Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 8
DR EINU I ANNAD
Öí dýr - íþrótfavöllurinn - árni og klerkarnir
' - GirðiÖ höfnina - 30 marka þingmaður
j' Einn þingmanna okkar, sem nýlega var kominn úr
heimsókn til Þýzkalands fáraðist mjög yfir eymdinni
i ‘ þar í landi og sagði auk þess, að svo færi fátt um karl-
menn i stórborgunum, að mörg dæmi væru til þess, að
konur greiddu þeim allt að 15 ríkismörkum til að
dvelja með þeim stundarkorn, og inna af hendi karl-
mannsskyldur sínar.
Kona þingmannsins lét sér fátt um finnast er hún
heyrði þetta, en muldraði þó í barm sér:
! „O — hvað ætli þú lifir lengi á 30 mörkum á mán-
]* uði?“
Fínu bílamir f ína fólksins í Reykjavík eru nú orðn-
ir að aðhlátri almennings. Eggert Kristjánsson fékk nú
i vikunni nýjan Lincoln, sem ku vera nær lengsti bíll á
íslandi. Kunningi Egils Vilhjálmssonar spurði hann,
hví Eggert vinur hans hefði ekki keypt bílinn hjá Agli,
þar sem þeir væru bæði vinir og veiðifélagar.
„Það kemur til af því“, sagði Egill, ,,að við áttum
ekki nógu dýran bíl handa Eggerti. Dýrasti bíllinn
okkar kostar aðeins 160 þúsund, og það var ekki nóg“.
★ ------------------------
Arni heitinn Pálsson, prófessor, sat einu sinni hóf
þar sem margar ræður voru haldnar og tognaði úr sum-
um óþarflega. Þegar vonast var eftir að ræðuhöld væru
um garð gengin, reis upp ungur maður og hóf foi’mála
að ræðu, sem hann hugðist flytja en varð stirt um
tungutak. Árni sneri sér að sessunaut sínum og spurði:
„Hvaða mannskepna er nú þetta?“
Sessunautur Árna hvíslaði að þetta væri klerkur ut-
an af landsbyggðinni og nafngreindi hann.
Þá svarar Árni: „Hversvegna eru ekki allir prestar
krossfestir eins og meistari þeirra?“
★ ------------------------
l •
„Stjóm íþróttavallarins var sannarlega sjálfri
sér til sóma í síðustu viku. — Men minnast þess
vart, að hafa séð slíka reglu á vellinum og verður
væntanlega svo í framtíðinni.
En gaman væri ef svo tækist í þokkabót að fá
nýjar plötur í hléinu — þessar eru orðnar nokkuð
gamlar". — Pétur —-
★ ------------------------
Tollvörður kom nú í vikunni, að máli við oss varð-
andi smyglið. „Það er útilokað“, sagði hann, „að
stemma stigu við smygli meðan höfnin er opin dag og
nótt. Það er ekki dýrt að setja upp varnargrindur og
I hafa hlið, sem allir yrðu að ganga um, sem erindi eiga
til eða frá höfninni. Svona er það víða ytra — og hví
ekki hér?“
Hvað á að gera í hvöld?
SUNNUDAGUR
Kvikmyndahús:
Gamla bíó: Ögnvaldurinn. R. Mitchum. Kl. 5, 7 og 9. S. 1475
Nýja bíó: Nílarprinsessan. Kl. 5, 7, 9. S. 1544.
Tjarnarbíó: Rauða sléttan. Gregory Peck. Kl. 5, 7, 9. S 6485.
Austurbæjarbíó: Söngkonan Grace Moore. Kl. 5, 7, 9. S. 1384.
Stjörnubíó: Hvíta örin. Phil Corey. Kl. 5, 7, 9. S. 81936.
Hafnarbíó: Skin og skúrir. (5 myndir). Kl. 5, 7, 9. S. 6444.
Trípolibíó: Stúlknafangelsið. S. Reggiane. Kl. 5, 7, 9. S. 1182
JLaugarásbíó: Hláturssprengjan. G. Dahlström. Kl. 5, 7, 9.
S. 82075.
leikhús:
Þjóðleikhúsið: Káta ekkjan Stina Britta Melander. Kl. 20.
S. 82345.
(Birt án ábyrgðar).
„Hreinsið
rr
Framhald af 1. síðu.
manna og frá þessum leik-
vangi barna. Hér þarf hvorki
skammir né stóryrði í nokk-
urs garð. Þessi augljósa stað-
reynd blasir við hverjum, sem
þama á leið um.
Víst má telja, að bæjaryfir-
völdin vilji þetta fólk á brott.
Víst er að bæjarbúar fagna
því ef þessu fólki er komið
burt af þessum stað.
Beiðni til lögreglu
yfirvalda
Blaðið vill eindregið beina
því til lögreglustjórans í
Reykjavík, að hann hlutist til
um, sem yfirvald lögreglu-
manna, að menn hans sjái svo
til, að ógæfumenn þessir sitji
ekki blett á Árnarhólinn né
ófrægi landið með veru sinni
þarna nokkrum sinnum á dag
og vísi þeim á brott, sem þar
stunda drykkju eða annað
verra. Brátt mun koma að
því, að ógæfumönnum skilst
fyllilega að þeirra sé ekki ósk-
að á Arnarhóli svo að börn og
aðrir bæjarbúar geti notið
þeirrar ánægju, sem Árnar-
hóllinn getur veitt.
.aðgReyklhóllil-nn
Mánudagsblaðið
ísleoxftar flu0)»erour4.
Það var mikið um að vera í s.l. viku er \dð komum í af-
greiðslusal Loftleiða h.f. á Reykjavíkurflugvelli. Töskur og
dót, kveðjukossar og gamanyrði; öllu ægir þar saman. Svona
er það oft í viku suður þar, því jafnan hafa Loftleiðir för
sín í lofti ýmist á austur- eða vesturleið til Ameríku eða
Evrópu. Þarna eru jafnan útlendingar á ferð ásamt íslend-
ingum og má að jöfnu heyra ensku, þýzku, norsku og
spönsku i hinum vistlega matsal félagsins þar sem ferða-
mönnum er veittur beini meðan vélar standa við.
Skyndilega. heyrist i hátalaranum: allir farþegarmeð Sögu
til New York, gjöra svo vel og ganga um borð; og blaða-
urinn og ljósmyndarinn eru þegar hlaupnir af stað. Og
hvað sjáum við:
Inn í flugvélinni hittum við ungfrú Þuríði Kristjánsdóttur,
sem er í óða önn að taka til og lagfæra áður en farþegarnir
setjast í sæti. — Þuríður er nýlega tekin til starfa hjá
Loftleiðum: hún hefur flogið til Evi’ópu sem flugþerna en
þetta er fyrsta Ameríkuferðin hennar og auðvitað hlakkar
hana til að sjá New York borg, skýjakljúfana og, ef tími
vinnst til, eina eða tvær búðir — kvenfólk er kvenfólk, þótt
það sé í einkennisbúningi — en aðallega er það vinnan, sem
nú er fyrir hendi, og hún hefur aðeins tíma til að brosa fram-
an í ljósmyndarann áður en hún tekur til óspilltra málanna
að hjálpa þeim og hagræða, sem á morgun verða koúinir
vestur í heimsborgina.
3626
FIB og gamla fólkið
Eins og undanfarin 9 t
ur verður farið í skem
fei’ð með gamla fólkið á
heimilinu Grund, og Ht
gerði, laugardaginn 16.
n.k., á vegum Pélags ísl.
reiðaeigenda, og þá í tíi
sinn.
Er það eindregin ósk fé
stjórnarinnar að félagsm
sem vildu taka þátt í þessari
ferð, með því að koma sjálfir
eða lána bíla sína, gefi sig
fram í skrifstofu-síma félag-
ins 5659 milli kl. 13 og 16
daglega, og eftir kl. 18'í sima
3564 og 82818, eigi síðar en
10.-12. n.k.
Ennfremur vonast félags-
stjórnin til þess, að þau firmu
sem undanfarið hafa glatt
gamla fólkið með gjöfum á
sælgæti og gosdrykkjum ofl.
taki vel á móti þeim isem
kæmu þeirra erinda í nafni
félagsins.
Það hýrnar á mörgum brúnin þegar öryggisbeltin eru
leyst og stefnan er tekin beint á Ameríku — fyrir neðan
er Norður-Atlanzhafið, en úr eldhúsinu kemur ungfrú Stef-
anía Guðmundsdóttir flugþerna hjá Loftleiðum, og hefur
það bakkelsi á bakkanum, sem um munar. Ungfrú Stefanía
er Reyltvíkingur eins og Þuríður og hefur starfað hjá Loftleið
um síðan i maí, en gekk áður í flugþernuskólann þar sem hún
lærði allar skyldur stéttarstystra sinna.
íslenzku flugfélögin eru fræg fyrir lipra þjónustu í einu
og öllu. I loftinu fá farþegar auk ágætra máltíða, öll nýj-
ustu blöð til lesturs, eins og sjá má, og flugþernurnar eru
jafnan reiðubúnar að veita þeim alla þá hjálp sem þeir óska
eftir. Ljósm.: Pétur Tliomsen