Morgunblaðið - 24.05.2005, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNING svissnesku listakonunnar
Elke Krystufek í aðalsal Hafn-
arborgar byggist lauslega á Atl-
asverki þýska listamannsins Ger-
hard Richter sem hefur verið „verk í
vinnslu“ (work in progress) síðan ár-
ið 1961. Atlas er samansafn af ljós-
myndum af umhverfi sem hefur
mótað listamanninn og list hans líkt
og dagbók. Atlasverk Elke Krystu-
fek byggir á þessum sömu hug-
myndum nema að hún gengur öllu
nær sjálfri sér og áhorfandanum en
Richter hefur gert. Tekur fyrir það
sem flestallir álíta einkamál. Í raun
er öll myndlist Elke Krystufek
nokkurskonar dagbók um einkamál.
Hún hefur sýnt myndbandsverk af
sér og unnusta hafa samfarir, fróað
sér við opnun sýningar, pissað fyrir
framan gesti við opnun sýningar
o.s.fv. Og hvað með það? getur mað-
ur svosem sagt. Jú, í þessum aðgerð-
um Krystufek felst viss opinberun á
manneskju. Krystufek er ekki klám-
stjarna eða fatafella, hún er mynd-
listarkona sem ögrar sér og áhorf-
andanum með klámfengnu og
ruddalegu myndmáli. Líkami lista-
konunnar er efniviður hennar og tól
til að rannsaka kynferði, hlutverk,
óra, sjálfsmynd o.s.frv.
Nálgun Krystufek minnir á margt
sem Marina Abramovich gerði á sjö-
unda áratugnum eins og þegar hún
seldi sig í Rauða hverfi Amsterdam í
stað þess að mæta á opnun eigin
sýningar eða þegar hún bauð sýn-
ingargestum að skera sig með rak-
vélablaði. Í þessum gjörningum
Abramovich fólst viss afstaða til lík-
ama og anda sem vel má tengja við
verk Krystufek. Það að brjóta öll
persónuleg, líkamleg eða hug-
myndaleg takmörk. Í raun er þetta
róttæk sjálfskoðun líkt og í ógleym-
anlegri kvikmynd Davids Fincher,
Fight club, sem fjallaði um sjálf-
skoðun gegn um ofbeldi. Einn og
sami maðurinn var annars vegar
hinn saklausi Edward Norton sem
þráði að finna sjálfan sig og hins
vegar var hann líka hinn ruddalegi
og flotti Brad Pitt sem fyrirleit alla
meðalmennsku. Í Atlasverki Krystu-
fek sjáum við þessar tvær mann-
eskjur mjög skýrt. Hina sakleys-
islegu stúlku sem upphefur
stereótýpur og þá ruddalegu sem
glennir sig fyrir framan spegil og
dáir ofbeldi og klám. Verkið nefnist
„I am your mirror“ (Ég er spegill
þinn) og er nokkurskonar ferða-
dagbók. Myndirnar eru flestar í
hefðbundinni heimilisalbúma-stærð,
eru leifturskotsmyndir (snap-shots)
og inn á milli má finna póstkort. Þær
spanna alllangt tímabil, veit reyndar
ekki hversu langt, en hún virðist
ansi ung á sumum þeirra. Verkið er
að mínu mati sláandi á forsendum
sjálfskoðunar og að maður noti op-
inberun Krystufek til að líta í eigin
barm eins og titillinn kallar eftir. Að
öðru leyti er þetta bara klám og
„exhibisjónismi“ sem eðlilega kann
að snerta blygðunarkennd margra
og satt að segja ætti sýningin að
hafa aldurstakmark af þeim sökum.
Róttæk
sjálfskoðun
Morgunblaðið/Eyþór
„Krystufek er ekki klámstjarna eða fatafella, hún er myndlistarkona sem
ögrar sér og áhorfandanum með klámfengnu og ruddalegu myndmáli.“
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Hafnarborg
Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11-
17. Sýningu lýkur 21. ágúst.
Elke Krystufek
Jón B.K. Ransu
Í BLAÐINU í gær var skrifað um
tvo af þeim fjórum leiklestrum sem
Borgarleikhúsið og Listaháskólinn
stóðu fyrir í tilefni af Listahátíð og
með styrk frá Goethestofnuninni á
Íslandi. Ekki er ofsögum sagt af
frumkvæði þeirra sem gera okkur
kleift að heyra lesið það nýjasta
nýtt utan úr heimi og mætti gera
miklu meira af slíku. Hér verður
lítillega fjallað um verk þeirra
Theresiu Walser og Maríusar von
Mayenburg en báðum leiklestr-
unum stjórnaði Guðjón Pedersen.
Öfugt við Egil Heiðar sem stjórn-
aði hinum tveimur sviðsetti Guðjón
sína lestra svo til ekkert heldur
sátu leikarar á stólum í einni röð
og stóðu upp þegar kom að þeim.
Deila má um hvor aðferðin sýni
betur texta leikskáldsins, tæran og
einstakan eða hvort slíkt er yf-
irleitt mögulegt en heilt yfir var
prýðilegt að fá að sjá báðar aðferð-
irnar. Sá hængur er þó á kynn-
ingum sem þessum að leikritin eru
stytt og þannig ekki öll sagan sögð.
Leikrit Theresiu Walser, Flökku-
hórur, er um fólk á samfélagsjaðr-
inum; hórur á hóruhúsi, karlahóp á
karlakvöldi, sjálfhverft klámsýn-
ingapar og eina ást-
fangna stúlku. Stúlk-
unni þeirri er teflt
fram sem andstæðu
klámparsins með því
að láta hana grípa
inn í samræður
þeirra, atriðin á
hóruhúsinu virðast
ekki koma þeim við
en einn úr karla-
hópnum var svo gift-
ur hórumömmunni
en það kom fram í
samræðum karlanna.
Form verksins og
bygging er meira í
ætt við myndir sem
brugðið er upp en hefðbundna
framvindu og margt í því spenn-
andi, eins og til dæmis hvernig ást-
fangna stúlkan er upptekin af trjá-
grein og truflar ítrekað samræður
klámparsins um hvernig tilfinning
það er að vera eitthvað sérstakt í
augum annarra og hvort þau upp-
lifi sýningar sínar innan frá. Í
þessu kristallaðist efni leikritsins;
hvenær talar og framkvæmir fólk
einlæglega og hvenær ekki og höf-
um við ekki öll mjög sterka siðferð-
isvitund og tilfinningar þó að unnið
sé við vændi og klám eða hóruhús
heimsótt? Lifir fólkið í þessum
bransa við afneitun eða erum við
öll sama marki brennd? Það sem
upp úr stendur eftir að hlusta á
Flökkuhórur er tilfinning fyrir
mennskum kjarna og svo opið form
að hægt er að nálgast leikritið á
óteljandi vegu þegar hugað er að
uppsetningu.
Verk Maríusar von Mayenburg
er ekki jafnopið og leitandi og
Flökkuhórur þó að það bjóði upp á
margar leiðir í uppsetningu. Heiti
verksins, Eldoradó, gefur til kynna
að það geti gerst hvar sem er í
ídeal heimi annars staðar en á
Vesturlöndum. Rammi verksins er
ógn sem sögumaður segir frá en
hægt væri að sviðsetja; vestrænir
herir ráðast á óskilgreint landsvæði
og eyðileggja það og ógna lífi borg-
aranna með skriðdrekum og öðrum
hervélum og ná þeir
meiri völdum eftir því
sem líður á verkið.
Innri sagan er af hjón-
um en í upphafi verks
er hamingju þeirra
ógnað á ýmsa vegu.
Karlinum er sagt upp í
vinnunni en hann þorir
ekki að segja konunni
sinni frá því vegna þess
að hún er í sama mund
að hætta að vinna sem
píanóleikari og upp-
götvar að hún eigi von
á barni. Annað par
kemur við sögu sem
ásælist peninga þeirra
og velgengni. Þannig gerist verkið
á tveimur plönum sem kallast á;
persónulegur harmleikur hjónanna
og undirokun þeirra gagnvart hinu
sívinsæla yrkisefni bókmenntanna
um græðgi og valdasýki annars
vegar en hins vegar ásælni og
valdasýki Vesturlanda gagnvart
hinum svokölluðu minna þróaðri
ríkjum. Verkið er vel upp byggt og
þó að formið sé nokkuð ákveðið er
spennandi að sjá að hægt er að
leita í ýmsar áttir í uppsetningu. Í
umræðum eftir sýninguna þar sem
höfundar sátu fyrir svörum sagðist
Marius von Mayenburg oft hafa
verið spurður hvers vegna hann
skrifaði verk með svo skýrum boð-
skap og ádeilu en hann spyrði alltaf
á móti hvers vegna ekki af því að
þetta vildi hann segja.
Það er athyglisvert að höfund-
arnir fjórir skrifa allir um firringu
samtímamannsins og velta fyrir sér
saklausum fórnarlömbum atvinnu-
leysis, iðnvæðingar, banka- og fjár-
málavæðingar, græðgi og valdasýki
þar sem virðingin fyrir lífi manns-
ins og tilfinningum verður æ minni.
Það var hins vegar alveg skýrt eft-
ir leiklestrana í Borgarleikhúsinu
að hver þessara fjögurra athygl-
isverðu höfunda hefur sín sérstöku
einkenni og leikur hvert þeirra sér
með form og texta á ólíkan hátt.
Þýsk samtímaleikritun
LEIKLIST
Listahátíð í Reykjavík
Borgarleikhúsið og
Listaháskóli Íslands
Flökkuhórur: Höfundur: Theresia Walser.
Þýðandi: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Guð-
jón Pedersen. Leikarar: Halldóra Geir-
harðsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Kristín Þóra Haraldsdóttir,
Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Sara H. Marti
Guðmundsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, Pétur Einarsson, Þór Tulinius,
Gunnar Hansson og Halldór Gylfason.
Eldorado: Höfundur: Maríus von Mayen-
burg. Þýðandi: María Kristjánsdóttir.
Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikarar:
Theodór Júlíusson, Sara Dögg Ásgeirs-
dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhanna
Friðrika Sæmundsdóttir, Ellert A. Ingi-
mundarson og Anna Svava Knútsdóttir.
Ljós: Kári Gíslason. Hljóð: Jakob Tryggva-
son.
Nýja sviðið, 17. og 18. maí 2005
Autobahn
Leiklestrar
Guðjón Pedersen
Hrund Ólafsdóttir
ÞÝSKA myndin Der Untergang,
sem fjallar um síðustu daga Hitlers,
hefur óvænt fengið góða dóma í Ísr-
ael. Ungir og aldnir Ísraelar og fólk
sem lifði af helförina lofar myndina.
Myndin var mjög umdeild þegar
hún var fyrst sýnd í Þýskalandi, fyr-
ir að sýna Hitler í mannlegu ljósi.
Male, 73 ára kona frá Rúmeníu sem
lifði helförina af, og eiginmaður
hennar Shlom, 84 ára Pólverji, sögð-
ust hafa fengið tár í augun, en ekki
fundið til viðbjóðs.
Viðbrögð Raviv, þrítugs félags-
ráðgjafa, voru svipuð. „Þeir áttu
skilið það sem kom fyrir þá, en hví-
líkur harmleikur,“ sagði hann. Hann
er frá Austurríki en öll fjölskylda
hans nema amma hans var drepin í
útrýmingarbúðunum.
Í fjölmiðlum var myndin bæði lof-
uð og gagnrýnd. „Ég mæli ekki með
þessari mynd við þá sem lifðu helför-
ina af, en hún ætti að vera skylda
fyrir alla aðra. Hún kennir okkur að
jafnvel viðkvæmasta fólk getur orðið
að viðbjóðslegum morðingjum,“
sagði Avner Hopstein, kvikmynda-
gagnrýnandi Yediot Aharonot.
Annar gagnrýndi útlit Hitlers,
fannst hann minna á vaxmynda-
brúðu. Forráðamenn Lev-kvik-
myndahússins í Tel Aviv voru í
fyrstu tregir til að sýna myndina og
töldu að málefnið væri ef til vill of
viðkvæmt fyrir Ísrael. Til að taka
ákvörðun héldu þeir prufusýningu
fyrir hóp áhorfenda en af þeim sagð-
ist 91% telja að sýna ætti myndina.
Der Unter-
gang fær góða
dóma í Ísrael
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
Stóra sviðið
DÍNAMÍT - Birgir Sigurðsson
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur
MÝRARLJÓS - Marina Carr
Sun. 29/5. Allra síðasta sýning
Litla sviðið kl. 20:00
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
Valaskjálf Egilsstöðum
KODDAMAÐURINN - Martin McDonagh
Mi›. 25/5, fim. 26/5 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor.
Ekki er hægt a› hleypa inn í salinn eftir a› s‡ning er hafin.
RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00.
Miðasala á Bókasafni Héraðsbúa.
Opið alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
8. sýn. fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6 nokkur sæti laus,
10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6.
Fös. 27/5 örfá sæti laus, lau. 28/5 nokkur sæti laus,
lau. 4/6 nokkur sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6.
Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana.
Lau. 28/5 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00. Síðustu sýningar í vor.
Fös. 27/5, lau. 28/5, fös. 3/6.
Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin
kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA
ÖRFÁAR SÝNINGAR VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA!
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Setið um
Leníngrad
Á fimmtudaginn fá gestir Sinfóníunnar að hlýða á
hádramatíska tónlist. Fá tónverk orka jafn sterkt á hlustendur og
Adagio Barbers og hefur verkið hlotið þann sess að vera óopinber
sorgartónlist Bandaríkjanna. Leníngrad-sinfónían er margbrotin
heimild um viðsjárverða tíma og flókna stöðu viðkvæms tónskálds
í hringiðu atburðanna.
Samuel Barber ::: Adagio fyrir strengi, op. 11
Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 7 „Leningrad“
Rauð tónleikaröð #7 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ KL. 19.30