Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 15 ERLENT Klæðskerasniðnar lausnir Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip “fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er einstakur.“ Arnar Snær Kárason Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Tveir fyrir einn til Prag 9. júní frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 9. júní. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin Gisting frá kr. 3.400 Netverð á mann í tvíbýli á Hotel Quality, pr. nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Verð kr. 19.990 í viku Flugsæti með sköttum til Prag, 2 fyrir 1 tilboð, út 9. júní, heim 16. júní. Netverð á mann. ÁRSFUNDUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Ársfundur Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 31. maí 2005 kl. 11 - 12 í Hátíðasal, Aðalbyggingu Háskólans. Dagskrá • Páll Skúlason háskólarektor setur fundinn, fer yfir starfsemi síðasta árs og fjallar um meginatriði í starfi Háskólans. • Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskólaráðs, gerir grein fyrir reikningum ársins 2004 og kynnir fjárhag Háskólans. • Rektor svarar fyrirspurnum. NAMBARIIN Enkhbayar, fyrrum forsætisráðherra og frambjóðandi sósíalista, sigraði í forsetakosn- ingum sem fram fóru í Mongólíu á sunnudag. Forsetinn hét því að berj- ast gegn fátækt og stuðla að pólitísk- um stöðugleika er hann fagnaði sigri í gær. Enkhbayar, sem var frambjóð- andi Byltingarflokks mongólskrar alþýðu, hlaut 53,4% atkvæða en helsti keppinautur hans, Mendsaikh- an Enkhsaikhan, sem fór fram fyrir Lýðræðisflokkinn, hlaut 19,7%. Tveir karlmenn aðrir voru í fram- boði í forsetakosningunum. Þátttaka var góð eða 74,9%. Á kjörskrá voru rúmlega þrettán hundruð þúsund manns. Kosningarnar þóttu fara vel fram. 2,7 milljónir búa á 1500 þúsund ferkílómetrum Í Mongólíu búa um 2,7 milljónir manna og heldur þriðjungurinn til í höfuðborginni, Ulan Bator („Rauða hetjan“ á íslensku). Helmingur landsmanna er hirðingjar. Þeir eiga undir högg að sækja og ýmsir halda því fram að þessi lífsmáti fái ekki staðist öllu lengur. Atvinnulíf á landsbyggðinni er afar fábreytt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Enkhbayar forseti vísaði til ástandsins á landsbyggðinni á fréttamannafundi sem hann boðaði til þegar niðurstaðan lá fyrir í gær. Hét hann því að beita sér fyrir efna- hagslegum framförum í hinum mjög svo dreifðu byggðum Mongólíu (landið er gríðarstórt, um fimmtán hundruð þúsund ferkílómetrar). „Al- þýðan krefst þess af mér að ég vinni gegn atvinnuleysi og fátækt og ég mun þrýsta á ríkisstjórnina um að hún setji þessi málefni efst á verk- efnalistann,“ sagði hann. Mikil gleði ríkti í herbúðum for- setans nýja, sem er 47 ára gamall. Enkhbayar lauk námi við framhalds- skóla númer 23 í Ulan Bator árið 1975. Þá hélt hann til Moskvu þar sem hann lagði stund á bókmenntir. Eftir að hafa lokið BA-prófi þar hélt hann til Englands þar sem hann nam við Háskólann í Leeds. Flokkur hans er hinn gamli kommúnistaflokkur landsins sem nú kennir sig við lýðræði og sósíalisma. Kommúnistar voru einráðir í landinu í rúm 70 ár eða fram til 1990 þegar veldi kommúnismans hrundi í Mið- og Austur-Evrópu. Mongólía varð þá sjálfstætt ríki en hafði fram að þeim tíma verið eins konar hjáleiga Sovét-Rússa. Deilur og flokkadrættir Enkhbayar tekur við embættinu af Natsagiin Bagabandi, fyrrum kommúnista, sem verið hefur forseti í tvö kjörtímabil og mátti ekki bjóða sig fram að nýju. Forseti Mongólíu er talinn sameiningartákn þjóðar- innar og hefur lítil formleg völd. Deilur hafa mjög sett mark sitt á mongólsk stjórnmál síðasta árið eða svo. Þingkosningar fóru fram í júní í fyrra en þær skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Frá þeim tíma hefur allt logað í deilum á milli Lýðræðis- flokksins og sósíalista sem neyddust til að mynda saman stjórn. Til að unnt reyndist að mynda starfhæfa stjórn fór svo að lokum að Tsakhia Elbegdorj, frjálslyndur fulltrúi Lýð- ræðisflokksins, var skipaður for- sætisráðherra en Enkhbayar, sem verið hafði forsætisráðherra frá árinu 2000, varð forseti þingsins. Ýmsir þeir sem sérfróðir teljast um mongólsk stjórnmál spá því nú að spennan í samskiptum stóru flokkanna muni enn aukast eftir sig- ur Enkhbayars. Kjör hans muni verða til þess að raska viðkvæmu valdajafnvægi í landinu. Þá muni áhrif forsetans í stjórnmálum lands- manna aukast vegna stöðunnar á þingi. Nokkuð hefur borið á því að al- menningur í Mongólíu hafi fengið nóg af deilum og valdabrölti stjórn- málamanna. Þannig hefur komið til mótmæla við aðsetur stjórnarinnar í Ulan Bator þar sem pólitísk spilling hefur verið fordæmd og þess krafist að lýðræðislegir stjórnarhættir verði innleiddir í landinu. Heitir baráttu gegn fátækt og atvinnuleysi Reuters Nambariin Enkhbayar, nýr forseti Mongólíu, glaður í bragði á frétta- mannafundi í gær. Öruggur sigur hans í fyrstu umferð kom nokkuð á óvart ekki síst í ljósi þess að flokkur hans tapaði umtalsverðu fylgi í þingkosning- unum í fyrra og neyddist til að mynda stjórn með höfuðandstæðingunum. Enkhbayar leggur áherslu á efnahagslegar framfarir í hinum dreifðu byggðum Mongólíu eftir forsetakosningar Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ’Helmingur lands-manna er hirðingjar. Þeir eiga undir högg að sækja og ýmsir halda því fram að þessi lífs- máti fái ekki staðist öllu lengur. ‘ Frambjóðandi sósíalista kjörinn forseti Mongólíu Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.