Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Hvanneyri | Á bilinu 20 til 30% fiskanna sem
laxveiðimenn veiða og sleppa veiðast aftur og
smábrot veiðist í þriðja sinn. Eykur þetta
veiðina í Hofsá og Selá í Vopnafirði um 200 til
300 laxa á ári og telur vísindamaður sem rann-
sakað hefur endurveiði laxa í þessum tveimur
ám að sleppingarnar geti aukið mjög verð-
mæti haustveiðinnar í laxveiðiám.
Borgar Páll Bragason er að ljúka BS-prófi
eftir fjögurra ára nám á landnýtingarbraut
Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og
varði hann í gær ritgerð sína um endurveiði í
íslenskum laxveiðiám. Athugaði hann tölur
um veiðar og sleppingar í Hofsá í Vopnafirði
frá árunum 2002 til 2004 og í Selá í Vopnafirði
síðari tvö árin. „Í boði var áfangi sem nefnist
ferskvatnsnýting og Sigurður Már Einarsson,
fiskifræðingur hjá Vesturlandsdeild Veiði-
málastofnunar, kennir. Svo tengist þetta
áhugamáli mínu, ég ólst upp við Hofsá og var
veiðivörður við ána á síðasta sumri,“ segir
Borgar Páll þegar hann er spurður um ástæð-
ur þess að hann tók þetta verkefni fyrir í nám-
inu.
Hann er frá Burstafelli í Vopnafirði og ólst
því upp á bökkum einnar bestu laxveiðiár
landsins. Borgar var að aðstoða við sauðburð
um helgina þegar rætt var við hann. „Þetta
gengur ágætlega. Að vísu er veðrið hundleið-
inlegt og ekki sér fyrir endann á því. Maður
hefur ekki brjóst í sér til að sleppa kindunum
út með lömbin og það er því orðið frekar
þröngt í húsunum,“ segir Borgar Páll.
20–30% veiðast aftur
Í rannsókn sinni athugaði Borgar Páll hlut-
fall endurveiðinnar, hversu langur tími líður á
milli og hversu langt frá merkingarstað lax-
arnir veiðast í annað og þriðja skipti. Veiði-
málastofnun hefur áður gert minni rannsókn á
endurveiði laxa en Borgar Páll hefur haft mun
betri gögn til að vinna úr, bæði vegna þess að
merkingarnar hafa staðið lengur og svo hafði
hann einstæða aðstöðu til að fylgja merking-
unum eftir þegar hann starfaði sjálfur sem
veiðivörður við Hofsá síðastliðið sumar. Hins
vegar hefur ekki áður verið athugað hér á
landi hvert laxarnir hafa farið eftir sleppingu.
Niðurstaða hans er sú að 20 til 30% laxanna
sem sleppt er veiðast aftur og smábrot síðan í
þriðja skipti. Í Selá og Hofsá er sleppt um
helmingi veiddra laxa og þýðir það að 200 til
300 laxar veiðast aftur í hvorri á.
Fiskarnir veiddust í annað skipti allt frá
einum og upp í sextíu dögum eftir að þeim var
sleppt. Meðaltalið var þrjár vikur. Þá end-
urveiddust laxarnir bæði ofan við uppruna-
lega veiðistaðinn og neðan við hann. Aðallega
þó ofan við veiðistaðinn. Telur Borgar að nið-
urstöður sínar bendi til að laxarnir húrri niður
eftir ánni eftir að þeim er sleppt en haldi síðar
göngu sinni áfram upp eftir ánni.
Borgar Páll telur að niðurstöður rannsókn-
arinnar sýni að ef laxi er sleppt fyrri hluta
sumars í íslenskar laxveiðiár aukist veiðin síð-
ari hluta sumars. „Það getur aukið verðmæti
haustveiðinnar töluvert, þegar fjöldinn er orð-
inn þetta mikill.“
Segir hann sleppingarnar sérstaklega mik-
ilvægar í ám þar sem hrygningarstofninn er
ekki nógu stór. Bendir hann á að mikið veiði-
álag sé í íslenskum laxveiðiám og þessi aðferð,
að veiða og sleppa, geti verið gott tæki til að
stjórna veiðum við þannig aðstæður. Einnig
sé hún góð viðleitni til að auka stórlaxagengd
enda sleppi veiðimenn aðallega stærri löxun-
um.
Fylgt eftir í sumar
Rannsókn Borgar Páls hefur vakið athygli
áhugafólks um laxveiði og hann segist hafa
fengið nokkrar fyrirspurnir út af henni. Hefur
hann áhuga á að kynna hana frekar en ekkert
verið ákveðið í því efni.
„Ég verð aftur veiðivörður við Hofsá í sum-
ar og reikna þá með að halda áfram að skoða
endurveiðina til að gera gagnasafnið stærra
og marktækara. Það dugar mér í bili,“ segir
Borgar Páll en hann hefur ekki ákveðið hvað
hann tekur sér fyrir hendur í haust.
Á þriðja hundrað laxa endurveiðist á hverju sumri eftir sleppingu í Hofsá og Selá í Vopnafirði
Getur aukið
mjög verðmæti
haustveiðanna
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Borgar Páll
Veitt og sleppt Veiðieftirlitsmaður merkir lax fyrir sleppingu í Selá í Vopnafirði.
Námslok Borgar Páll Bragason varði í gær
ritgerð sína um endurveiði á löxum.
LANDIÐ
Keflavík | „Það fylgir því streita þegar mikið er að gera.
En þetta er rosalega gaman og svo léttir þegar törninni
er lokið,“ segir Jóna Marín Ólafsdóttir úr Keflavík sem
sópaði að sér verðlaunum á útskriftarathöfn vorannar í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fram fór síðastliðinn
laugardag. Hún varð efst á stúdentsprófi og vann til ótal
verðlauna.
Að þessu sinni brautskráðust 95 nemendur á vorönn.
Þar af voru 43 stúdentar, 5 meistarar, 12 iðnnemar, 9
sjúkraliðar og 5 af starfsbraut. Þá útskrifuðust 9 nem-
endur af starfsnámsbrautum, 17 af flugþjónustubraut og
tveir skiptinemar.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur. Jóna Marín Ólafsdóttir hlaut viðurkenn-
ingu Sparisjóðsins í Keflavík fyrir hæstu einkunn á stúd-
entsprófi og hún hlaut einnig viðurkenningar ýmissa fyr-
irtækja fyrir árangur sinn í íslensku, stærðfræði,
líffræði, jarðfræði, eðlis- og efnafræði, ensku og þýsku.
„Ég er ágæt á öllum sviðum en langskemmtilegastar
eru raungreinarnar, stærðfræði, líffræði og efnafræði,“
segir dúxinn þegar hún er spurð um áhugasviðin. Hún er
að fara í útskriftarferð með hópnum til Mexíkó og vinnur
síðan í Sparisjóðnum í Keflavík í sumar. Framhaldið er
óráðið. „Ég er að hugsa um að taka mér frí frá námi
næsta vetur. Nota tímann til að þroska mig aðeins meira
og jafnvel að ferðast.“ Hún segist hafa áhuga á að fara í
tungumálaskóla og þar kemur margt til greina, spænska,
ítalska eða jafnvel tungumál Kínverja, og ferðast síðan í
framhaldinu. Hún hyggst síðan hefja háskólanám að ári.
Jóna Marín var mikið í félagsmálum í skólanum í vet-
ur, var varaformaður nemendafélagsins eftir áramót,
þannig að fleira kemst að hjá henni en skólabækurnar.
Einnig hefur hún áhuga á ferðalögum og tónlist þótt hún
sé ekki lengur í tónlistarnámi.
Fleiri nemendur voru verðlaunaðir fyrir góðan árang-
ur. Þórdís Garðarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan
árangur í samfélagsgreinum. Gústav Adolf Bergmann
Sigurbjörnsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur
í raungreinum og myndlist. Bjarki Már Elíasson fékk
gjöf fyrir árangur sinn í efnafræði og Ingibjörg Dröfn
Halldórsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á
flugþjónustubraut. Þá fékk Brynja Hafsteinsdóttir gjöf
fyrir árangur á sjúkraliðabraut og Elín Kjartansdóttir
fyrir árangur á flugþjónustubraut. Hulda Oddsdóttir
fékk viðurkenningu fyrir árangur í bókfærslu, Sidi Zaki
Ramadhan fyrir ensku, Þórdís Garðarsdóttir fyrir fé-
lagsfræði, Sigrún Lilja Jóhannesdóttir fyrir góðan ár-
angur í tungumálum og Marinó Gunnarsson og Ólafía
Bragadóttir fyrir árangur í íþróttum. Nemendur á
starfsbraut fengu viðurkenningar fyrir sinn árangur; Ás-
mundur Þórhallsson fyrir tölvugreinar, Árni Jakob Ósk-
arsson fyrir íþróttir, Berglind Daníelsdóttir fyrir ís-
lensku, Konráð Ragnarsson fyrir stærðfræði og Þormar
Helgi Ingimarsson fyrir myndlist. Þau Arnar Fells
Gunnarsson, Atli Már Gylfason, Gústav Adolf Bergmann
Sigurbjörnsson, Hildur Gunnarsdóttir, Jóna Marín
Ólafsdóttir, Runólfur Þór Sanders og Sigrún Lilja Jó-
hannesdóttir fengu öll viðurkenningu fyrir störf í þágu
nemenda skólans. Einnig fengu skiptinemarnir Mariam
Elisabeth Hill og Martino Larocchia gjöf frá skólanum
til minningar um veru sína á Íslandi og í skólanum.
Við lok athafnarinnar veitti Oddný Harðardóttir skóla-
meistari Guðna Kjartanssyni, Gísla Torfasyni og Sum-
arrós Sigurðardóttur gullmerki Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. Þau hafa öll kennt við skólann í 25 ár, hafa átt
farsælan feril og notið vinsælda meðal nemenda og sam-
starfsfólks, að því er fram kemur á vef skólans. Gísli lést
þennan dag og var haldin kyrrðarstund til minningar um
hann í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju síðdegis í gær.
Sópaði að sér viðurkenningum við útskrift vorannar í FS
Mikill léttir
þegar törn-
inni er lokið
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Verðlaun Jóna Marín Ólafsdóttir varð efst á stúdents-
prófi og sópaði að sér verðlaunum við útskrift hjá FS.
Reykjanesbær | Nemendur á
námskeiði Myndlistarskóla
Reykjaness stöfluðu stólum og
borðum á mitt gólf salarkynna
skólans í Svarta pakkhúsinu og
hengdu sloppa og verkfæri á.
Þetta verk, gerningur, varð til
vegna þess að rýma þurfti til fyrir
sýningu á afrakstri námskeiðs.
Vakti gerningur þessi síst minni
athygli en málverkin sem hengd
voru á veggina.
Fjórtán nemendur voru á nám-
skeiði á vorönn í Myndlistarskóla
Reykjaness. Þuríður Sigurðardótt-
ir var leiðbeinandi. Hjördís Árna-
dóttir, formaður Félags myndlist-
armanna í Reykjanesbæ, sagði að
námskeiðið hefði gengið vel en hún
tók sjálf þátt í því. Sagði að þetta
væri þriðja námskeiðið sem Þur-
íður stjórnaði í skólanum og nám-
skeiðið nú hefði verið framhald af
öðru námskeiði sem Þuríður
kenndi. Námskeiðið gekk út á að
kynna fyrir þátttakendum stefnur
og strauma í myndlist og mismun-
andi aðferðir. „Hún sýndi okkur
óhefðbundna list og hvernig hægt
væri að nota óhefðbundnar aðferð-
ir. Síðan voru gerð verkefni í
tengslum við það viðfangsefni sem
tekið var fyrir hverju sinni,“ sagði
Hjördís.
„Maður lærir ýmislegt nýtt og
nær að þróa sig áfram á svona
námskeiði. Hér er engin stöðnun,“
segir Hjördís.
Nemendur sýndu verk sín í hús-
næði Myndlistarskóla Reykjaness
í Svarta pakkhúsinu um helgina.
Þeirri sýningu er nú lokið en í
Svarta pakkhúsinu er nú opið sum-
argallerí félagsins. Þar eru lista-
verk og handverk og er galleríið
opið alla daga frá kl. 13 til 17.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sýning Gerningurinn sem byggðist á tiltekt nemendanna vakti einna
mestu athyglina á útskriftarsýningu Myndlistarskóla Reykjaness.
Gerningur úr hús-
gögnum og slopp-
um vakti athygli