Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Síða 7
7
Mánudagur 6. júní 1960 MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Framhald af 2 síðu.
norðUr við Vatnsskarð og
haldið suðvestur. Við Fjallið
eina er mikill gróður, heilar
hreiður af blágresi, hrúta-
berjalyngi og jarðarberja-
lyngi. Frá Fjallinu eina að
Grænudyngju verður að fara
yfir hraun, sem sums staðar
er mjög úfið. Þriðja leiðin að
Sogum og Trölladyngju ligg
ur frá Vigdísarvöllum norð-
ur með Vesturhálsinum að
austan. Er þá farið hjá
Djúpavatni, sem sums staðar
er girt þverhnýptum hömr-
um og hengiflugum. Tilval-
in dagleið er að fara í bíl til
Krýsuvíkur, fara þar vestur
yíir Sveifluháls til Vigdísar-
valla, síðan hjá Djúpavatni
að Trölladyngju og ganga
svo austur á Krísuvíkurveg-
inn hjá Fjallinu eina.
Svæðið umhverfis Kaldár-
sel, Helgafell og Valahnúka
er orðið vel þekkt, og er þar
margt fólk oft um helgar.
Þetta hefur þó sínar skugga
hliðar, t. d. má heita að búið
sé að eyðileggja Helgadal,
þann fagra blett. AIls konar
lýður tjaldar þar á flötunum,
þessar grænu grundir eru að
verða að moldarflagi og jörð
in er þakin ryðguðum dósum
og flöskubrotum. Flestar
skógarhríslurnar í hömrun-
um við vatnið er skríllinn bú-
inn að eyðileggja. Það er há-
borin skömm að því, að eng-
ar ráðstafanir skuli hafa
veríð gerðar til að friða
Helgadal. Maður getur næst-
um því óslcað þess, að eng-
inn akvegur hefði verið lagð-
ur upp að Kaldárseli, svo að
dalurinn, þessi perla, sem
áður var tiltölulega fáum
kunnur, hefði fengið að vera
í friði. En plebeiismi okkar
Islendinga ríður ekki við
einteyming.
Fyrir duglega göngumenn
er tilvalið að ganga frá Kald
árseli til Selvogs. AHa þessa
leið eru greinilegir slóðar frá
þeim tíma, þegar lestaferðir
voru farnar milli Hafnar-
fjarðar og Selvogs. Leiðin
liggur fyrst um helluhraun
frá Helgafelli upp að Grinda
•skörðum og upp brekkurnar
þar. Þá er komið upp á mikla
hásléttu með einstökum
f jöllum eins og Brennisteins-
f jöllum. Þarna uppi er írem
ur auðnarlegt, og þar ríkir
alger öræfakyrrð. Þetta er
stytzta leiðin úr Reykjavík
á hrein öræfi, hér er öræfa-
legra en uppi á Kili. Á þess-
um slóðum voru áður villt
hreindýr, en nú munu þau
horfin með öllu. Ef menn
vilja ekki fara í Selvoginn er
hægt að fara aðra leið, og
er hún fegurri miklu. Þá er
gengið austur brúnirnar frá
Grindaskörðum til Þríhnúka,
sem sjást frá Reykjavík.
Þessir hnúkar eru mjög sér-
kennilegir, og er þar mikill
gróður sumsstaðar. Frá Þrí-
hnúkum má fara austur til
Vífilsfells og koma á veginn
á Sandskeiðinu.
Önnur leið til Selvogs er
úr Bláfjöllum suður heiðar
hjá Geitafelli. Er sú leið
f jölbreytilegri en hin vestari
um Grindaskörð, fjöllin til-
komumeiri og auðnin ekki
eins nöturleg.
Um Henglafjöllin má fara
skemmtilegar gönguferðir,
en þær leiðir eru svo alkunn-
ar, að ég ræði ekki frekar
um þær.
Margir Reykvikingar hafa
gengið á Esju, þó að líklega
sé það mikill minnihluti bæj-
arbúa. Um margar leiðir er
að velja upp á f jallið, en mér
þykir alltaf leiðin upp frá
Mógilsá skemmtilegust. Þeir,
sem klífa Esju ættu ekki að
láta við það sitja að komast
rétt upp á brúnina og halda
svo niður aftur. Þeir eiga
að ganga þvert yfir fjallið
fram á brúnimar Kjósarmeg
in. Þar eru ein hin hrikaleg-
ustu 'hengiflug í nágrenni
Reykjavíkur, hamrarnir að
sunnanverðu í fjallinu eru
ekkert á móti því. En vara-
samt er að ganga tæpt á
norðurbrúnum Esju, brúnirn-
ar slúta fram, og grjótið er
þar víða laust. Og sá, sem
þar fer fram af þarf ekki að
binda sár sín. Á leiðinni yfir
Esju ættu menn að sjá ofan
í Bleiksdalinn, sem er hrika-
legur og víðast girtur ægi-
legum hömrum.
Fyrr á tímum var Svína-
slcarð milli Móskarðshnúka
og Skálafells alfaraleið, en
nú sést þar sjaldan fólk á
ferð. Svínaskarð er stutt en
allbratt, og fallegt er þarna
á skarðinu. Reimt hefur þótt
þar frá fornu fari. Það er
ágæt sunnudagsgönguferð að
fara um Svínaskarð yfir í
Kjós að írafelli og það hjá
Fremra Hálsi meðfram Skála
felli að Fellsenda í Þingvalla
sveit og svo á Þingvallaveg-
inn. Þeir sem nenna því
gætu gengið á Skálafell í
leiðinni.
I Kjósinni sjálfri má finna
ýmsar skemmtilegar göngu-
ferðir, t. d. leiðina yfir Reyni
vallaháls um Seljadal að
Fossá. Sú leið var áður fyrr
fjölfarin, og þá var búið á
Seljadal, og þótti þar sauð-
land gott. Reimt hefur þótt
á Seljadal líkt og á Svína-
skarði, en flestar þjóðsögur
í sambandi við Seljadal munu
vera uppspuni einn, og hefur
sennilega saklaust fólk þar
verið haft fyrir alrangri sök.
(Framhald í næsta blaði).
BLÚM
Daglega ný afskorin
blóm.
BLÓMABtíÐIN,
HKlSATEIGI 1.
StMI 34174.
(Gegnt Laugameskirkju).
Það tilkynnist hér með, að samkvæmt samkornulagi baiíkanna verður,
írá og með 1. júní n.k. þar til öðru vísi verður ákveðið, afgreiðslu-
tími útibúa vorra í Reykjavík, svo og síðdegisafgreiðsla í Útvegsbank-
anum, sem hér segir:
BÚNAÐARBANKI
fSLANDS
Austurbæjarútibú, Laugavegi 114.
Opið virka daga
kl. 10—12 f.h., 13—15 og
17—18.30 e.h.
Laugardaga kl. 10—12.30 árd.
Miðbæjarútibú, Laugavegi 3
Opið virka daga
kl, 13—18.30 e.h.
Laugardaga kl. 10—12.30 árd.
ÚTVEGSBANKI
ÍSLANDS
Útibú á Laugavegi 105
Opið virka daga
kl. 10—12 f.h. og kl.
15—18.30 e.h.
Laugardaga kl. 10—12.30 árd.
Síðdegisafgreiðsla í Útvegsbanka
íslands við Lækjartorg
Kl. 17—18.30 e.h., nema
laugardaga.
um veitingu leyfa fyrir námskostnaði, sjúkrakostnaði,
ferðakostnaði og vinnulaunum
Með tilvísun til laga nr. 30, 1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyris-
mála, tilkynnist hér með:
1) Yfirfærsla náms-
kostnaðar
Þeir, sem ósk að fá yfirfærslu fyrir
námskostnaði erlendis, skulu sækja um
það til neðangreindra banka, Sé um að
ræða fyrstu námsyfirfærslu, skal inn-
ritunarvottorð frá námsstofnun, eða
önnur jafngild gögn fylgja umsókninni.
Skylt er að láta bönkunum í té a.m.k.
tvisvar á ári námsvottorð, er sanni, aö
yfirfærslan hafi verið notuð sem greiðsla
á námskostnaði. Hámarks yfirfærsla til
hvers lands verður óbreytt frá því sem
veriö ■ hefur.
2) Yfirfærsla sjákra-
kostnaðar
Þeir, sem óska áð fá yfirfærslu fyrir
sjúkrakostnaöi erlendis, skulu sækja
um það til bankanna, enda fylgi meö
vottorö frá trúnaðarlækni er bankarn-
ir taka gildan. Skylt er síðar að láta
bönkunum í té gögn, er sanni, aö yf-
irfærslan hafi veriö notuð til greiðslu
á sjúkrakostnaði.
3) Yfirfærsla ferða-
kostnaðar
Þeir ísl. ríkisborgarar, er óska að
kaupa erlendan gjaldeyri til utanfarar
skulu snúa sér til neöangreindra banka,
og ber þeim þá jafnframt að leggja
fram farseöil til útlanda. Munu bankarn-
ir þá selja viökomandi feröagjaldeyri
fyrir allt aö 7 þús. kr. einu sinni á ári.
Til athugunar er að heimila greiðslu
farmiða erlendis í ísl. krónum aö vissu
rnarki, hvort sem ferðast er með flug-
vélum eöa öðrum farartækjum, og
munu reglur síðar veröa gefnar út um
þaö efni.
4) Yfirfærsla vinnnlanna
Þeir aöilar sem óska að yfirfæra hluta
af vinnulaunum erlendra starfsmanna
sinna, skulu sækja um þaö til bankanna.
Umsókninni skal fylgja skilríki um at-
vinnuleyfi þeirra, greinargerð um ráðn-
ingarkjör, ráðningartíma og hvenær yf-
irfærslan þarf aö fara fram. Mikilvægt
ér að umsóknir um yfirfærslu vinnu-
launa ásamt upplýsingum um launakjör
berist bönkunum um leiö og hinir er-
lendu menn koma til landsins.
Reykjavík, 31. maí 1960.
LANDSBANKI ÍSLANDS - VIÐSKIPTABANKI
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS