Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Schröder tekur áhættu
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, þykir hafa teflt djarft
með því að flýta kosningum til þýska
þingsins eftir ósigur jafnaðarmanna
í Nordrhein-Westfalen á sunnudag.
Stjórn Schröders félli ef kosið væri
nú, ef marka má síðustu skoðana-
kannanir. Gert er ráð fyrir að kosn-
ingarnar fari fram fyrir 18. septem-
ber.
Nýr forseti í Mongólíu
Frambjóðandi sósíalista, Namb-
ariin Enkhbayar, sigraði í forseta-
kosningum í Mongólíu á sunnudag.
Enkhbayar, sem er fyrrverandi for-
sætisráðherra, hét því að berjast
gegn fátækt þegar hann fagnaði
sigrinum í gær.
Aspir teknar að gulna
Kuldatíð að undanförnu hefur
valdið því að aspir eru víða teknar að
gulna norðanlands líkt og að hausti.
Ekki er hætta á skemmdum á ösp-
um af völdum kuldans en hins vegar
er hætta á sveppasjúkdómi í lerki-
trjám síðar í sumar, að sögn fram-
kvæmdastjóra Skógræktarfélags
Eyfirðinga.
Myndbandaleiga í sjónvarpi
Notendur ADSL-þjónustu Sím-
ans munu í haust geta valið úr
hundruðum kvikmynda og þátta í
gegnum myndbandaleigu sem Sím-
inn hyggst hleypa af stokkunum í
sjónvarpi. Þjónustan verður hluti af
sjónvarpsútsendingum Símans í
gegnum ADSL sem hefjast á höfuð-
borgarsvæðinu á næstu vikum.
Lónið gagnrýnt
Bláa lónið fékk hraklega útreið í
forsíðugrein ferðablaðs The Sunday
Times um helgina. Í greininni dreg-
ur höfundur heilnæmt gildi lónsins í
efa og gefur í skyn að gestir mígi í
vatnið.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
FRÁBÆR BÓK
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„Frábær bók, raunar
besta bók sem ég hef
lesið um langa hríð.“
– Mario Vargas Llosa
STRÍÐSMENN SALAMIS EFTIR JAVIER CERCAS
FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu
sendi fyrir helgi bjóðendum í hlut ríkisins í Síman-
um bréf þar sem óskað er eftir að þeir tilgreini um
möguleg eignatengsl eða tengsl við samkeppnis-
aðila, skv. verklagsreglum nefndarinnar. Frestur
til að skila inn svörum rann út á hádegi í gær.
Stefán J. Friðriksson, starfsmaður fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu, vildi í gær ekki
tilgreina hvort einhverjir uppfylltu ekki skilyrði
nefndarinnar, það yrði tilkynnt samhliða hvort allir
stæðust reglurnar. Stefán sagði að svör hefðu ekki
borist frá öllum aðilum og ákveðið hefði verið að
veita svigrúm í einhverjum tilvikum þar eð ekki
náðist í alla hlutaðeigandi aðila. Fjórtán tilboð bár-
ust í hlut ríkisins í Símanum frá 37 fjárfestum, inn-
lendum og erlendum. Bréf frá einkavæðingar-
nefnd voru send öllum aðilum.
„Við getum ekkert tjáð okkur um þetta á þessu
stigi. Það verður tilkynnt samhliða hvort allir
standist reglurnar. Þetta er á ábyrgð þeirra sem
gefa upplýsingarnar,“ sagði Stefán.
Hann sagði unnið að því að reyna að tilkynna um
endanlega bjóðendur í Símann eins fljótt og kostur
væri, en endanleg tilboð verða opnuð í júlí.
Hann áréttar að ekki hafi verið skilyrði í óbind-
andi tilboðunum sem nú liggja fyrir að fjárfesting-
arhópar væru fullmótaðir, fjárfestar hafi frest til
þess fram að skiladegi í bindandi tilboðum í Sím-
ann sem er í júlí.
Vel geti gerst að hópar sem hafi sent inn óbind-
andi tilboð breyti því, tengist öðrum fjárfestum eða
nýr aðili sem ekki var inni í óbindandi tilboðinu
bætist í hópinn.
Komi upp tilvik þar sem eignatengsl núverandi
bjóðenda samræmast ekki reglum nefndarinnar er
því möguleiki á að aðilar breyti sínu skipulagi, segi
sig úr stjórnum fyrirtækja eða geri aðrar ráðstaf-
anir, að sögn Stefáns.
Heimilt að hafna tilboðum sem
draga úr virkri samkeppni
Samkvæmt verklagsreglum einkavæðingar-
nefndar um útboð og sölu ríkisfyrirtækja er heim-
ilt að setja hámark á hlutafjárkaup hvers aðila, eða
fjárhagslega tengdra aðila, til að dreifa eignarhaldi
að fyrirtækjum sem seld eru samkvæmt almennu
hlutafjárútboði. Heimilt er að hafna tilboði frá að-
ilum ef sala til þeirra er líkleg til að draga úr virkri
samkeppni á þeim markaði sem fyrirtækið starfar
á og ef sala samræmist ekki settum markmiðum
þannig að líklegt sé að atvinnugreinin bíði skaða af.
Einkavæðingarnefnd óskar eftir að möguleg eignatengsl verði tilgreind
Bjóðendur munu eiga þess
kost að breyta eigin skipulagi
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
breikkun gatnamóta Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar.
Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar,
umdæmisstjóra hjá Vegagerðinni,
má gera ráð fyrir einhverjum töfum
á umferð meðan á framkvæmdum
stendur en reynt verður að tak-
marka þær eins og frekast er kostur.
Þrengingar verða ýmist á Miklu-
braut eða Kringlumýrarbraut en
ekki báðum brautum samtímis, að
hans sögn. Stefnt er að verklokum
fyrir lok ágústmánaðar.
Á Kringlumýrarbraut ná breyt-
ingarnar frá Listabraut í suðri til
Háaleitisbrautar í norðri og á Miklu-
braut frá göngubrúnni til móts við
Kringluna í austri að Lönguhlíð í
vestri. Eftir breytingar verða þrjár
akreinar fyrir alla beina umferðar-
strauma og tvær akreinar fyrir alla
vinstribeygjustrauma um gatnamót-
in. Þá verða umferðareyjur endur-
gerðar og umferðarljós og gang-
brautarljós færð til.
Að sögn Jónasar verður byrjað á
að breikka Miklubraut og Kringlu-
mýrarbraut út í fjærhliðarnar en
síðan unnið við breytingar á umferð-
areyjum. Með því móti verður hægt
að beina umferðarstraumi á nýju ak-
reinarnar þegar vinna við umferð-
areyjar hefst.
Verktaki á staðnum er Heimir og
Þorgeir ehf. sem átti lægsta tilboð í
verkið, tæpar 230 milljónir króna.
Kostnaðaráætlun vegna breikkunar
hljóðaði upp á 210 milljónir króna.
Ístak bauð rúmar 252 milljónir í
verkið og Klæðning ehf. 250 millj-
ónir.
Morgunblaðið/Júlíus
Framkvæmdir hafnar við breikkun
ÞAÐ styttist í að fyrstu
íbúðarhúsin á Eskifirði
verði hituð upp með hita-
veituvatni úr nýrri bor-
holu í botni Eskifjarðar.
Um 100 hús verða
tengd í júní og er stefnt
að því að afgangurinn af
bænum, að meðtöldum
fyrirtækjum, fái teng-
ingu á árinu, um 300 hús.
Fram til þessa hafa húsin
í bænum verið rafmagns-
hituð og því markar hita-
veitan mikil tímamót að
sögn Gunnars Jónssonar,
forstöðumanns fjármála-
og stjórnsýslusviðs
Fjarðabyggðar.
Nettókostnaður við
verkefnið nemur á bilinu
250–280 milljónum
króna.
Styttist í hitaveituna
hjá íbúum Eskifjarðar
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
UMTALSVERÐ fjölgun hefur verið
í ferðum og bókunum á ferðum Ís-
lendinga til útlanda það sem af er
árinu miðað við sama tíma í fyrra
en heldur virðist draga úr fjölgun á
komum erlendra ferðamanna hing-
að til lands eftir metár í fyrra.
Hjá einni af þeim ferðaskrif-
stofum sem haft var samband við í
gær kom fram að ferðum Íslend-
inga til sólarlanda, og í aðrar skipu-
legar ferðir, hafi fjölgað um 30%
frá síðasta ári. Þar að auki eru
skýrar vísbendingar um að ein-
staklingar nýti sér í auknum mæli
netið til þess að bóka án milligöngu
ferðaskrifstofa, og noti sér þá
gjarnan ódýr fargjöld erlendra lág-
gjaldaflugfélaga til að fljúga áfram
frá London eða Kaupmannahöfn.
Sætaframboð Icelandair hefur
verið aukið um 20% frá því síðasta
sumar, en inn í það er reiknuð sú
aukning sem verður vegna nýs
áfangastaðar, San Francisco í
Bandaríkjunum. Hjá Iceland Ex-
press hefur framboðið einnig verið
aukið frá síðasta ári, og á laugar-
dag flaug félagið í fyrsta skipti til
Hahn-flugvallar við Frankfurt í
Þýskalandi.
Utanlands-
ferðum
Íslendinga
fjölgar
Lítill fyrirvari | 8
Í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 24
Úr verinu 12 Viðhorf 24
Viðskipti 13 Minningar 25/29
Erlent 14/15 Skák 30
Akureyri 17 Dagbók 32/34
Austurland 17 Víkverji 32
Suðurnes 18 Velvakandi 33
Landið 18 Staður og stund 34
Daglegt líf 19 Menning 35/37
Listir 20 Ljósvakamiðlar 42
Umræðan 21/25 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *