Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 44

Morgunblaðið - 24.05.2005, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VIÐSKIPTAVINIR ADSL- þjónustu Símans munu í haust geta valið úr hundruðum kvik- mynda og þátta til að kaupa heima í stofu þegar Síminn hleypir af stokkunum myndbandaleigu í sjónvarpi. Áhorfendur munu eiga ákveðna inneign sem þeir geta notað til að kaupa sér efni og klárist inneignin geta þeir bætt við hana. Áhorf- endur kaupa þó efnið ekki til eign- ar heldur er um tímabundinn að- gang að ræða og fá þeir sendan reikning fyrir notkun mánaðar- lega. Þjónustan verður hluti af sjón- varpsútsendingum Símans í gegn- um ADSL, sem hófust í nóvember í fyrra í tíu bæjarfélögum úti á landi og hefjast á höfuðborg- arsvæðinu á næstu vikum, að sögn Þórs Jes Þórissonar, fram- kvæmdastjóra hjá Símanum. Til þess að ná útsendingunum og geta keypt sér kvikmynd eða sjón- varpsþátt þarf mótald og afrugl- ara, en hann geta allir viðskipta- vinir ADSL-þjónustu Símans fengið sér að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að fjölga sjón- varpsrásunum upp í 60 fljótlega þannig að þær verði jafnmargar og á breiðbandinu í dag. Svipað verð og á myndbandaleigum Þá verður sérstök stöð, Enski boltinn, einnig aðgengileg í gegn- um sjónvarpsútsendingar Símans, en þar verða beinar útsendingar frá leikjum í ensku knattspyrn- unni á fjórum rásum. Greitt verð- ur sérstaklega fyrir knatt- spyrnurásina. Verð á kvikmyndum og þáttum sem áhorfendur geta valið úr hef- ur ekki endanlega verið ákveðið en Þór reiknar með að það verði svipað og á myndbandaleigum. Stefnt er að því að nýta möguleika gagnvirks sjónvarps enn frekar og segir Þór m.a. horft til þátttöku áhorfenda heima í stofu, t.d í spurningaleikjum eða raunveru- leikaþáttum. Með tilkomu sjónvarpsútsend- inganna nýtir Síminn nú símalínur undir talsíma, net og sjónvarps- útsendingar og segir Þór stefnt að því að auka samþættingu milli þessara þriggja þátta. Þannig megi t.d. hugsa sér að hægt verði að senda textaskilaboð í sjónvarp- inu til vina og félaga sem eru að horfa á sama sjónvarpsefni, fá upplýsingar um númer þess sem hringir í talsímann á sjónvarps- skjánum og í framtíðinni koma upp svokölluðum „vídeósíma“, þar sem hægt verður að sjá þann sem talað er við á meðan símtalið stendur yfir. Síminn býður upp á bíómyndir heim í stofu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Hægt að | 10 TVÖ ný leiktæki eru komin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal, gestum garðsins á öllum aldri til skemmtunar. Um er að ræða annars vegar svokallaðan Ærslabelg, uppblás- inn skopparabelg sem börn geta hoppað á. Hins vegar verður í dag tekið formlega í notk- un nýtt 26 metra hátt parísarhjól, sem alls tek- ur um 120 manns í sæti. Einar Karlsson, markaðsstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir Ærslabelginn þegar hafa gert mikla lukku meðal barnanna. „Par- ísarhjólið, sem sett var upp um helgina, hefur einnig vakið mikla athygli og fólk hefur verið að skoða það,“ segir Einar, en starfsmenn garðsins tóku örlítið forskot á sæluna í gær þegar verðlaun voru afhent fyrir þátttöku í átakinu Hjólað í vinnuna. „Þá buðum við þeim sem unnu til verðlauna í Hjólað í vinnuna, ásamt þeim Ellert B. Schram, formanni ÍSÍ, og Ingvari Sverrissyni, stjórnarformanni Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, í ferð.“ Einar seg- ist ekki í vafa um að parísarhjólið geri góða lukku í sumar. „Miðaverðinu verður líka stillt í hóf. Það mun aðeins kosta stakan miða í hjólið, en hann kostar 170 kr.,“ segir Einar og bætir við að starfsemi garðsins hafi þróast mikið undanfarin fimm ár. „Það má segja að garð- urinn hafi tekið nýja og skemmtilega stefnu fyrir fimm árum og nú er mikil þróun að eiga sér stað hér.“ Morgunblaðið/Eyþór Tuttugu og sex metra hátt parísarhjól KÁRAHNJÚKASTÍFLA tekur sífellt á sig meiri og skýrari mynd. Alls 115.000 rúmmetrar hafa bæst við á síðustu dögum og þar með eru yfir 40% fyllingarefnis komin í stífluna. Starfsmönnum Impregilo hefur tekist að ljúka við að steypa svonefndan távegg stíflunnar, en í hann fóru um 50.000 rúmmetrar af steypu. Það magn myndi duga til að steypa um 400 einbýlis- hús, segir á vef Kárahnjúkavirkjunar, en veggurinn er 120 metra langur, um 40 metra hár og 20 metra breiður. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Táveggurinn tilbúinn UM 20–30% veiddra laxa sem sleppt er aftur í árnar eru veidd að nýju og lítið brot þeirra er veitt í þriðja sinn, að því er fram kemur í lokaritgerð Borgars Páls Bragasonar frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri um endurveiði í íslenskum laxveiði- ám. Samkvæmt athugunum Borgars Páls hafa sleppingar aukið veiði um 2–300 laxa á ári í Hofsá og Selá í Vopnafirði. Í rannsókn sinni athug- aði hann hlutfall endurveiðinnar, hversu langur tími líður á milli og hversu langt frá merkingarstað lax- arnir veiðast í annað og þriðja skipt- ið. Fiskarnir veiddust í annað skiptið frá einum upp í sextíu dögum eftir að þeim var sleppt, aðallega ofan við upprunalegan veiðistað.|18 Um 20–30% laxa veiðast aftur eftir sleppingar BLÁA lónið fékk hraklega út- reið í forsíðugrein ferðablaðs The Sunday Times nú um helgina. Er lónið tekið fyrir ásamt sex öðrum „heitum“ áfangastöðum í dag, sem þykja ekki standast væntingar. Aðspurður segir Grímur Sæ- mundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, um atvinnuróg að ræða sem eigi ekkert skylt við sanngjarna gagnrýni. Í grein- inni dregur höfundur heilnæmt gildi lónsins í efa og gefur auk þess í skyn að gestir lónsins mígi í vatnið. Segir Grímur ljóst að menn muni setja sig í samband við forsvarsmenn The Sunday Times og krefjast þess að missagnir og rangfærslur greinarhöfundar verði leiðrétt- ar með jafn áberandi hætti. | 6 Bláa lónið gagnrýnt harkalega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.