Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 3
Mánudagur 6. júní 1960
mAnudagsblaðið
'~S
3
Rask og Grundtvig
Framhald af 4. síðu
land verður að veruleika á morg
un. Engin frétt frá Danmörku
um viðhorf þjóðarinnar í hand-
ritamálinu hefir nokkuð svip-
líka þýðingu eins og ávarp það
sem hér er vikið að. Því furðu-
legri er sú staðreynd að ekkert
íslenzkt blað eða útvarpið virð-
ist hafa veitt eftirtekt þessum
þýðingarmikla atburði.
Merkur íslenzkur rithöfundur
Bjarni Gíslason hefir svo sem
kunnugt er starfað lengi í Dan-
mörku í traustum tengslum við
Grundtvigshreyfinguna. Er hans
þar mjög getið og ætíð að góðu.
Bjarni hefir ritað manna mest
og bezt um rétt íslendinga til
handrita sinna þótt geymd séu
í öðru landi af sögulegum ástæð
um. Bjarni byggir starf sitt á
því að handritunum verði þá
fýrst skilað þegar danska þjóðin
.ex' sannfærð orðin um réttmæti
hins islenzka málstaðar. Reynsl
an sýnir að skoðun hans er lík-
legust til áhrifa. Hins vegar hafa
lærdómsmenn Dana, bæði há-
skólakennarar og safnverðir
verið þröngsýnin sjálf, klædd
holdi og blóði. Stéttarbræður
þeirra í Reykjavík hafa í þeim
málum setið á kvenpalli hvatt
vopn sín en varast að draga
sverð úr sliðrum. Mætti svo fara
að ekki yrði tjón að varygð
þeirra.
ísienzka baðstofan skapaði
fornbókmenntirnir og varðveitti
þær, þar til sendimenn erlendra
höfðingja leituðu hér í bæjar-
skjólin. Síðan kveiktu baðstofu
bókmenntirnar ljós í huga
Grundtvigs skálds. Frá því ljósi
kemur nú birta og ylur sem að
síðustu mun þýða kaldar hjarta
taugar danskra safnvarða svo
að andúð þeirra megni ekki til
lengdar að hindra beztu menn
Danar frá að láta réttlætiskennd
sigra í handritamáli íslendinga.
• •
STAKIR JAKK^*v
STAKAR BUXUR
FRAKKAR
STUTTIR OG SÍÐIR
SÍMI 12345
:
Við undimtaðir læknar höfum flutt lækningastofur okkar að KLAPPARSTÍG 25, III. hæð,
bráðabirgðainngangur frá Hverfisgötu. — Stofusímar okkar allra eru:
10269 15459 15989 19767
Tekið á móti vitjanabeiðnum og símaviðtölum í stofusímunum klukkan 9—2.
Magnús Þorsteinsson
Sérgrein: Barnasjúkdómar.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Ólafur Jensson
Sérgrein: Blóðmeina- og frumurann
sóknir.
Viðtalstími kl. 1.30—2.30.
Tómas Á. Jónasson
Sérgrein: Lyflæknisfræði, meltingar-
sjúkdómar.
Viðtalstími fyrir samlagssjúklinga
kl. 11—12. Aðrir eftir samkomulagi.
Árni Björnsson
Sérgrein: Handlækningar
Viðtalstími fyrir samlagssjúklinga kl.
2—3 nema laugardaga. Aðrir eftir sam-
komulagi.
Grímur Magnússon
Sérgrein: Tauga- og geðsjúkdómar.
Viðtalstími kl. 2—4, laugardaga klukkan
11—12.
Gunnar Guðmundsson
Sérgrein: Taugasjúkdómar.
í
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Jóhannes Björnsson
dr .med.
Sérgrein: Meltingarsjúkdómar.
Viðtalstími kl. 1.30—3, laugardaga kl.
10—11.
Jónas Bjarnason
Sérgrein: Kvensjúkdómar og
fæðingarhjálp.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Magnús Ólafsson
Sérgrein: Lyflæknissjúkdómar.
Viðtalstími kl. 1.30—2 og eftir samkomu-
lagi.
góðra veitinga
HressinMrskálinn