Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 8

Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er sama mottóið áfram, aldrei að gefast upp. Svo virðist sem eitt-hvað hafi dregið úrfjölgun á komum erlendra ferðamanna hingað til lands það sem af er árinu, ef miðað er við bæði tölur um hótelgist- ingar og tilfinningu þeirra sem starfa við að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Ómögulegt er hins veg- ar að segja hvort þetta þýði að ferðamönnum muni ekki fjölga jafnhratt á árinu í heild eins og und- anfarin ár, þar sem hefð- bundnar leiðir til að meta slíkt, svo sem fyrirfram bókaðar ferðir og gistingar, eru ekki lengur góð- ur mælikvarði þar sem fólk bókar með sífellt styttri fyrirvara. Hjá Upplýsingamiðstöð ferða- manna í Reykjavík finnur starfs- fólkið greinilega fyrir því að færri sækja miðstöðina heim það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra, þótt það sé e.t.v. ekki algerlega samanburðarhæft þar sem mið- stöðin flutti snemma á síðasta ári, og hefur auk þess fengið sam- keppni. Engu að síður segir Drífa Magnúsdóttir verkefnisstjóri að fækkun innlita sé á bilinu 12–20% frá janúar og út apríl miðað við sama tíma í fyrra, t.d hafi um 11.000 ferðamenn sótt miðstöðina heim í apríl 2004, en aðeins um 8.800 í sama mánuði í ár. Ástandið virðist þó heldur hafa tekið að glæðast í maí þó erfitt sé að bera það saman fyrr en mánuðurinn er liðinn. Gríðarleg aukning 2004 Vegna vandkvæða við talningu erlendra ferðamanna sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa ekki fengist neinar tölur yfir er- lenda ferðamenn sem komið hafa til landsins það sem af er árinu. Á síðasta ári varð gríðarleg fjölgun frá árinu áður, og komu rúmlega 362 þúsund ferðamenn hingað til lands með flugi og Norrænu, sam- anborið við um 320 þúsund árið 2003. Þó hafði orðið mikil aukning milli árana 2002 og 2003. Ástæðurnar fyrir því að erlend- um ferðamönnum virðist ekki fjölga jafnört í ár og í fyrra má trúlega að miklum hluta rekja til sterkrar stöðu krónunnar gagn- vart erlendum myntum. Fólk sem starfar í ferðaþjónustu segir áber- andi að þeir sem koma á annað borð kvarti sáran yfir verðlaginu hér á landi, og eyði lægri upphæð- um hér á landi en algengt var fyrir nokkrum árum. Hótelbókanir það sem af er árinu virðast standa að mestu leyti í stað samanborið við árið 2004. Þó hefur bókunum útlend- inga fækkað eitthvað, en á móti kemur að bókunum Íslendinga hefur fjölgað. Hér er þó aðeins miðað við tölur frá hótelum, ekki gistiheimilum, og því vel mögulegt að aukning hafi orðið hjá gisti- heimilunum ef erlendir ferða- menn eyða minna hér á landi en áður. Einnig er hugsanlegt að er- lendir gestir dvelji færri nætur hér á landi en áður, sem passar vel við þá breyttu hætti sem eru að verða þar sem fólk fer fleiri en styttri ferðir, með styttri fyrir- vara. Erfitt er að meta hvernig fjöldi ferðamanna á eftir að þróast þeg- ar fer að líða á árið, enda má segja að hefðbundnar leiðir til þess að meta það séu ónothæfar vegna breyttra hátta ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, seg- ir að fyrirvarinn sem hafður sé á ferðalögum sé sífellt að minnka, fólk taki skyndiákvarðanir þegar ódýr flug bjóðast á netinu og bóki því hótel og aðra þjónustu með mjög stuttum fyrirvara. Utanlandsferðum fjölgar Á sama tíma og fjölgun er- lendra ferðamanna dregst saman er gríðarleg aukning í ferðum Ís- lendinga úr landi, og ljóst að hátt gengi krónunnar miðað við er- lenda gjaldmiðla letur erlenda ferðamenn en hvetur þá íslensku til þess að koma sér úr landi. Hjá einni af þeim ferðaskrif- stofum sem haft var samband við reiknaðist mönnum til að aukning á ferðum Íslendinga í skipulagðar ferðir til útlanda sé um 30% frá síðasta ári, og þá hafi þó verið aukning frá árinu 2003. Ef tekið er mið af því að Íslendingar eins og aðrir eru ekki síður duglegir að nota sér tilboð og ódýrt flug sem býðst með stuttum fyrirvara má gera ráð fyrir því að það sé ekki varlega áætlað. Hjá Icelandair hefur sætafram- boðið í sumar verið aukið um 20% frá síðasta sumri, m.a. með því að bæta við nýjum áfangastað, San Francisco í Bandaríkjunum. Aukningin hjá félaginu hefur þó verið áberandi minnst á flutningi á erlendum ferðamönnum hingað til lands, þar sem þó hefur orðið aukning frá síðasta ári. Aukning hefur einnig orðið í flugi á vegum Iceland Express, og munar þar mikið um að bætt hefur verið við nýrri flugleið til Hahn- flugvallar við Frankfurt í Þýska- landi. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins segja að þar eigi eftir að koma aukning frá síðasta ári, en erfitt sé að bera saman milli ára til að sjá aukningu þar sem flugvélakostur félagsins hafi tekið breytingum. Fréttaskýring | Heldur virðist draga úr fjölgun erlendra ferðamanna Lítill fyrirvari á bókunum Mikil aukning er á ferðum Íslendinga til útlanda enda er gengið hagstætt Ferðamenn virðast eyða minna nú en áður. Skammur fyrirvari hefur bæði kosti og galla  Bókanir með skömmum fyrir- vara, sem fara sívaxandi á tímum nettilboða og lággjaldaflug- félaga, hafa bæði kosti og galla fyrir fyrirtæki í ferðaþjónust- unni. Erfiðara er fyrir þau að gera áætlanir fram í tímann, en á móti kemur að hægt er að nota sér þá sem bóka með skömmum fyrirvara til þess að fylla í glufur sem myndast. T.d. eru gjarnan boðin góð tilboð þegar glufur myndast í bókunum á milli stórra hópa. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LEIKSKÓLINN Austurborg í Háaleitishverfi fagnaði 30 ára afmæli um helgina. Foreldrar, starfsfólk og börn hófu hátíðina á skrúðgöngu um hverfið á laugar- dag við undirleik lúðrasveitar. Göngunni lauk síðan við leikskólann þar sem hoppkastali og afmæliskaka höfðu mesta aðdráttaraflið. Morgunblaðið/ÞÖK Austurborg fagnaði afmæli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.