Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
Central Hotel
Örfá herbergi í boði á Central Hotel.
Vel staðsett og gott 3ja stjörnu hótel í Plaka-
hverfinu við rætur Akrapolis. Hótelið var
endurnýjað fyrir Ólympíuleikana 2004.
49.920* kr.
Ver› á mann í tvíbýli:
* Innifalið: Beint flug, skattar, gisting með morgunverði í 4 nætur
og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli
erlendis, 1.900 kr. fram og til baka. Verð m.v. að bókað sé á
netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við
2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
84
76
05
/2
00
5
Aþena 26. maí • 4 nætur
Flugsæti:
29.620 kr.
með sköttum
Allra síðustu sætin - bókaðu strax
Á LAUGARDAG voru útskrifaðir
stúdentar úr Fjölbrautaskólanum
í Garðabæ. Meðal þeirra voru
nemendur úr svokölluðum HG-
hópi, en þeir ljúka framhalds-
skólanáminu á þremur árum í
stað fjögurra. HG stendur fyrir
Hópur-Hraði-Gæði og er ætlaður
fyrir sterka nemendur. Af 89
stúdentum útskrifuðust 28 úr HG-
hópnum og meðal þeirra var dúx-
inn í ár, Brynjólfur Víðir Ólafs-
son. Þrátt fyrir að klára á þremur
árum lauk hann stúdentsprófi
með 9,52 sem verður að teljast
glæsilegur árangur.
Blaðakonu finnst liggja beint
við að spyrja Brynjólf hvort hann
hafi þá átt sér eitthvert líf þessi
þrjú ár. „Jájá, á reyndar kannski
til að hanga meira í tölvunni en
góðu hófi gegnir. Svo skreppur
maður út í fótbolta til mótvægis
við það.
Ég fór út í þetta þriggja ára
nám án þess að vita nákvæmlega
hvað ég var að fara út í. En svo
var þetta ekki jafnerfitt og ég
hafði reiknað með. Maður þurfti
bara að passa að fylgjast vel með í
tímum og reyna að jafna niður
álaginu í stað þess að ætla að læra
allt námsefnið daginn fyrir próf.
Þar fyrir utan hef ég nú ekki þró-
að neina sérstaka námstækni.
Lagði bara áherslu á að fylgjast
með jafnharðan þegar farið var
yfir efnið.“
En hvernig kemur til að Brynj-
ólfur valdi að ganga til liðs við
HG-hópinn?
„Úff, í rauninni leist mér vel á
að ná að klára sem fyrst.“ Þá ligg-
ur beint við að spyrja hvað Brynj-
ólfi finnist um styttingu fram-
haldsskólanámsins. Hann segist
aðeins hafa pælt í því og finnist
mikilvægt að hver og einn hafi val
um það sem henti honum. Ef nám-
ið verði stytt niður í þrjú ár fyrir
alla sé hætta á að námsframboðið
minnki sem og gæði kennslunnar.
„Mér leist ekki alveg á Flensborg,
var meira að leita að skóla sem
byði upp á fjölbrautakerfi. Annars
vegar kom þetta nám til greina
eða þá alþjóðlega IB-námið í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
En ég endaði á að fara í FG, það
er auðvitað styttra að fara úr
Hafnarfirði þar sem ég bý og mér
fannst ég geta fengið meiri sér-
hæfingu út úr því námi.“
Ætlar að skoða heiminn
Þar sem blaðakona er stúdent
af fyrrnefndri IB-braut spyr hún
hvort Brynjólfur hafi ekki einnig
þá reynslu að innan í svona sér-
smíðuðu litlu prógrammi verði til
þéttur hópur. „Jú, það má líklega
segja að maður hafi fengið það
besta úr hvoru tveggja í HG-
náminu; fjölbrauta- og bekkja-
kerfinu. Á fyrstu önninni okkar
var farið með hópinn í þriggja
daga ferð til Akureyrar þar sem
við kynntumst öll vel og um vorið
tókum við þátt í nemendaskiptum
og héldum til Noregs í viku.“
En hver eru framtíðaráform
þessa efnilega unga manns?
„Mig langar að fara utan og
skoða heiminn. Nú er ég auðvitað
kominn með eins árs forskot á
jafnaldrana og ætla ekkert að
vera að flýta mér. Enn hef ég ekk-
ert neglt niður, það kemur í ljós í
haust. Í sumar og fram á haustið
verð ég bara að vinna. Meðal ann-
ars verð ég ásamt nokkrum út-
skriftarfélögum í byggingarvinnu
úti á landi.“
Hvað varðar námið í FG segir
Brynjólfur að líklega hafi eðl-
isfræðin hjá honum Fúsa staðið
upp úr. „Hann kom inn sem af-
leysingakennari úr Versló en
kenndi okkur tvo áfanga. Honum
tókst að gæða námið lífi, ef svo
má að orði komast, og sá til þess
að fólk nennti að mæta í tíma.
Leyfði okkur að panta pítsur eða
koma með kökur endrum og eins.
En svo var námsefnið bara
skemmtilegt.“ Spurður hvort
hann hyggi á frekara nám í eðl-
isfræði segir Brynjólfur að hann
stefni líklega á eitthvað verk-
fræði- eða tölvunarfræðitengt.
„Ég hef aðeins velt fyrir mér að
stefna að því að hanna rússíbana í
framtíðinni. Væri skemmtilegt að
geta sameinað þá ástríðu og vinn-
una. Við bróðir minn vorum ein-
mitt að pæla í því að það er ágætis
svæði hinum megin við fjörðinn
frá Sævangi í Hafnarfirði þar sem
við eigum heima. Þar mætti skella
upp eins og einum skemmtigarði.
Að vísu er þar golfvöllur núna en
við vippum honum bara í burtu.
Mér finnst bara ekkert skemmti-
legt í golfi. Skemmtigarðar eru
hins vegar í miklu uppáhaldi,“
segir námshesturinn hressi.
Brynjólfur Víðir Ólafsson dúxaði í Fjölbraut í Garðabæ
Útskrif-
aðist á
þremur
árum
með 9,52
Morgunblaðið/jim Smart
Brynjólfur Víðir hefur áhuga á að hanna rússíbana í framtíðinni.
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
ELDUR skíðlogaði í bifreið sem
lagt var í bifreiðastæði við Sléttu-
veg í Reykjavík snemma í gær-
morgun og gátu lögreglu- og
slökkviliðsmenn lítið gert til að
bjarga bílnum. Að sögn lögreglu
eru eldsupptök í rannsókn. Ekki er
því ljóst hvort um íkveikju var að
ræða.
Ljósmynd/Íris Dögg Asare
Bíll gjöreyðilagðist í bruna
„MÉR fellur ekki ásýnd flokksins
eins og hún er orðin,“ segir Cecil Har-
aldsson, forseti bæjarstjórnar á Seyð-
isfirði, en hann sagði sig úr Samfylk-
ingunni á laugardag eftir að úrslitin í
formannskjöri flokksins lágu fyrir. Að
öðru leyti vill hann sem minnst segja
um ástæðu úrsagnarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ný-
kjörinn formaður flokksins, segist líta
á þetta sem persónulegt mál Cecils.
Hver verði að ákveða sjálfur með
hverjum hann telji sig eigi besta sam-
leið. Spurð hvort hún óttist að fleiri
segi sig úr flokknum vegna úrslitanna
í formannskjörinu segir hún: „Ég get
ekki útilokað að einhverjir einstak-
lingar sætti sig ekki við niðurstöðuna.
En það verður þá svo að vera. Ég
vona að þeir átti sig á því að flokk-
urinn er sá sami.“
Ekki áhrif á störf í bæjarstjórn
Cecil var oddviti T- lista, Tinda, fé-
lags jafnaðar-, vinstrimanna og
óháðra á Seyðisfirði, í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum. Hann segir í
samtali við Morgunblaðið að úrsögnin
muni ekki hafa áhrif á störf hans í
bæjarstjórninni enda sé T-listinn ekki
tengdur neinum stjórnmálaflokki,
hvorki Samfylkingunni né öðrum. „T-
listinn er eldri en allir stjórnarand-
stöðuflokkar, eins og þeir líta út í
dag,“ segir hann.
Sjálfur segist hann hafa gengið í
Alþýðuflokkinn fyrir nær fimm ára-
tugum. Í gegnum þá félagsaðild gekk
hann í Samfylkinguna. Hann var í átt-
unda sæti á framboðslista Samfylk-
ingarinnar í Norðausturkjördæmi
fyrir síðustu þingkosningar.
Ingvar Sverrisson, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar, segist ekki
vita til þess að fleiri hafi sagt sig úr
flokknum eftir landsfundinn um
helgina. „Ég hef aðeins heyrt um
þessa einu úrsögn og það frá þér,“
sagði hann við blaðamann í gær.
Skrifstofa flokksins var lokuð í
gær. Ingvar segist hafa gefið starfs-
mönnum frí vegna anna í kringum
landsfundinn. Skrifstofan verður opn-
uð í dag. Ingvar segir að þá muni
koma betur í ljós hvort fleiri hafi sagt
sig úr flokknum.
Ákvörðun Cecils Haraldssonar, for-
seta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar
Flokkurinn er sá
sami, segir
Ingibjörg Sólrún
Cecil
Haraldsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Sagði sig úr
Samfylkingunni
að kjöri loknu
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins var kallað að fjölbýlis-
húsi við Háaleitisbraut klukkan
16:36 í gær eftir að eldur kom þar
upp í þvottavél í sameign í kjall-
ara.
Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn og olli hann litlum skemmd-
um.
Töluverður reykur barst hins
vegar af eldinum upp stigaganga
hússins.
Eldur í þvottahúsi