Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur HK Aðalfundur Handknattleiksdeildar Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 31. maí í Hákoni Digra kl. 20.00. Venjuleg fundarstörf. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eign: Ytra-Holt, Hringsholt, hesth. 01-0104, eignarhl. Dalvíkurbyggð (215-4582), þingl. eig. Halldór Ingi Ásgeirsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 27. maí 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 23. maí 2005. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Tilkynningar Gvendur dúllari Opið þriðjudaga 16-19 Laugardaga 11-16 Gvendur dúllari - alltaf góður hvar sem er, Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði. S. 511 1925, 898 9475. Aromatherapyfélag Íslands Stofnað hefur verið Aromatherapyfélag Íslands. Allir ilmolíufræðingar eru velkomnir í félagið. Allar upplýsingar um félagið eru á heimasíðu þess www.simnet.is/aromatherapyfelagid. Skráning í félagið er í síma Lífsskólans, 557 7070 og lifsskolinn@simnet.is . ✝ Steini Björn Jó-hannsson vél- fræðingur fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1953. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 13. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Steinason hæstarétt- arlögmaður, f. 1912, d. 1999, og María Sigríður Finsen, f. 1916. Systkini hans eru: Karl Finsen, lög- fræðingur, f. 1950, kvæntur Bergljótu Aradóttur kennara, f. 1950; Gunnar, stýri- maður, f. 1955; og Anna Guðrún, fulltrúi, f. 1963. Hálfsystir hans samfeðra er Steinunn skrifstofu- maður, f. 1943. Steini lauk vél- stjóraprófi frá Vél- skóla Íslands 4. stigi og útskrifaðist sem út- gerðartæknir og iðn- rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands. Stærstan hluta starfs- ævi sinnar var hann til sjós sem vélstjóri, á varðskipum, kaup- skipum en þó aðallega á togurum og fiski- skipum allt þar til í ágúst sl. er hann kom í land sökum veikinda. Á tímabili rak hann út- gerð í félagi við Gunnar bróður sinn. Steini var ókvæntur og barnlaus. Útför Steina verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Andlát Steina frænda míns kom okkur sem næst honum stóðum ekki á óvart, enda var ljóst að baráttu hans við illkynja mein væri senn lok- ið. Veikindi hans stóðu þann vetur sem nú fyrir skemmstu er liðinn og á föstudagssíðdegi nú í maí í byrjun sumars fékk hann hægt andlát í faðmi fjölskyldu sinnar eftir stutt en jafnframt snarpt dauðastríð. Föðurbróðir minn mætti örlögum sínum af karlmennsku, æðruleysi og baráttuvilja og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana; sigrað skyldi það mein sem hrjáði hann! Hann var bjartsýnn að eðlisfari – jafnvel ein- um of á stundum – enda kom sá eig- inleiki hans glöggt í ljós og hverju tapi skyldi snúið í sigur og hverri váfrétt var einungis tekið sem leið- armerki til sigurs á veikindum sín- um. Hann hafði til að bera mikinn lífsvilja, allt fram að endalokum, en var fáorður um líðan og heilsu er spurt var; hið fornkveðna segir að eigi skal haltur ganga. Hann var dulur að eðlisfari og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Hann horfði vart til baka og hældi sér ekki af verkum sínum en sýtti ekki held- ur það sem mistekist hafði og horfði fram á veginn. Hann var glaðlyndur og dagfarsprúður og skipti lítt skapi. Hann hafði til að bera kímnigáfu sem var ekki allra og samanstóð annað hvort af andlitssvipum eða orðaleikjum sem voru bráðfyndnir á köflum. En gallalaus var hann ekki frem- ur en aðrir dauðlegir menn. Hann var á stundum óþolinmóður og var jafnan að flýta sér og átti erfitt með að staldra við. En svar við þeirri spurningu af hverju og hvert hann væri alltaf að flýta sér hvarf með honum og fáum við víst aldrei að vita það. Hann var stríðinn og svolítið hrekkjóttur, en hrekkir hans og stríðni særðu ekki og voru yfirleitt ekki á annarra manna kostnað held- ur var markmið þeirra að skemmta öðrum. Og ekki má gleyma kyn- fylgju föðurfjölskyldu hans bráð- lyndinu, sem hann hafði reyndar mun minna af en margir aðrir ætt- ingjar hans. Hann var barngóður og átti ég vináttu hans og umhyggju frá fyrstu tíð og reyndar við systkinabörn hans öll. Bílferðir voru löngum okkar sameiginlegt áhugamál og er á með- al fyrstu minninga minna bílferð á splunkunýrri grænni Lödu sem far- in var um nágrenni Selfoss ásamt afa og föður mínum, þrátt fyrir að í þeirri för hafi ég fundið fyrir bílveiki í fyrsta og eina skiptið á ævinni! Um árabil höfðum við það fyrir sið að hittast um helgar og fara í bílferð sem jafnan endaði með heimsókn til foreldra hans – afa míns og ömmu – og var um flest skrafað og skegg- rætt í þeim bílferðum. Lengst af sótti hann sjóinn og var langdvölum fjarverandi, en hafði jafnan samband símleiðis og spurði frétta, sérstaklega eftir að farsímar urðu almenn eign. Hann hringdi jafnan þegar hann var í höfn eða heima við og býr mér í huga allur sá aragrúi símtala sem við áttum í gegnum tíðina, þrátt fyrir að sökum anna gæfi ég mér ekki alltaf þann tíma til samtala sem skyldi. Og nú að leiðarlokum finnst mér eins og þau hefðu gjarnan mátt vera fleiri og lengri. Hann var afar áhugasamur um velferð mína frá æsku, það sem ég tók mér fyrir hendur og um flest það sem ég hef tekið mér fyrir hendur á lífsleiðinni hefur verið rætt og krufið í samtölum okkar í gegnum tíðina. Sem dæmi þess má nefna að síðustu mánuði lífs síns var hann áhyggju- fullur um að ég væri að ofgera mér í námi og starfi, en eyddi tali um eigin líðan. Í veikindum mínum hlúðu foreldr- ar mínir og Anna systir hans að hon- um og gerðu honum kleift að búa einn og halda reisn til hinstu stund- ar. Verður þeim það seint fullþakk- að. Við leiðarlok býr í huga mér þakk- læti til frænda fyrir vináttu, rækt- arskap og samskipti sem þó hefðu átt að vera svo miklu lengri og meiri, enda er margt órætt og margt ógert. Að honum gengnum eigum við minningu um það sem einu sinni var. Sé hann kært kvaddur. Ari Karlsson. Fallinn er í valinn langt fyrir ald- ur fram æskuvinur minn og félagi Steini Björn Jóhannsson. Hann beið lægri hlut í snarpri og illskeyttri baráttu við sjúkdóm sem hann greindist með sl. haust. Steini Björn, sem átti ekki til sjálfsvorkunn né bölsýni, hafði í símtali fyrir fáeinum dögum skýrt mér frá þeirri ætlan sinni að fá sér bíl fyrir sumarið þannig að hann ætti auðveldara með að heimsækja fjölskyldu og vini. Hafði hann á orði hvað allt væri miklu léttara og betra yfir honum nú þegar vorið væri komið með sól og yl og hann hlakkaði til sumarsins. Það er kaldhæðni örlaganna að á þessum bjartasta tíma ársins þegar náttúr- an er að vakna til lífsins eftir vetr- ardvala, skuli kallið hafa komið og hrifið frá okkur góðan dreng á besta aldri. Kynni okkar Steina Björns hófust þegar ég flutti í Vesturbæinn á ung- lingsárum og hóf nám í Hagaskóla. Það er erfitt hlutskipti fyrir óharðn- aðan ungling að skipta um skóla, fé- laga og vini á þessu viðkvæmasta skeiði ævinnar. Steini Björn, eins og hann var alltaf kallaður, tók mér frá fyrstu tíð af einlægni og mikilli vin- semd, kynnti mig fyrir vinahópnum í hverfinu og tók mig undir sinn verndarvæng og innan tíðar var ég orðinn einn af Framnesvegar-klík- unni ásamt Steina, Óla, Lalla og Bubba. Það eru margar skemmtilegar og fallegar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka til þess tíma er við vorum ungir menn á morgni lífsins. Óteljandi ferðir og ferðalög á Skódanum hans Steina suður með sjó eða austur fyrir fjall, alltaf voru byssurnar með í ferð ásamt gleði og gríni. Í þeim ferðum var og margt brallað sem ekki væri líðandi í reglugerðarfargani nú- tímans. Óteljandi ferðir á sveitaböll og útihátíðir, alltaf var Steini til í tuskið enda reglusamur og sá eini sem átti bíl á þessum tíma. Að unglingsárunum liðnum lá leið hans í Vélskóla Íslands þar sem hug- ur hans hafði snemma hneigst til sjómennsku. Lauk hann þar námi í fyllingu tímans sem fullnuma vél- stjóri. Seinna settist hann aftur á skólabekk og nam útgerðartækni í Tækniskóla Íslands. Milli anna í Vél- skólanum sigldi hann á Gullfossi og fleiri skipum Eimskipafélagsins, og man ég hvað við félagarnir vorum spenntir þegar von var á honum úr siglingu. Var þá oft glatt á hjalla hjá okkur félögunum er sagði hann okk- ur sögur af ævintýrum sínum á framandi slóðum. Sjómennskuna stundaði hann alla sína tíð af trú- mennsku bæði á bátum og togurum við Íslandsstrendur og fraktskipum úti um heiminn. Alltaf hélt Steini góðu sambandi við mig og eru þau ófá símtölin sem ég fékk frá honum þegar hann kom í land einhvers staðar í heiminum. Alltaf spurði hann frétta af fjölskyldunni, börn- unum og sameiginlegum vinum. Steini Björn kvæntist ekki né varð honum barna auðið, en barngóður var hann með afbrigðum og fylgdist hann grannt með gengi barna minna í leik og skóla. Einnig var honum tíð- rætt um frændsystkini sín sem hann var mjög stoltur af. Í hvert skipti sem hann kom til Reykjavíkur í frí, var hann mættur í eldhúsið hjá mér og sátum við þar oft tímunum saman og ræddum um heima og geima og ekki síst um gömlu björtu vordagana í Vestur- bænum. Steini Björn átti sér marga drauma og var aldrei aðgerðarlaus eða lognmolla yfir honum. Hans stærsti draumur var að leggja sjó- mennskuna á hilluna og setjast aftur á skólabekk og fá sér þægilega vinnu í landi. Steini var að vinna að þessu markmiði sínu þegar hann var fluttur í land og suður til Reykjavík- ur í haust sem leið fársjúkur og illa haldinn af þeim sjúkdóm sem lagði hann að lokum að velli. Uppgjöf var ekki inni í myndinni hjá Steina Birni, hann sagði alltaf að hann myndi sigrast á þessum sjúkdómi og næsta sumar mundum við sitja sam- an eins og áður, í garðinum heima og leggja á ráðin um framtíðina, sem nú kemur aldrei. Það voru forréttindi að fá að verða samferða Steina Birni í lífinu, rétt- sýnum og heilsteyptum manni sem ekki mátti vamm sitt vita, manni sem hægt var að treysta í hvívetna og reiða sig á þegar í harðbakkann sló. Það er erfitt að sjá á bak góðum dreng og vini. En eins og við rædd- um oft um munum við hittast aftur, á björtum vordegi, á öðrum stað, á öðrum tíma og í öðru rúmi. Þangað til mun minning þín, vinur minn, lifa með mér og þeim sem þig þekktu. Farðu vel, bróðir og vinur. Deyr fé, deyja fændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég og fjölskylda mín sendum móður, systkinum og fjölskyldu Steina Björns innilegar samúðar- kveðjur í vissu þess að honum líður nú betur, á betri stað. Jón Sverrir Bragason. STEINI BJÖRN JÓHANNSSON Systir okkar, GUÐRÚN JÓSTEINSDÓTTIR, Aðalstræti 8a, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 17. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 26. maí kl. 13.00. Systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, bróður, afa og langafa HJARTAR MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Löngubrekku 47, Kópavogi. Vinátta ykkar er styrkur. Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Karl Hjartarson, Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir, Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson, Gunnhildur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir, Elsa Unnur Guðmundsdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Margrét Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.