Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 5
’H 28.í/ 1956 Y» V MÁNÖÖÁ0gELAÍ)IÐ' •; • fefur karlmönnum ráð: Þegar þú ert orðinn þannig vaxinn, að konan lítur und- arlegum augum á magann á þér, þá skaltu laumast inn í svefnherbergið og athuga þig vandlega fyrir framan spegil- inn. Dragðu andann djúpt og skoðaðu þig frá hlið í speglin- um. Þarna sérðu það, þú þarft að megra þig, ef þú vilt halda líkama þínum grönnum og spengilegum. Og það getur þú gert, ef þú ferð eftir ráðum mínum. Ef þú byrjar strax, þá ábyrgist ég, að þú verður orðinn grannur og spengileg uir í ágúst, án þess að telja nokkrar hitaeiningar, eða að taka inn eina einustu pillu. Þú mátt drekka og éta eftir hjartans lyst, en samt áttu að léttast frá einu pundi upp í hálft annað pund á viku án þess að gerast meinlæta- maður. k Reglumar eru einfaldar FYRSTA: borðaðu nýja á- vexti í stað fæðu, sem inni- heldur sterkju, og neytið ekki annars en ávaxta á morgn- ana. 1 í staðinn fyrir búðinga eða stæra grauta á eftir mat, skaltu borða ávexti. ÖNNUR: Neitaðu þér ekki um neitt, sem þér þykir gott. Ef þú notar sykur í kaffið, skaltu hafa eina teskeið í stað inn fyrir tvær, því um að gera er að helminga allt, sem fitar mann. Ef maginn heimtar kartöflur, þá borðaðu þær, en aðeins helmingi minna en þú ert vanur. Eina undantekningin frá þessari reglu að grenna sig með því að láta allt eftir sér er steiktur matur, fiskur eða kjöt. 1 staðinn má bor-ða salt- fisk, nýjan fisk, reyktan fisk og kjöt en allt á þetta að vera soðið, mundu ekkert steikt. ÞRIÐJA: Fáðu þér glas. Þessi kúr er ekki fyrir þá, sem hafa gaman af að telja kalóríumar, sem fara ofan í þá. Hugsið ykkur alla þessa menn, sem eru að rembast við að þamba gosdrykki til að megra sig, í stað áfengis — sem hvorttveggja er jafnfit- andi. Hugsaðu um þá og glottu drýgindalega um leið og þú tekur stefnuna á bar- inn. Leyndardómurinn við vínið er þessi: Láttu hvert glas endast á við tvö áður, sú leið er sú rétta, ef þú vilt að kúlan minki á maganum. Ef þú ferð eftir þessum fáu reglum, muntu sjá áþreifan- legan mun á þér, og í ágúst líturðu út eins og nýr maður. Konan lítur á þig með sama bjarta augnaráðinu og í fyrstu kynnum ykkar, og þér líður öllum mikið betur. (Endursagt, Scetch) Austurbæjarbíó sýni rnú myndina ,,Ó, pabbi minn“ sem byggist á gamanleiknum „Feurwerk“ og hinu vinsæla lagi. AðalhL L. Palmer Barnaleikvelllr og íósírnr Frá Voque, Skólavörðustíg. Það var sannarlega góð hjálp fyrir konur, þegar ráðn ar voru fóstrur á barnaleik- vellina. Kona í Bústaðahverfi sagðist ekki geta hugsað sér neitt dásamlegra, en að koma litlu telpunni sinni bara út á leikvöll og þar væri fóstra sem hugsaði um hana ásamt fleiri börnum, og hún gæti verið alveg áhyggjulaus um hana mikinn hluta úr degin- um. Já, það er sannarlega góð hjálp að þurfa ekki að hafa börnin á götunum innanum eintómar hættur, og það væri sannarlega þörf á að slík hjálp væri á hverjum leikvelli, þá gætu fleiri konur verið á- hyggjulausar út af litlu börn- unum sínum. Hversvegna fær ekki bær- inn fóstrur til að sjá um lítil börn á leikvellinum við Grett- isgötu og leikvellinum við Hringbraut? Það eru fleiri börn á hættusvæði og það meiru en t. d. í Bústaðahverf- inu, nálægt báðum þessum leikvöllum. Það er dásamlegt að hafa þessa hjálp, sem þeglar er veitt, en mér finnst það svo sjálfsagt að hafa þetta á öll- um leikvöllunum en ekki bara tveimur eða þremur. Dýrar barnapíur Kona ein auglýsti eftir telpu til að passa tveggja ára barn. Ein lítil táta kom, en þegar hún var spurð hvað hún hefði hugsað sér mikið kaup svaraði sú litla: „Fimm hundruð krónur á mánuði er það minnsta sem ég get hugsað mér.“ Fimm hundruð krónur var svo sem ekki stór peningur í hennar augnm, og fæðið var ekki reiknað neins virði. Óskandi væri, að bæjaryf- irvöldin sægju sér fært að hafa fóstrur á hverjum leik- velli, því vafasamt er hvort nokkursstaðar í heiminum sé hættan eins mikil og á göt- unum hér í Reykjavík. (S.F.) Y. Ný íslenzk hljómplata | á His Master’s Voice INGIBJÖRG SMITH syngur meö kvartett Árna ísleifssonar I0R227 Draumljóð (Song o/ the dreamer) ViS geugum tvö Platan fæst í hl.jóðt'æraverztvmum ffleildsaia — Smásala — Póstsenáum FÁLKINN —hljóraplötudeild ' , , ... 7. . Aðalfundur Útvegsbanka íslands h.f., vei'ður haldinn í húsi bankans í Reykjavík föstudaginn 1. júní 1956, kl. 3 e.h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegs- bankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1955. 3. Tihaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning þriggja fulltrúa í fulltrúaráð, og jafn- margra varafulltrúa. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. Önnur mál. Aögöngumiöai* aö fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 28. maí næstkomandi og vei’öa aö vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fund- inn. Aögöngumiöar verða ekki afhentir nema hluta- bréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð til aö athuga hlutabréf, sem óskaö er atkvæðisréttar fyr- ir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 11. apríl 1956. F.h. fulltrúaráðsins, Stefán Jóh. Stefánsson............ Láras Fjeidsted .. .. .. .. . AUGmiB t MANtlDAGSBLAÐINU Krossgóta Mánudagsblaðsíns SKÝRINGAR: Lárétt: 1. Eldfjall 5. Þrá 8. Borg við Miðjarðarhaf 9. Hi'einlætis- vai’a 10. Taug 11, Eldur 12. Þýdd skáldsaga 14. Biblíunafn 15. Bjánar 18. Ósamstæðir 20. Málmur 21. Jökull 22. Saur 24. Reið- maður 26. Temur 28. Lengdarmál 29. Á rafmagnsleiðslum. 30. Elskar. ....Lóðrétt: 1. Stjórnmálaátök 2. Lag 3. Bíta 4. Upphafsstafir 5. íþróttafélag 6. Gat 7. Lærði 9. Meiðslanna 13. Tilfinning 16. Vatna- hest 17. Húð 19. Japanskur stjórnmálamaður 21. Köllin 23. Stein tegund 25. Meðal 27. Guð. Ráðning á síðustu Rrossgátu: /• Lárétt: 1. Halla 5. Bal 8. Ósar 9. Færa 10. Rín 11. Alt 12. Naga 14. Auð 15. Askur 18. JK 20. Kát 21. No 22. Ala 24. Lásar 26. Raki 28. Nótt 29. Grind 30. Nói Lóðrétt: 1. Hornbjarg 2. Asía 3. Langa 4. LR 5. Bætur 6. Ar 7. Lak 9. Flautan 13. Ask 16. Kál 17. Sorti 19. Klár 21. Nato 23. Akl 25. Son 27. In, . v • ,, J

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.