Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 27.10.1958, Qupperneq 8
OR EINU I ANNAD Afmæís Sjóvá ~ Væfa og göfumálning — Skröll í „Flórnum" — Slúdenfar og sf jórnmál ~ Snjall níanóleikari — Leikhúshornið „Sjóvá“ hélt hátíðlegt 40 ára afmælið með f jölmennu boði í húsakynnum sínum; voru veitingar bornar f ram á þremur hæðum og gestir „lóðsaðir“ á milli eftir þörfum. Þarna voru mætt flest stórmenni landsins, forstjórar tryggingafélaga, yfirmenn ýmissa stórfyr- irtækja, þingmenn, bankamenn og peningamenn •— jafnvel „nefndin" við Skólavörðustíg mætti þarna öll- um að óvörum. Hófið fór hið bezta fram. ©---------------------- Vætutíðin undanfarið hefur nú afmáð málninguna á götum þeim, sem skipt er í tvær akreinar. Umferðar- nefnd ætti að athuga vel, að umhleypingatíð íslenzkrar náttúi’u er aldrei meiri en um þessar mundir og nauð- syn að merkja götur með varanlegu efni. ©---------------------- /T’ 7 Búast má við.. að brátt verði farið að halda skröll í „F!órnum“, skemmtistað ungra Framsóknarmanna í Rej'kjavík. Eru Flórverjar drjúgir mjög, en sagt er að miðstjórn Framsóknarflokksins hafi ráðið hingað hið alkunna calypso-söngpar Ninu og Friðrik. Mun í ráði að kenna kálfum og kvígum flokksins að baula á heims- borgaravísu, en Þórður Björnsson, foringi Reykjavík- urdeildarinnar verður forsöngvari. Annars er tákn- rænt fyrir þennan blessaða flokk, að fundir hans eru haldnir í næsta nágrenni við rannsóknarlögregluna. Það er einkennilegt hve blöð flokkanna ,,spila“ upp fréttum af stúdentaráðskosningum. Það er eins og stjórnmál þessara skólahvolpa séu pólitískur viðburð- ur, þótt alþjóð viti, að stúdentar eru bara skólapiltar, reynslulausir og fljótráðir, og flestir eiga þeir eftir að mótast í hug og starfi. Það er ósköp barnalegt að gera þeim svona hátt undir höfði. •--------------------------- Gestir leikhúskjallarans, sem þangað koma á kvöld- in til matar, hafa veitt ungum píanóleikara mikla at- hygli. Píanóleikarinn heitir Magnús Pé’tursson, og er vinsælasti, og áreiðanlega bezti ,,dinner“ músíkant • okkar. Það er gott að forstjóri ,,Kjallarans“ skuli hafa fengið þennan unga mann til að leika fyrir matargesti, því ekkert er þægilegra með góðum kvöldverði og léttu víni, en þægileg hálf-klassísk músík, vel leikin. ©--------------------------- I kvöld , sunnudag, frumsýnir Leikfélag Eeykjavík- ur bandaríska leikritið Allir synir mínir oftir Arthur Miller. Þetta er mjög vandað og gott leikrit, sem all- staðar hefur hlotið beztu undirtektir. Leikstjóri cr Gísli Halldórsson I síðuStu viku lézt „Haust“ Kristjáns Albertssonar eftir iangvarandr dauðastríð. Því var borið við að banameinið hefði verið brottför eins leikanda úr landi. Sannleikurinn er sá, að ?f nokk- ur hc-fði viljað sjá leikritið hefði tekið ca. hálfa klukku- stund að æfa nýja leikkonu í hlutverk Regínu Þórðar- dóttur, sem er að fara af lanöi. HvaS á aS gera l kv'áld? Kvikmyndahús: Gamla bíó: Brostinn strengur. Kl. 5, 7, 9. Nýja bíó: Sólskinsejfjan. H. Belafonte. Kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó: Felustaðurinn. R. Lewis. Kl. 5, 7, 9. Austurbæjarbíó: Ungar ástir. G. Nörby. Kl. 5, 7, 9. Tripólibíó: Ljósið beint á móti. B. Bardot. Kl. 5, 7, 9. llafnarbíó: Söguleg sjóferð. R. Shiner. Kl. 5, 7, 9. L e i k h ú s : 1>jóðleikhúsið: Sá hlær bezt. Emilía Jónsdóttir. Kl. 20.00. Jðnó: Allir synir mínir. Brynjólfur Jóhannesson. Kl. 20.00. (Birt án ábyrgðar) . Falleg blússa. Nefið Framhald af 2. síðu. var það áður fyrr ekki' svo sjald gæft að leika þannig keppinauta sína til konungstignar. í stað þess að drepa þá limlestu menn þá á andstyggilegan hátt, skáru af þeim nef, eyru og varir og blind- uðu þá stundum líka og skáru tunguna úr þeim. Slíkar aðfarir þekktust einnig í deilum um keis aratignina í Miklagarði á miðöld- um. Nefskurður getur þó verið gerð ur í öðrum tilgangi. Meðal tékk- neskrar alþýðu var það áður fyr talið óbrigðult ráð við gulusótt að skera blánefbroddinn af. Og jafnvel mátti bjarga sálu sinni á þennan hátt. Á miðöldum var það útbreidd trú, að ef menn hefðu | selt sig fjandanum mætti bjarga I sál þeirra úr ldóm hans, ef nefið væri skorið af þeim, þegar er þeir hefðu gefið upp öndina. Er mælt, ! að ekki svo fáir hafi lagt fyrir, J að svo skyldi gert. Enn undarlegri er þó önnur | geng flökkusaga um nefskurð 1 Plún er á þá leið, að i fyrndinni I hafi verið uppi undurfögur kona, sem með fegurð sinni gerði prins: og aðalsmenn i mörgum þjóðlön;' um sjúka af ást. En þetta var henni aðeins til angurs og ama, hún yar fróm og siðsöm og vildi ekkert hafa með karlmenn að gera. Og til að losna við biðlaplág una tók hún það til bragðs að skera af sér nefið, og eftir það fékk hún að vera í friði í sínum frómu hugieiðingum. Þetta þótti uppbyggileg saga, og var oft til hennar vitnað af siðapostulum miðalda, svona áttu dyggðugar konur að vera. En iíklega eru ekki margar kynsyst- ur hennar nú á dögum svona skapi farnar. Ólafur Hansson. Mánudagur 27. október 1958. BÆJARISÍÓ rrA horse! a horse! — my Kingdom for a horss" Það er skaði að íslendingar hafa litinn áhuga á góðum lista- verkum. Bæjarbíó Hafnarf jarðar hefur nú um skeið sýnt ágætustu mynd, Richarð XII. eftir W. Shak espeare, eitt af betri verkum skáldsins. Verkið er byggt á sannsögulegum viðburðum, valda baráttu æðstu ætta Breta um krúnu heimsveldisins. Þetta voru dagar bræðra- og frændavíga, þar sem öll leikbrögð voru leyfð — fjarskyld, en þó ekki óskyld frændavígum Sturlungaaldarinn- ar á íslandi. Richard prins var bæði óvæginn og slóttugur, sam vizkulaus en snjall, mjúkmáll og heiptúðugur. Hryðjúverk hans eru óteljandi og þótt Shakespeare kunni að sverta hann um of, er orðsnilld hins mikla skálds slík, orðaskipti og húmör í senn hroll- vekjandi og hrífandi. Má einkum benda á eintal hans við sál sína í upphafi sýningar er bróðir hans konungurinn er orðinn sjúkur o,- hann hefur att saman konungi og öðrum bróður sinum prinsinum, sem hann síðar lætur myrða í dýflissu. Shakespeare er aldrei teprulegur; snilld hans er slík, að viðurstyggilegustu athæfi Richards verða listræn, búin feg ursta orðskrúði, iifsspeki og sann leika. Um þetta verk hafa margir beztu listanienn Breta farið hönd- um. Myndin fylglr leikr.itinu eftir að mestu, en þó er sumu s’eppt, og nokkru bætt inn, enda þörf þar sem kvikmynd á í hlut. Laurence Olivier, leikur Richard af einstakri snilld og sannfær- ingu. Iíver hreyfing þessa konung borna krypplings, augnaráð, svip- brigði, röddin og fasið allt ber með sér ósvikið handbragð snill- ingsins. Hér sjá menn leiklist í hreinasta formi, framsögn svo góða að fádæmi eru á, mýkt og skapofsa, gleði og örvæntingu, allt frá því hann í fyrstu tjáh’ ást sína til lokaatriðisins er hann hefur tapað orustunni og óvinirn- ir umkringja hann með brugðn- um sverðum og kesjum til þess að drepa hann. Engrar undan- komu er von —- hræðslan og æðið grípa hann og að lokum hrópar hann örvæntingarfullri röddu: „A horse! a horse! — my king* dom for a horse!“ — Þetta eru hin frægu orð bróður- moromgjans — hross fyrir kon- ungsríkið, til að sleppa við þau örlög, sem enginn fær keypt sig undan — dauðann. Eg vil ráðleggja öllum að sjá þessa mynd. Hér er á ferð fá- gætt listaverk, j 1 A. B. . Þessi kióll er ekki hentugur fyrir ísienzka liaustveðráttu, en [tykir ágætur gótukjóll í S.-Fraltklandi.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.