Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 2
MÁNUDAG SBLAÐIÐ
Mánudagur 11. júní 1956
„Kála ekkjan“ — ástarœfin-
týri Hönnu Glawari og Danilos
greifa, raunir Zeta sendiherra,
söngur, dans og hljómlist, ósvik-
in gamaldags kímni. Þetta og ó-
teljandi margt fleira hefur gert
þessa frægu og vinsælu óperettu
ungverska tónskáldsins Franz
Lehar að fjöisóttasta verki sinn-
ar tegundar nú í heimi.' Fróðir
menn telja, að óperettan hafi
verið sýnd 250 þúsund sinnum
og óhætt er að fullyrða að hún
er enn ekki nema á miðjum aldri
hvað sýningafjölda snertir.
Nú gefst reykvískum leikhús-
gestum kostur á að sjá þetta verk
í öllum sínum glæsibúningi ytra,
glitrið og skartið, ljósin og mynd-
ir frá horfnu tímabili, kannske
ýktar en þó sannar á sinn hátt,
en alltaf rómantískar, mannlegar,
breyzkar og hugljúfar. Hér eru
lögin, sem lifa á vörum almenn-
ings, hér eru tilfinningar sem
hver heilbrigður maður og hver
kona, sem vill kallast kona, hafa
að rainnsta kosti gaukað við í
huganum, þótt þær hafi aldrei,
ef til vill, fengið frararás í ver-
unni.
Nú eru liðlega fimmtíu ár síðan
óperettan var frumsýnd, við
harla litla hrifningu, en vinsæld-
ir hennar hafa aukizt unz hún
er nú, eins og að ofan getur, eitt
vinsælasta verk heimsins.
----oOo-----
Sýning Þjóðleikhússins á
„Kátu ekkjunni" hafði ýmsa góða
kosti en líka ýmsa mjög alvar-
lega galla — galla, sem gerðu
sitt til þess, að hér er um þokka-
lega sýningu að ræða, en alls
ekki meira. Mest áberandi voru
gallarnir í vali leikenda. Þar hef-
ur leikstjóra ekki tekizt eins vel
og honum tókst í litavali, nýtni
sviðsins, hraða atriðanna og, ekki
hvað sízt, þeirri útrás er hann
veitir einstökum leikendum, sem
bera af. Um nokkur veigamikil
hlutverk hefur svo illa til tek-
izt, að æ ofan í æ skemma ein-
staklingar sýningaratriði, sem
annars hefðu getað verið með því
bezta í sýningunni.
„Káta ekkjan“ er létt á sviði.
Músikkin er létt og fögur; efnið
er laust í böndunum og má inn-
an takmarka fara lauslega með
það eftir því sem þörf krefur í
það og það skiptið.
Það er sýnilegt í byx’jun, að
leikstjórinn er dugmikill maður,
ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ
F
leik, en lét stundum allan vand-
ann falla á herðar hennar, svo
það eitt, að sleppa með prýði frá
þeim vanda sýnir raunverulega
hve mikið er í listakonuna spunn-
ið. Er þetta einkum áberandi um
miðjan annan þátt, í dansinum
og „intím“-atriðum öllum milli
þeirra. Vil ég eindregið þakka
ungfrú Melander mjög góðan
ekkjn n
ráðagóður og gæddur hugmynda-
flugi, stjórnar vel hópatriðum,
en hefur ekki, að því virðist, •—
eins glöggt auga fyrir ÖLLU því
leikræna og ákjósanlegt væri. Þó
er skylt að taka fram, að vera
kann, að leikstjórinn hafi ver-
ið í tímahraki og þar af leiðandi
ekki haft nægan tíma til að velja
og hafna eftir vild. En þá má
líka spyi’ja sem svo: er það ekki
þess virði, að bíða um stund og
komast sem næst fullkomnun í
stað þess að leggja á djúpið með
illa bætt segl og bjóða þannig
Ægi byrginn? Leikstjórinn bauð
Ægi byrginn enda varð sú raun
á að við lá stundum að skútan
fengi alvarleg áföll.
Aðalhlutverkið, kátu ekkjuna,
leikur sænska óperusöngkonan
Stína Britta Melander. Hlutvei’k-
ið er erfitt, þótt létt sýnist og
ungfrú Melander gerir því fyllstu
skil. Hún er fríð og létt á sviði,
vel vaxin, hreyfingar óþvingað-
ar og svipbrigði einkar næm og
túlkandi. Söngur hennar er prýði
legur, röddin falleg, vel þjálfuð
og hreimurinn gaf henni oft
heillandi blæbrigði. Frúin átti
líka við nær óyfirstíganlega erf-
iðleika að stríða á sviðinu, þar
sem aðalmótleikari hennar gaf
henni hvergi nærri nægan mót-
Höfundur: Franz Ichár
Leikstjóri Sven Aage Larsen
Hljómsv.stj.: Dr. V. Urbancic
leik — jafnframt því, að visa á
burt öllu vandlætingahjali um
framburð hennar á íslenzkunni.
Einar Kristjánsson óperu-
söngvari leikur hið vandasama
hlutverk elskhugans Danilos
greifa. Einar er nafnkenndur
söngvari og hefur mjög góða ten-
órrödd að sögn sérfróðra manna.
En það sannaðist hér, að Einari
lætur ekki vel að leika, a. m. k.
ekki þetta hlutverk. Hreyfingar
hans voru stirðar nær áfkáraleg-
ar á köflum og mjög tilgerðar-|
legar. Það eitt, að Einar er góð- j
ur söngvari og íslendingur nægir
ekki til að fylla kröfur Danilos. j
Ef vel á að vera verða að fara;
saman leikur og söngur — og
frumstig danslistarinnar a. m. k.
að geta staðið eðlilega í báða f æt-
ur þegar ekkjan stígur sporin.
Leikarinn gerði hér ýmsar
klaufalegar skyssur, sem, eins og
að ofan getur hömluðu eðlileg-
um leik ungfrúar Melander. •—
Leikur Einars í kvöld sannaði
ekki, að hér er um einn af aðal-
tenórsöngvurum Konunglega leik
hússins. Nær má fullyrða að til.
eru ungir íslenzkir söngvarar,
sem hefðu leikið þetta hlutverk
mun betur.
Ævar Kvaran lék hlutverk
Zetas sendiherra; flumósa og
fremur illa gefinn diplomat, sem
jafnan hefur áhyggjur út af fjár-
hag föðurlandsins. Loksins kom
að því, að Ævar Kvaran fékk
tækifæri til að sýna þann lista-
mann, sem í honum býr. Hlut-
verk sitt.lék Ævar af hárfínni
kímni, hreyfingar, látbragð og
fasið allt svo ómetanlega í „kar-
akter“ að aldrei í mínu rninni
heíur leikarinn staðið sig eins
vel. Það er ekki of sagt, að Ævar
haíi borið eins af karlleikurunum
og ungfrú Melander af kvenleik-
endum. Bæði stóðu þau með
pálmann í höndum í leikslok.
Eg hefi séð ytra 3 eða 4 sýning-
ar á Kátu ekkjunni, en aldrei
eins skemmtilegan Zetas og nú.
Sérstök ástæða er til að þakka
Ævari -frammistöðu hans í þessu
hlutverki.
Magnús Jónsson, tenórsöngvari
leikur hlutverk De Rossilion.'—
Magnús hefur gullfallega rödd
og beitir henni vel; hann er nú
framfærnari á sviði en síðast,
eðlilegri og einarðari, þótt enn
skorti mikfð á. Magnús getur vel
komið til með að verða einn af
leiðandi söngvurum okkar. Sjálf-
ur er hann fríður sýnum og rödd-
in afbragð. Hann skortir mjög
þjálfun í tali á sviði og hið leik-
ræna verður hann að læra hjá
sérfróðum manni í þeim efnum.
Ef Magnús snýr sér nú um stund
að því sem sviðsframkomu við
kemur, má ætla að innan skamms
þá hafi okkur bætzt nýr og snjall
leik- og söngkraftur, en þar er
stéttin einna fátækust.
Þuríður Pálsdóttir leikur Val-
encienne, konu Zetas, léttlynda
og eigi trúa. Frúin gerir hlut-
verki sínu mjög góð skil, söngur
hennar er hreinn og bjartur og
nær vel fraip, en nokkuð skortir
hana hið létta í fasi; svipbrigði
góð og hreyfingar yfirleitt eðh-
legar. Sérstök ástæða er að minn-
ast á Helga Skúlasson, Kromow.
Leikur Helgi hér lítið hlutverk
af góðri kímni og óvenjulegum
myndugleik, sífellt á varðbergij
vegna hinnar daðursömu eigin-'
konu, sem auðvitað er alltaf „að
daðra“. Góður leikur hjá ungura
leikara.
Þorsteinn Hannesson nær frem-
ur litlu út hlutverki sínu. Hann
syngur að vísu mjög þokkalega
en leikui’inn er yfirdrifinn úr
hófi og hið komíska íxæst hvergi
næri’i að fullu. Sverrir Kjartans-
son nær öllu meira úr hlutverki
St. Brioche, en leikur Þorsteins
hamlar samleik þeirra mjög um
of.
Af því sem hér stendur að ofan
má sjá að leikstjóra hefur ekki
tekizt leikendaval eins vel og
ætla mætti. Hann nær prýðileg-
um ati’iðum úr sýningunni, en.
önnur atriði falla mjög niður fyr-
ir meðallag. Heildarsvipurinn
verður góður og ekki sízt að
þakka hinum ágætu tjöldum og
búningum Lárusar . Ingólfssonaif.
Sjálfur leikur Lárus hlutvei’k
Niegusar og fipast ekki í gaman-
leiknum fremur en fyrri daginn,
Lárus þekkir hlutverkið, fer um
það næmum höndum kunnáttu-
mannsins.
Kór Þjóðleikhússins söng vel,
en skortir mjög á léttar hreyf-
ingar bros og fyrirmennsku. —•
Þetta eru ungir menn og konur,
hálfgert hirðfólk, létt og ástleit-
ið — ekki konsert á sviði Gamla
biós. Þeir eiga að sýna hrifni
sína á hinni auðugu ekkju —
ekki afskiptaleysi.
Sýning þessi er ein litríkasta
sem hér hefur verið sett á svið.
Hún er vel þess virði að allir
geri sér ferð og sjái hana — njóti
hinna fögru og kátu söngva meist
ara Lehár — söngvanna, sem við
öll könnumst við og metum að
verðleikum.
A. B.
P.S. I>aiS, sem sagt er um ró'ng cin•
stakra tnanna og kvenna hefi ég eflir
kunnáttuniönnum á þvi sviði; hefi
tekið nid'ur það eitt, cr þeim bar sam-
an tim. Sjálfur eetla ég mér ekki þá
dul, að dœtna sönglist. — A.B,
RADDIR LESENDA
Rödd alþýðuflokksmanns
Hr. ritstjóri.
Þar eð þér lýsið því yfir í
blaði yðar, að það sé blað fyr-
ir alla, vænti ég þess, að þér
viljið ljá rúm línum þeim,
sem hér fara á eftir. Vænti ég
þess, að þér sjáið á þeim, að
ég býst ekki við að blað flokks
míns, eins og það er nú herfi-
lega dáleitt, vilji birta þessar
línur, né heldur hef ég efni á
að birta nafn mitt eins og á-
standið er í herbúðum okkar,
sem trúum á heilbrigðar hug-
sjónir sósíalistastefnunnar.
(Bið ég yður að blanda þessu
á engan hátt saman við hug-
sjónir Ieiguþýja Stalíns). En
þetta vil ég þá segja.
Okkur, sem erum óbreyttir
alþýðuflokksmenn, og trúum
á framþróun mannfélagsins,
jafnt í efnahagsmálum sem
öðrum, hefur lítt klæjað und-
an glósum andstæðinga okk-
ar, sem hrópa út um torg að
flokkurinn sé að lognast út af
og kalla hann „pínulitla
flokkinn“ eins og litli Sigurð-
ur úr Vigur (ég nota „litli“
til þess að aðgreina hann frá
afa hans með sama nafni).
Við getum vel afborið þetta.
En mér finnst fyrst fara að
taka í hnúkana, þegar okkar
eigin framámenn taka undir
sönginn, að vísu ekki með orð-!
um, heldur með verknaði sín- j
um og öllu framferði. Er það
ekki hlálegur andskoti (fyrir-
gefið blótyrðið), að okkur j
j kjósendmn Alþýðuflokksins,
j skuli ekki heimilað að velja
þá menn á lista, okkar eigin
!ista, sem við viljum hafa,!
heldur skuli látin fram fara'
; prófkosning í öðimm stjórn-;
1 málaflokki um hvaða fólk úr i
þeirra herbúðnm eigi að setj-
ast á Iistann okkar, svei att-
an! j
Og til hvers er verzlað
svona með okkur? Það er
næsta auðsætt. Það á að nota
atkvæði okkar alþýðuflokks-
manna til þess að f leyta Rann
veigu Þorsteinsdóttur inn á
þing. Það er hið eina, sem
Framsókn reiknar með. Til
þess að þessi htla hnyðja, sem
strax er farin að velta á miUi
eftir því sem hún heldur að
þurfi að brúka sig (í dag
Framsókn á morgun við, næst
Framsókn o. s. frv.), komizt
aftur inn í þingsalinn, á að
leggja okkur reykvízka Al-
þýðuflokkskjósendur niður
við trog og skera okkur í
tnílofunargildi þeirra Harald-
ar og Rannveigar! Er víst að
Hermann geti lialdið fótun-
um, þótt sterkur sé?
Það er grátlegt, að sjá sina
eigin flokksmenn, sem menn
hafa treyst til öruggrar for-
ustu, gerast auðsveip verk-
færi til þess að myrða sinn
eigin flokk, sem að vísu hefur
hent það gæfuleysi að halda
þeim upp úr skítnum árum
saman.
En hvað getum við gert, ó-
breyttir flokksmenn, til þess
Framhald á 7- siðu
Hið nýja
Helena Rubenstem
Waterproof Mascara
er kemið
Bezti augnaháralitur sem framleiddur
hefur veriö í heiminum til þessa
Fæst í 5 litum: Svartur, brúnn, grár,
blár og grænn.
____________________________________j
Malútsiihir:
°‘iiarstræti
Laogavegi 1