Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kuldakastið síðustu vik-urnar hefur ekki aðeinsáhrif á mannfólkið held-ur einnig á gróður og
dýralíf. Sérfræðingar á þessum
sviðum, sem Morgunblaðið ræddi
við, segja kuldann seinka vorverk-
um náttúrunnar, eins og fuglavarpi
og trjávexti, en ekki sé farið að
bera á neinni hættu eða skemmd-
um. Verði hins vegar ekki lát á
kuldakastinu næstu vikurnar geti
áhrifin á lífríkið verið önnur og
verri. Þannig eru aspir farnar að
gulna víða í Eyjafirði, líkt og komið
væri haust.
Tjarnir víða vatnslitlar
Samkvæmt upplýsingum úr Mý-
vatnssveit er fuglalíf þar heldur fá-
tæklegra en oft áður á sama árs-
tíma og varp fugla mun seinna á
ferðinni. Jóhann Óli Hilmarsson
fuglasérfræðingur segir það líklegt
að kuldinn norðanlands hafi meiri
áhrif þar á fuglalífið heldur en
sunnanlands, þar sem sólin hefur
skinið skært og hitinn verið heldur
meiri en fyrir norðan. Þó hafi þurr-
katíð þau áhrif í Flóanum, þar sem
Jóhann Óli þekkir vel til, að tjarnir
og vötn séu víða vatnslítil.
„Vorhret hafa alltaf áhrif á varp
fugla en ég tel að svona eitt kalt
vor, eftir góð síðustu sumur, muni
ekki hafa dramatísk áhrif. Fuglarn-
ir eru orðnir ýmsu vanir hérna á Ís-
landi en áhrifin af kuldanum munu
sjást betur í sumar,“ segir Jóhann
Óli og telur áhrif á varp einna helst
verið hjá fálkum og örnum, sem
verpi snemma. Hvað fálkann varð-
ar geti fjöldi rjúpna vegið á móti
áhrifum kuldans.
Sauðburður er í fullum gangi í
sveitum landsins og veðurfarið hef-
ur haft þau áhrif að ekki hefur ver-
ið hægt að setja lömbin á úthaga-
beit. Jóhannes Sigfússon,
sauðfjárbóndi á Gunnarsstöðum í
N-Þingeyjarsýslu, segir kuldann
hafa þýtt mun meiri vinnu fyrir
bændur. Kuldinn seinki öllum
gróðri og því þurfi að gefa fénu sem
á annað borð er sleppt úr húsi. Ef
ekki fari að hlýna á næstunni og
beitarhagar að koma upp stefni allt
í „leiðindaástand“.
Jörð alhvít dögum saman
Jóhannes segir jörð hafa verið al-
hvíta dögum saman að undanförnu
og himinninn hafi verið eins og um
hávetur, lágskýjað og vætutíð.
Hálfdimmt hafi verið á kvöldin og
hrollkalt. Ekki sé að undra þótt
mannfólkið sé orðið langþreytt á
veðurfarinu og farið að len
sumarveðri. Þórólfur
garðyrkjustjóri Reykjaví
ar, segir að gróðurinn h
kominn það vel á veg, þeg
kastið byrjaði, að hann mu
næturfrost og aðra kuldat
Einhver blöð kunni að söln
lega hafi bjargað miklu að
hafi haldist stöðugur. Hv
snögghlýnað né snöggkóln
„Auðvitað er slæmt h
hefur rignt og gróðurinn e
inn þurr. Af þeim völdum
grænn gróður fengið að
því, þó að það komi ekki st
Almennt þolir gróður fros
hverju marki, að vísu mism
tegundum,“ segir Þórólfu
leggur garðeigendum a
gróðurinn af og til, einkum
ar plöntur, ef ekki fer a
Moldin hafi alltaf gott a
blotna.
Margir ruku til í byrju
fjárfestu í sumarblómum.
Þórólfs geta þeir hinir söm
vandræðum þar sem fles
blóm þoli illa fimbulkulda.
að hlífa blómunum og kom
betra skjól, en öruggast s
enn um sinn með að planta
blómum í garðinn.
„Nú býst ég við að fl
búnir að hreinsa til í görðu
Vorverkum nátt
úrunnar seinka
Kuldakastið hægir á varpi fugla Trjáblöð fa
að gulna Miklar vinnutarnir við sauðburðinn
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Flest bendir til, að farið séað styttast í formleg rétt-arhöld yfir leiðtogumRauðu khmeranna í
Kambódíu, næstum átta árum eftir
að farið var að leggja drög að þeim í
samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar.
Almenningur í landinu hefur þó sín-
ar efasemdir um, að nokkru sinni
verði komið lögum yfir þessa menn,
sem báru ábyrgð á dauða fjórðungs
þjóðarinnar á aðeins fimm ára
valdatímabili.
Rauðu khmeranir komust til
valda í Kambódíu 1974 en voru
hraktir burt 1979 er Víetnamar réð-
ust inn í landið. Á þessum tíma
þrælkuðu þeir þjóðina og drápu
beint eða óbeint upp undir tvær
milljónir manna. Tugir eða hundruð
þúsunda voru tekin af lífi en aðrir
létust úr hungri og sjúkdómum eða
örmögnuðust í nauðungarvinnu.
Það, sem helst hefur tafið rétt-
arhöldin fram að þessu, er kostn-
aðurinn við þau. Er hann áætlaður
nærri 3,8 milljarðar ísl. kr. og það
er fjármagn, sem ekki liggur á lausu
í Kambódíu, þessu örsnauða ríki.
Nú hins vegar hefur Sameinuðu
þjóðunum tekist að tryggja framlög
upp á rúmlega 2,8 milljarða kr. og
Kambódíustjórn á nú í viðræðum
við erlend ríki um að þau leggi fram
það, sem upp á vantar.
Efasemdir um
framgang réttvísinnar
Eins og áður segir efast margir um,
að leiðtogar ógnarstjórnarinnar fái
makleg málagjöld fyrir glæpi sína.
Eru ástæðurnar fyrir því margar. Í
Kambódíu er mikil, pólitísk spilling;
margir fyrrum liðsmenn Khmer-
anna eru enn á kreiki, sumir í op-
inberri þjónustu, og óttinn við
Khmerana liggur enn eins og mara
á þjóðarsálinni.
Þessar efasemdir komu vel fram í
kambódískum útvarpsþætti um
þessi mál en þar mátti fólk hringja
inn og tjá sig um væntanleg rétt-
arhöld.
„Í réttarhöldunum verðu
að réttum lögum vegna þes
þessu landi er mikið af lögu
ir, sem fara eftir þeim,“ sag
hlustandi. „Þeir valdamiklu
lögin en almenningur er all
lenda í einhverjum vandræ
Annar maður, Pich Kaly
sínum tíma var fangi Rauðu
anna, kvaðst vona, að rétta
færu fram áður en hann yr
„Eftir dauða minn gæti ég
sálum ættingja minna þá fa
aðarfrétt, að réttað hefði ve
mönnunum,“ sagði Kalyan
Flestir eru enn
frjálsir ferða sinna
Sumir óttast, að eftirlifand
ar Rauðu khmeranna muni
sér burt áður en til réttarh
kemur. Raunar hafa þrír þe
ið í haldi í höfuðborginni, P
Penh frá 1999, þeir Ta Mok
Sleng, sem var yfirmaður p
miðstöðvar khmerastjórna
og Kaing Khek Iev, hinn al
yfirheyrsluforingi khmeran
Helsta arfleifð Rauðra kh
Hillir undir
réttarhöld
yfir Rauðum
khmerum
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Hugsanlegt er að innan árs verði leiðtogar
Rauðu khmeranna látnir svara til saka fyrir
þjóðarmorðið í Kambódíu á árunum 1974 til
1979. Almenningur í landinu hefur þó sínar
efasemdir og óttast að sumir kæri sig ekkert
um að farið verði að kafa ofan í fortíðina.
NÝTT SKEIÐ Í SJÁVARÚTVEGI?
Í samtali við Morgunblaðið sl.sunnudag sagði Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands,
staddur í opinberri heimsókn í Kína
m.a. eftir að hafa skoðað frystihús,
sem vinnur fisk á vegum íslenzks
fyrirtækis:
„Mér finnst við vera að sjá hér al-
veg nýtt skeið í íslenzkum sjávar-
útvegi. Nýtt tímabil, þar sem öll sú
mikla reynsla, sem við höfum safn-
að á síðustu 50 eða 60 árum í sölu-
mennsku, markaðskerfi og vinnslu
sjávarafurða er að skila sér á ótrú-
legan hátt hér, þar sem tengt er
saman fiskur veiddur í Rússlandi,
vinnslan fer fram hér og selt á há-
gæðamörkuðum í Bandaríkjunum
og Evrópu … hér sjáum við þessa
ungu sveit vísa okkur veginn til
framtíðar og gera það á þann hátt
að fæstir á Íslandi þekkja þetta fyr-
irtæki … veruleikinn hér er miklu
ótrúlegri en nokkrar frásagnir.“
Það er ljóst, að forsetinn hefur
hrifizt af uppbyggingu og fram-
gangi íslenzkra fyrirtækja í Kína,
og er það skiljanlegt, enda ljóst, að
umsvif Íslendinga hafa aukizt þar
mjög og eiga eftir að aukast enn frá
því, sem nú er.
Við megum þó aldrei gleyma því,
að á þessari uppbyggingu og mikl-
um og vaxandi umsvifum er önnur
hlið. Hún kom fram í orðum Ellerts
Vigfússonar, framkvæmdastjóra
Sjóvíkur, í samtali við Morgunblað-
ið sl. sunnudag. Hann lýsti stöðu
verkafólks í frystihúsinu, sem for-
setinn skoðaði, á hreinskilinn hátt.
Hann sagði:
„Fólkið vinnur tíu tíma á dag, sex
daga vikunnar. Launin eru misjöfn
eftir stöðum, 120 til 150 dollarar á
mánuði. Fólkið býr á staðnum og
verksmiðjueigandinn skaffar því
húsnæði og fæði, sem ekki er tekið
af laununum. Víða í Asíu er lífeyr-
issjóður foreldranna börnin þeirra,
um annað er ekki að ræða. Þau
koma í langflestum tilfellum utan af
landi, þar sem fátækt er mikil og
mikið atvinnuleysi og eru komin til
að vinna og senda peninga heim.“
Síðan segir í frásögn Morgun-
blaðsins af samtalinu við fram-
kvæmdastjóra Sjóvíkur: „Hann
segir, að hver starfskraftur endist
tvö til fjögur ár að jafnaði.“
Vélar duga kannski 10 eða 15 eða
20 ár. Mannfólkið í fiskvinnslu í
Kína í tvö til fjögur ár. Þetta er at-
hyglisverður samanburður á end-
ingu.
Miðað við gengi gærdagsins
nema 120 dollarar nú 7.824 krónum
og 150 dollarar 9.780 krónum. Þetta
eru mánaðarlaun þessa fólks í ís-
lenzkum krónum.
Það er auðvitað ljóst, að efna-
hagsuppsveiflan í Kína byggist á
þessum lágu vinnulaunum. Það er
auðvitað ljóst að Kína er að verða
framleiðslumiðstöð heimsins vegna
þessara lágu launa. Það eru þessi
lágu laun, sem valda því, að fólk á
Vesturlöndum getur keypt ódýrari
vörur en ella. Og að því kemur að
launin í Kína hækka og fiskvinnslan
verður flutt til annarra landa, þar
sem launin verða lægri en þau
verða þá orðin í Kína.
En það hlýtur að vera mikil
spurning, hvort það er rétt hjá for-
setanum, að það sé til marks um
„nýtt skeið í íslenzkum sjávarút-
vegi“ og jafnvel „nýja framtíð“ að
hverfa frá vélrænni og tölvuvæddri
vinnslu á fiski í frystihúsum hér til
vinnslu á fiski í Kína, sem byggir á
svo ódýru vinnuafli, sem hér hefur
verið lýst.
Þetta er hin siðferðilega hlið
málsins, sem snýst um mannrétt-
indi þessa fólks. Við munum ekki
breyta efnahagskerfinu í Kína. Við
munum ekki hafa nein áhrif á þessa
þróun. Jafnvel þótt forráðamenn ís-
lenzkra fyrirtækja vildu taka þátt í
að bæta kjör þessa fólks, með hærri
launum, hefðu þeir ekkert bolmagn
til þess einir og sér og mundu þar
með ekki verða samkeppnishæfir á
markaðnum mikla. En við megum
ekki gleyma þessari hlið málsins og
láta eins og hún sé ekki til.
Við getum ekki bara fagnað því,
að forseti Íslands taki mannréttindi
í Kína upp til viðræðu við forseta
Kína, en horft framhjá því, að við
Íslendingar erum sjálfir að notfæra
okkur skort þess fólks á mannrétt-
indum, sem er að vinna við vinnslu
á fiski á vegum íslenzkra fyrirtækja
í Kína, eða hvaða aðra framleiðslu
sem er.
Hvað felst í því að vinna sex daga
vikunnar, tíu tíma á dag, fyrir þessi
lágu laun? Er ekki orðið býsna stutt
á milli frystihússins og þess, sem
einhvern tíma hefur verið kallað
vinnuþrælkun? Hvað segir verka-
lýðshreyfingin á Íslandi um það?
Að minnsta kosti fer ekki á milli
mála, að samkeppnisstaða frysti-
húsa hér á Íslandi hlýtur að verða
mjög erfið á næstu árum frammi
fyrir þessari samkeppni frá Kína.
En kannski yppta menn öxlum
vegna þess, að það verði fyrst og
fremst Pólverjar, sem missi vinn-
una í frystihúsunum hér. Við hljót-
um þó að hafa nokkrar skuldbind-
ingar gagnvart því fólki, sem hefur
komið hingað til lands og hlaupið
undir bagga með grundvallarat-
vinnuvegi þjóðar, sem vill ekki
lengur vinna við hann nema í tak-
mörkuðum mæli.
Hins vegar er athyglisvert að ein
manneskja í ferð forsetans til Kína
gerir sér ljósa grein fyrir þessari
hlið á hinni miklu uppbyggingu í
Kína. Það er forsetafrúin Dorrit
Moussaieff, sem sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær:
„Það er ótrúlegt að sjá hvað Kín-
verjar hafa afrekað á stuttum tíma.
En þeir hafa gríðarlegan mannafla
og mannslíf geta skipt litlu máli
hérna. Lífsgæði eru svo bág hér að
það er ekki hægt að bera það saman
við neitt í Evrópu, hvað þá á Ís-
landi. Síðan er bilið milli ríkra og
fátækra gríðarlegt. Þess vegna er-
um við heppin á Íslandi. Þar er bilið
lítið, þótt það hryggi mig að sjá að
það hefur stækkað. Það er nokkuð,
sem við þurfum að laga, og við höf-
um efni á því.“
Þetta er hinn rétti tónn og gott að
vita til þess, að á Bessastöðum situr
kona, sem gerir sér svo skýra grein
fyrir aðstæðum og örlögum fólks.