Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn KÆRI, JÓLASVEINN... ÉG ER BÚINN AÐ VERA ROSALEGA ÞÆGUR Í ALLT ÁR... OG.... ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ SKÁLDA HLUTI MENGAÐ SNJÓKORN HOBBES, ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ GERA MÉR GREIÐA? ERTU TIL Í AÐ MÆTA NIÐUR Í SKÓLA OG ÉTA MUMMA?! VILTU AÐ ÉG ÉTI HANN? TÍGRISDÝR ERU ALLTAF AÐ ÉTA FÓLK EN HVAÐ EF KONURNAR Í MÖTUNEYTINU LEYFA MÉR EKKI AÐ NOTA OFNINN ÉG ÆTLA AÐ FARA Í GOLF MEÐ BRYNJÓLFI HEPPNA VILJIÐ ÞIÐ EKKI BÍÐA ÞANGAÐ TIL ÞAÐ KEMUR VOR. ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SNJÓA Í ALLA NÓTT ÞAÐ ER ALLT Í LAGI! VIÐ TÖKUM BARA MEÐ OKKUR SKÓFLUR ÉG ER AÐ BRÁÐNA! ÉG ER AÐ BRÁÐNA! ÞAÐ ER NÆSTUM ÓMÖGULEGT AÐ FINNA LAUSAN LEIGUBÍL ÞEGAR ÞAÐ RIGNIR Í OZ ÞÚ VERÐUR AÐ SKILJA AÐ FORELDRAR MÍNIR MUNDU ALDREI LEYFA MÉR AÐ BÚA MEÐ KÆRUSTUNNI MINNI ÞAU HLJÓTA AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ FYRR EÐA SÍÐAR ÉG HELD BARA ENNÞÁ GÖMLU ÍBÚÐINNI MINN OG NOTA ÝMSAR AFSAKANIR FYRIR ÞVÍ AÐ VERA ALDREI HEIMA TIL ÞESS AÐ ÞAU KOMI ALDREI Í HEIMSÓKN SAMÍR, ER EKKI AUÐVELDARA AÐ SEGJA ÞEIM SANNLEIKANN? ÞAU MUNDU HALDA AÐ ÉG BÆRI ENGA VIRÐINGU FYRIR ÞEIM! EKKI MIKIÐ AF GLÆPUM NÝLEGA... JAMESON BORGAR EKKI MIKIÐ FYRIR MYNDIR AF ÞESSU KALLA Á ALLA BÍLA! ÞRJÚ NÚMER SJÖ Í GANGI! ÉG TALAÐI OF SNEMMA Dagbók Í dag er þriðjudagur 24. maí, 144. dagur ársins 2005 Víkverji er harðurstuðningsmaður Arsenal. Hann fagnaði því vel og lengi þegar enski bikarinn fór á loft á Þúsaldarvell- inum í Cardiff síðast- liðinn laugardag enda þótt sigurinn í leikn- um væri óverðskuld- aður. Manchester United var mun betri aðilinn. Lék Arsenal eiginlega sundur og saman. Víkverji hefur séð flesta leiki Arsenal í vetur og gott ef þetta var ekki sá slakasti. En það er gömul saga og ný að menn verða að nýta færin sín ef þeir ætla að vinna knattspyrnuleiki. United þurfti að súpa seyðið af því. Þeir Fergusynir óðu í færum en var fyrirmunað að koma knettinum í netið. Ef Jens Lehmann markvörður Arsenal – sem þarna fékk uppreisn æru eftir skrykkjótt gengi á leiktíð- inni – sá ekki við þeim var Fredrik litli Ljungberg frá Hálmstöðum mættur á línuna eða Ruud van Nist- elrooy vafðist hreinlega fótur um öxl. Sá er heillum horfinn. Í raun má segja að þessi leikur hafi endurspeglað tímabilið hjá Manchester United. Ungstirnin æð- islegu, Wayne Rooney og Ronaldo, gerðu gys að vörn Arsenal allan tímann en samt var ekkert mark gert. x x x United skoraði að-eins 58 mörk í úr- valsdeildinni í vetur sem er versti árangur félagsins í fjórtán ár. Það er raunar áber- andi hvað mörkum hefur fækkað síðan David Beckham hvarf á braut. Leiktíðirnar átta sem hann gegndi lykilhlutverki á Old Trafford voru skoruð að meðaltali 80 mörk í leikj- um úrvalsdeildarinnar. Meðalskor United síðustu tvö árin er 61 mark. Tilviljun? En allt um það. Sigur er sigur hvernig sem að honum er staðið. Einkum þegar andstæðingurinn heitir Manchester United. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar hvað Víkverja snertir. Hann ætlaði að fá smið í verkefni á heimili sínu í vik- unni en eftir helgina er hlaupin snurða á þráðinn. Smiðurinn er nefnilega dyggur United-maður. „Ég læt ekki sjá mig fyrr en þið skil- ið bikarnum,“ sagði hann hvekktur. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Kleifarvatn | Á sunnudaginn mátti sjá fjölda fólks á öllum aldri á gangi við Kleifarvatn skimandi í allar áttir, aðallega þó niður fyrir sig eins og í leit að einhverju. Ástæðan var leikur sem Edda-útgáfa efndi til í tilefni af útkomu Kleifarvatns, metsölubókar Arnaldar Indriðasonar, í kilju. Leikurinn fólst í því að búið var að koma 50 eintökum af nýju kiljunni fyrir við vatnið og fólki boðið að koma og leita. Þeir sem fundu bók máttu eiga hana. Bræðurnir Adam Orri, Páll Grétar og Axel Ingi Jónssynir voru meðal þeirra sem tóku þátt leiknum og fóru glaðir heim með fundinn og hver veit nema þetta séu þau Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg framtíðarinnar! Fundur í Kleifarvatni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6, 35.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.