Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 40

Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. Algjör bíósmellur bæði í USA og á Bretlandi. l j í ll i í l i MBL.IS  DV  Crash kl. 5.50 - 8.10 - 10.30 b.i. 16 The Jacket kl.5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 10.20 The Hitchhikers guide... kl.5.45 - 8 - 10.15 Napoleon Dynamite kl. 8.05 Vera Drake kl. 8 Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14 Ó.H.T Rás 2 H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2 Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafan , Paul Hag is (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE Stuttmyndahátíðin ReykjavíkShorts & Docs verður haldindagana 25. til 29. maí. Á há- tíðinni verða sýndar 14 nýjar ís- lenskar myndir en það ku vera met í sögu hátíðarinnar. Þeirra á meðal eru Róska – saga og hugsjónir ’68- kynslóðarinnar, Töframaðurinn, mynd eftir Reyni Lyngdal um lista- manninn Matthew Barney og verð- launamyndin Slavek the Shit sem var frumsýnd í Cannes á dögunum. Auk íslensku myndanna verður sýnt úrval alþjóðlegra mynda sem hafa vakið verðskuldaða athygli víða um heim en ekki ratað í bíóhús hér á landi. Að auki verður úrval norrænna stutt- og heim- ildamynda sem þóttu skara fram úr á Nordisk Panorama-hátíðinni.    Hjálmtýr Heiðdal er fram-kvæmdastjóri Shorts & Docs. „Hátíðin í ár verður stutt, ein- ungis fimm dagar, en þessa daga verður sýnd þrjátíu og ein kvik- mynd í Tjarnarbíói og í Hellusundi 6. Þetta verða náttúrulega mest stuttmyndir en þarna eru líka margar heimildamyndir. og opnunarmyndin verður ein- mitt mjög merkileg 80 mínútna heimildamynd um listakonuna Rósku. Þarna verður líka sýnd mynd um sýningu listamannsins Matthews Barneys sem var haldin í fyrra; heimildamynd um Guðberg Bergsson sem hefur reyndar verið sýnd einu sinni áður og svo verður að minnast á mynd sem kallast 300 harmonikur og fjallar um harm- onikumót á Ísafirði, mjög sérstök mynd sem Spessi ljósmyndari gerði, og síðan er fleiri merkilegar myndir að finna á dagskránni.“ Hjálmtýr segir að þessi hátíðendurspegli mikinn vöxt í heimilda- og stuttmyndagerð. „Allt frá stofnun Kvikmynda- og stuttmyndasjóðsins hefur gróskan verið gríðarleg og gæðin eru orðin mjög mikil. Hátíðin er samt sem áð- ur mjög smá á heimsmælikvarða og sniðin að íslenskum aðstæðum og að því fjármagni sem við höfum úr að moða. Að sama skapi er hún sjálfstæð og það finnst okkur mik- ilvægt. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og við höfum mest fengið 2.300 manns sem er mjög gott miðað við að við getum ekki auglýst mikið.“ Auk hátíðarinnar sjálfrar verður Nýherji með tæknikynningu á nýrri stafrænni háskerpu, HDV eða High Definition Video. Þessi tækni hefur verið mjög vinsæl á meðal kvik- myndagerðarmanna á þessu sviði en hún er um leið góð og ódýr. Eins og áður sagði hefst hátíðin á morgun og stendur til sunnudags. Almennt miðaverð er 500 krónur en einnig er hægt að kaupa passa á allar myndirnar fyrir 2.000 krónur. „Shorts & Docs“ hefst á morgun ’Allt frá stofnun Kvik-mynda- og stuttmynda- sjóðsins hefur gróskan verið gríðarleg og gæðin eru orðin mjög mikil.‘ AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Hjálmtýr Heiðdal, framkvæmda- stjóri Shorts & Docks. hoskuldur@mbl.is Opnunarmynd hátíðarinnar er um listakonuna Rósku. Shorts & Docs, 25.–29. maí í Tjarnarbíói og Hellusundi 6 www.shordocs.info. KYLIE Minogue ætlar að gift- ast kærastanum sínum Olivier Martinez. Franski leikarinn er sagður hafa beðið Kylie í síðustu viku þegar hún kom úr aðgerð, þar sem fjarlægður var illkynja hnúður úr brjósti hennar. Kylie mun hafa orðið himinlif- andi og sagt „já“ undir eins. Segir sagan að þau muni gifta sig um leið og Kylie er búin að ná sér að fullu. Kylie greindist með brjóstakrabbamein í síð- ustu viku og var látin fara í að- gerð undir eins. Frændi Oliviers, Stephane Martinez, sagði í gær að áfallið við að uppgötva að Kylie væri með brjóstakrabbamein hefði fært þau nær hvort öðru og leik- aranum hefði orðið ljóst hvað hún væri honum mikilvæg. Kærastinn bað Kylie eftir að- gerðina Veikindin urðu til þess að Olivier gerði sér betur grein fyrir en áður hversu mikilvæg Kylie væri honum. UNNUR Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni um titilinn ungfrú Ís- land á Broadway á föstudagskvöldið. Unnur, sem er 21 árs, er dóttir Unnar Steinsson, sem hlaut sama titil árið 1983, og Vilhjálms Skúlason- ar. Í öðru sæti lenti Ingunn Sigurpálsdóttir úr Garða- bæ og í því þriðja Margrét Elísa Harðardóttir úr Reykjavík. Fegurðarsamkeppni Íslands fór fram á föstudaginn Unnur Birna fagnaði sigri Þórunn Gunnarsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Björn Leifsson og Bryndís Ólafsdóttir skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýkjörin Ungfrú Ísland 2005 í faðmi fjölskyldunnar; Pétur Sigurðsson, kærasti hennar, Unnur Steinsson móðir, Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson bróðir, Unnur Birna sjálf og Steinn Vilhjálmsson bróðir. Hafdís Mjöll Lárusdóttir, Ísabella Lárusdóttir, Erla Ösp Lárusdóttir og Guðmunda Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.