Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 16
Verið umhverfisvæn og finnið 3 svansmerki umhverfismerki Norð- urlanda sem leynast í Morgunblaðinu og á mbl.is dagana 23. maí-3. júní. Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is ásamt nafni og símanúmeri á netfangið broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is. 1. __________________ 2. __________________ 3. __________________ Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend- ur geta unnið USB minnislykil. Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend- um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival. Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um- hverfið á hreinu. Austur-Húnavatnssýsla | Þótt kalt sé í lofti væsir ekki um ærnar og lömbin á Sölvabakka í Austur- Húnavatnssýslu. Þó að erfitt sé að vinna að sauð- burði í slíkum kulda og roki barma bændur sér ekki mikið á meðan þurrt er. Verra er þar sem bleyta fylgir kuldanum. Fénu á Sölvabakka er gef- ið úti við fjárhúsin. Ærnar eru vel dúðaðar en lífs- baráttan er harðari hjá litlu lömbunum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kalt á litlu lömbunum Veðráttan Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fiskur er auðvitað aðalmálið í sjávar- þorpi eins og Grundarfirði og þar snýst lífið oft að stórum hluta í kringum fiskinn. Lífæðin er höfnin þar sem menn hittast gjarna í kaffisopa í vigtarskúrnum hjá hafnarverðinum á morgnana og taka púls- inn á bæjarmálunum. Hafnarstjórinn hef- ur verið kampakátur frá áramótum og reyndar æ kátari með hverjum mánuði sem líður því hver mánuður hefur verið metmánuður í afla. Í framhaldi af auknum umsvifum á höfninni verða menn í hafnar- stjórn bjartsýnir og hyggja á frekari um- svif, sækja þeir nú mjög stíft að auka með fyllingu við landrýmið við höfnina til þess að geta reist svokallað frystihótel og jafn- framt að gera höfnina að tollhöfn.    Franska er hins vegar tungumál sem allajafna er ekki mikið talað í Grundar- firði en heyrðist hér víða um vikutíma skeið í byrjun maí. En þá var hópur franskra skólabarna frá bænum Paimpol í Frakklandi í heimsókn og dvaldist meðal jafnaldara sinna hér. Vinarbæjartengsl hafa skapast milli Grundarfjarðar og Paimpoil og liður í því að efla þau tengsl voru samskipti nemenda níunda bekkjar í Grunnskólanum við hina frönsku jafn- aldra sína. Frá síðastliðnu hausti hafa bekkirnir verið í tölvusamskiptum og verkefnavinnu undir stjórn kennara sinna en síðan hittust þau augliti til auglitis í byrjun maí og dvöldu Frakkarnir á heim- ilum hinna grundfirsku félaga sinna. Þeg- ar líður að mánaðamótum maí–júní halda nemendur 9. bekkjar úr Grundarfirði til Frakklands og hitta þar félaga sína aftur og fá þá að kynnast frönskum heimilum.    Fjölbrautaskóli Snæfellinga lýkur nú senn sínu fyrsta starfsári. Það er sam- dóma álit allra jafnt þeirra sem búa á Snæfellsnesi sem og þeirra sem þar starfa að tilkoma skólans hafi verið mikið framfaraspor. Skólinn er í fararbroddi í nýjum kennsluháttum á framhaldsskóla- stigi og til hans litið af öðrum framhalds- skólum sem fylgjast vilja með hvernig til tekst. Úr bæjarlífinu GRUNDARFJÖRÐUR Eftir Gunnar Kristjánsson fréttaritara Börnin í leikskólanum Undralandiá Flúðum héldu sinn árlegaþemadag á laugardaginn og sýndu hvað þau höfðu að hafst í leikskól- anum í vetur. Sást þar fjölbreytni og hugmyndaríki barnanna. Yfirskrift þemasýningar vetrarins var að þessu sinni: „Ég og umhverfi mitt“. Á myndinni gefur að líta vinkonurnar Ragnheiði Björk, Þórdísi Jónu og Brynju Sólveigu, allar sex ára, að líta á nokkra gripi sýningarinnar. Þær setjast á æðra skólastig í haust, í fyrsta bekk Flúðaskóla. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson „Ég og umhverfi mitt“ Steingrímur í Nesiorti vísu við komuheim frá veiðum þar sem veiði var treg, en vísan var ranglega eignuð öðrum hér nýverið. Stein- grímur dró urriðatitt upp úr vasa sínum, rétti Sig- ríði konu sinni og mælti: Eigðu þetta, yndið mitt ánni gekk ég nærri; það er skömm að þessum titt, þú hefur séð þá stærri. Egill Jónasson var með Steingrími að veiðum og þegar hann kom heim um kvöldið hafði hann fengið bröndu allnokkuð stærri en þá sem Steingrímur fékk um morguninn. Rétti hann Sigfríði konu sinni og mælti: Una skaltu þér við þitt það mun réttast vera, ennþá býð ég betri titt en bændur almennt gera. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit snýr út úr gömlu kvæði: Ísland, Ísland, eg vil syngja Evróvisjón tónabreim, það er erfitt því að kyngja að þurfa að fara stiglaus heim. Af veiðum pebl@mbl.is Staðarsveit | „Krakkarnir komu vel fram og voru kurteisir. Við erum stolt af því að hafa fengið þá í heimsókn,“ segir Jónína Þorgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Ytri- Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún hafði nóg að gera eins og fleira ferðaþjón- ustufólk í sveitinni því hátt í 300 manna hópur tíundubekkinga úr nokkrum skólum dvaldi þar í síðustu viku eftir að sam- ræmdu prófunum lauk. Fjórir hópar tíundubekkinga komu í Staðarsveit og dvöldu í Ytri-Tungu, á Görðum og í Lýsuhólsskóla. Þeir voru frá félagsmiðstöðinni Árseli og Hamarsskóla úr Reykjavík, Digranesskóla í Kópavogi og Glerárskóla á Akureyri. Jónína segir að nokkuð þröngt hafi verið um krakkana en allt hafi gengið vel. „Við vorum uggandi um að þetta yrði erfitt, sérstaklega Akureyringarnir, vegna frétta sem maður hefur heyrt þaðan. En það komu eintómir englar,“ sagði Jónína sem sagðist ekki geta orða bundist vegna þess hversu allir hefðu verið tillitssamir í garð starfsfólks og annarra gesta, kurteis- ir, glaðir og skemmtilegir. „Það komu ein- tómir englar“ Súðavík | Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ákveðið að hækka laun fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum á vegum sveitar- félagsins. Greiðslur tvöfaldast í mörgum tilvikum. Sameiginleg tillaga sveitarstjórn- armanna um endurskoðun á nefndarlaun- um var lögð fyrir fund sveitarstjórnar síð- astliðinn föstudag og samþykkt. Til hliðsjónar var yfirlit um nefndarlaun í nokkrum öðrum sveitarfélögunum. Samkvæmt samþykktinni fær oddviti í föst laun 30 þúsund kr. á mánuði og 15 þús- und fyrir hvern setinn fund. Fulltrúar í sveitarstjórn fá 10 þúsund kr. fyrir hvern fund í stað liðlega 4.800 kr. áður. Formenn nefnda fá 7.500 fyrir hvern fund í stað lið- lega 3.600 kr. Laun fyrir setu í nefndum hækka úr liðlega 2.400 kr. í 5 þúsund. Tillagan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans, einn fulltrúi sat hjá og Sigurdís Samúelsdóttir greiddi atkvæði á móti. Hún lét bóka að hún væri sammála því að nefndarlaun væru skammarlega lág og þau þyrfti að hækka en vildi að breyt- ingin tæki ekki gildi fyrr en um áramót svo gera mætti ráð fyrir hækkuninni í fjár- hagsáætlun. Laun fulltrúa í nefndum tvöfaldast ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.