Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 9

Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 9 FRÉTTIR Laugavegi 63 sími 551 2040Silkitré og silkiblóm Mikið úrval af fallegum útikerjum Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Sumardress Verð kr. 4.500 Sundfatnaður í úrvali Þri. 25/5: Spínatlasagne m. brokkolí og tófúsalati m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Mið. 25/5: Ratatoule m. pastasalati, tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fim. 26/5: Hnetusteik m. sinnepssósu, epalasalati og tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fös. 27/5: Grískur pottréttur og fetasósa m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Helgin 28.-29/5: Mexikósk helgi. Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Full búð af nýjum vörum www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Gallafatnaður og leðurjakkar frá Str. 38-56 s i m p l y Flott sumarlína Fallegir litir Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. kl. 10—16 Bólero peysur 3 litir • stærðir 36-56 Bæjarlind 6 sími 554 7030 SUMAR 2005 20% afsláttur af jökkum, buxum og peysum 24.-28. maí Nánar á netsíðu: www.svanni.is SENDUM LISTA ÚT Á LAND SÍMI 567 3718 KULDI síðustu daga hefur gert mörgum veiðimanninum erfitt fyrir, ekki síst norðanlands. Sumir bænd- ur við Laxá í Aðaldal leyfa ætt- ingjum og vinum að reyna við urrið- ann í ánni á vorin. Þegar rætt var við þá Atla Vigfús- son á Laxamýri og Benedikt Krist- jánsson á Hólmavaði, sögðu þeir að loksins væri komin einhver hláka, eftir margar frostanætur í röð og snjókomu. Engu að síður hafa veiði- menn eitthvað verið að berja vatnið. Um síðustu helgi náðu veiðimenn á Hólmavaði 15 fiskum, bæði bleikju og urriða. Veiddu þeir í snjókomu og frosti, og fraus í lykkjunum. Lítið hefur verið reynt að veiða við Laxamýri í kuldanum en Atli sagði urriðann hafa verið kominn vel af stað fyrir kuldatíðina. Lukkulegir veiðimenn Félagar sem veiddu í Köldukvísl á hálendinu sunnanlands í síðustu viku voru mjög lukkulegir. Veiddu fimm bleikjur og býsna vænar, tvær voru fjögur pund og þrjár fimm og hálft. Veiddu þeir vatnið andstreymis og tóku bleikjurnar Peacock og latex- púpur. Sjóbirtingurinn virðist genginn til hafs úr Varmá og Þorleifslæk en ein og ein stór bleikja hefur verið að veiðast við svokallaða Stíflu, og að sögn veiðimanna sjást margar stór- ar dóla sér þar um. Þá hafa menn verið að setja í ágætis staðbundna urriða. Á sunnudaginn kemur, 29. maí, býður Stangaveiðifélag Hafnar- fjarðar til veiða í Kleifarvatni. Fé- lagar í SVH verða á svæðinu og taka á móti gestum. Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97 m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli á yfirborðinu. Bleikjuseiði úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði er oft ágæt. Einu skilyrðin fyrir veiði á sunnu- dag eru að veiðifólk tilkynni sig og komi síðan að veiði lokinni með þann afla sem fæst til myndatöku og skráningar. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta veidda fiskinn. STANGVEIÐI Silungsveiði í snjókomu Ljósmynd/Birgir Örn Arnarson Helgi Guðbrandsson með vænar bleikjur við Köldukvísl. veidar@mbl.is MJÓLKURSAMLAGIÐ Mjólka hefur boðist til þess að kaupa um- frammjólk af bændum, sem fram- leidd er innan greiðslumarks, á hærra verði en afurðastöðvar greiða almennt. Afurðastöðvarverðið er 33,13 kr. á lítra en Mjólka býðst til að kaupa á 44,17 kr. á mjólkurlítrann. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir að ef miðað sé við að magn umframmjólk- ur verði um 4,5 milljónir lítra gætu tekjur mjólkurbænda aukist um a.m.k. 50 milljónir kr. ef aðeins er miðað við afurðastöðvarverðið. Hann segir réttinn til þess að kaupa mjólk með þessum hætti, vinna hana og selja svo á innanlandsmarkaði vera ótvíræðan. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands (BÍ), segist ekki sjá neitt at- hugavert við það að Mjólka kaupi mjólk af bændum sem sé framleidd innan greiðslumarks á sama hátt og önnur mjólkursamlög starfi, ef bændur vilji taka upp þau viðskipti. Öðru máli gegni varðandi kaup á mjólk sem er framleidd umfram greiðslumark. Ólafur telur óeðlilegt að mjólkur- iðnaðurinn geti haft frjálsar hendur með það hvað þeir greiði fyrir um- frammjólk. Hann telur markaðinn eiga að ráða verðmynduninni. Hann segir það vera í hróplegu ósamræmi að Bændasamtök Íslands standi í vegi fyrir virkri samkeppni á afurðum bænda, sem muni leiða til hærra verðs á þeirra afurðum, á sama tíma og þeir leiti til ríkisins eft- ir fjárstuðningi upp á fleiri milljarða króna. Hafa fengið jákvæð viðbrögð Hann kveðst hafa fengið afar já- kvæð viðbrögð frá bændum og segist vera kominn með nokkra aðila sem vilja skoða þessi viðskipti nánar. „Við höfum ekki gefið út endanlega það greiðslufyrirkomulag sem við munum hafa fyrir mjólk. Við munum gera það upp úr mánaðamótunum.“ Mjólka, sem starfar utan greiðslu- markakerfis landbúnaðarins, hefur að sögn Ólafs aðgang að hráefni í gegnum vinnslu fyrirtækisins ásamt því að það hefur tryggt að nokkrir bændur ætli að leggja inn mjólk. Um er að ræða fjóra aðila sem ætla sér að hefja framleiðslu á mjólk utan greiðslumarkakerfisins. Auk þess hafa nokkrir aðilar, sem starfa innan kerfisins, óskað eftir viðskipt- um við Mjólku. Hyggst greiða hærra verð fyrir umframmjólk Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir á SMS Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.