Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍMINN mun á næstu vikum hefja sjónvarpsútsendingar í gegnum ADSL á höfuðborgarsvæðinu en út- sendingar hófust úti á landi í nóv- ember í fyrra. Áhorfendum verður boðið upp á aukna gagnvirkni og með haustinu stendur þeim til boða að velja sér kvikmyndir og sjón- varpsþætti til að horfa á en búist er við því að aðgangur að kvikmyndum sé á svipuðu verði og á myndbanda- leigum, að sögn Þórs Jes Þórisson- ar, framkvæmdastjóra Símans. Boðið verður upp á 10 stöðvar og þar að auki verður sérstök sjón- varpsstöð í boði, Enski boltinn, þar sem sýnt verður beint frá leikjum í ensku knattspyrnunni á fjórum rás- um. Sjónvarpsútsendingar Símans hófust í nóvember í fyrra og náðu þá til 10 bæjarfélaga en þær ná nú til 34 bæjarfélaga og þegar útsend- ingar byrja á höfuðborgarsvæðinu munu þær ná til 75–80% lands- manna. Þeir sem vilja ná sjónvarpsút- sendingunum þurfa að útvega sér afruglara hjá Símanum. Viðskipta- vinir ADSL-þjónustu Símans geta fengið afruglara, uppsetningu og ef nauðsynlegt þykir nýtt módem sér að kostnaðarlausu og segir Þór að hægt sé að skrá sig fyrir þjónust- unni inni á heimasíðu Símans, www.siminn.is. Á framtíðina fyrir sér Hann segir sjónvarpsútsendingar í gegnum símalínur eiga framtíðina fyrir sér. Þeim sjónvarpsrásum sem Síminn sendir út í gegnum ADSL verður fljótlega fjölgað í 60, sem er sami fjöldi og er sendur út á ljósneti fyrirtækisins. Þór segir að útsendingar um símalínur hafi nú staðið yfir í um hálft ár og heppnast vel. „Fólk hef- ur tekið þessu mjög vel á lands- byggðinni og oft fengið mikið betri mynd en það á að venjast og miklu betra úrval. Sums staðar hafa menn ekki haft aðgang að þessum erlendu rásum og sums staðar ekki að Skjá einum svo að þetta hefur mælst vel fyrir.“ Áhorfendur eiga kost á aukinni gagnvirkni en áður með því að fá sjónvarp í gegnum ADSL. Þannig geta áhorfendur valið kvikmyndir og þætti í sjónvarpinu með því að fara inn í valmynd á skjánum þar sem hundruðir kvikmynda og þátta eru í boði. Þegar mynd er valin fær notandinn aðgang að henni í ákveð- inn tíma en eftir að hann lokast er ekki hægt að horfa á efnið aftur, nema kaupa aðgang að nýju. Hver áhorfandi á ákveðna inneign sem hann getur keypt efni fyrir og má alltaf auka við inneignina en reikn- ingur fyrir notkun kemur mánaðar- lega og verða reikningarnir í nafni Skjás eins. Þór segir að þessi þjónusta bjóði upp á ýmsa möguleika og býst hann við að verð fyrir kvikmynd verði svipað því sem gengur og gerist á vídeóleigum í dag. Skjár einn hefur séð um samningagerð við erlend dreififyrirtæki um kvikmyndir og þætti en Þór bendir á að öllum standi til boða að selja sitt efni inn í þessa þjónustu. Mánaðaráskrift að tíu rásum hjá Símanum mun kosta 1.695 krónur og áskrift að enska boltanum mun kosta frá 1.990 krónum á mánuði en þar verða allt að 80% af leikjum enska boltans sýnd næsta vetur. Enski boltinn verður því ekki leng- ur í opinni dagskrá eins og hann hefur verið að undanförnu. Vídeósímar og textaskilaboð í sjónvarpinu Gagnvirkni sjónvarpsins má nýta enn frekar að mati Þórs og nefnir hann t.d spurningaleiki og raun- veruleikasjónvarp. Hann segir Sím- ann hafa áhuga á að tengja enn frekar saman þjónustu sína í fram- tíðinni, þ.e talsímann, netið og sjón- varpið, þannig að samnýta megi þessa þjónustu. Þannig gæti t.d. orðið mögulegt að sjá á sjónvarps- skjánum hver sé að hringja í talsím- ann. „Sá möguleiki verður líka til staðar í framtíðinni að þegar við- skiptavinir eru að horfa á t.d. leik í ensku knattspyrnunni, geti þeir sent hvor öðrum textaskilaboð sem birtast á sjónvarpsskjánum. Einnig verður hægt að nýta sjónvarpið sem vídeósíma með viðbótarbúnaði sem Síminn mun útvega viðskiptavinum sínum,“ segir Þór. Hann bætir við að gagnvirkni og samþætting þeirr- ar þjónustu sem í boði er, þ.e nets, sjónvarps og síma, ásamt síaukinni bandbreidd bjóði í raun upp á nán- ast ótakmarkaða möguleika á sviði fjarskipta og sjónvarps. Sjónvarpsútsendingar í gegnum ADSL hefjast á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum Hægt að leigja bíómynd- ir frá og með haustinu HVERNIG er hægt að senda sjónvarpssendingu í gegnum símalínur? Í raun er um einfaldan gagna- flutning að ræða, svipað og þegar Internet er sent í gegnum símalínur. Að sögn Þórs Jes Þórissonar, framkvæmdastjóra Símans, þarf flutningsgeta símalínu að vera minnst rúmlega 4 megabæt á sekúndu til þess að sjónvarps- myndin haldist skýr. Þeim hraða ættu allir að ná sem búa í innan við 3 kílómetra frá símstöð og þeir sem búa enn nær stöðinni munu ná allt að 24 megabæta hraða á sekúndu, sem er hámarksflutningsgeta lín- unnar í dag. Þór segir þó líklegt að unnt verði að auka flutningsgetuna upp í um 100 megabæt á sek- úndu í framtíðinni. Á landsbyggðinni dugir allajafna ein símstöð í hverjum þéttbýliskjarna, en setja þurfti upp 27 sím- stöðvar fyrir allt höfuðborgarsvæðið til að unnt væri að hefja útsendingar. Hægt er að senda út sjónvarp um bæði símalínu- og ljósleiðarakerfið en með ólíkum hætti þó; útsend- ingin fer um koparþræði í símalínukerfinu en í ljós- leiðarakerfinu er sjónvarpsútsendingin send um gler- þráð með ljósboði, sem er breytt yfir í rafmagn á enda leiðarans. Fjölmargir fá sjónvarp nú þegar sent frá breið- bandi Símans í gegnum ljósleiðara en Síminn hefur árlega bætt um 2–3000 heimilum inn á ljósleið- arakerfi sitt á undanförnum árum og nær það nú til um 40 þúsund heimila. Þór segir að Síminn leggi áherslu á að nýta þá auðlind sem fyrirtækið á í símalínukerfinu til fulls áð- ur en farið er út í að hraða uppbyggingu ljósleið- arakerfisins en ljósleiðarar eru einkum lagðir í hverfi þegar þau eru byggð eða vegna viðhaldsvinnu á símastrengjum og veitulögnum. Þór segir aðalatriðið þó vera að viðskiptavinurinn þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvaða tæknilega lausn það er sem ber merkið til hans síðasta spölinn, heldur hin aukna og gagnvirka þjónusta sem hann mun fá hvar sem hann býr. Engin tæknileg takmörk eru fyrir fjölda þeirra sjónvarpsrása sem hægt er að senda út í gegnum símalínur. Ástæða þess er sú að rásirnar eru allar sendar í símstöð og þegar áhorfandi vill horfa á til- tekna rás, fær hann hana senda frá símstöðinni í gegnum símalínuna og ef hann skiptir fær hann nýju rásina senda úr símstöðinni. Allt þó á miklum hraða þannig að áhorfandinn verður ekki var við neitt. Morgunblaðið/Þök Til þess að ná útsendingum Símans þarf afruglara og fjarstýringu auk módems. ADSL-viðskiptavinir Símans fá afruglarann sér að kostnaðarlausu. Hvernig er sjónvarp sent um símalínur? Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ALCAN á Íslandi og Íslensk erfða- greining reyndust hlutskörpust stærri fyrirtækja í fyrirtækja- keppninni Hjólað í vinnuna, sem fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, stóð fyrir dagana 2.–13. maí sl. Verðlaun fyrir árangur í átakinu voru veitt við hátíðlega at- höfn í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í gær. Meðal annarra fyr- irtækja sem hlutu verðlaun má nefna Landsvirkjun, Medcare ehf., Icelandair, Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja, grunnskólana í Grindavík og Þorlákshöfn, Egilsstaðaskóla, Seyðisfjarðarskóla, Hafnarskóla og leikskólann Flúðir, svo fáein séu nefnd, en veitt voru 37 verðlaun í tólf flokkum. Alls áttu 254 vinnustaðir frá 34 sveitarfélögum 488 lið í Hjólað í vinnunna. Rúmlega 5.000 manns tóku þátt í keppninni og hefur þátt- takan þannig tvöfaldast á milli ára og tífaldast þau þrjú ár sem keppnin hefur verið haldin. Tólf starfsmenn Heilbrigðisstofn- unarinnar á Siglufirði gerðu sér lít- ið fyrir og hjóluðu suður til Reykja- víkur í verðlaunaafhendinguna, en liðið hlaut verðlaun fyrir 2. sætið fyrir flesta hjólaða daga í flokknum 70–149 starfsmenn. Hópurinn lagði af stað frá Siglufirði á sunnudag kl. 13 og hjóluðu 1–3 liðsmenn í einu. Sigurbjörg Björnsdóttir, liðsstjóri hjólahópsins vaska, segir hjólaferð- ina hafa gengið afar vel þrátt fyrir norðangadd. „Við vorum með með- vind mestalla leiðina, nema Langa- dalinn, þá fengum við vindinn í fangið,“ segir Sigurbjörg, en hóp- urinn var alls þrettán og hálfan tíma á leiðinni inn í Mosfellsbæ. Þá luku hjólreiðamennirnir ferðinni úr Mosfellsbæ og inn í F&H í gærmorg- un, en sú ferð tók um klukkutíma. „Meðalaldurinn í hópnum var 46,5 ár og við erum mjög stolt af því. Sá elsti er 59 ára og sá yngsti 31 árs.“ Spurð um ástæðu þess að hóp- urinn hjólaði suður segir Sig- urbjörg að yfirlæknirinn hafi stung- ið upp á því í hálfgerðu gríni á kaffistofunni. „En öllu gríni fylgir nokkur alvara og okkur fannst við þurfa að standa við þetta. Það var tekið svo vel undir þessa hugmynd að það varð ekki aftur snúið. Þetta var líka mjög mikil lífsreynsla. Hóp- urinn stóð saman eins og klettur og þetta gekk alveg frábærlega upp,“ segir Sigurbjörg og bætir við að al- mennt hafi flutningabílstjórar á leiðinni tekið mikið tillit til hjól- reiðafólksins og verið til sóma. Vill hún skila kærum þökkum til þess- ara góðu bílstjóra. Starfsmenn Alcan og Íslenskrar erfðagreiningar hlutskarpastir í keppninni Hjólað í vinnuna Siglfirð- ingar hjól- uðu suður á 13 tímum Morgunblaðið/Eyþór Verðlaunahafarnir stilltu sér upp til myndatöku við nýja Parísarhjólið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.