Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 21
UMRÆÐAN
Tandur hf • Hesthálsi 12 • 110 Reykjavík • Sími: 510 1200 • Fax: 510 1201 • tandur.is
Höfum í boði mikið úrval
af Svansmerktum hreinsiefnum,
nú einnig fáanleg með ilmefnum.
Innkaupastjórar fyrirtækja og stofnana athugið!
Umhverfisvottuð
hreinsiefni
Norræna umhverfismerkið
Svanurinn er vitnisburður um
gæðavöru með lágmarks
umhverfisáhrifum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyr-
irbyggja að það gerist. For-
varnir gerast með fræðslu al-
mennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt
fyrir allt, verið til fyrirmyndar
og á að vera það áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýs-
ingar framkvæmdavaldsins,
um að skapa betra umhverfi
fyrir bílaleigurnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn í
LHÍ og þar verði höfuðstaður
framhalds- og háskólanáms í
tónlist í landinu.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UM þessar mundir er mikið
rætt um sölu ríkisins á Símanum.
Það fer þess vegna ekki hjá því að
menn spyrji sjálfa sig og aðra hver
afstaðan sé til beinna eða óbeinna
kaupa á hlut í fyrirtækinu og alveg
klárt að allir fjárfestar, stórir jafnt
sem smáir og jafnvel einnig þeir
sem hugsa um hvar
spariféð sé best
geymt, velta fyrir sér
hvort um sé að ræða
vænlega ávöxt-
unarleið.
Ég er reyndar
þeirrar skoðunar að
hinn almenni spari-
fjáreigandi líti ekki
síst á orðspor eða
„karakter“ fyrirtækja
áður en ákvörðun er
tekin um fjárfestingu.
Hér á eftir ætla ég
því að segja frá
hvernig ég hef upplifað ýmis sam-
skipti, bein og óbein, við þetta fyr-
irtæki.
Á sama tíma og ég hóf störf sem
fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi
að loknu laganámi, kom einn af
lögregluþjónum embættisins úr
launalausu leyfi sem hann hafði
notað til þess að annast verktöku
við hitaveituframkvæmdir. Verk-
efnin fólust í því að grafa hei-
mæðaskurði frá aðalæð. Stundum
urðu hann og samstarfsmenn hans
við gröftinn fyrir því óláni að slíta
símalínur. Umræddur verktaki er
nákvæmnismaður sem vildi gera
rétt og vel, enda beið hans frami
innan lögreglunnar. Hann sá til
þess að tjónið væri bætt, nema
þegar teikningar sýndu að lagn-
irnar hefðu átt að vera annars
staðar en þær reyndust.
Stjórnendur Símans gerðu kröfu
um að meira yrði bætt en lög-
regluþjóninum þótti rétt og sann-
gjarnt og gerðu honum reikning,
sem hann neitaði að greiða.
Lesandi þessa greinarkorns get-
ur örugglega ekki ímyndað sér til
hvaða úrræða stjórnendur Símans
gripu, en þau voru að heimasíma
lögregluþjónsins var lokað. Já,
slíkt var gerræðið. Ég gleymi því
aldrei hvernig Sigurgeir bæjarfóg-
eti tók á málinu og kom vitinu fyr-
ir stjórnendur Símans.
Á þessum árum voru ekki aug-
lýsingar í símaskránni eins og nú
tíðkast. Ungur maður hratt í fram-
kvæmd þeirri hugmynd sinni að
búa til hlífðarkápur utan um síma-
skrár. Á kápunum voru auglýs-
ingar sem fjármögnuðu uppátækið.
En hvað gerðu yfirvöld þessa
lands? Að beiðni Símans voru sett-
ar reglur sem bönnuðu að kápusíð-
ur símaskrárinnar væru huldar og
rökin voru að á síðunum væru svo
mikilvægar upplýsingar, einkum
varðandi almannavarnir, að þær
ættu að vera öllum aðgengilegar
þegar á þyrfti að halda og án tafar.
Ekki veit ég hvers vegna þetta
þótti svona nauðsynlegt þá, eða
hvaða hagsmuni Síminn þóttist
vera að verja, en eftir
þetta varð unga
manninum ekki kápan
úr því klæði sem hann
hafði efnt til og til-
neyddur hætti hann
annars arðsamri fram-
kvæmd.
Eins og aðrir Ís-
lendingar hef ég gam-
an af að ferðast til
framandi landa. Þá er
stundum hringt heim í
ýmsum tilgangi. Á
sumum símasjálfs-
ölum erlendis er skjár
þar sem sjá má hverju hefur verið
eytt í símtalið. Ég tók eftir því að í
upphafi hvers samtals til Íslands
snarminnkaði inneignin um leið og
svarað var. Þótti mér þetta skrýtið
og las í símaskránni allt sem ég
fann um gjaldtöku fyrir símtöl, en
allt kom fyrir ekki, þar fann ég
ekki stafkrók sem gæti skýrt fyr-
irbærið. Ég hringdi því á inn-
heimtudeild bæjarsímans, en fékk
engin svör, starfsmennirnir kunnu
engar skýringar á þessari upplifun
minni. Ég gafst ekki upp og eftir
að ég hafði náð sambandi við mann
hátt í metorðastiga fyrirtækisins
fékk ég loks skýringuna: Þótt það
sæist hvergi í gjaldskrám og al-
mennir starfsmenn hefðu ekki
hugmynd um það hefur um langt
árabil verið innheimt svokallað
svargjald sem samsvarar nokkrum
skrefum í talningu á lengd símtala.
Ég þarf ekki að lýsa því hvað ég
hugsaði, það getur lesandinn sjálf-
sagt ímyndað sér.
Þegar boðið var upp á það sem
kallað er númerabirting þáðu hana
margir enda þægilegt að sjá á
símaskjá úr hvaða síma hringt er.
En hafa menn hugsað hvaða þjón-
usta er veitt við þetta af hálfu
símafyrirtækisins? Jú, í tölvubún-
aði er til þess gerð braut opnuð og
síðan þarf ekki meira um það að
hugsa. En notandinn þarf að borga
tiltekna fjárhæð í hverjum mánuði
fyrir „þjónustuna“.
Nýlega var ég að rekja fram-
angreint fyrir manni sem reyndist
sömu skoðunar og ég um „þjón-
ustufyrirtækið“ Símann. Hann
bætti við það síðasttalda og benti
mér á að hægt væri að fá lás á dýr
símtöl (t.d. í farsíma, til útlanda og
í ýmsa þjónustusíma) með einfaldri
aðgerð í símstöðinni, og þótt fram-
kvæmdin væri aðeins ein og til
langs tíma væri innheimt mán-
aðargjald fyrir „þjónustuna“. Ég
trúði manninum ekki fyrr en ég
hafði fengið staðfestingu hjá fyr-
irtækinu sjálfu.
Eftir að hafa öðlast skilning á
því sem að framan hefur verið rak-
ið hefur mér líka skilist á hverju
stórgróði Símans byggist.
Ég er sammála stjórnvöldum um
að rétt sé að selja þetta fyrirtæki
vegna þess að því getur ekki fylgt
ánægja að samsama sig því, ekki
einu sinni í eigin hugarheimi.
Kaupir þú? – Ekki ég
Leó E. Löve fjallar um bein og
óbein samskipti sín við Símann ’… þau voru að heima-síma lögregluþjónsins
var lokað.‘
Leó Löve
Höfundur er lögfræðingur.
HVAÐ er að? Erum við orðin
dómarar yfir tilfinningum fólks á
grundvelli misskilinna ritning-
argreina innan Biblíunnar sem
örfáar sálir setja fram, okkur
þiggjandi almúganum til leiðbein-
ingar?
Erum við að sökkva okkur ofan í
glataðan farveg
þeirra þröngsýnu sem
leyfa sér að setjast í
hásæti þeirra hroka-
fullu? Erum við svo
firrt að setja megi
pennastrik yfir mann-
réttindi ákveðins hóps
fólks sem er svo hug-
rakkt að það leggur í
að storka okkur
„venjulega fólkinu“
sem giftum okkur í
kirkju, eigum börn,
skiljum og segjum að
þetta sé allt venjulegt
á meðan annað fólk
má ekki einu sinni
gifta sig innan kirkj-
unnar?
Hve lengi eigum
við að taka okkur það
vald að dæma unga
drengi til útilokunar
frá lífinu? Erum það
ekki við sem annað
hvort dæmum eða
þegjum og ekkert
segjum, sem berum
einnig ábyrgð á því
að ungir drengir, í hringiðu ung-
lingslegrar sjálfhverfu eru sann-
færðir um að líf þeirra sé einskis
virði vegna þess að þeir passa ekki
inn í normin sem við álítum passa
inn í okkar samfélag? Erum það
ekki við sem höfum mörg mannslíf
á samviskunni vegna þeirrar ör-
væntingar sem það veldur að hljóta
ekki viðurkenningu, eða það að ótt-
ast svo að hljóta ekki viðurkenn-
ingu, og sem fremja þann óskap-
lega verknað í algerri örvæntingu
að svipta sig lífi? Hvers er rétt-
urinn?
Með þessu er ég ekki að segja að
stúlkur og konur lendi ekki í þeirri
tilfinningalegu tilvistakreppu sem
ungir karlar lenda í. Vinkonum
leyfist ákveðin nánd, sem fleytir
e.t.v. yfir erfiða hjalla, en fordóm-
arnir lenda síðar einnig á þeim.
Um leið og ég segi að kirkjan
beri ábyrgð, vil ég árétta að við er-
um kirkjan. Flestir Íslendingar til-
heyra kristinni kirkju og við megn-
um mikils ef við svo viljum hafa.
Að sjálfsögðu eru kristnir ekki ein-
ir um að setja siðferðisstuðulinn í
samfélaginu. En það að fullyrða að
Biblían fordæmi samkynhneigð vís-
ar í það að viðkomandi er ekki al-
veg í takt við það sem liggur að
baki ritningunni. Biblían er rituð
fyrir um 2–3000 árum. Í henni er
ekki beinlínis talað um samkyn-
hneigð, eins og við þekkjum hana í
dag. Skilgreiningin um samkyn-
hneigð var ekki til eins og við
þekkjum hana. Það að leggjast með
karli sem kona væri lýsir ákveðnu
valdi yfir þeim sem drottnað er yf-
ir. Hér komum við inn á viðtekna
hlutverkaskipan kynjanna í hinum
semíska menningarheimi, sem
raunar virðist oft enn vera við lýði
hér hjá okkur á Íslandi í dag. Í
þessu samhengi er einnig ritað að
ekki skuli leggjast hjá dýrum. Það
er ljóslega ekki verið að tala um
samkynhneigð!
Nægir hér að benda á þá löngu
tímabæru leiðréttingu sem komin
er fram í nýrri biblíuþýðingu Biblíu
21. aldarinnar, þar sem í stað
gömlu þýðingarinnar frá 1981 sem
hljómar svo í Fyrra Korintubréfi
6:9–10: Vitið þér ekki, að ranglátir
munu ekki Guðs ríki erfa? Villist
ekki! Hvorki munu saurlífismenn
né skurðgoðadýrk-
endur, hórkarlar né
kynvillingar, þjófar né
ásælnir, drykkjumenn,
lastmálir né ræningjar
Guðs ríki erfa. Er
komin mun ásætt-
anlegri tillaga sem
hljómar svona: Vitið
þér ekki að ranglátir
munu ekki erfa Guðs
ríki? Villist ekki!
Hvorki munu saurlíf-
ismenn né skurðgoða-
dýrkendur, hórkarlar
né þeir sem leita á
drengi eða eru í slag-
togi við þá, þjófar né
ásælnir, drykkjumenn,
lastmálir né ræningjar
erfa Guðs ríki.
Eins og kemur fram
í nýju þýðingunni er
hér frekar átt við
barnaníðinga en sam-
kynhneigða. Þetta er
kærkomin endur-
skoðun, þar sem farið
er eftir þeirri merk-
ingu sem felst í text-
anum.
Það eru ekki margir staðir í
Biblíunni sem tala um samneyti
tveggja manneskja af sama kyni,
en eru þeir iðulega teknir úr sam-
hengi. Þannig eru þeir settir utan
við þann endurleysandi kærleik
sem fagnaðarboð Jesú Krists er.
Tökum afstöðu með kærleik-
anum, eins og Bjarni Karlsson rit-
ar um í grein sinni hinn 27. apríl
s.l.
Kærleikurinn er öllu æðri. Kær-
leikur Jesú Krists er það afl sem
fleytir okkur áfram og gerir okkur
sterk hvert með öðru og hvert fyrir
annað. Látum ekki afvegaleiða okk-
ur í skrumskælingu á stökum setn-
ingum góðrar ritningar sem teknar
eru úr samhengi sínu.
Þegar við erum í vafa um rétt-
mæti eigin viðbragða, skulum við
spyrja okkur: Hvað mundi Jesús
gera?
Hvað mundi
Jesús gera?
Ása Björk Ólafsdóttir fjallar
um boðskap Biblíunnar
Ása Björk Ólafsdóttir
’Látum ekki af-vegaleiða okkur
í skrumskæl-
ingu á stökum
setningum góðr-
ar ritningar sem
teknar eru úr
samhengi sínu.‘
Höfundur er guðfræðinemi við HÍ.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni