Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
KNÚTUR G. Hauksson, annar
tveggja forstjóra Samskipa hf., hef-
ur verið ráðinn forstjóri Heklu hf.
frá næstu mánaðamótum. Tryggvi
Jónsson, núverandi forstjóri Heklu,
verður frá sama tíma starfandi
stjórnarformaður hjá félaginu. Hjör-
leifur Jakobsson mun láta af stjórn-
arformennsku en sitja áfram í stjórn
félagsins. Stjórnarmönnum fjölgar
um einn.
Knútur segir að sér hafi boðist að
ganga inn í eigendahóp Heklu. Hann
hafi ákveðið að ganga að því og ætli
nú að helga sig rekstri þess félags.
„Það hefur verið mjög skemmtilegt
hjá Samskipum þau tæpu fimm ár
sem ég hef verið þar og breyting-
arnar hafa verið gríðarlegar. En fyr-
ir mig persónulega þótti mér spenn-
andi að fara inn í eigendahóp
Heklu,“ segir Knútur og viðurkennir
að vera mikill „bíladellukall“.
Um brotthvarf sitt frá Samskipum
segir hann að það sé allt í góðu gert.
„Menn þar hafa skilning á því að
maður vilji gera eitthvað annað.“
Eignarhlut sinn í Keri hf. segist
Knútur reikna með að selja enda
muni hann nú einbeita sér að nýjum
verkefnum.
Ekki er frágengið hversu stór
eignarhlutur Knúts verður í Heklu
en Hjörleifur Jakobsson kemur til
með að selja honum stóran hlut af
sínum hlutabréfum. Ekki er gefið
nánar upp um hver skipting eignar-
hluta í Heklu er. Það verður upplýst
síðar, að sögn Knúts.
Minnka sveiflur af sölu bíla
Tryggvi Jónsson segir um ástæð-
ur mannabreytinganna að verið sé
að breyta áherslum í rekstri Heklu
og þróa fyrirtækið þannig að það
verði minna háð sveiflum í sölu bíla.
„Við höfum aukið við starfsemina,
m.a. með bílaleigu, með því að bæta
við umboðum og fleira. Og til að
beina sjónum enn frekar að eflingu
og stækkun Heklu var ákveðið að ég
færi alfarið í stefnumótunarmálin,“
segir Tryggvi sem verður starfandi
stjórnarformaður sem fyrr segir.
Hekla gerði samning um flutninga
við Samskip fyrr á þessu ári en er
auk þess með samninga við Eimskip.
Tryggvi segir að ekki séu fyrirhug-
aðar breytingar á þeim samningum.
Forstjórar Samskipa verða áfram
tveir talsins. Ásbjörn Gíslason verð-
ur áfram annar þeirra og nýr for-
stjóri hjá Samskipum verður kynnt-
ur til sögunnar í dag.
Knútur G. Hauksson frá
Samskipum til Heklu
Með bíladellu Skoda er ein bílategundanna sem Hekla hefur umboð fyrir.
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
/
0 + ,+ +01 2
13
4
!"#
!$
% "&' (&
)* &# &
)#&
$&' (& % "&'
+,"
-# .
/0,.
/0 !. , &#(
1
! 0 % "&'
2 &'
20 .&
3(&
$45& .6 &&
78,.
/%!
/" 9" /"&'
/"0 :
;:## � &
< && " &
=0 00 >/5(,#
!
(
! ,"' ?:..
$&' 40 % "&'
;5 5
"# $%
@A?B
/4
,
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
,: &#
: ,
>
> > >
> > >
> >
> >
> >
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
C DE
>
C >
DE
C >DE
>
C >DE
C DE
C >DE
C >
DE
C >DE
C DE
C DE
>
C DE
C >DE
>
C >DE
>
>
>
C DE
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
C DE
2, "'
'# &
; "( 4 " '# F
) /"
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
< 4 *G
;2 H #&" !."'
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
;2> I 0 0"'&' " ".
;2> /:"' " ",##. 0 : "( , &
;2>
<,#& : 0 . 0#&& 9"#
;2> (, & G#,,&'
;2> <,#& 5&&" 5 " "( 0 &&
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA fimmtán veltu-
mestu félaga í Kauphöll Íslands
lækkaði um 0,35% í gær og endaði í
4.075 stigum. Viðskipti með hluta-
bréf námu alls 2,8 milljörðum króna,
mest með hlutabréf í Íslandsbanka
um 850 milljónir. Mest verðhækkun
var á hlutabréfum í Nýherja (1,63%)
og Og Vodafone (0,96%). Mest lækk-
aði verð bréfa í Granda (-1,23%) og
Kaupþingi banka (0,94%).
Lækkun á markaði
● NORSKA símafyrirtækið Telenor
hefur keypt danska netfyrirtækið
Cybercity og sænska fyrirtækið
Bredbandsbolaget (BBB). Kaupverð
á Cybercity er 1,4 milljarðar danskra
króna, jafnvirði liðlega 15 milljarða
íslenskra króna, en Telenor greiðir 6
milljarða sænskra króna fyrir BBB,
sem svarar til um 53 milljarða ís-
lenskra króna. Samtals hefur Tele-
nor því fjárfest fyrir um 68 milljarða
íslenskra króna á fjarskiptamarkaði í
Danmörku og Svíþjóð.
Cybercity er þriðja stærsta breið-
bandsfyrirtæki Danmerkur með um
8% markaðshlutdeild og um 90 þús-
und viðskiptavini. Telenor á fyrir ann-
að stærsta farsímafyrirtækið í Dan-
mörku, Sonofon, að því er segir í
danska miðlinum Børsen.
Viðskiptavinir BBB í Svíþjóð eru
um 325 þúsund heimili og um 10
þúsund fyrirtæki, að því er segir í
hinu norska Dagens Nyheter.
Telenor fjárfestir í
Danmörku og Svíþjóð
● OMX-kauphallarsamstæðan vill
taka þátt í einkavæðingu kauphallar-
innar í Varsjá í Póllandi (WSE). Haft
er eftir Magnus Boecker, forstjóra
OMX, í frétt á pólska fréttavefnum
Warsaw Business Journal, að pólski
fjármálamarkaðurinn þurfi á því að
halda að kjölfestufjárfestir komi að
einkavæðingu WSR. Segir hann að
OMX myndi vilja koma til greina sem
slíkur kjölfestufjárfestir.
OMX rekur kauphallirnar í Stokk-
hólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki,
Tallin, Riga og Vilnius. Kauphöllin í
Ósló og Kauphöll Íslands eru einu
sjálfstæðu kauphallirnar á Norður-
löndunum.
OMX vill kjölfestu í
kauphöllinni í Varsjá
BRESK stjórnvöld undirbúa að
hrinda í framkvæmd áætlun sem
miðar að því að gera fyrstu íbúðar-
kaupendum auðveldar með að eign-
ast íbúð.
Áætlunin gengur út á það að
kaupendurnir leggi út fyrir um
helmingi íbúðarverðs á hinum al-
menna markaði
en stjórnvöld og
lánastofnun við-
komandi sjái um
fjármögnun á
hinum helm-
ingnum, og eigi
íbúðina á móti
kaupendunum.
Kaupendurnir
munu engu að
síður geta selt
íbúðir sínar á frjálsum markaði
þegar þeim hentar.
Haft er eftir Gordon Brown, fjár-
málaráðherra Bretlands, á frétta-
vef BBC-fréttastofunnar, að áætl-
unin geti orðið til þess að yfir 100
þúsund fleiri fjölskyldur muni geta
fest kaup á sínu eigin húsnæði á
næstu fimm árum en ella.
Dregið hefur úr möguleikum
Mjög hefur dregið úr fjölda þeirra
sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð á
Bretlandi á umliðnum árum. Kem-
ur fram í frétt BBC að þeir hafi ver-
ið um helmingur kaupenda fyrir
tveimur áratugum og rúmur helm-
ingur, eða 55%, fyrir einum áratug
en 29% á síðasta ári.
Brown segir í samtali við BBC að
nauðsynlegt sé að auðvelda fyrstu
íbúðar-kaupendum að eignast íbúð,
en verðhækkanir á fasteignamark-
aði hafi dregið mjög úr mögu-
leikum þeirra.
Þá er haft eftir talsmanni sam-
taka húsnæðislánastofnana að það
sé ekki vafamál að áætlanir stjórn-
valda muni koma sér vel fyrir
fyrstu íbúðar-kaupendur, sem eigi
erfitt með að fóta sig á markað-
inum nú.
Fyrstu íbúðar-
kaupendum
hjálpað í
Bretlandi
LAUNAVÍSITALAN hækkaði um
0,5% milli mars og apríl samkvæmt
mælingu Hagstofu Íslands. Síðast-
liðna tólf mánuði hafa laun hækkað
um 6,7%. Á sama tíma hækkaði verð-
lag um 4,3% og hefur kaupmáttur
launa því vaxið um 2,4% á þessu
tímabili.
Engar vísbendingar
um launaskrið
Í frétt á vef Alþýðusambands Ís-
lands (ASÍ) segir að þrátt fyrir
hækkun launavísitölunnar milli mars
og apríl sé launaskrið ekki mikið þótt
tölur Hagstofunnar bendi til þess.
Segir þar að í þessari mælingu Hag-
stofunnar gæti ennþá áhrifa af
tvennum kjarasamningsbundnum
launahækkunum á almennum mark-
aði, þ.e. við gildistöku nýrra kjara-
samninga í mars og apríl í fyrra,
ásamt hækkunum um 3% um síðustu
áramót.
Þá segir ASÍ að
áhrif launahækk-
ana í kjölfar
samninganna í
fyrra fari nú dvín-
andi og megi því
búast við því að
það hægi á launa-
hækkunum.
„Áhrif nýgerðra
samninga á opin-
bera markaðnum
koma einnig inn
af fullum þunga í
þessari mælingu,
þar sem búið er að semja við flesta
aðila. Þegar búið er að taka tillit til
kjarasamningsbundinna hækkana,
eru engar vísbendingar um almennt
launaskrið,“ segir ASÍ.
Líkur á launaskriði
Við annan tón kveður í Vegvísi
greiningardeildar Landsbanka Ís-
lands. Þar segir að margt bendi til
þess að aðstæður á vinnumarkaði
séu að breytast í átt til aukinnar
þenslu. Atvinnuleysi hafi farið lækk-
andi að undanförnu en í aprílmánuði
hafi skráð atvinnuleysi á landinu öllu
verið 2,3% en það var 3% í janúar.
„Má því gera ráð fyrir að líkur á al-
mennu launaskriði hafi aukist veru-
lega,“ segir greiningardeild Lands-
bankans.
Kaupmáttur upp um 2,4%
ALLT útlit er fyrir að ekkert verði
af kaupum sænsk-finnska fjarskipta-
risans TeliaSonera á 27% hlut í tyrk-
neska farsímafyrirtækinu Türkcell.
Seljandinn, tyrkneska fjárfestingar-
félagið Cukurova, hefur hætt við við-
skiptin, að því er segir á fréttavef
Børsen.
Cukurova gerði samkomulag við
TeliaSonera um sölu á 27% hlut í
Türkcell í marsmánuði síðastliðnum
fyrir um 3,1 milljarð Bandaríkjadala,
sem svarar til um 200 milljarða ís-
lenskra króna. TeliaSonera, sem er
stærsta fjarskiptafyrirtæki á Norð-
urlöndum, á fyrir 37% hlut í Türkcell
og hefði eignarhlutur þess því farið í
64% eftir viðskiptin.
Stjórnendur Cukurova hafa sætt
mikilli gagnrýni fyrir að ætla að
koma Türkcell í hendur útlendinga
og minnihlutaeigendur hótuðu lög-
sókn.
TeliaSonera
kaupir ekki
í Türkcell
7 'J
/KL
D
D
!;/?
MN
D
D
AA -+N
D
D
)!N
7 ,
D
D
@A?N MO 3&,
D
D