Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er allt að því ljóðrænn í dag. Hugsanlega tekst honum að afla sér aukatekna með orðum eða tjáningu. Tilfinningar hans í garð systkina, ættingja og nágranna eru hlýjar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Peningar eru lykilorð dagsins hjá nautinu. Því tekst jafnvel að afla fjár í greinum tengdum olíu, lyfjafræði, kvikmyndum, snyrtivörum og sjón- um. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er hlýlegur og sam- úðarfullur í garð allra sem hann hitt- ir í dag. Hann fær fjölda hugmynda tengdar ferðalögum, útlöndum, út- gáfu og fjölmiðlun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn nýtur einverunnar í frið- sælu og fallegu umhverfi. Hann langar til þess að taka það rólega. Ekki láta kröfur annarra ýta þér út í eitthvert píslarvætti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið leggur vini eða félagasam- tökum hugsanlega lið við að hjálpa þeim sem þurfandi eru. Það nýtur þess að vera samvistum við aðra í leiðinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk lítur meyjuna jákvæðum aug- um í dag því það sér góðlegar og umhyggjusamar hliðar hennar. Meyjan er líka meira töfrandi en endranær núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er full hugsjóna í dag og fer yfir málefni tengd trúarbrögðum, ævintýrum og pólitík í huganum. Hún hugsar um fjarlæga staði. Sam- skipti við börn eru ánægjuleg. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn leggur fjölskyldu- meðlimi lið í dag, eða þá að einhver nákominn kemur honum til aðstoðar. Allir standa uppi sem sigurvegarar, hvort heldur sem er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu daginn til þess að bæta sam- komulagið við þína nánustu. Nú er lag að ná jafnvægi í samskiptum og stuðla að gagnkvæmum skilningi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samstarfsfólk er hjálplegt í dag. Kannski leggur steingeitin ein- hverjum lið í vinnunni. Notaðu dag- inn til listrænnar og skapandi iðk- unar. Kannski er peningapottur við enda regnbogans? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ástarævintýri eru dagskipunin. Ást- fangna vatnsberanum finnst sem hann sé í miðju ævintýri. Mundu að ævintýri eru bara skapandi útgáfa af raunveruleikanum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kauptu eitthvað fallegt fyrir heim- ilið í dag. Farðu að minnsta kosti og kauptu afskorin blóm. Gerðu eitt- hvað til þess að fegra þitt nánasta umhverfi. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú tjáir þig á áhrifaríkan hátt og ert óumdeilanlega mælsk að eðlisfari. Þú ert nákvæm og ljóðræn á sama tíma. Þú læt- ur þjóðfélagsmál og umhverfismál þig miklu varða og skoðanir þínar taka breytingum með aldrinum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 frjóangi, 8 vefji í göndul, 9 talaði um, 10 guð, 11 byggja, 13 ójafn- an, 15 hungruð, 18 of- stopamenn, 21 svefn, 22 særa, 23 tölum, 24 reisir skorður við. Lóðrétt | 2 sjúkdómur, 3 synja, 4 gabba, 5 snúið, 6 digur, 7 hef upp á, 12 fyr- irburður, 14 bein, 15 heið- ur, 16 þröngina, 17 gleð- skap, 18 maðkur, 19 drepa, 20 rekkju. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 golfs, 4 tukta, 7 mokar, 8 litum, 9 tík, 11 römm, 13 smár, 14 ósatt, 15 dólk, 17 órög, 20 odd, 22 magur, 23 ógift, 23 rúmba, 24 arinn. Lóðrétt | 1 gómur, 2 líkum, 3 surt, 4 túlk, 5 kýtum, 6 aum- ur, 10 íhald, 12 mók, 13 stó, 15 dómur, 16 lógum, 18 reipi, 19 gætin, 20 orga, 21 dóna. Tónlist Árbæjarkirkja | Kirkjukór Árbæjarkirkju ásamt Landsvirkjunarkórnum heldur tón- leika kl. 20 í Árbæjarkirkju. Innlend og er- lend lög. Allir velkomnir, ókeypis aðgang- ur. Hjallakirkja | Árlegir vortónleikar Kórs Hjallakirkju kl. 20. Kórsöngur, einsöngur, karlakvartett. Fjölbreytt efnisskrá inn- lendra og erlendra verka. Einsöngvarar eru Erla Björg Káradóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Undirleikari Lenka Má- téová. Söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá nánar: hjallakirkja.is. Neskirkja | Tónlistarhópurinn Rinascente frumflytur á Íslandi óratóríu eftir Aless- andro Scarlatti fyrir 5 einsöngvara og hljómsveit og var verkið unnið upp úr handriti höfundar. Hefst kl. 20.30. Ein- söngvarar Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Miðaverð 1.500 kr. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“. Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ- mundsson. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gallerí Kambur | Þorsteinn Eggertsson. Gallerí Sævars Karls | Jón Sæmundur er með myndlistarsýningu. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jóns- dóttir, John Latham, Kristján Guðmunds- son. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Diet- er Roth, Peter Fischli, David Weiss, Har- aldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listahá- skóla Íslands. Mokka-kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá: www.hugverka.is. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er sýning á svarthvítum ljósmyndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í galleríi Klaustri. Sýningarnar eru opnar kl. 12–17 alla daga. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Listasýning Askja – Nátturufræðihús Háskóla Ís- lands | Menningardeild Franska sendiráðs- ins kynnir sýninguna Margbreytileiki lífs- ins og mannkynið. Sýningin samanstendur af ljósmyndum frá öllum heiminum sem og kvikmynd. Markmið sýningarinnar er að stuðla að því að fólk sé meðvitað um eyðileggingu auðlinda í heiminum. Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggvadóttir leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor- lákshafnar, í maí. Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðnskóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Mannfagnaður Iða | Skáldaspírukvöld, kl. 21–22, verður tileinkað litháensku ljóðskáldi og leikkonu, Birute Mar. Hún hefur fengið verðlaun fyr- ir ljóð sín, leik og leikuppfærslur. Hún les úr verkum sínum á ensku en einnig mun Benedikt S. Lafleur lesa íslenskar þýð- ingar eftir Völu Bjarnadóttur. Fundir Lauf | Aðalfundur Laufs, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, verður haldinn 26. maí kl. 20, í Hátúni 10b, 9. hæð. Á dagskrá: aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Allir félagsmenn velkomnir. OA-samtökin | Fundir alla þriðjudaga klukkan 21–22, í Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykjavík. Fyrirlestrar Raunvísindadeild HÍ | Pawel Bartoszek heldur meistaraprófsfyrirlestur sinn, „Jacobi-íðul af þrílínulegum formum“, í stærðfræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Íslands, 27. maí kl. 15, í stofu V-158. Leiðbeinandi er Freyja Hreinsdóttir. Ráðstefnur Safnaðarheimili Oddasóknar | Odda- stefna, árleg ráðstefna Oddafélagsins verður 28. maí kl. 14–17. Erindi halda: Árni Reynisson, Freysteinn Sigurðsson og Þór Jakobsson. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is MENNINGARSJÓÐUR Íslandsbanka hf. gaf Gljúfrasteini, safni skáldsins, nýlega ný hljóðleiðsögutæki en Gljúfrasteinn hefur boðið upp á hljóðleiðsögn frá því að húsið var opnað í september árið 2004. „Í fyrstu var aðeins boðið upp á hljóðleiðsögn á íslensku og ensku en með nýju tækjunum verður einnig hægt að fá leiðsögn á þýsku og sænsku. Tæk- in eru af gerðinni iPod frá Apple og eru einstaklega létt og þægileg í notkun,“ segir í fréttatilkynningu um nýju tækin. Skoðunarferðir eru um húsið alla daga þar sem hægt er að skoða vista- verur skáldsins og fjölskyldu hans. Hljóðleiðsögnin leiðir gesti um Gljúfra- stein, húsið sjálft, garðinn og nálægar gönguleiðir og jafnframt er hægt að heyra raddir Auðar og Halldórs Lax- ness. Gljúfrasteinn er opinn alla daga frá klukkan 10 til 17. Ný hljóðleiðsögutæki á Gljúfrasteini Morgunblaðið/Arnaldur  1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. O-O Bg7 7. Rbd2 O-O 8. He1 Bd7 9. Rf1 Rh5 10. Ba4 Kh8 11. Bg5 De8 12. Re3 h6 13. Bh4 Rf4 14. Bg3 Re6 15. Bc2 Hd8 16. Rf5 gxf5 17. exf5 Red4 18. cxd4 Bxf5 19. Ba4 De6 20. Bxc6 bxc6 21. dxe5 Dd5 22. Da4 dxe5 23. Bxe5 Bxd3 24. Had1 f6 25. Bxc7 Hd7 26. Bg3 Hfd8 27. b3 c5 28. h3 Kh7 29. Da3 c4 30. bxc4 Dxc4 31. He7 a6 32. Kh2 Bf5 33. Hc1 Dd3 34. Hc3 Df1 35. He1 Db5 36. Hb3 Dc4 37. Hc1 De6 38. He3 Db6 39. He7 Hxe7 40. Dxe7 Hd7 41. Da3 Hd3 42. Da4 Db5 43. Df4 Bd7 44. He1 Df5 45. Dc7 Bf8 46. Rh4 Dg5 47. Dc4 Dd5 48. Df4 Dd4 49. He4 Da1 Staðan kom upp á armenska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Erevan. Karen Asrian (2611) hafði hvítt gegn Beniamin Galstian (2448). 50. He7+! snaggaralegur leikur sem auðveldar hvítum til mikilla muna að vinna úr yfirburðum sínum. 50...Bxe7 51. De4+ f5 52. Dxd3 Be6 53. Rxf5 Bf6 og svartur gafst upp um leið enda fokið í flest skjól eftir t.d. 54. Rd4+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Ashot Anastasjan (2574) 7½ vinn- ing af 11 mögulegum. 2.–3. Karen Asrian (2611) og Gabriel Sargissjan (2630) 7 v. 4.–6. Tigran Nalbandian (2508), Arsen Yegiazarian (2534) og Levon Babujian (2386) 6 v. 7.–8. Art- ashes Minasjan (2597) og Beniamin Galstian (2448) 5½ v. 9.–10. Tigran Kotanjian (2443) og Tigran L. Petr- osjan (2599) 5 v. 11. Ara Minasjan (2510) 3 v. 12. Artur Chibukhchian (2406) 2½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Mike Passell. Norður ♠KG10975 ♥84 S/Allir ♦G108 ♣K4 Vestur Austur ♠32 ♠ÁD6 ♥1062 ♥G975 ♦932 ♦ÁD5 ♣DG987 ♣1032 Suður ♠84 ♥ÁKD3 ♦K764 ♣Á65 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 4 hjörtu * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * Texas-yfirfærsla Vestur spilar út laufdrottningu gegn fjórum spöðum. Sagnhafi þarf ekki að hugsa sig lengi um, hann tek- ur slaginn heima og lætur spaðaátt- una rúlla yfir til austurs. Svíningin misheppnast, en tígullinn liggur vel og þar er engu hægt að klúðra. Jafnvel þótt austur spili litlum tígli og suður kjósi að stinga upp kóng, getur sagn- hafi hent tígli niður í hjartadrottningu áður en austur kemst aftur inn. Þessu spili er greinilega ætlað að vinnast, en margt fer öðruvísi en ætl- að er. Bandaríski meistarinn Mike Passell var í austursætinu og hann drap fyrsta trompslaginn með ás! Lagði næst niður tígulás og spilaði meiri tígli. Sagnhafi drap að sjálfsögðu með kóng og tók „sannaða“ svíningu í spaðanum. Síðan hugðist hann henda tígli blinds niður í hjarta. En til þess gafst ekkert tækifæri. Passell dró fram spaðadrottninguna og tók fjórða varnarslaginn á stöllu hennar í tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.