Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. júní 1958 „Þú ihefur kynnzt flestum í fjölskyldunni, er' það ekki Bláir?“ hafði Judith sagt og skyndilega hafði Barböru fundizt að hún þyrfti að flýta sér út úr herberginu. Annars hefði hún orðið veik; og þeg- ar hun kom upp í herbergi sitt varð hún veik, og það varð ekki fyrr en Blair var farinn að hún náði aftur valdi yfir sjálfri sér. Eftir það er Blair kom í heimsólcn, átti hún alltaf leyndardómsfullt „stefnumót" og hún varaðist það að vera ein með honum svo mikið sem augnablik, og var alltaf upptekin þegar hann í boðum, bauð henni upp í dans. Það voru hlutir sem máður gerði og aðrir, sem maður gat ekki gert undir neinum kringutnstæðum. Raunverulega var það Blair, sem var orsökin í daðrinu við Bonnington kaptein, en við því var ekkert að gera. Það var áuðveldara að komast hjá Blair með því að vera mikið út á Við og hafa stanzlaus og óvænt stefnumót viSLmennta- mann eins og Riehard Bonn- ington — sem bjó einn í út- jaðri þorpsins, átti bíl og mik- ið af peningum sem hann var alltaf tilbúinn að eyða. Flest- ir þorpsbúar unnu á daginn á skrifstofum eða í stóru pappírsverksmiðjunni um það bil þrjár mílur í burtu. Fátt vaf um ógifta menn og þeir voru eftirsóttir, boðnir alls- staðar hvert kvöld en þeir tóku iífinu létt og léku sér án þess að hugsa með nokkurri alvörú um hjónaband, fóru út með sitt hvorri stúlkunni hvert kvöld og voru óráðnir , í öliu. En Bonnington kap- teinn var öðruvísi. Hann var hálfgerður silakeppur, — fremur óskemmtilegur og yf- ir fertugt, en hann var örugg- ur og hélt sér við viðfangs- efnið. Hann hafði kynnzt Barböru á basar, þar sem hún hafði vérið klædd eins og sí- gaunastúlka, bað um að vera kynntur og frú Dean hafði gert það. „Hann er þess virði að hugsa alvarlega um, góða anín. Hann keypti nýlega San- defby Manor, og er stórefn- aður. Þér kynni ekki að tak- ast vel, ljúfan.“ Barbara sem drakk með honum te stundu seinna í tjaídskrifli, fannst hann vera anaður með sérstaklega stór augu, fremur feiminn og klaufaiegur, og þegar hann talaði stamaði hann eilítið. Hann sagði henni að hann íhefði útskrifast særður úr isjóhernum, og að eftir að hafa ánim saman svipazt um teftir þokkalegum híbýlum liafi hann loksins fengið það sem hann vildi, Sanderby Ma- nor. Hann sagði henni og að kona sín hefði dáið af barns- fömm átta árum áður og síð- an hefði hann búið einn með ráðskonu og fimm hundum og þremur hrossum. Basar- ínn var haldinn á spítalalóð- Imii til styrktar spítalanum Og er hún sá Blair og Judith 9. FRAMHALDSSAGA Judith ganga saman fyrir framan tjaldið, þá lézt hún hlusta af mikilli athygli þö svo væri alls ekki. Eftir teið þakkaði hann henni ástsamlega og spurði hvort hann mætti ekki heimsækja hana seinna, og síðan þá hafði hann komið mjög oft. Barbara vissi að hann var að verða ástfanginn í henni og að hún hagaði sér mjög illa gagnvart honum, en vegna Blair var þetta alveg óumflýjanlegt. Og að minnsta kosti var Bonnington kap- teinn hlýlegur og góður — en hræðilega leiðinlegur og allt var betra en að horfa á þau Blair og Judith og óttast hvert augnablik að koma upp um sjálfa sig. Ekki batnaði þegar Biair fór að veita henni eftirtekt með því að koma fram við hana eins og systur. Hann leiddi hana undir hendi í gamni og hún fékk bæði hjart slátt og hrifningartilfinningu er hún fann handlegg hans utan um sig. 6. KAFLI Brúðkaupsdagur þeirra Ju- dith og Blair tókst mjög vel. Smáveizla var halin eftir ■fVS i -'v* r, ií •• vígsluna og brúðhjónin fóru úr henni þakin blómum, hrís- gi’jónabaði og góðum óskmn, en boðsgestir reyiidu á eftir að gera sér verulegan daga- mun. Sextán þeirra ákváðu að fara á veitingastað og dansa og skemmta sér og meðal þeirra var Bonnington kapteinn. Bonningtpn dans- aði ekki, vegna fótameins og tók það mjög nærri sér. Hann hafði stungið upp á því að þau Barbara færi eitthvað tvö saman og borðuðu kvöld- verð, en Barbara vildi ekki borða rólega með neinum eða neins staðar. Rólegur kvöld- verður þýddi það, að tími var til að hugsa um það sem skeð hafði um daginn og muna hluti, sem hún varð að gleyma ef hún óskaði eftir að öðlast frið í sálu sinni — Judith í brúðarkjólnum er hún stóð á gráum kirkjutröppunum, — augnaráð Blairs er pískur safnaðarins gaf til kynna að hún væri á leið til altarins og hann sneri sér við. Athöfnin- fyrir framan altarið og að henni lokinni er Blair beygði sig til þess að kyssa Judith fyrir framan allan söfnuðinn — þegar hann kvaddi er þau fóru í brúðkaupsferðina, og hanu hafði allt í einu öllum eftir E. Carfrae að óvörum beygt sig og kysst hana. Barbara hafði staðið þarna eins og steim-unnin — svo kuldaíeg að Blair hafði haft orð á þvi. „Þú ert eins og ísmoli, Bags —. Flýttu þér inn í hlýjuna“, sagði hann, en hún hafði neytt sig til að brosa og stóð kyrr. Hún var síðust til aö fara inn, stóð bara á tröpp- unum og starði í áttina, sem þau höfðu farið. „Við erum að undirbúa paity, Barbara, hjálpaðu okk- ur til að ákveða hvert við f ör- um“ sagði hann og Barbai’a flýtti sér inn í hópinn sem þegar var í háværum umræð- um um hvert fara skyldi. — Seinna hafði Richard beðið hana að koma með sér einum að borða, en hún var fegin að geta afsakað sig með því að hópurinn hef ði ákveðið sig og þau skyldu fylgjast með. Þá var ekki tími til að hugsa og vínið myndi skapa einhverja yfirborðsgleði. Það skrýtna var að Susan bað um fylgjast með. Venju- lega var hún mótfállin dansi, hafði ekkert gagn af slíkum hégóma, en í dag var hún allt í einu áfjáð í að vera Ineð. Barböru fannst hún líta með allra bezta móti út — kát og fjörug. „Eg vildi gjarna koma líka“, sagði hún. Charles Sagford, varð mjög ánægður. Hann var stakur og sá þarna möguleika, en ann- ars var hann hálfdaufur í viðkynningu. „Vissulega kemurðu með“, sagði áiann. Við förum öll saman klukkan hálf sex, og Susan kemur í mínum bíl. Eru allir samþykkir?“ Barbara fór úr brúðar- meyjarkjólnum og í kvöldföt. „Þú ert ekki vön að fara út að dansa, er það ? Hvað kem- ur til?“ og Susan yppti öxl- um. ,,Ö— ég veit ekki“ ún var rjóð í framan og eftirvænt- ingarfull. „Eg geri ráð fyrir að það sé vegna alls þessa í dag — og hversvegna skyldi ég ekki fara?“ „Auövitað", sagði Barbara ,,og mér lýst það einmitt bera vott um heilbrigð sjónarmið. Persónulega myndi ég þakka fyrir hvað sem væri, ef það tæki mig burtu frá þeim hóp, sem þú ert í. Þú ert of lag- leg til þess að umgangast slíkan hóp og þú gerir, Sus, an. Sannarlega myndi ég halda mig frá þeim í þínum sporum, Charles Sagford er ekki sérstaklega spennandi, en hann er að minsta kosti heiðarlegur. Og hann er efn- aður, eða verður það er faðir hans fellur frá. Ef þú ferð vel að ráði þínu —“ „Það er sennilega alveg von laust, jafnvel að reyna að koma þér í skilning“, sagði Susan yfirlætislega, en þetta yfirlætisbragð hennar hafði oft komið systrum hennar til að lalæja, jafnvel þótt það færi í skap þeirra. „Eg hefi raunverulega ekki minnsta á- huga á piltum eins og Charl- es — ég vil karlmenn, sem ég get talað við — ekki aðeins koketterað. Eg fer aðeins með honum vegna þess — bara vegna þess að mig langar út að dansa. En þú mátt muna það, að ég hefi alls engan á- huga á piltum eins og Charl- es“. Seinna komst Barbara að því hvers vegna Susan hafði viljað fara með hópnum, því meðan stóð á miðri máltíð á liótelinu, þá gekk Gi’ant Em- ways gegnum matsalinn, og fluttist milli borða svo að hann gat séð hópinn án þess að svo sýndist að hann vildi það sérstaklega. Susan roðn- aði og tók að tala við Charles af miklum móð. Barbara hefði viljað, öllu öðru framar, getað löðnmg- að Susan litlu systui’ sína, er hún sá Grant Emways koma inn. Þetta var allt svo aug- Ijóst og undirbúið og Grant Emways var óþolandi. Jafn- vel frú Dean, sem annars var miklu frjálslyndari en flestir þorpsbúar, þoldi ekki Grant í húsum sínum —- þótt enginn gæti sagt fyllilega hvers vegna allir vildu lítt með hann -hafa að gera. Áuglýsið í éia n Aldref f s Fimmti og síðasti ritlingur JónaSar Jónssonar AustriB og vestrsB er um kjörorð Jóns Baldvinssonar: Aldrei til Moskvu. Bæklingurinn kemur þessa daga frá Akureyri í flestar bókabúðir. Ritlingurinn gæti líka heitið: „Svartir listar og hvítir í Rússlandi og á íslandi“. Hjá Stalín var nafn á svörtum lista brú yfir í aðra tilveru en á fslandi þýðir tilvist svörtum lista útlegð í . . valda- og metnaðarmálum. Nefnd eni dæmi um um þrjá smmlenzka stórhöfðingja sem voni árum saman á svörtum lista en síðar náðaðir, Þá eru nefndir fjórir frægir mettn, smn úr hverjmn stjómmálafloldii, sem vom um árabil eða ævilangt, dæmdir frá mannfélagstrúnaði fyrir tregðu við að trúa á félaga Staiin þegar þess var krafizt. Að lokum er Ijósmynd af svörtum lista með rúmlega 40 nöfnum. Fylgja fíestum nöfnum athugasemdir um skaphöfn þeirra. Að lokurn kemur tillaga mn hvítan lista sem á að ná ti! állra borgarafíokkanna þegar þeir að loknum kosningum í vor talta sé'r stöðu á þjóðstjómargrundvellinum frá 1939. Þá er Iýst hversu „hinir sameinuðu verktakar“ lands- málanna draga þjóðarskúfuna út af óbilgjörnu klöppinni, rétta atvinnuvegina úr Itreppu yfir- standandi trúa, auka’ traust landsins með öðr- um þjóðum, jafnvægi byggðanna, öryggi heim- iiaima, viðskiptajöfnuðinn og gengi krónunnar. Þessar tillögur verða vonarglampi á nætur- Mmni iimihaldslausra kosninga og eina bi-úin frá dánarbeði hins hrakta og svívirta Stalíns yfir í frelsisland Jóns Sigurðssonar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.