Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 27 MINNINGAR aðalmanneskjan sem stjórnaði öllu. Hún stóð uppi á sviði og kynnti alla ættingjana sem voru á staðnum og hún var stolt af sínum uppruna enda komin af Valkyrjuætt, þar sem kon- urnar eru ekki aðeins fallegar heldur geisla af orku, gáfum og gleði. Elsku frænka, nú kveð ég þig með trega, þakka þér fyrir samveru- stundirnar sem alltaf voru svo gef- andi. Sendi sonum hennar innilegar samúðarkveðjur. Áslaug Hauksdóttir. Elsku Edda, þú kraftmikla vera, alltaf var sérstakt að hitta þig. Þú varst svo næm og gast séð svo margt sem aðrir geta ekki séð. Við söknum þín, Edda, en ég veit að þú verður alltaf með okkur. Innilegar samúðarkveðjur til sona hennar og aðstandenda. Þín frænka, Viktoría Sigtryggsdóttir. Kæra frænka, ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur svona fljótt. Seinast þegar ég sá þig geislaðir þú eins og aldrei fyrr, og þú virtist svo hamingjusöm og full af eftirvænt- ingu. Það voru ófá skiptin sem við hvolfdum bollum og spáðum eins og er siður í ættinni. Þegar ég kynntist þér, sem var fyrst fyrir nokkrum ár- um, laðaðist ég að því hvað þú varst orkumikil, næm og gefandi mann- eskja. Við áttum margt sameiginlegt eins og nuddið og andleg málefni enda var alltaf nóg að spjalla um. Eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti þig var uppi í nuddskóla og þá man ég að þú sagðir að þú ættir aldr- ei sama orkusteininn lengi því þú værir alltaf að gefa þá einhverjum sem þér fannst vanta tiltekna orku. Þetta lýsir þér eins og þú varst, um- hyggjusöm og gjöful. Kæra frænka, ég kveð þig með sárum söknuði og ég veit að þú ert komin á öruggan stað. Það er margt sem lífið kennir okkur og að þú skyldir fara svona fljótt kennir okk- ur að meta það sem við höfum meðan við höfum það, að lífið er gjöf hér og nú. Égvotta sonum og aðstandendum Eddu samúð mína. Þín frænka, Antonía Sigtryggsdóttir. „Sorgin gleymir engum,“ segir máltækið. Hún vitjar okkar fyrr eða síðar, oft í fylgd dauðans eftir hörmuleg slys. Sr. Hallgrímur Pét- ursson sagði um dauðann að „frá því fyrst þú fæðist fylgir hann jafnan þér og um í leyndum læðist, land, sjó, hvað þú fer“. Fjölskyldur frá Akureyri og Reykjanesbæ eru nú í sorg sem taka mun sinn tíma. Bílslys varð í Öxnadal, „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla,“ eins og Jónas Hallgrímsson, „listaskáldið góða,“ lýsir staðháttum. Hann var heimamaður á Hrauni í Öxnadal til 9 ára aldurs er hann varð föður sviptur eins og hann orðar það: Ungur var eg forðum, – fór eg einn saman föður sviptur, er mér fremst unni. Þannig liðu langir dagar, ... Sagt hefur verið að „sár græði sár“. Edda Sólrún Einarsdóttir, 49 ára, lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún hafði nýlokið námi sem nuddari. Ég minnist þess að hún sótti tíma í siðfræði heilbrigðisþjón- ustu árið 2001 og stóð sig með mikilli prýði. Hún var dugmikil, framsækin kona, sem var ákveðin í að ná mark- miðum sínum í lífinu. Halldóra Árnadóttir frá Akureyri, 62ja ára, lætur eftir sig eiginmann, Snorra Guðmundsson, sem hefur legið þungt haldinn eftir slysið og eiga þau fjóra uppkomna syni. Ég vil votta fjölskyldunum báðum innilega samúð og nota þetta tæki- færi til að þakka góð samskipti við rannsóknarlögregluna á Akureyri vegna slyssins. Það er á engan hallað þótt ég nefni sérstaklega Daníel Snorrason, lögreglufulltrúa. Ég vil einnig þakka viðbrögð ástvina, sem brugðust rétt við, náðu ástvinum saman og sneru heim úr sumarbú- staðnum á hvítasunnu til að sinna þeim. Það er dýrmætt fyrirheit sem fylgir hvítasunnunni, sem verður aldrei frá okkur tekið: Ég mun gefa yður annan huggara. Stundum koma þeir tímar að við eigum einskis ann- ars úrkosti en að treysta því fyrir- heiti. Og það mun rætast, nú sem ávallt, þegar líkn verður lögð með þraut. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, ... (Vald. Briem.) Ólafur Oddur Jónsson. Í dag kveðjum við kæra vinkonu, Eddu Sólrúnu Einarsdóttur, hinstu kveðju. Orð fá ekki lýst þeim harmi sem að okkur er kveðinn. Við trúum því varla, að henni hafi ekki verið ætlað lengra líf. Einmitt þegar allt virtist vera farið að ganga henni í haginn. Við kynntumst Eddu fyrst þegar við fluttum á efri hæð í Smáratúni um 1980, en hún og Viðar bjuggu þá á neðri hæðinni með Davíð eldri son sinn, sem er fæddur 1979, en Þórir, yngri sonur þeirra, er fæddur 1983. Það tókust fljótlega góð kynni með okkur og strákunum okkar, sem varð seinna meir mikil vinátta. Síðar urðum við aftur nágrannar í nokkur ár í Hátúninu. Edda var góð kona, sem vildi allt fyrir alla gera. Örlát á tíma sinn og vináttu, enda átti hún marga vini. Heimilið var henni til sóma, alltaf hreint og fínt og til fyrirmyndar. Það var gott að koma til hennar og ósjaldan kíkt í kaffi og jafnvel spáð í bollann á eftir eða spil. Margar góðar minningar koma upp í hugann t.d. saumaklúbburinn sem við stelpurnar stofnuðum og kölluðum ÞERÓS, en það eru upp- hafsstafir okkar, þ.e. Þórdís, Edda, Rannveig, Ólafía og Sigríður. Við brölluðum margt skemmtilegt, fór- um t.d. í eftirminnilega vikuferð til London 1986 og nokkrar helgarferð- ir til Reykjavíkur o.fl. Minnisstæð er líka ferð mín, Eddu og Helgu til Reykjavíkur að fá okkur tattú, allar komnar á fimmtugsaldurinn. Feng- um þessa frábæru hugdettu og vor- um fljótar að framkvæma hana. Síð- ustu jól bankaði Edda uppá hjá okkur í hádeginu á aðfangadag til að afhenda í eigin persónu jólakortið frá sér. Við drifum hana inn í hádeg- ismat, grjónagraut og lifrarpylsu, og nutum samverunnar og ræddum um að rækta betur vináttuna. Síðast hitti ég Eddu á Bergásballi helgina áður en hún lést. Það voru miklir fagnaðarfundir og við dönsuðum saman nokkrar vinkonur og skemmtum okkur konunglega. Ein- hverjum kann að þykja þetta létt- vægt, en í dag eru þetta dýrmætar minningar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Vottum Davíð og fjölskyldu, Þóri og unnustu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an Guð að blessa ykkur og styrkja í sorginni. Minningin um elskulega vinkonu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ólafía, Hallgrímur og synir. Þú komst eins og lítið, blessað blóm á bjartasta lífsins vori. Fuglarnir sungu með sætum róm, við svifum svo létt í spori. Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm á ástinni og lífsins þori. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Um leið og við vottum börnum Eddu, fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum innilega samúð okkar, biðj- um við Guð um að styrkja þau og varðveita í sorg þeirra. Inga, Ólafía, Elsa, Eva Dís, Ást- geir, Júlía og Marija.  Fleiri minningargreinar um Eddu Sólrúnu Einars- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þóra Jónsdóttir; Starfsfólk Bláa lónsins; Margeir Elentínusson; Þórdís María Guðjónsdóttir; Sam- nemendur í Nuddskóla Íslands; Finnbogi Gunnlaugsson; Anna Að- alsteinsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐLEIFSSON frá Langstöðum í Flóa, síðast til heimilis á Lyngheiði 15, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, að kvöldi laugardagsins 21. maí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sonja og Ingibjörg Guðmundsdætur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langam- ma, KRISTÍN ELÍASDÓTTIR frá Oddhóli, Rangárvöllum, áður til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, að morgni sunnudagsins 22. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. maí kl. 13.00. Elías Sv. Sveinbjörnsson, Edda V. Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Kristín St. Sveinbjörnsdóttir, Kristján Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ÁGÚSTA BENEDIKZ, Sóltúni 2, áður Hrefnugötu 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Ágúst H. Bjarnason, Sigrún Ragnarsdóttir, Þórarinn Benedikz, Ingibjörg María Þórarinsdóttir, Helga Björg Ágústsdóttir, María Björg Ágústsdóttir, Ragnar Þórarinn Ágústsson, Jóhanna Þórsdóttir, Hekla Dögg Ragnarsdóttir, Logi Þór Baldursson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINGERÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 20. maí. Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 27. maí klukkan 10.30. Guðlaugur Jakobsson, Þorgerður J. Guðlaugsdóttir, Halldór Jónsson, Valgerður K. Guðlaugsdóttir, Kristján Davíðsson og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR, Asparfelli 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 19. maí. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn Björnsson, Jenný Lind Grétudóttir, Vilborg Grétarsdóttir, George D. Fawondu, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.