Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 4
- 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 6. júiú 1960
*Blaé fynr alla
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. í lausasölu.
Ritstjórl og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.l
Þetta eru þeir, sem kasta ófrægð á
fr jáls framak
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og þær nýju reglugerðir
um frelsi í viðskiptalífinu hafa vakið nokkrar vonir í hug-
um almennings. Ef þessi tilraun tekst eru dálitlar vonir til
þess að_ innan skamms muni hér rísa eðlileg þróun f jármála
bæði á viðskipta- og athafnasviðinu. Kaupsýslumannastétt-
in fær hér prófraun, almenningur gengur undir próf, þjóðin
í heild hefur nú tækifæri til að sanna og sýna að henni er
kleyft að lifa eins og öðrum þjóðum, án þeSs að hóta stór-
veldum á báða bóga um lán og enn meiri lán.
Frjáls samkeppni er alltaf heilbrigðasti grundvöllurinn,
sem hver þjóð byggir afkomu-sina á. En frjáls samkeppni
getur líka verið hættuleg, þegar óprúttnir menn, þó þeir
séu duglegir, beina hæfileikum sínum og dugnaði inn á
fcrautir einokunar og að hagsmunum fámennra klíkna. Eitt
hættulegasta dæmið um hættuna er Samband íslenzkra
samvinnufélaga, sem fyrir 30 árum lenti í höndum óprútt-
ínna manna og er nú einokunarfyrirtæki, sem ekkert á
skylt við upprunalega hugsjón.
Önnur fyrirtæki eru á hættulegri braut og hafa þegar
pkapað svo hættulegt fordæmi, að ríkisstjórnin hefði þeg-
a.r átt að grípa í taumana. Eitt hörmulegasta dæmi um
misskilið einstaklingsframtak er fyrirtæki það, sem nefnist
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, samband stórefnaðra
styrkþega, sem ætla sér ekki einungis að einoka hrað-
frystihúsin og framleiðsluna heldur benda nú allar líkur
til þess að stefnt sé að því, að færa út kvíarnar og vera
einskonar ,,Samband“ Sjálfstæðisflokksins eins og SÍS er
orðið ,,eigandi“ Framsóknarflokksins.
Yfirmaður Sölusambands hraðfrystihúsanna er dugnað-
armaður, framsækinn, óvæginn, einráður, greindur í með-
allagi en eins frekur og uppvöðslusamur og þeir bezt gef-
a st. Þetta er Þorkell hákur 20. aldarinnar, sem hvorki eirir
í orðum né verkum, enda hafa landsetar hans í S.H. nú'
reynt að gera uppreist, þótt sumir hafi borið þaðan skarð-
an skjöld. Yfirmaður S.H. er einmitt sú tegund manna, sem
siær niður og vekur viðbjóð á öllu þvi, sem heitir frjálst
íramtak. Hann er sú týpa, sem gefur kommúnistum og
oðrum leppum þeirra bezta höggstaðinn og beittustu áróð-
ursvopnin. Bandaríkjamenn sáir fram á hvernig svona
„Cartels“-viðbrögð myndu verka á almenning og löggjafar-
þing þeirra setti þegar lög um bann við þvílíkum sam-
steypum og S.H. er sniðin eftir. Þessi lög hafa leitt til
þess, að bandarísku auðhringarnir, samsteypurnar miklu
hafa mikið horfið, og með öllu er komið í veg fyrir sköpun
nýrra samsteypa. Lögkænir menn, sem vinna fyrir stjórn-
ina, eru stöðugt á varðbergi, jafnframt sem stöðugt er
unnið að því að leysa upp mestu auðhringana.
1 íslandi er enginn maður ríkur í þess orðs merkingu.
Sumir hafa safnað töluverðum auði, og flestir auðmenn
okkar, ef svo má kalla, hafa efnast á óeðlilegum tímum og
undir undarlegum kringumstæðum.
Hér eru þó, síðustu árin, að skjóta upp kollinum hættu-
legir æfintýramenn í fjármálaheiminum. Hættulegir vegna
þess, að þeir skapa auðmagn sitt og samsteypna sinna í
anda einokunar en ekki frjálsrar samkeppni einstaklinga
og fyrirtækja þeirra. Hættulegir vegna þess, að þeir Ijúga
fcví á einn og annan hátt, að eina leiðip til velmegunar, sé
sú, sem þeir hafa valið. Þetta er einkum áberandi í Sölu-
iniðstöðinni og auðvitað SÍS, sem bæði eru rekin á sama ms
„gangster“-prinsippinu. Island er það fámennt land, að
hér geta aldrei skapast auðkýfingar á borð við erlenda
auðmenn, nema einstaklingar hafi þá aðstöðu, að mynda
einokun kringum út- eða innflutning. Á íslandi geta menn,
á eðlilegum tímum orðið misjafnlega efnaðir, en sá mis-
munur á að ríkja eimmgis í samræmi við dugnað og at-
hafnas' mi einstaklingsins, sem -stjómar fyrirtæki sínu
' . Frambald á 8. siðu.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SACT
Klúbbarnir loka — Þarfaverk eður ei - Hvorki vínglösin né spilin hverfa
getur
að lesa
lögreglu-
áfengisvaraar-
Nú, enn
um afreksverk
stjóra og
nefndar. I s.l. viku var
loku skotið fyrir þá tvo
klúbba, sem starfað hafa
í bænum, annar um ára-
skeið. Það er svo sem eng
in sérstök eftirsjá að þess
um klúbbum, gott að
skreppa þangað slá í slag
eða njóta vínglass, en ann
að höfðu þeir ekki upp á
að bjóða.
Raunverulega breytir
þetta engu öðru en því, að
nú færast þessar fáu hræð
ur inn á einkaheimili með
spilin sín og sjússinn •—
njóta þeirra þar í stað
þess að geta setið í sölum
klúbbanna. En lög eru lög
segja pólitíið og templar-
arnir, og þessvegna verð-
ur þessum stöðum lokað.
Þetta væri ekki nema
sjálfsagt ef að baki lægi
alvara og einhver hugsjón
a. m. k. af templara hálfu.
En því fer víðs fjarri.
Þessi félagsskapur upp-
gefinna . drykkjumanna
hefur margsinnis lýst yf-
ir, að það sé ekki hlut-
verk sitt, að kæra yfir
drykkjuhúsum né reka
drykkjumannahæli. Ónei,
þeirra er að dansa, sýna
nektanneyjar og fara á
laumu-knall í útlöndum.
Ef hér væri heilbrigð bind
irtidishreyfing með snefil
,af hugsjón, myndu for-
sprakkar hennar og vænt-
.anlegir liðsmenn reyna að
hreinsa eða láta hreinsa
göturnar af æpandi fullum
smákrökkum, kæra sprútt
sala bílastöðvanna misk-
unnarlaust unz sú stétt
hlypi í felur, vakta sjopp-
urnar o. s. frv. En „regt-
an“ gerir ekkert af þessu,
en hleypur upp þegar skrif
að er um klúbba, þar sem
fullorðnir- menn hittast
yfir glasi eða spili.
Islendingar eru farnir
að þjást af lagasetning-
um, eins og þau vitlausu
lög sem þjóðin býr við
væru ekki nóg. Þetta er
oft einkenni nýrra þjóða
og frumstæðra, er þær
þykjast hafa kynnzt menn
ingunni. Þá þarf alltaf að
setja lög og banna, og
gjalda þjóðir þessar æsku
sinnar. Því miður virðist
þetta að verða landlægt
hjá okkur — við þolum
ekkert frjálsræði, hópar
og félög þurfa alltaf að
láta banna eitthvað, alltaf
að ausa í alþýðu einhverju
„fræðandi“ og taka sjálfa
sig yfirleitt svo alvarlega
að raun er að.
Nú hefur hræsnisgrúppu
templara tekizt að loka
þessum dyrum og þykjast
hafa unnið góðverk.
Sennilega er góðverkið þó
aðeins í því falið að beina
víndrykkju og spila-
mennsku inn á heimilin,
sem voru blessunarlega
laus við allt slíkt. Það má
á mörgu kýlinu sting^ í
þjóðfélaginu, ep þarna'var
borid sícakkt niðúr. Éf um
allsherjarhréinsuh hefði
verið að ræða, þá myndi
öðruvísi horfa við.
Hér var um að ræða
,,kák“, stertimennsku at-
vinnutemplara, sem bygg-
ist á hræsni einni og sýnd
armennsku. Það þarf að
kveða þennan þjóðfélags-
draug niður. Hann vinnur
engum gott meðan núver-
andi „andi“ ræður þar
ríkjum. Við þurfum að
skapa einstaklingum og
þjóðinni í heild meira
frelsi — frjálsræði er eina
lausn svonefndra vínmála
— höft, bönn og yfirdreps
skapur skapar aðeins ó-
eðlilega löngun í forboðna
ávexti.
Klúbbarnir kunna að
loka, en hvorki spilin né
vínglasið hverfa af sjón-
arsviðinu.
<$>
Jónas Jonsson, frá Hriflu:
Rask og Grundtvig
Islendingum hefir löngum ver
ið lítið um ýmsa Dani einkum
þó þá menn sem hafa beitt yfir-
þjóðarviðhorfi í landsstjórnar-
málum og viðskiptum. En stund
um hafa viðskipti þjóðanna orð-
ið með öðrum og betri hætti.
Einstaka dansk fæddir fræði-
menn hafa átt íslenzka feður og
danskar mæður. Þá hafa tveir
þjóðfrægir Danir, málfræðingur
inn Rask og spekingurinn Grund
vig orðið áhrifamiklir sjálfboða-
liðar við andlega endurreisn ís-
lenzku þjóðarinnar. Þegar Rask
var orðinn mesti og frægasti
málfræðingur ‘ sinnar samtiðai'
setti hann íslenzkuna í hásætið
meðal menningarmála heimsins.
Með stofnun Bókmenntafélags*
og fleiri djörfum úrræðum
hjálpaði Rask til að leggja
grundvöll íslenzkra nútímabók-
mennta.
Grundtvig var skáld, íræðimað
ur og brautryðjandi í norrænu
æskumannauppeldi. Hann for-
dæmdi sálarlausan ítroðning,
líkan því uppeldi sem hér er
kölluð landiprófsiðja. Hann bjó.
til nýtt uppeldisskipulag fyrir
danska borgara. Fyrirmynd hans
voru íslenzk sveitaheim'ili og
þúsund ára reynsla afskekktra
frændþjóða. Grundvig skildi fyr
og betur en aðrir útlendingar að
fornbókmenntirnar höfðu orðið
til í þúsund dreifðum heimilum
þar sem foreldrar, börn þeirra
og annað heimafólk vann sam-
an að framleiðslunni á sjó og
dandi en stundaði síðan bók-
menntir og heimilisiðju í baðstof
um sínum á kvöldvökunni. Með
þessum hætti lærði hver kyn-
slóð að vinna með hug og hendi.
Móðurmálsnámið var- „hlutlægt“
eins og nú er stundum komizt
að orði. Sögur og ljóð bárust
með skemmtilegri endurtekn-
ingu í hug allra ungmenna.
Uppeldiskerfi og skipulag
Grundtvig hefir borizt til hinna
norrænu þjóöanna, Svía.^Norð-
manna og Finna og haft geysi-
mikil áhrif. Grundtvig mælti
með heimavistarskólum fyrir
þroska unglinga helzt rí sveit
eða fábýli. Að jafnaði stunda
pilfar nám í þessum skólum að
vetrarlagi en stúlkur á sumrin.
Skólaheimilin eru frjáls heimur
og engin próf. Nemendur hlýða
á fjöruga fyririestra um bók-
menntir þjóðar sinnar, sög'u, at-
vinnuhætti, náttúrufræði, og
meginstrauma í landakynnum.
Stunda einfaldan reikning, létta
bókfærslu og síðan en ekki sízt
söng og íþróttir. Grundtvigsskól
arnir hafa átt mikinn þátt í að
gera Dani glaðsinna, þjóðrækna
og eljusama en um leið milda
og mannlega í skiptum við sam-
landa og aðrar þjóðir.
Fyrir skömmu skýrði útvarp
og blöð frá því að leiðtogar
Grundtvigsmanna í Danmörku
hafa með stuðningi nálega allra
kennara við skóla þessarar-hr-eyf
ingar skorað á þing og stjórn
Dana að láta af hendi við ís-
lenzku þjóðina öll íslenzk skjöl
og handrit seni varðveitt .eru í
almanna söfnum x Dapmöi'kii. Er
áskorun þessi orðuð og rök-
studd með míkilli kunnáttu og
bróðurlegri háttvísi svo að af
ber öðru sem hefur verið sagt
um þetta efni fyrr af dönskum
mönnum. Grundtvigsstefnan er
mjög voldug og mikils virt í
Danaveldi. Það sem leiðtögar.
hennar segja í dag með stuðn-
ingi, sinpa sanjherja . um. allt
Framhald á 3, síðu. fe