Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 28.05.1956, Blaðsíða 8
Óla?4ir og (Sauson — fiaunir Gyfía — Horíil hus — Lítill gjaldeyrir — Morgunútvarp — Herbragl Arreboe Clauseu, sem jafnan ekur ráðherrunum, er oft hvatskeytislegur í orðum. og hnyttiyrtur. Eitthvei't sinn ók hann Ölafi Thors forsætisráðherra og þótti Ólafi hann ekki aka nógu hratt. Skyndilega hallar Ólafur sér fram að Clausen og segir: „Getur þú ekki keyrt hraðar, Clausen?" Clausen varð illa við þessa „afskiptasemi" ráðherr- ans, lítur aftur fyrir sig og segir: „Stjórna þú þjóðinni Ölafur, en láttu mig um að stjóma bílnum.“ ★ ----------------------- Þcgar uppsteytið varð fyrir helgi um aðstöðu Alþýðuflokksins í sambandi við framboð Hræðslu- bandalagsins og afstöðu yfirkjörstjórnar, varð Gylfi Þ. Gíslason uggandi mjög — og virtust þá öll sund lokuð fyrir flokki hans. Vinur Gylfa kom á fund hans og spurði hver eiginlega hefði farið að kæra framboð bandalagsins og gera allt vitlaust á síðustu stundu. Þá svarar Gylfi og byrsti sig: „Nú auðvitað helv .. . hann Vilmundur Jónsson." — ★ ----------------------— Það er hálf undarleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurbæ, að láta rífa íbúðarhúsið við Skothúsveg 7 til grunna meðan ástandið í húsnæðismálunum er svona alvarlegt. Hús þetta var vel byggilegt og gátu 3—4 f jölskyldur lifað þar góðu lífi. Vissulega átti þetta hús að hverfa en þar sem lítil líkindi eru á, að svona mikið hefði legið á að brjóta niður húsið, virðist hér um óþarfa fljót- ræði að ræða. ★ ----------------------- Sagt er nú, að gjaldeyrisleysi sé svo mikið, að hið opinbera geti vart leyst út vín og tóbak. Auðvitað álíta sjálfskipaðir vandlætarar það guðlast að minnast á slíkt, en satt bezt að segja: er þetta ekki mesta og ömggasta tekjulind ríkissjóðs? ★ ----------------------- Það er leitt, að ekki skuli takast betur til um val hljómlistar í morgunútvarpið. Segja má að flesta morgna vikunnar sé um mjög hátíðleg og leiðinleg lög að ræða, fæst til þess gerð að rífa menn úr svefni. For- ráðamenn útvarpsins hér ættu að vita, að vegna þessa kæruleysis þeirra þá snúa flestir íslenzkir hlustendur sér til Keflavíkurstöðvarinnar og er þá vissulega þessi menningarstofnun lögst lágt, þegar jafnvel létta mús- íkin bíður lægra í hlut fyrir hermannastöðinni. Hræðslubandalagið er nú sagt hafa fundið upp ráð til að láta herinn vera áfram hér — ef það vinnur. Fyrst á að láta Vilhjálm Þór mynda utanflokkastjórn og gera samninga um áframhaldandi hersetu, en síðan myndar „bandalagið" stjórn og segir við kjósendur, að ómögulegt sé að rifta samningi síðustu stjórnar. Hvíið á mI gen* í hvöld? Kvikmyndahús: Gamla bíó: Fantasía. Kl. 9. Gullna hafmeyjan. Kl. 5, og 7. Sími 1475. Tjarnarbíó: Mambo. S. Mangano. Kl. 5, 7, 9. Sími 6485. Nýja bíó: Sálsjúka barnfóstran R. Widmark. 5, 7, 9. S. 1544. Austurbæjarbíó: Ó, pabbi minn. L. Palmer. 5, 7, 9. S. 81384. Stjörnubíó: Brjálaði töframaðurinn (Þrív.) 5, 7, 9. S. 81936. Hafnarbíó: Æskuár Carusó. Kl. 7 og 9. Sími 6444. Trípólibíó: Maðurinn frá Kentucy. B. Lancaster. KI. 5, 7, 9. Sími 1182. Laugarásbíó: Svarti ridarinn. Kl. 5, 7 og 9. Simi 82075. LeifiÉs:: Þjóðleikhúsið: Islandskiukkaa. Brynjólfur Jóhanness. Kl. 20. (Birt án ábyrgðar). Voi'sjal. ÚR HEIMI BLAÐANNA: Hvað er að gerasf á Tímanum! Áskell Einarsson, auglýs- ingastjóri Tímans, fékk held- ur fruntalega kveðju, þegar hann kom heim til sín úr sjúkrahúsi fyrir skemmstu. Eftir honum beið — uppsagn- arbréf! Uppsögnin kom honum og blaðamönnum Tímans gjör- samlega á óvart. Mánudags- blaðinu er kunnugt um, að Áskell fór á sjúkrahúsið til þess að ganga undir upp- skurð, án þess að hafa hug- mynd um, að í bígerð væri að bola honum frá blaðinu. Hin fruntalega uppsögn hefur að vonum vakið mikla athygli meðal starfsbræðra Áskels í blaðamannastétt. Það er vitað að hann er hörku duglegur, þaulvanur og sam- viskusamur auglýsingamað- ur. Hann tók við auglýsinga- stjórn á hrörnandi blaði og jók auglýsingatekjur þess til muna á skömmum tíma. Hann hef ur auk þess unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess flokks, sem gefur Tímann út. Það er ljóst, að Áskell hef- ur verið látinn gjalda persónu legrar óvildar sumra „sam- herja“ sinna. Telja kunnugir, að Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri Framsóknarflokks- ins, standi þar framarlega í flokki. Líka er minnst á Vil- hjálm Þór í sambandi við brottvikninguna, en hann beit ir áhrifum sínum sem kunn- ugt er mjö^ að tjaldabaki í flokksforystunni og hefur þá aðstöðu að geta sett henni af- arkosti. Áskell er flæmdur skýring- arlaust frá Tímanum einmitt á þeirri stundu þegar foringj- arnir vilja allt til vinna að halda friði við þessa „fjár- málasnillinga" flokksins og þeirra f ylgifiska. Hitt er ann- að mál, að ekki munu leið- togarnir allir jafn hreyknir af aðförinni. Er það til marks þar um, að þegar spurt er eft- ir Áskeli á Tímanum, f á menn ýmist þær upplýsingar, að hann sé veikur eða í veikinda- fríi. Mó nud a q sb! aði 3 Préttir í myndum frá starfi íslenzku flugþernanna, sem við byrjuð- um á í síðasta tölublaði hafa vakið mikinn áhuga meðal lesenda. Lesendum þykir gaman að kynnast þessum stúlkum, skilja betur starf þeirra og áhuga á því, að farþegum líði sem bezt á ferðum. í dag birtum við myndir af tveim ungum stúlkunr og í næstu blöð- um eiga lesendur von á, að sjá enn fleiri. — Meðal margra, sem tjáðu blaðinu þakkir sínar, var gömul kona, sem hringdi og dásam- aði þjónustu flugþernanna, en hún hafði ferðast til Akureyrar í lofti, en er sjálf íarlama og „dálítið hrædd“ að fljúga. Bað hún að flytja þakklæti til þeirra alli’a. Ungir menn vilja helzt vita símanúmer þeirra, en þá lausn verð- ur að fá annarsstaðar en hjá oss — við myndum heldur ekki tíma að segja þau. (Ljósmyndir: Pétur Thomseh). Þegar lagt er af stað snemma morguns upp í háloftin þykir farþegum ekki dónalegt að fá morgunblöðin í sætin sín til að geta glöggvað sig á atburðum dagsins. Það fylgir meðal annars þjónustu flugfélaganna að láta farþegum í té ýmis blöð og timarit til að stytta þeim stundir á leiðinni. Þá eykur það ekki síður ánægju farþeganna — karlmannahna — þegar ungfrú Arna Hjörleifsdóttir færir þeim blöðin og dyttar að þeim brosandi og hýr. Ungfrú Örnu Hjörleifsdóttur þekkja flestir okkar vel — ög þótt víðar væri ieitað. Hún var fegurðardrottning íslands í fyrra og keppti fyrir okkar hönd í London á fegurðarkeppni og gat sér góðan orðstýr. í október 1955 gerðist Arna flugþema og hefur síðan flogið víða á vegum Flugfélag íslands. Hún er „voða hrifin“ af starfinu — og við „voða hrifnir“ af henni. Arna er Akureyringur — Aldur ? ? Sími ? ? „Æ, þetta er voðalegt umstang, fyrir okkur heimsborgarana" sagði yngsti farþeginn (framburðurinn dálítið ógreinilegur), „ég held ég vilji pelann minn“. Það er vandlega þagað yf ir því, að búið sé að bola hon- um frá blaðinu! Skyldi það vera auglýsend- anna vegna, sem yfirleitt samdi alveg óvenjulega vel við Áskel og ættu kannski bágt með að skilja þessi ó- dr engilegu vinnubrögð ? Hvað sem því líður: Hvað er að gerast á Tímauum? Þeir eru á ýmsum aldri farþegarnir í loftinu og margs þarf að gæta og miklu að sinna. Ungfrú Edda Hansen, flugþerna hjá F.í. neitaði alveg að brosa til hans Péturs ljósmyndara, en gaf sig alla að því að lilynna að litla snáða, sem í svip gleymdi bæði pelanum i sínum og blíðubrosi liddu, en varð starsýnt á öll hin margvíslegu tæki, sem Ijósniyndarinn bar um öxl. Ungfrú Edda Hansen hefur starfað hjá F.í. síðan í júlí 1955 — fríð og vel vaxim — elskar að fljúga — Edda er Eeykvíkingur — en fleiri staðreyndir er oss 'ei leyft aS láta í Ijös. 1 t

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.