafi verið mikill, þ.e. þeirra sem stundað hafa í- þróttina og kynnt sér hana, og almennt hefur áhugi manna á íþróttinni farið mjög ört vaxandi nú upp á síðkast- ið. Þannig má til dæmis geta þess, að síðan í apríl s.l. hafa 28 nýir meðlimir gengið í G.R., og von er þó nokkurra til viðbótar nú á næstunni, enda er hér um að ræða íþrótt fyrir alla, konur jafnt sem kai’la, og aldui’inn skiptir engu máli. Hafa nokkrir beztu golfleikarar klúbbsins tekið að sér að leiðbeina byrj endum. Golfleikur er stundaður mjög mikið yfir sumarmán- uðina af meðlimum klúbbsins, og nokkrir hinna áhugasöm- ustu stunda hann jafnvel árið um kring, enda er hér tví- mælalaust um einhverja hina hollustu íþrótt að ræða. Á vegum klúbbsins fara ár- lega fram milli 20 og 30 kapp leikir, en það sem einkennir sérstaklega þessa kappleika í golfleik og gefur þeim sér- stöðu meðal íþrótta er, að aJl- ir þeir, sem þátt taka í keppn- inni hafa jafna möguleika til sigurs. Byggist það á forgjöf, sem mönum er gefin, og er hún miðuð við leikni manna Þeir Jakob og Magnús Már Lárusson, prófessor, skýrðu blaðamönnum frá ýmsum væntanlegum framkvæmdum og fyrri árangur. Þannig er byrjendum heimilt að nota allt að 24 (karlm.) eða 30 (konur) höggum meira við 18 hola leik heldur en full- komnum golfleikara. Fer for- gjöfin síðan minnkandi eftir því sem leikni manng verðui’ meiri. Áf þessax’i ástæðu verð u,r þátttakan í kappleikum miklu almennari, en það telj- um við einmitt höfuðtilgang- inn, að sem flestir séu með. — Að sjálfsögðu skal þó tek- ið fram, að þessi tilhögun, þ. e. forgjöfin, er ekki höfð á meistaramótum, en á ári hverju fer fram ein keppni um golfmeistaratitil Islands, sameiginleg fyrir allt landið og auk þess ein mðistara- keppni fyrir hvert hérað, þar sem íþróttin er stunduð. Nú sem stendur er að Ijúka Hvítasunnukeppni klúbbsins, en sú keppni hefur nú staðið í eina viku og lauk henni í gær með úrslitaleik þeirra Jóns Svan Sigurðssonar og Gunnars Böðvarssonar. Á laugardag hófst svo und- anrás firmakeppninnar, og stendur sú keppni alla næstu viku. Á annað hundrað firmu taka þátt í keppninni, sem án efa verður mjög spenn- andi, enda er fylgzt með henni af miklum áhuga. I sambandi við firmakeppnina má annars geta þess, að Golfklúbbur Reykjavíkur átti einmitt frumkvæðið að þessari teg- und kappleikja hér á landi. Keppt var um tvo bikara og urðu úrslit s.I. ár milli Alliance h.f. og Ultíma h.f. Eftir mjög spennandi leik, sem stóð yfir allan daginn (kl. 9) sigraði Smári Wium (nýliði) f.h. Alliance Þorvald Ásgeirsson f.h. IJltíma. Þá tóku 128 fyrirtæki þátt í keppninni. (Fr. G.R.). Lithoprents, en prófessor Magnús, sem er manna fróð- astur í því, sem lýtur að sögu kirkjunnar hefur verið mikið með í ráðum í sambandi við útgáfu kirkjulegra bóka. Merkar bækur Auk Guðbrandarbiblíu er í ráði að gefa út Gradivale, Grallara (biskups), messu- söngvabók Guðbrands bisk- ups, sem út kom árið 1594 og verða pi’entuð af henni 300 eintök. Þá er og í ráði að Ijósprenta eftirtalin rit, sem Lithoprent hefur áður gefið út en nú eru ófáanleg: Passíu sálmana, Árbækur Espólíns og Grágás. Jakob Hafstein skýrði og frá því að háskólinn myndi á næstu árum gefa út nokkur fomrit m. a. Islendingabók Ara, sem þegar hefur verið byrjað að vinna að. „Þrjú kýrverð" Magnús Már pórfessor skýrði nokkuð frá bókxun þeim, sem Lithoprent hefur áætlað að gefa út. Sagði hann að eflaust væri Guðbrandar- biblía fegursta og mesta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi. Lýsti hann nokkuð vinnubrögðum og erfiðleikum þeirra, sem fyi’st unnu að út- gáfunni á dögum Guðbrands og má heita yfii’náttúrlegt að svo fagurt verk gæti lánast við svo frumstæðar aðstæður. Á dögum Guðbrands, sagði Frá Voque, Skólavörðustíg. prófessorinn, var bókin líká seld miklu verði eða allt að þrem kúgildum, sem ætla mætti 12—15 þúsund krónur með núverandi verðlagi. Þá var skýrt frá því, að nú þegar gætu væntanlegir kaupendur skrifað sig á lista til þess að tryggja sér bók- ina og greiða jafnframt hluta af heildarupphæðinni en eftir- stöðvarnar greiðast við mót- töku bókanna. Kostnaðurinn við slíka út- gáfu er gífurlegur enda er það orsökin til þess, að rit eins og biblían eru ekki gefin út í fleiri eintökum en að of- an greinir. Þó fer ekki hjá því, að þá gruni, sem séð hafa sýnishorn þessarar á- gætu útgáfu, að sala í biblí- unni verði mun meiri en út- gefendur ætla nú. Má, eins og einn blaðamanna komst að orði, ætla að hver einstakur. söfnuður landsins kaupi sér eintak, og er þá bróðurpartur inn af heildareintökunum seldur. ÚLTÍMA h.f. 15 ára 1 Klæðagerðin Últíma h.f. opnar útibú á Akureyri þessa dagana. í því tilefni og einnig því að fyrir- tækið hefur nú starfað í 15 ár, bauð forstjórinn, Kristján Frið- riksson, blaðamönnum að líta á starfsemina. / Fyrirtækið framleiðir nú ár- lega 4 til 5 þúsund karhnanna- fatnaði auk þess frakka og stak- ar buxur. Auk karlmannafataverksmiðj- unnar starfrækir fyrirtækið nú litla dúkaverksmiðju og fram- leiðir fataefni úr erlendu ullar- kambgarni. ] Sú starfsemi er nú komin í gott horf og gæði efnanna engu síðri en erlendra dúka, enda er ofið i samskonar vefstólum og notaðir eru erlendis við slíka framleiðslu og verkinu stjórna erlendir sér- fræðingar. Þessi framleiðsla er þó ekki í svo stórum stíl að hún nægi dúkaþörf karlmanhafataverk- smiðjunnar enda telur fram- kvæmdastjórinn að heppilegra sé að kaupa nokkurn hluta fataefn- anna frá útlöndum. til þess að geta haft meiri fjölbreyttni i efnavali. ( ’ Blaðamenn skoðuðu fataefni þau, er vefnaðardeild fyrirtækis- ins framleiðir og virtust þau ó- þekkjanleg frá erlendum efnum góðrar tegundar. [ Nokkuð háir starfsemi Últírau að fyrirtækið þarf nú að vinna á tveim stöðum, en nú hefur verið keypt lóð á góðum stað við Lauga veg 59 þar sem fyrirhugað er acS koma allri starfseminni fyrir ] sama húsi, þegar fjárfestingar- leyfi fæst til að byggja þar. Hjá fyrirtækinu vinna nú 60 til - 70 manns. é Firmakeppnin að byrja hjá Colfklúbb íslands Golfklúbbur Reykjavíkur er stofnaður árið 1934, en hét reyndar upphaflega Golfklúbbur íslands. Aðalhvata- menn að stofnun klúbbsins voru læknarnir Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson og Sveinn Björnsson þá sendiherra og síðar foi’seti.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.