Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við mæðgurnar ortum þetta ljóð, Frá vöggu til grafar, fyrir mörgum árum og finnst vel við hæfi að birta það þeg- ar við kveðjum þig. Fædd er nú mín frægðarsól, frelsið sem ég þráði. Tek ég mig upp á háan hól, og tala mínu máli. Minning mín um æskuár, kljúfa þöktum tindum. Tregablandinn eftir á, tíminn líður hratt oss frá. Milli ára margt ég man, minningarnar streyma. Detta draumar mér í skaut, en aldrei mun ég gleyma. Helga Soffía og Edda Guðrún. HINSTA KVEÐJA ✝ Edda SólrúnEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1956. Hún lést af slysför- um 14. maí síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Ólafíu Þórunnar Theódórs- dóttur, f. 16.10. 1921, d. 27.4. 1990, og Einars Jóhannes- sonar, f. 15.4. 1926, d. 12.5. 1998. Edda var áttunda í röðinni af tíu systkinum. Þau eru Soffía Kragan, Þorvaldur, Hafdís, Sig- rún, Stefán, d. 30.11. 1990, Helga Soffía, Kristinn Jósep, Óli Þór og Estíva Jóhanna. Edda Sólrún giftist 18.8. 1984 Viðari Oddgeirs- syni, f. 3.8. 1956, þau eignuðust tvo syni, þeir eru: a) Davíð, f. 12.1. 1979, sambýliskona Helga María Harðardóttir, f. 15.5. 1979, sonur þeirra er Ágúst, f. 5.9. 2002. b) Þórir, f. 24.9. 1983, sam- býliskona Dís Gylfa- dóttir, f. 28.8. 1983. Edda vann við hin ýmsu störf. En hin seinni ár var hún í námi og útskrifaðist frá Nuddskóla Íslands 7. maí síð- astliðinn. Útför Eddu Sólrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Betri tengdamóður var ekki hægt að hugsa sér. Og við, litla fjölskyldan vorum að flytja til Keflavíkur til að vera nær þér og eyða meiri tíma með þér. Fyrst eftir að þetta gerðist fannst mér ég ekkert hafa þangað að gera án þín, en ég er komin núna til Keflavíkur og ætla að reyna að vera hér þó þú sért ekki hér. Reyna að vera sterk þó tómleikinn sé óendan- lega mikill í mínu hjarta. Við höfum alltaf verið mjög nánar og bestu vin- konur frá því ég sá þig fyrst og man ég vel eftir þeirri stund. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir alla. Takk fyrir allt. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautar lengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri’ en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. Drottinn, þegar þú mig kalla þessum heimi virðist frá, hvar sem loksins fæ ég falla fótskör þína liðinn á, hlífi sálu hjálpráð þitt, hold í friði geymist mitt, uns það birtist engla líki ummyndað í dýrðar ríki. (Björn Halldórsson.) Þín Helga María. Hvar er Edda amma? Hún er dáin, hún er hjá Guði. Við sem ætluðum að bralla svo margt í sumar og eiga okk- ar stundir saman á meðan pabbi og mamma væru í vinnunni. Bara ég og þú. Við vorum búin að plana margar sundferðir. Nú er allt breytt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Edda amma, þín er sárt saknað. Þinn ömmustrákur Ágúst. Elsku Edda systir, ég og fjöl- skylda mín erum harmi slegin yfir óvæntu fráfalli þínu. Þú heimsóttir okkur daginn eftir að þú útskrifaðist úr nuddskólanum, með blik í auga, bros á vör og bjartsýni á framtíðina. Allt var að ganga upp hjá þér þessa síðustu mánuði, velgengni í náminu, nýja íbúðin að verða tilbúin og synir þínir að flytja í nágrenni við þig til Reykjanesbæjar. Þessi uppgangstími hjá þér var nú loksins kominn eftir langt og erfitt tímabil undangenginna mánaða. Ég hafði sjaldan séð þig jafn hamingju- sama og stolta, þú varst búin að sanna fyrir sjálfri þér og öðrum að þú gætir látið drauma þína rætast. Við ræddum um framtíðaráform þín og leiðin framundan var svo sann- arlega björt. Ég var virkilega stoltur af þér og gladdist innilega í hjarta mínu yfir velgengni þinni. Þegar ég kvaddi þig með faðmlagi og kossi eins og alltaf, þá sá ég blik í augum þínum sem ég hafði aldrei séð áður, eitthvað alveg sérstakt, fyrir mér er þetta sönnun þess að þú hafir á þess- ari stundu verið á hátindi hamingju lífs þíns. Endalausar minningar frá upp- vaxtarárum okkar streyma fram, þú alltaf kát og glöð, áttir margar vin- konur, og gerðir þér ávallt far um að láta gott af þér leiða. Þessir eigin- leikar komu enn skýrar fram þegar þú varðst orðin fullorðin. Þú varst í forystu þegar að manna- mótum innan fljöskyldunnar kom, með í að skipuleggja ættarmót, jóla- boð stórfjölskyldunnar og aðrar samverustundir. Fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi þínu. Andleg málefni og rýni í lífsins ráðgátu voru þér mjög hugleikin, þú varst trúuð og í bænahring og varst alltaf tilbúin að láta gott af þér leiða þegar til þín var leitað. Við ræddum þessi mál oft og þú trúðir mér fyrir hugrenningum þínu um þessi mál- efni. Þú sagðir mér frá vinkonum þín- um, þær voru margar, sumar þeirra voru þér eins og systur, glöddust með þér á gleðistund og studdu þig á tímum erfiðleika og sorga, ég veit að þú varst þeim innilega þakklát. Synir þínir Davíð og Þórir voru sólargeislarnir í lífi þínu, þú ljómaðir af stolti þegar þú talaðir um þá, þú varst orðin amma og þar bættist við enn einn sólargeislinn, hann Ágúst litli. Ekki minnkaði stoltið þegar fréttir frá Þóri og Dís af nýju barna- barni á leiðinni bárust. Elsku Edda, við Elísabet, Kristinn Jósep, Alfreð Brynjar og Ólafía Þór- unn kveðjum þig nú með þakklæti og góðar minningar í farteskinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Davíð og Þórir, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar á þessum sorgartíma. Megi Guð geyma ykkur og gefa ykkur styrk. Kveðja. Kristinn Jósep. Stóra systir. Ég bíð eftir því að vakna og ein- hver segir mér að þetta sé bara draumur, en ég verð víst að sætta mig við það að þetta er raunverulegt. Þú í blóma lífs þíns hrifin á brott frá okkur, þú sem varst búin að standa þig eins og hetja, fórst á gamalsaldri að læra nudd og það gerðirðu með stæl, ég er svo stolt að þér að þú skyldir sanna fyrir þér og öðrum að þetta gastu. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá þér í gegnum tíðina þá stóðstu þig eins og hetja, nýja íbúðin sem þú varst að standsetja var að verða klár og þið strákarnir að sam- einast í Keflavíkinni aftur. Lífið blasti við, ég hef aldrei séð þig ham- ingjusamari. Elsku Edda minningarnar streyma, það er svo margs að minn- ast, en mest er ég þakklát að hafa fengið að hafa þig hjá mér og kynn- ast þér svo stórkostlegri manneskju með svo stórt hjarta þú hafðir alltaf tíma fyrir alla og fórst ekki í mann- greinarálit. Það verður erfitt að fá ekki hringingu frá þér þar sem þú segir hæ áttu kaffi, ég þarf spádóm, við kíktum oft í bolla og ræddum um andleg mál sem voru þér svo hug- leikin, ég veit þú ert komin á þinn stað eða eins og hann Þórir þinn sagði við mig ,,þá hefur vantað góðan nuddara hinum megin.’’ Ég veit líka að mamma, pabbi og Stebbi bróðir hafa tekið vel á móti þér. Ég minnist ferða okkar á Bergás- böllin þar sem við dönsuðum út í eitt, við gátum dansað, og hlegið saman. Elsku Edda, ég vil þakka þér fyrir allt og það máttu vita að ég skal hugsa vel um strákana þína og þeirra fjölskyldu, takk fyrir að hafa verið stóra systir mín. Þín litla systir Estíva. Elsku Edda Sólrún frænka. Það voru ófáar ferðir sem ég fór með ömmu Soffíu í Bláa lónið að hitta þig. Þessar ferðir voru svo skemmtilegar og stundum fengum við okkur súpu eða jafnvel ís. Stundum fengum við amma Soffía að gista heima hjá þér í Keflavík og þá lék ég mér við Mjöll, kisuna þína eða Ágúst litla þegar hann var hjá þér. Það er leiðinlegt að þú skulir vera dáin og ég veit að nú verður aldrei eins að fara í Bláa lónið en ég veit að þú ert hjá Guði núna og hann passar þig. Hvíl þú í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín frænka. Karítas Eik. „Hvað á barnið að heita?“ spurði presturinn. „Edda Sólrún Einars- dóttir,“ svaraði Lóa mamma hennar. „Nei, Dúdda“ svaraði Edda frænka. Þetta eru mín fyrstu minni af frænku minni sem dó svo allt of ung. Hún var 3ja ára og ég 4 ára, þegar við vorum skírð. Við vorum skírð saman í Laugarneskirkju og sögðum bæði nöfnin okkar sjálf. Edda hefur alltaf verið mér mikið meira en bara frænka mín. Þótt bæði fjarlægð og tími hafi aðskilið okkur höfum við samt verið í góðu sambandi allan tímann. Þótt liðu mörg ár á milli þess að við hittumst á Íslandi eða í Nor- egi, var það alltaf eins og við hefðum hist í gær. „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska,“ Edda mín. Ef þetta orðtak á við einhvern, þá ert það þú, frænka mín góða. Það verður skrítið að koma til Ís- lands núna og vita að þú ert ekki þar að taka á móti mér á Vellinum eins og þú hefur gert, næstum alltaf þeg- ar ég hef komið heim síðustu 30 ár. En hver veit? Mörgum sinnum, þeg- ar ég hélt að þú vissir ekki að ég væri að koma, stóðst þú við stóra gluggann á Vellinum og vinkaðir mig velkominn til landsins. Ég sendi mínar samúðarkveðjur til sona hennar og systkina. Ég mun sakna þín, Dúdda mín, og alltaf bera minnið um þig í mínu hjarta. Takk Dúdda mín! Guðmundur Sveinsson Grønli (Mummi frændi í Noregi). Elsku Edda frænka. Það hefur margt farið í gegnum huga minn síð- ustu viku. Þegar Soffa frænka hringdi og Davíð minn kom með sím- ann til mín og sagði að Soffa væri með sorgarfréttir, þá sagði ég að það væri Edda frænka. Edda mín, þetta voru miklar sorg- arfréttir fyrir okkur fjölskylduna, hvort sem það eru börn eða fullorðn- ir. Í fyrstu kom mikil reiði upp í hug- ann, mér fannst þetta mikið órétt- læti. Það var svo bjart framundan hjá þér og síðustu vikurnar blómstr- aðir þú og það ljómaði af þér gleðin, sem þú áttir sannarlega skilið. Lífið var þér ekki alltaf dans á rós- um, Edda mín. Ég á margar minn- ingar um samverustundir okkar þeg- ar þú bjóst hjá mér um langan tíma á Víkurbrautinni. Þá sátum við í nátt- fötunum í eldhúsinu langt fram á nótt og ræddum erfið mál en það var samt svo líkt þér að þú varst alltaf tilbúin að fyrirgefa og leggja þitt af mörkum til að gera gott úr öllu. Ég hef mikið hugsað um það sem þú sagðir mér um það þegar þið Mummi bróðir í Noregi voruð skírð. Þá voruð þið orðin fjögurra eða fimm ára og fóruð sjálf upp að altarinu, en þegar þú áttir að segja prestinum hvað þú ættir að heita sagðir þú: Ég á að heita Dúdda! og varst hæstánægð með það. Edda mín, þér voru gefnir miklir hæfileikar til að sjá og skynja fleira en flest okkar. Ef þú hringdir og sagðist vera að koma var iðulega rokið upp í skáp að ná í hvítan bolla og snúa, því að Edda frænka var að koma. Ofninn hér heima var svo full- ur af bollum með kaffislettum. Unga fólkið var forvitið um framtíðina og hafði fulla trú á Eddu frænku. Þau minnast þess þegar þú komst í vetur með pendúl, sem þú varst að kenna þeim á. Hann gekk fyrir orku úr okk- um sjálfum. Þetta fannst þeim öllum merkilegt og hvað þú varst þolinmóð við þau, enda hugsa þau til þín með mikilli hlýju Edda mín. Við frænkurnar vorum með spá- dómskvöld, þá komum við saman með bolla, spil og rúnir, það var alltaf glatt á halla hjá okkur. En núna finnst mér við vera eins og höfuðlaus her þegar yfirspákonan er ekki hjá okkur lengur, því að þótt ég kíkti í bolla sagði ég alltaf: Hvað myndir þú segja Edda? Þannig að þú fullkomn- aðir spána. Ég var svo innilega stolt af þér síð- ustu mánuðina, Edda mín, og hvað þú sannaðir þig vel, frábærar ein- kunnir úr nuddskólanum. Ég held því nú fram að þú hafir ekki haft nuddið bara úr námsbókunum. Það voru þínar sterku og orkumiklu hendur sem gerðu þig að svona frá- bærum nuddara og ég veit að þú varst fullbókuð langt fram í tímann. Fólkið fann orkuna frá þér og fann hjá sér mikinn bata og þín verður sárt saknað þar. Edda mín, svo var það nýja íbúðin þín sem þú varst svo stolt af og varst að gera upp. Þegar þú komst til mín síðast lýstir þú þessu fyrir mér og stóðst upp til að sýna mér hvernig þú sveiflaðir sleggjunni til að brjóta nið- ur gömlu eldhúsinnréttinguna og þá hlógum við mikið og sögðum að Vík- ingslækjarkellurnar gerðu þetta sjálfar og þyrftu enga kalla. Það var frábært þegar þið Gunnar maðurinn minn hittust og voruð allt- af að kýta um Grindavík og Keflavík, hann gat ekki skilið hvers vegna þú vildir ekki flytja til Grindavíkur, en þú vildir ekki flytja til „Grindjána- víkur“, Keflavík væri miklu betri, og svo hlóguð þið dátt. Jæja Edda mín, ég gæti haldið endalaust áfram, því að margs er að minnast. Frænka, þín er sárt saknað og veit ég að mamma mín með svunt- una og Lóa frænka vefja þig örmum núna og allt það góða fólk sem við eigum hinum megin. Davíð, Helga María, Ágúst, Þórir, Dís og aðrir vandamenn, ég og fjölskyldan mín sendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Marta Sveinsdóttir. Edda Sólrún, elskuleg frænka mín og guðmóðir er dáin. Þetta er svo erfitt og ósanngjarnt en það er hvorki spurt um stund né stað þegar kallið kemur. Edda Sólrún var stórkostleg mamma, amma, systir, frænka og vinkona, hún var dugleg, góð, gjaf- mild og skemmtileg. Það var ósjald- an sem þær systurnar brölluðu eitt- hvað saman og voru sterk bönd á milli þeirra. Ég gæti endalaust skrif- að um hana Eddu, það var svo margt fallegt og gott í kringum hana og hún var mikið elskuð af öllum. Elsku Edda mín, takk fyrir að vera hjá mömmu þegar ég fæddist, fyrir að vera guðmóðir mín, fyrir að halda fallega ræðu í brúðkaupinu mínu, fyrir að vera móður minni góð systir og fyrir að vera mér góð frænka. Þó það sé sárt að kveðja er ég stolt af að hafa kvatt þig, aldrei hefði ég viljað sleppa því, takk mamma. Davíð og Þórir voru sterkir og duglegir, þó missir þeirra sé mik- ill. Elsku Davíð, Þórir, Helga, Dís, Ágúst, systkini, ættingjar og vinir, megi Guð styrkja okkur í þessari miklu sorg og við styðja hvert annað á þessum erfiðu tímum. Við sjáumst síðar á stórkostlegum stað, þín Edda Guðrún. Elsku Edda frænka er farin yfir móðuna miklu yfir í annan og betri heim. En sorgin og söknuður fyllir hjörtu okkar hinna sem skiljum ekki réttlætið í því að kona í blóma lífsins sé tekin frá okkur alltof snemma. Framtíðin blasti loks við Eddu, og framtíðarplönin voru björt. Hún var nýflutt og útbjó nuddstofu í nýja húsinu. En nudd og dulræn málefni ásamt spádómum voru áhugamál hennar. Og reyndar áhugamál margra af frænkunum hennar. En við frænkurnar hittumst reglulega og spáum í spil og bolla og tölum „spjók“ sem er ættartungumál sem ömmur og mömmur okkar töluðu. Edda var ein af þeim duglegustu að halda „spjókinu“ við. „Spívarakvöldin“ verða ekki þau sömu án þín, elsku Edda „skjóntl- ari“. En ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mér alltaf. Bið guð að styrkja og hjálpa ættingjum og vin- um hennar í þessari miklu sorg. Hrafnhildur Hrund Helgadóttir, Noregi. Fyrsta minning mín um Eddu er þegar mér var komið fyrir eitt sum- arið hjá móður hennar Ólafíu, en mæður okkar voru systur. Þá var ég bara tíu ára en Edda á 13. árinu og orðin unglingur. Hún var orðin voða „töff“ að mér fannst. Ég sá strax þann kraft sem fylgdi Eddu. Við höfum mest verið í sambandi síðustu árin eftir að ég flutti heim. Samverustundirnar voru ekki marg- ar en þó voru þær alltaf jafn skemmtilegar og fullar af gleði, spá- dómi og „spjóki“, en það var mál sem mæður okkar og systur þeirra bjuggu til og var notað er fólkið í fjöl- skyldunni kom saman. Edda frænka var mjög gefandi og hlý manneskja sem geislaði af krafti og gleði. Eitt skipti er ég og dóttir mín komum í viku heimsókn frá Nor- egi, höfðum við samband við Eddu. Þá bauð hún okkur mæðgunum í nudd í Bláa lóninu og um kvöldið spjölluðum við og spáðum fram á nótt. Svona var Edda frænka, hún var alltaf tilbúin að gefa af sér til annarra. Á síðasta ári var haldið ættarmót í ættinni okkar og þar var Edda ein EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.