Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 23 ngja eftir Jónsson, íkurborg- hafi verið gar kulda- uni standa tíð af sér. na og lík- ð kuldinn vorki hafi nað. hvað lítið er því orð- getur sí- kenna á trax í ljós. st að ein- mikið eftir r og ráð- að vökva m sígræn- að rigna. af því að un maí og Að sögn mu lent í st sumar- Hægt sé ma þeim í sé að bíða a þessum estir séu um sínum en eins og kuldinn hefur verið hefði verið betra að bíða með þau verk þar sem lauf og greinar hlífa gróðr- inum ágætlega,“ segir Þórólfur. Jón Kristófer Arnarson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir laufblöð hafa gulnað upp í kuldanum í Kjarna- skógi og víðar í Eyjafirði, ekki síst á öspum en einnig í runnagróðri. Ekki sé þó hægt að tala um skemmdir á gróðrinum á þessu stigi. Hann geti átt eftir að lagast á ný. Að sögn Jóns er reynsla fyrir því að eftir viðlíka kuldakast komi upp sveppasjúkdómar í lerkitrjám. Í frostinu myndist sár og þangað eigi sveppir greiða leið þegar fer að hlýna. Jón segir gróðurinn hafa verið kominn ágætlega af stað áður en norðanáttir urðu ríkjandi núna í maí og því hafi margar tegundir verið farnar að laufgast. Morgunblaðið/Kristján Gróður landsins þarf nú að standa af sér óvenjukalt vorið, líkt og þessar páskaliljur í blómabeði á Akureyri um helgina. Kuldatíðin er farin að hafa áhrif á lífríkið og vonast allir eftir því að sumarið fari að koma fyrir alvöru. t- r arin n ur að fara ss, að í um en fá- gði einn u fyrirlíta ltaf að æðum.“ yan, sem á u khmer- arhöldin ði allur. þá flutt agn- erið yfir . di leiðtog- i forða aldanna eirra ver- Phnom k, Tuol pyntinga- arinnar, lræmdi nna. Aðr- ir, til dæmis þeir Nuon Chea, Khieu Samphan og Ieng Sary, haf- ast enn við í sínu gamla höfuðvígi, borginni Pailin í Vestur-Kambód- íu. Hafa þeir meira að segja verið á ferðinni í Phnom Penh og stundum brugðið sér til Taílands. Það eru fyrst og fremst þessir menn, sem hér hafa verið nefndir, sem verða ákærðir fyrir þjóð- armorð. Pol Pot, „Bróðir nr. 1“ og æðsti leiðtogi Rauðu khmeranna, lést 1998. Í lögunum, sem voru sér- staklega samin fyrir væntanleg réttarhöld, er ekki gert ráð fyrir, að unnt sé að dæma khmeraleið- togana að þeim fjarstöddum. Það skiptir því öllu máli, að þeir mæti fyrir réttinn. Óttast ekki flótta Ang Vong Vathana, dóms- málaráðherra Kambódíu, segist ekki telja mikla hættu á, að þeir reyni að flýja enda hafi hann varla leitt hugann að því. Segir hann, að flestir þeirra séu aldurhnignir og sumir sjúkir en samt „nógu staff- írugir“ til að vilja koma með sína skýringu á því, sem gerðist. „Ef þeir gefa sig ekki fram, mun- um við sækja þá,“ sagði dóms- málaráðherrann. Craig Etcheson, sérfræðingur í kambódískum málefnum, tekur undir þetta með Ang Vong og annar maður, sem hefur lengi búið í Kambódíu og fylgst með þróuninni þar, segir, að Khieu Samphan muni áreiðanlega mæta fyrir réttinn. Hann haldi því einfaldlega fram, að hann hafi lítið sem ekkert komið að þjóðarmorðinu og muni leggja áherslu á það í réttarhöldunum. „Það kæmi mér hins vegar ekki á óvart þótt Ieng Sary reyndi að forða sér enda á hann mikið fé er- lendis,“ sagði þessi maður og bætti við, að það sama gæti átt við um Nuon Chea, sem hefði góð sambönd í Taílandi. Ýmis ljón í veginum Sumir telja, að erfitt geti orðið að sækja leiðtogana til Pailins en þar er héraðsstjórinn og raunar flestir íbúanna fyrrverandi liðsmenn Rauðu khmeranna. Benda þeir á í því sambandi, að þótt skipað hafi verið fyrir um handtöku Chhouk Rin, fyrrverandi khmeraforingja, fyrir morð á þremur vestrænum ferðalöngum 1994, hafi hann ekki fundist. Er það haft eftir mörgu fólki, að lögreglan hafi ekkert gert í málinu en borið því við, að hann fyndist ekki. Að síðustu er hætta á, að dauðinn sjálfur ónýti réttarhöldin. Nuon Chea, „Bróðir nr. 2“, er 78 ára og sjúkur, að nokkru lamaður, og Ta Mok, sem er í fangelsi í Phnom Penh, er 79 ára og farinn að heilsu. Svo er einnig með Ieng Sary, „Bróður nr. 3“. Við þetta má raunar bæta grun- semdum um, að margir í opinbera kerfinu, menn, sem áður voru tengdir Rauðu khmerunum, kæri sig lítið um, að farið verði að kafa ofan í fortíðina og það á líka við um kínversk stjórnvöld, sem nú styðja Kambódíustjórn en voru áður helsti bakhjarl Rauðu khmeranna. Vonir um meiri sálarfrið Áætlað er, að um 100 útlendingar og 200 Kambódíumenn starfi við réttarhöldin, þar á meðal dómarar, saksóknarar, aðrir lögfræðingar og túlkar, og hafa 30 kambódískir dómarar fengið sérstaka þjálfun í því skyni. Binda margir vonir við, að vænt- anleg réttarhöld muni verða til, að Kambódíumenn finni meiri frið í sálu sinni en áður. Benda þeir einn- ig á, að miklu skipti að réttarhöld af þessu tagi fari fram í heimalandinu. Svo hafi ekki verið með rétt- arhöldin yfir þeim, sem glæpina frömdu í Júgóslavíu og Rúanda, og með þeim afleiðingum, að þau hafi lítil spor markað meðal almennings í löndunum. hmera: Hauskúpur nokkurra þeirra hundraða þúsunda manna, sem teknir voru af lífi. ’Eftir dauða minn gæti ég þá flutt sálum ættingja minna þá fagnaðarfrétt, að réttað hefði verið yfir mönnunum.‘ GLÆSILEGUM landsfundi Samfylk- ingarinnar lauk á sunnudaginn. Þetta var stærsti lands- fundur sem Samfylk- ingin hefur nokkru sinni haldið og með honum sýndi þessi kornungi stjórn- málaflokkur afl sitt og samkeppnishæfni með eftirminnilegum hætti. Fundurinn markaði tímamót í starfi jafnaðarmanna á Íslandi og getur markað mikilvæg þáttaskil í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin var sigurvegari síðustu alþingiskosninga og náði árangri sem eng- inn annar flokkur á vinstri væng stjórn- málanna hefur náð í meira en 70 ár. Á landsfundinum feng- um við staðfestingu þess að Samfylkingin er ekki bara flokkur sem getur náð ár- angri í kosningum heldur flokkur sem getur virkjað mikinn fjölda fólks til póli- tískrar þátttöku. Samfylkingin er orðin fjöldahreyfing. Formannskjörið var þó órækasti vitnisburðurinn um sterka stöðu Samfylkingarinnar og forystu- hlutverk hennar í lýðræðisþróun á Íslandi. Aldrei áður hafa jafn- margir tekið þátt í því að velja sér forystu í stjórnmálaflokki. Allsherj- aratkvæðagreiðsla um formann og sú kosningabarátta sem henni fylgir er prófraun fyrir alla sem að henni koma. Flokkurinn, flokks- menn og stuðningsmannahópar beggja frambjóðenda stóðust prófið með mikilli prýði. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem áttu hlut að máli fyrir þeirra þátt í því hversu vel tókst til. Sérstakar þakkir færi ég fráfarandi for- manni, Össuri Skarp- héðinssyni, fyrir mál- efnalega baráttu og drenglyndi á ögur- stundu þegar úrslitin voru tilkynnt. Nú hefst nýr kafli í sögu Samfylking- arinnar sem byggist á þeim grunni sem lagð- ur hefur verið á um- liðnum árum af flokks- mönnum, formanni og forystu flokksins. En formannskjörið sjálft mun skipta miklu máli í þessari sögu. Í kosn- ingabaráttunni komu fjölmargir nýir félagar til liðs við Samfylk- inguna, til varð vel skipulögð liðsheild hjá báðum frambjóð- endum og mikilvæg reynsla fékkst af öfl- ugu kosningastarfi um land allt. Innviðir flokksins hafa styrkst til muna og verða öfl- ugar burðastoðir í komandi sveit- arstjórnar- og þingkosningum. Í þeim kosningum mun Samfylkingin stefna að víðtækum áhrifum, fyrst í sveitarstjórnum um land allt, og síðan í landsstjórninni. Að loknum landsfundi Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ’Nú hefst nýrkafli í sögu Samfylking- arinnar sem byggist á þeim grunni sem lagður hefur verið á umliðn- um árum af flokksmönnum, formanni og forystu flokks- ins.‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða tveimur listamönnum rúmar 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna útilistaverka sem eyðilögðust í stormi á Þingvöllum að lokinni myndlistarsýningu á Kristnihátíð árið 2000. Listamennirnir byggðu aðallega á því að kristnihátíðarnefnd hefði haft listaverkin heimildarlaust í sín- um umráðum og vörslum eftir 1. september 2000 þegar tjónið varð um viku síðar. Samkvæmt samningi aðila hefði kristnihátíðarnefnd átt að skila verkunum 1. september. Hefði kristnihátíðarnefnd því farið öðruvísi með verkin en hún mátti og yrði því að svara til alls þess skaða er verkin hefðu orðið fyrir án tillits til sakar. Ef ekki yrði fallist á sjón- armið um heimildarlaus afnot eftir 1. september yrði byggt á því að líta yrði svo á kristnihátíðarnefnd hefði haft verkin að láni til afnota þegar tjónið varð og að bótaskylda byggð- ist þá á reglum um lán til afnota samkvæmt þjófabálk Jónsbókar frá 1281. Í vörnum kristnihátíðarnefndar kom fram að hún hefði þegar greitt fullnaðarbætur í samræmi við ákvæði samnings og þannig efnt hann að fullu. Ábyrgð stefnda hefði takmarkast við samningsbundna fjárhæð og engri bótaskyldu væri til að dreifa samkvæmt almennum reglum. Samkvæmt samningnum tók nefndin að sér að tryggja verkin fyrir 500 þúsund krónur. Dómurinn taldi að réttarsam- bandi listamanna og sýningarhald- ara yrði ekki fyllilega jafnað til lánsgernings samkvæmt Jónsbók. Þó yrði að gera strangar kröfur til sýningarhaldara um viðeigandi ráð- stafanir til að tryggja varðveislu listaverka í hans umráðum. Dómurinn taldi að kristnihátíðar- nefnd hefði brotið samning aðila með því að hafa verkin til sýnis 15 dögum lengur en samið var um. Ef rétt hefði verið staðið að málum hefðu verkin verið tekin niður og ekkert tjón orðið. Málið dæmdi Skúli Magnússon héraðsdómari og dómsformaður ásamt meðdómendunum Viktori Smára Sæmundssyni og Eiríki Þor- lákssyni. Jónas Þór Guðmundsson hdl. flutti málið fyrir stefnendur og Ein- ar Karl Hallvarðsson hrl. fyrir stefnda. Ríkið skaðabóta- skylt vegna ónýtra listaverka Morgunblaðið/Ómar Öxarárfoss á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.