Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 2

Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 2
2 Mánudagur 6. juni 1960 mAnudagsblaðið Nú fer fólk að fara í sum- arleyfin, og flestir nota þau til að ferðast. Það er orðið svo dýrt að ferðast til út- landa að búast má við, að talsvert dragi úr utanlands- ferðum Islendinga frá því sem verið hefur hefur á und anförnum árum. 1 sumar má því búast við, að allur þorri Reykvíkinga noti sumarleyf- ið til að ferðast um Island. Ferðafélög og ferðaskrif- stofur skipuleggja mik'fnn fjölda ferða um landið. Er sjálfsagt fyrir almenning að nota sér þær ferðir, ekki sízt óbyggðaferðirnar. Það er ekkert vit fyrir fólk, sem litla eða enga reynslu hefur af ferðalögum, að iara á eig- in spýtur upp á örævin. Þar er nauðsynlegt að njóta leið sagnar reyndra ferðamanna. Fjöldi Reykvíkinga ferðast um landið á ósköp kjánaleg- an hátt. Þeir þjóta í bílum sínum um rykuga þjóðvegi og staðnæmast á veitinga- og gististöðum, sem margir hverjir eru lítt uppbyggileg- ir. Menn eru anzi litlu nær eftir slíkar ferðir, þekkja land sitt litlu betur en áður og sækja sér ósköp litla hressingu í sumarleyfið. Slík ar ferðir geta haft sína mein ingu fyrir ungt fólk, sem er í ástamakki, en fyrir aðra eru þær ósköp fáfengilegar. Gönguferðir hafa marga og mikla kosti umfram bíl- ferðir. Menn kynnast land- inu á allt annan hátt en að þjóta um það í bílum. Og það er heldur ekki sambæri- legt, hversu menn hressast meir af gönguferðum í tæru lofti en af því að sitja inni í bíl og ryki og benzínsvælu. Að vísu getur verið ágætt að hafa bíl til að aka á þá staði, þar sem gönguferðirnar hefj ast. Þegar rætt er um skemmti legar gönguslóðir á Islandi er af miklu að taka og um margt að velja. Þar má finna eitt'hvað við hæfi hvers og eins, stuttar leiðir og lang- ar, greiðar og erfiðar. Hér á eftir skulum við líta á nokkrar gönguleiðir, en auð vitað verður það ekki nema örlítið brot af því, sem úr er að velja. Nágrenni Rcykjavíkur Það má alveg lygilegt heita, hve ófróðir margir Reykvíkingar eru um sína eigin borg, násrenni hennar og útsýnina þaðan. Fyrir nokkrum árum fór ég með ihóp af ungu reykvísku fólki upp í turninn á Landakots- kirkju. Þetta fólk var flest alið upp ,í Reykjavík og kom- ið undir tvítugt. Og þetta voru engir kjánar, í þessum hópi var margt vel greint fólk. En enginn í hópnum þekkti Sveifluháls, enginn Trölladyngju, enginn Fagra- skógarfjall. Og þó þurfa menn ekki að fara lengra en út að skífunni á Valhúsahæð til að fræðast nákvæmlega um fjallahringinn, sem sést frá Reykjavík. Hér í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fagrir stað- ir, sem ég hygg, að aðeins hverfandi hluti bæjarbúa hafi nokkru sinni stigið fæti á. Meiri hluti bæjarbúa hef- ur áreiðanlega aldrei komið út í Viðey, og þá miklu færri í Engey. Ólafía Jóhannsdótt- ir segir, að Viðey sé fegursti staðurinn á öllu Suðurlandi. Og þó að ég vilji ekki skrifa upp á það, er því ekki að neita, að álfaborgirnar og brekkurnar á Viðey austan- verðri eru yndislegar, þó að þær séu ef til vill enn feg- urri séðar úr landi en þegar komið er út í eyna. Vestur- hluti Viðeyjar er stórum ó- fríðari, mest mýrar og forar svakkar. Einn er sá staður annar 'hér í næsta nágrenni bæjarins, sem undrafáir Reykvíkingar hafa stigið fæti á, þó að þeir hafi allir séð hann úr nokkrum fjarska. Það er Suðurnesið, hinn langi og mjói skagi, sem gengur suður úr Sel- tjarnarnesi utanverðu og er stærra um sig en flesta grunar. Mér hefur alltaf þótt Suðurnesið yndislegur stað- ur. Hér á næstu grösum við höfuðstaðinn er maður kom- inn langt frá borgarskarkal- anum og náttúran er að mestu ósnortinn af manns- hendinni. Hér er sérkennileg ur fjörugróður og fjölbreytt ara fuglalíf en annars staðar í næsta nágrenni bæjarins. Þarna í nesinu eru margir yndislegir blettir, smáheim- ar íslenzkrar fegurðar. En hve margir eru þeir Reykvík ingar, sem aldrei hafa komið á þennan stað, örfárra mín- útna akstur frá miðbænum? Eg ætla að vona, að Suður- nesið fái sem lengst að vera í friði, mig langar ekki til að .lifa þann dag; þegar fólk með Ægissíðusmekk fer að byggja þar. Annar staður í nágrenn- inu, sem menn gera sér ekki tíðförult um, er Arnarnesið fyrir sunnan Kópavoginn. Það er ótrúlega fallegt yzt í Arnarnesinu,, þarna er enn ósnortinn smáheimur. Sjávar klettarnir þarna eru sumir eins og Vestfjarðafjöllin í míníatúr, það er eins og nátt úran sjálf hafi starfað þarna í sama anda og japanskur garðyrkjumaður. Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér. Af Krísuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er ör- stutt að fara að Hvaleyrar- vatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatn ið, en litli dalurinn við Hval- eyrarvatn vinnur við við- kynningu. Hann er stúdía í gráum og daufgrænum lit- um, en ekki veit ég til, að neinn listmálari hafi tekið sér mótív þaðan, og þeir sem vilja helzt smeðjurómantísk- ar ídyllur, ættu heldur ekki að gera það. Við Hvaleyrar- vatn er einhver ísmeygileg þjóðsagnastemning í anda Werenskiolds og Kittelsens. Og til eru líka þjóðsögur, sem tengdar eru vatninu. Þar á að vera nykur. Einu sinni var hafi í seli frá Hval- eyri í Seldal, en svo nefnist kvosin suðaustur frá vatn- inu. Stúlka ein gætti búfjár þarna. Eitt sinn, þegar að var komið, var stúlkan horfin, en brjóstin af 'henni fundust 1 Seldal. — Var tal- ið að nykurinn hefði étið stúlkuna, en af einhverj- um ástæðum ekki viljað brjóstin. Þessa sögu sagði mér dr. Bjarni Aðalbjarnar- son, sem var alinn upp á i Hvaleyri. Ef farið er af Krísuvíkur- veginum til strandar, liggur leiðin víða um fagra staði. Hraunin eru þarna víða göm- ul og gróin, stórvaxnir burkn ar og sums staðar skógar- hríslur í lautum. Sum ár er þarna mikið af berjum, t. d. í hraununum upp af Straumi. Á þessum slóðum er þó betra að fara. gætilega og ana ekki áfram í blindni. Þarna eru hyldjúpar gjár, sem lítið ber á fyrr en alveg er komið að þeim. Flestir Reykvikingar hafa kortiið að Kleifarvatni, þó að þeir viti ekki nærri allir, að fjallið fyrir vestan veginn heitir Sveifluháls. Þessi skörðótti tindaskagi blasir við frá Reykjavík, og eru sumir tindarair þar mjög sérkennilegir, t. d. Miðdegis- hnúkar og Amarnýpa. Það er gaman að fara um Sveiflu háls og klifra þar á tinda, en það er ekki hættulaust með öllu, sumstaðar eru þarna þverhnýpi og móbergið getur verið glerhált. En Sveiflu- hálsinn er fullur af tilbreyt- ingu, maður er alltaf að finna þar eitthvað nýtt. Þeg- av minnst varir, rekst maður á lítil stöðuvötn þama í kvosunum. Stærsta vatnið á norðanverðum hálsinum heit ir Sveifluhálsvatn. Sunnar er Arnarvatn, það er við veg- inn, sem liggur frá gömlu Krýsuvíkumámunum vestur yfir hálsinn. Þá leið er bezt að fara til Vigdísarvalla, eyðibýlisins, milli Sveifluháls og Vesturhálsins, sem geng- ur suður af Trölladyngju. Á Vigdísarvöllxun var búið fram yfir siðustu aldamót, og talsverð rækt er þar í tún inu enn. Frá Vigdísarvöllum má fara suður á veginn milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Su leið er alllöng, og víða fallegt þar við veginn og allt út í Þorkötlustaðahverfi. Þeg ar lengra dregur út eftir ó- fríkkar landið heldur. Einn sérkennilegasti stað- ur á öllum Reykjanesskaga eru Sogin suður af Trölla- dyngju og Grænudyngju. Þar er jörðin öll soðin sund- ur af jarðhita ekki síður en við Krýsuvíkurnámur. Lit- irnir eru þarna mjög fjöl- breytilegir og skærir, nærri því eins og í Landmannalaug um. Mér finnst enn fallegra í Sogunum en í Krýsuvík. Skammt þar suður af eru Selvellir við Vesturháls, grasflatir með nokkram jarð hita. Á Selvöllum er tilvalið að tjalda. Til að komast á þessar slóðir, má velja um ýmsar leiðir. Fara má af Vatns- leysuströnd upp að Keili og Trölladyngjum. Skemmti- legri er þó leiðin fram hjá Fjallinu eina. Þá er farið af Krýsuvíkurveginum alveg Framhald á 7. síðu. Auulvsins urn innflutning Bankarnir haía ákveðið að nota heimild 4. gr. reglugerðar nr. 78 27. maí 1960, um gjaldeyris- og innflutningsleyfi til að binda kaup eftirtalinna vara við opinber vöru- kaupalán (PL-480 og ICA-lán), eftir því sem við verður komið: Hveiti oa hveitimjöl Bygg og byggmjöl Aðrar fóðurvörur Hrísgrjón Tóbak og tóbaksvörur Soyuolía og baðmullarfræsolía Aðrar jurtaolíur Sítrónur Þurrkaðir ávextir (þar með taldar rúsínur) Epli og perur Niðursoðnir ávexiir Kemikalíur Ullargarn Vefnaðarvörur Trjáviður Pappír og pappírsvörúr Olíuvörur Járn og stál Vékr ^ Landbúnaðarvélar og dráttarvélar Bifreiðir og bifreiðavarahlutir Gúmmívörur. Reykjavík, 31. maí 1960. j Landsbanki Islands, Viðskipiabanki Vtvegsbanki fslands j (JooAaslóðir ÓLAFUR HANSSON, mennfaskólakennari:

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.