Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 8
OR EINU I ANNAÐ
Þröngf um heildsala — Egill slerki í millilanda-
skipin — Campell-súpur — Bílas!æðiy ekki gang-
sfétl — Siglingabönn — Jarðarfarir og ökuhraði
Ekki á úr að aka með blessaða heildsalana okkar.
Friðrik ríki Sigurbjörnsson —Islenzk-erlenda — þoldi
ekki lengur við í nábýli við Bjarna Þ. Halldórsson
og Hjálmtý í Nonna þarna við Garðastrætið, svo
hann sló sér á stórhýsi við Tjarnargötuna (við hlið-
ina á kommunum) þar sem hann nú situr í veldi sínu.
Gárungar segja, að pólska umboðið hans hafi ráð-
lagt honum þetta, en það hlýtur að vera ósatt, því
Friðrik gerir það gott, hefur keypt tvö stórhýsi á
þremur árum, og virðist við beztu heilsu a. m. k.
fjárhagslega.
Spyrja sumir: Hversvegna er ómögulegt að fá Egil
sterka í íslenzkum skipum, sem sigla milli landa og
millilandaflugvélunum ? Þetta er ágætur mjöður, sem
sendiráðin útlenzku í Reykjavík og Ameríkumenn á
Keflavíkurflugvelli telja sér vissulega samboðinn, en
hversvegna fá ekki skipin slíka afgreiðslu. — Bréf-
ritari hefur vissulega nokkuð til síns máls, því það
væri góð auglýsing fyrir okkur ef út spyrðist ,að við
getum framleitt ágætan bjór, þótt innfæddum sé
meinað að drekka hann — líkt og innfæddum í S.-
Afriku er meinað að drekka áfengi.
Samfara öllu frelsinu, sem ríkisstjórnin lætur nú
dynja yfir okkur ætti einhver innflytjandinn að næla
sér í umboðið fyrir „Campells“-súpum og þeim varn-
ingi, sem það ágæta fyrirtæki framleiðir. Þetta er
ein bezta niðursuðuvara sinnar tegundar, sem áreið-
anlega yrði rifin út hér heima ef einhver vildi flytja
hana inn. Þetta er sagt í fullri meiningu, án þess
að kosta rýrð á þær ágætu vörur — af þessari tegund
— sem fyrir eru.
Það er alveg misskilninkur hjá öllum þorra rnanna,
að bílastæðið á hótel-íslands-lóðinni sé stétt fyrir
gangandi. Bílstjórar eru oft í vanda að leggja bílum
sínum þarna vegna þess að.fótgangandi eru að þvæl-
ast á stæðinu, og ef flautað er á þá, líta þeir svo á,
að þeir séu í rétti. Verðir stæðisins ættu að kref jast
heimildar til að víkja fótgangandi af svæðinu, því
gangstéttir eru nógar í Austurstræti, og ekki liggur
þjóðinni svo voðalega á, að hún þurfi að stytta sér
leið yfir svæðið.
Nú isigla þeir, sem efni hafa á því að sigla, þótt
þetta sé, að öllu meðtöldu vitlausasti tíminn til að
sigla. En, hvað um það. Einhver ætti að sannprófa
hvort lög séu fyrir því, að útfararleyfi séu veitt
aðeins með yfirlýsingu frá bæ og riki um að viðkom-
andi megi sigla vegna opinberra gjalda. Þetta er hel-
ber lögleysa, sem gilti á sínum tíma um útlendinga,
sem hér unnu um skeið, en stukku síðan burt. Það
er ólíklegt að heildsalar á borð við Ásbjörn Ólafsson
eða embættismenn á borð við Einar Arnalds hafi í
hyggju að stelast alfarnir af landinu, en þeim er
gert að ,,fá leyfi“ eins og öðrum. Þetta er brot á
stjórnarskránni og ætti sem fyrst að fá hæstarétt
til að skera úr hvort um lög er að ræða eður ei.
Hvers vegna má ekki aka líkvagninum og þeim
bifreiðum, sem taka þátt í jarðarförum á lögboðnum
hraða um mestu umférðargötu landsins. Suðurlands-
brautina. Þeim dauða stendur ábyggilega á sama, þótt
greitt sé ekið, enda er það gert allstaðar í stórborg-
um, og aðstandendur hafa flestir enga skoðun á mál-
inu. Osvald ætti að standa á sama, því ekki er mælir
í líkvagninum, en allt þetta gauf á veginum veldur
umferðartruflunum, sem auðvelt er að komast hjá.
það yrðu ekki helgispjöll þótt líkfylgdir reyndu að
tefja sem minnst umferð, og öll gamaldags vitleysa í
þessu sambandi er úr sögunni.
oolumiðstoðm
Framhald af 1. síðu
izt við að vera afskiptir þeg
ar þá vantar hjálp eða að
þeir verða að sitja uppi með
vaming sinn unz stórlöxum
hentar að koma honum á
markað. Má þannig brjóta
niður alla eðlilega mótspyrnu
og tryggja sér valdastól.
Einn harðasti mótstöðu-
maður Jóns Gunnarssonar er
Ólafur í Sandgerði, harðgerr
maður, sem ekki lætur smá
menni víkja sér úr götu,
dugnaðarmaður annálaður
og 'harðsnúinn að sama skapi.
Hefur Ólafur einna mest for
göngu um mótspyrnu gegn
„óvinunum", þótt lítt hafi
tjáð til þessa. Ýmsir Suður-
nesjamenn urðu svo furðu
slegnir er gefin var skýrsla á
síðasta aðalf., að þeir hentu
boðsmiðum að hófi S.H. í
Lido aftur í stjómina og
sögðu, eins og Brynjólfur
Bjamason um þingmennina
forðum: „Munum vér eigi
dansa og kætast með þeim,
sem vér kunnum að þurfa
að stýfa af lífi áður en langt
um líður“. Varð stjórn S.H.
að viða að sér ýmsum að-
skotalýð, svo ekki væru of
margir auðir bekkir.
Jón Gunnarsson er tákn
hins versta, sem upp getur
alizt undir yfirskini frjáls
framtaks. Hann hefur
kostina, dugnaðinn, ósér-
hlífnina og útsjónarsemina á
sinn hátt. En gallarnir eru
stærri og veigameiri en kost-
irnir. Einræði er honum í
blóð borið, ágirndin og valda
fíknin eru fóstbræður hans
óg frekjan er hans aðals-
merki. Hann þrífst ekki
nema við óeðlileg lífskjör,
þolir ekki samkeppni, hreina
verzlunarliætti og sterkan
keppinaut.
Frjálsræðinu hæftulegir
Slíkir menn eru frjáls-
ræðinu hættulegir. Það
eru þessir menn, eins og
dönsku einokimarkaup-
mennirnir, sem alltaf
skara eld að köku komm-
únista og hjálpa þeim í
hvívetna. Þetta eru menn,
sem undir yfirskini frelsis
í viðskiptum, brjóta niður
allar heiðarlegar reglur
um viðskipti. Island er fá-
mennt og þolir ekki þessa
menn; Það þolir ekki ó-
heilbrigð einokunarsamtök
eins og Sölumiðstöð hrað
frystiluisanna, fremur en
það þolir Samband ís
lenzkra samvinnufélaga
og SÍF, sem ,fetar í fót-
spor þessara tveggja
stóru, en hefur enn ekki
bolmagn |)eirra. Þessir
„hringar“ eru að drepa og
hafa á margan hátt drep-
ið framtak einstaklingsins.
Ef þeir fá að hasla sér ör-
uggan völl í íslenzku við-
skiptalífi þá er saga
frjáls viðskiptalífs á enda.
Það þarf lítið til að koll-
varpa þeirri liugsjón, og
falli hún, evgir enn enginn
maður endurreisn hennar.
Mánudagur 6. júní 1960.
Myndin er af Margeretha Von Bahr frá Helsingfors, en hún
dansar titilhlutverkið i Fröken Júlíu í Þjóðleikhús.nu.
vill verða á læknastofum.
Húsnæðið er ákaflega hentugt
enda allt innréttað með það fyr-
ir augum að þarna yrðu lækna
stofur. Alt er þarna heppilega
innréttað, snyrtimennska mikil,
bjart og rúmgott. Halldór Hjálm
arsson, innanhússarkitekt, hefur
séð um allar teikningar svo og
húsgagnateikningar og haft yfir
umsjón með verklegum íram-
kvæmdum.
Eins og að ofan getur vakir
það helzt fyrir læknunum að
veita sjúklingum sem fljótasta
og liprasta þjónustu, losa þá við
klukkustundabið, sqm alg’enigt
er á biðstofum, svo og að hafa
marga sérlærða menn á sömu
hæð, því það hjálpar hvað öðru.
Er hér um að ræða eftirtektar-
verða nýjung, sem sjúklingar
munu eflaust kunna að nota
sér og meta að verðleikum.
Þetta eru þeir, sem kasta ófrægð á
frjáls framak
Framhald af 4. siðu.
af framsýni og hagsýni, sparar í hvívetna og leyfir sér
f.vo, að nýta þær lystisemdir, sem honum stendur hugur
til — ef þær þá eru einhverjar.
Ef nokkur trú á að skapast á frjálst framtak í verzlun
og viðskiptum verður að gera algjöra stefnubreytingu.
Það verður að losna við samsteypurnar á þann hátt, sem
hagkvæmast er fyrir heildina. Það verður að sparka burtu
„Jónunum“, sem elja sig almáttuga og rikja í skjóli þess
að almenningur og þá ekki sízt þeirra nánustu samverka-
menn séu hræddir við þá. Svipa óttans verður að hverfa
úr islenzku viðskiptalífi, öllum sviðum þess, og menn verða
að fá að strjúka um frjálst höfuð og segja sannleikann
án þess að félagssektir og önnur bolabrögð vofi yfir þeim.
Ef sú stétt, sem alltaf klifar á frjálsu framtaki og sá
flokkur, sem alltaf þykist hafa barizt fyrir því svikja
. þessum efnum, getur frjálsa framtakið kvatt — enda
verður því þá aldrei afturkomu auðið.
8 læknar, 8 lækn-
ingastofur, 9 sér-
greinar — allt á
sama stað
Átta læknar, flestir lærðir í
ýmsum sérgreinum, hafa lagt
undir sig þriðju hæð stórhýs-
isins nr. 25 við Klapparstíg
Hafa þeir þar lækningastofur
sínar og sameiginlega símaaf-
greiðslu og er þetta til mikils
hægðarauka fyrir þá, sem þurfa
að leita lækninga, en hafa naum
an tíma. Símaþjónustan er
þannig, að opið er frá klukkan
9 að morgni til 6 e. h. og jafn
framt mögulegt fyrir sjúklinga
að panta sér vissan tíma hjá
einhverjum læknanna og spara
þannig hina löngu bið, sem oft