Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 11.06.1956, Blaðsíða 5
:®ánudagur '11. 3Ú11Í 1956 MÁNUDAGSBLAÐIÐ DR HEIMI Kúrekabún- ingur barna ; Eitt af! því fáránleg'asta sem íslenzkir framleiðendur hafa tekið upp á er það að sauma á íslenzka drengi hin svokölluðu cowboyföt. Það er nú orðið svo, að næstum ann- arhver lítill drengur er klædd- ur þessum fötum, einn sá ég nýlega svo skrautlega klædd- an að tilsýndar leit barnið út eins og hann væri með ótal orður á brjóstinu. En þó dám- aði mig ekki þegar ég sá á að gizka þriggja ára snáða í kúrekafötum með tvær skammbyssur hangandi niður . á lærið. Litlir drengir eru á- kaflega hrifnir af þessu, því hetjan þeirra, Roy Rogers, er einmitt klæddur svona föt- KVENNA um. Þessi föt eru fram'leidd hér í stórum stíl og fást í hverri búð sem verzlar með bamaföt og kosta allt frá 230-260 krónur. Davy Croekett Önnur hetja drengjanna er Davy Crockett. Hann er vin- ur Roy Rogers, upplýsti 5 ára drengur mig. Þeir fylgjast með áhuga barnanna, kaupmennimir, því nú er farið að stilla út Davy Crocketts fötum, þau eru enn skrautlegri en Roy Rogers og börnin mæna hugfangin á þau. Þau kosta 364 krónur. Eg býst við að þau séu keypt beint frá Ameríku þessi fyrstu sem koma nú, en ís- lenzkir framleiðendur verða ekki lengi að apa þau eftir og ekki ætti að vera skortur á gærum. Sælfasf Áva og Frank - Monroe mannlaus - Bogari undirgefinn - Flynn sfaurblankur - Hedy dýr - Bezf klæddir í Hollywood Fróðir segja nú, að nokkur von sé að sættir takist milli Frank Sinatra og Ava Gardner, sem nú býr í Madríd. Frank er á leið til Spánar til að leika í myndinni „The pride and the passiön“, og mun hitta fyrrverandi konu sína þar.... Aían Ladd og frú eru nú að slá öll met í Hoílywooö. Þau hafa nýlega haldið hátíðlega 14 ára hjúskaparafmæli, öllum inn- fæddum til stórrar undrunar.... Marlyn Monroe er svo upptekin af leiklistinni, að hún hefur ekki farið út með karl- manni „öldum saman“, og engar fréttir berast um að hún hafi fundið nýjan „félaga“; situr bara ein og hugsar um leiklist... . Virginia Mayo, ein af fyrirmyndar eiginkonum kmyndaborgarinnar, gift Michael O’ Shea, leikur núkvi í nýrri mynd með Alan Ladd — cowboymynd, sem nefnist „Buffalo Grass“.....Jean Simmons er Stewart Granger búast við erfingja einhvern næstu daga. Þau láta ekki uppi óskir sínar um hvort þau vilja strák eða stelpu .... Lauren Bacall hefur nú skipað kalli sínum Humprey Bogart að vinna rólega, því svo virðist sem hann sé að ofreyna sig. Humphrey hlýðir henni eins og auðsveipt barn, þrátt fyrir hörkuna á hvíta léreftinu .... Jerry Lewis og Dean Martin eru sagðir bezt klæddu menn kvikmyndahöfuðborgarinnar. Skraddarar þeirra segja þá kaupa milli 60 og 70 alklæðn- aði á ári .... Kona Cáry Grants er hinn mesti dávaldur og hefur nú dálpitt Cary í það að hætta að reykja, svo Cary hefur ekki fengið sér ,,smók“ mánuðum saman .... Errol Flynn kvartar nú sáran yfir því, að hann sé orðinn staur- blankur eftir að hafa goldið skattyfirvöldunum 900 þúsund dollara fyrir vanskil. Errol er þó ekki blankur að sögn og hefur miklar tekjur af eignum sínum á Jamica .... Susan Hayward er nú öll önnur en áður, hefur m.a. breytt um andlitsfarða og er Öllu kátari í fasi en síðari árin-Hedy Lamarr virðist ekki taka neitt tillit til framrásar tímans. Hún býr nú í Texas þar sem hún er gift Howard Lee, milljónamæring með meiru, en kom nýlega til Hollywood. Þegar hún var beðin að leika í mynd, heimtaði hún 150 þúsund dollara fyrir leikinn og 10% af tekjum myndarinn- ar í þokkabót auk þess, sem félagið átti að gefa henni nýjan Lincoln Continental í bónus. Félagið dró tilboðið í flýti til baka .... Títa, sem Ednnmd Purdom sér óeðlilega oft eftir skilnaðinn, auk þess, sem hann er nær alltaf með Lindu Christian, fyrrverandi konu Tyrone Powers, er kvenna hrein- skilnust á Hollywood-vísu. Þegar hún var spurð hvort iíkur bentu til að Marlon og Linda myndu ganga í hjónaband, svaraði hún: „Nei, alls ekki; hún giftist ekki Edmundi. Hann á ekki nærri nóga peninga handa henni“... ., Frumstæður smekkur 17. júní er næsta sunnu- dag. Það verður ekki alveg ónýtt að sjá alla þá litlu Roy- ana og Davyana sem mömm- urnar leiða við hönd sér, og þeir sem framleiða þessi föt, verða sjálfsagt stoltir af framlagi sínu til hinna ungu íslenzku æsku og frumstæðs smekks foreldranna. Móðir. Mennfamálaráð Framhald af 7. síðu ýmsar nýjungar í niðursuðu- iðnaði Þýzkalands. Ennfrem- ur verða heimsóttar ýmsar stofnanir, sem starfa í sam- bandi við þýzka niðursuðu- iðnaðinn, þ. á. m. skólar. Gert er ráð fyrir að héðan verði fai’ið síðari hluta júní- mánaðar. Þeir starfsmenn við niður- suðuiðnað hér á landi, sem hug hafa á þátttöku í þessart ferð, skulu senda umsókn til mentamálaráðuneytisins fyr- ir 15. júní n. k. 1 umsókn skal greina frá fyrri störfum, starfsaldri og reynslu við niðursuðustörf. Meðmæli skulu fylgja, ef til eru. Menntamálaráðuneytiða 28. maí, 1956. Tónlist til lœkninga Læknar í Ameríku eru farn- ir að ráðleggja sjúklingum sínum að kaupa grammafón- plötur. Margir þeirra hafía því fram, að músik af réttu lagi geti læknað næstum all- ar andlegar meinsemdir, allt frá höfuðverk, sem stafar frá taugum, til fullkomins tauga- áfalls. Einn sjúklingur, ung móð- ir, varð svo taugabiluð eftir að hún ól fyrsta barn sitt, að það lagðist á sinnið á henni og hún neitaði að skipta sér nokkuð af barninu. „Vögguvísa" Brahms var leikin fyrir hana af hljóm- plötu hvað eftir annað. Hún varð andlega heilbrigð og elskaði barnið, sem hún var farin að hata. Ennfremur hafa menn eignað það hljómplötumúsik, sem leikin var eina klukku- stund á hverjum degi, að rnað- ur einn fékk sjón sína aftur, sem hann hafði misst vegna hysteríis eftir dauða konu sinnar. Sálfræðingur í New York, dr. Edward Podolsky, hefur samið lista yfir plötur, senj hann mælir með. Þar er að finna músik af öllu tagi, allt frá „Lovuis Old Sweet“ (við reiði) og Mendelssohns „Á vængjum söngsins" (við þunglyndi) til Straussvalsa (við of háum blóðþrýstingi) og endar með swing músik. Það er jafnvel til músik til að spila við máltíðir. En „Ung- versk rapsódía“ eftir Liszt er bönnuð — mjög tormelt, segja læknarnir. Brezkir spítalar nota mús- ik einnig til lækninga. En þeir hafa meiri trú á að láta sjúk- lingana spila sjálfa. Geðveikt fólk er látið leika á píanó, fiðlu eða hvað annað hljóð- færi, sem þeir hafa yndi af. „Það hefur ótrúleg áhrif“, segir lafði Ogilivy, sem er einn af brautryðjendum á sviði þess konar lækninga í spítölum. RÁÐ Einn eða tvo dropa af paraff- in er gott að láta saman við skóáburðinn, ef skórnir hafa blotnað. ★ Kökur brenna ekki ef salti er stráð á grindina í ofninum sem kakan er bökuð á. ★ Skynsöm er sú kona sem læst vita minna en hún veit. Krossgóta Mánudagsblaðsins SKÝRINGAR: Lárétt: 1 Huglaus 5 Ósoðin 8 Erfiðleiki 9 Ráp 10 Úr stöfum 11 Niðursuðuverksmiðja 12 Boli 14 Bæjarnafn 15 Suða 18 Grásgeiri 20 Rithöfndur ísl. 21 Kom auga á 22 Sam- hljóði 24 Auðugur 26 Sláturkeppur 28 Fiskur 29 Þar sem auðæfi eru í jörðu 30 Tindi. Lóðrétt: 1 Skákmeistari 2 Miðill 3 Karlmannsn. (þf.) 4 Á reikningum 5 Forðabúr 6 Guð 7 Frambjóðandi 9 Skák- meistari 13 Líkamshlutum 16 Ósamkomulag 17 Höfuðborg 19 Heiðursmerki 21 Fugl 23 Hvíla 25 Eldsneyti 27 Ösamst. Ráðning síðustu krossgátu. Lárétt: 1 Banki 5 Hof 8 Atom 9 Erla 10 Rit 11 Eva 12 Drap 14 Ess 15 Rakra 18 GF 20 Tré 21 FE 22 111 24 Askuc 26 Nóar 28 Tóku 29 Nakin 30 Lúr. Lóðrétt: 1 Bardaginn 2 Atir 3 Notar 4 KM 5 Hrasa 6 Öi 7 Fag 13 Pat 16 Krá 17 Perur 19 Flóa 21 Fuku 23 Lak 25 Kol 27 RL

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.