Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Side 2

Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Side 2
2 Mánudagur 27. júní 1960 (Framhald). Vesfur-isafjarðarsýsla Sýslumörk Barðastrandar- sýslu og ísafjarðarsýslu eru um Langanes í Arnarfirði og síðan um Dynjandisheiði. Á Bíldudal má fá sér bát yfir á Langanesið eða inn á ströndina að Krosseyri eða Steinanesi og fara þaðan inn j Geirþjófsfjörð. Ef gengið er út fyrir Langanesið, er komið að Hokinsdal, sem er fyrsti bær í Isafjarðarsýslu, þegar sú leið er farin. Þaðan má svo ganga inn með nes- inu að norðan og í Mosdal. Þar í dalnum voru fimm bæir, en nú rnunu þeir flest- ir í eyði. Mosdælir þóttu áð- ur fyrr rammgöldróttir og æði fornir í skapi. Þóttu þeir einna rammastir galdra- menn allra Amfirðinga, og er þá mikið sagt. Úr Mosdal má ganga í Dynjandisvog, en þangað liggur einnig al- faraleið úr Geirþjófsfirði um Dynjandisheiði. Grá og grýtt er sú heiði og fremur ömur- leg við fyrstu sýn. Það er stórfengleg sjón að sjá Dynjandisfossa. Úti frá er oft talað um fossinn Dynj anda, en þetta er ekki einn foss, heldur margir. Lang- mestur er efsti fossin, sem heitir Fjallfoss. Niðurinn í honum heyrist víða vegu, t. d. langt upp á Dynjandis- heiði. Neðar er Úðafoss, sem er mjög fagur. Enn neðar eru aðrir fossar, svo sem Göngumannafoss og Sjávar- foss, þar sem áin fellur 1 voginn. Það má ganga á bak við Göngumannafoss upp við bergið, en bezt er að fara þar varlega, klappirnar eru glerhálar og varasamar, en grængolandi hringiða fyrir neðan. Norður frá Dynjandis vogi gengur Svínárdalur í austur. Þaðan má klöngrast norður yfir fjallið til Borg- arf jarðar, en sú leið er brött og erfið. En nú er kominn vegur fyrir Meðalnesið milli Dynjandisvogs og Borgar- fjarðar. Sú leið var áður grýtt og seinfarin. Borgarf jörður er hinn nyrzti af innfjörðum Arnar- fjarðar. Þar er mjög fagurt. Mjólká og Hvilftarlælcur koma þar ofan af fjallinu og steypast í fjöldamörgum fossum niður skógi vaxna hlíð. Eins og kunnugt er hef ur vatnsorkan í Borgarfirði nú verið virkjuð. Bærinn Borg í Borgarfirði ’er mikið býli og fagurt. Úr Borgar- firði gengur Hófsárdalur norður í fjöllin, og hefur mér verið sagt, að úr honum megi komast til Dýrafjarðar eftir háum hrikaleiðum. Hófsár- dalur minnir um sumt á Bleiksdal i Esju, en er stór- um hrikalegri. Heyrt hef ég sagnir um, áð einhver býli hafi verið inni í dalnum fyrr á öldum. Þessi dalur er svo stórfenglegur, að það borgar sig að taka á sig krók til að fara inn eftir honum. Oftast ■ér lítið vatn í Hófsá, en hún MÁNUDAGSBLAÐIÐ kvað geta orðið vitaófær í rigningum. Frá Borg er nú akvegur út að Rafnseyri. Fjöllin þarna á norðurströnd Arnarfjarðar eru há og mjög svo hrikaleg, einkum hlíðin fyrir innan Hjallkárseyri. Skriðuhætt er þarna, pg stundum er grjótflug úr hömrunum. Eg fór þarna um fótgangandi fyrir mörgum árum, og var þá nýafstaðið steypiregn. Þá fór stórt bjarg úr brúninni í loftköstum niður hlíðina með braki og brestum. Þarna sunnan, Brekkudal, Kirkju- bólsdal, Meðaldal, Haukadal og Keldúdal. Einna fegurstur þykir mér Haukadaiur. Upp af honum er Kaldbakur, hæsta fjall á Vestfjörðum, og er.útsýni .þaðan stórfeng- legt. Ýmis örnefni í Hauka- dal eru tengd a-tburðum í sögu Gísla Súrssonar. I Haukadal er vísir að örsmáu þorpi. Úr Haukadal er vegur út í Keldudal hjá Sveinseyri. Þar má nú fara á bílum, en vegurinn er á köflum mjög á ströndinni hafa margir bæir farið í eyði. Frá Rafnseyri er fagurt útsýni yfir Arnarfjörð, því að bærinn stendur hátt. Það- an sést vel inn að Dynjanda og út í Ketildali handan fjarðar. í sögunni er Rafns- eyri fyrst og fremst tengd minningunni um tvo merkis- menn, Rafn Sveinbjarnarson, lækninn góða, og Jón Sig- ursson forseta. Á túninu fyr ir neðan bæinn er minnis- merki um Jón Sigurðsson, en það væri vel til fallið að minnast einnig Rafns á ein- hvern hátt. Frá Rafnseyri liggur ak- vegur til Dýrafjarðar um Rafnseyrardal og Rafnseyrar heiði. Er sú leið fögur. Skammt frá veginum blasir við Ánamúli, eitt af fegurstu fjöllum við Arnarfjörð. Veg- urinn liggur yfir í Brekku- dal í Dýrafirði. Vegur liggur ÓLAFUR HANSSON, mennfaskólakennari: innig frá Rafnseyri út með irðinum að norðan. Er sá egur sums staðar allhrika- 3gur, einkum 1 Baulhúsa- kriðum. Af þessum vegi ggur gönguvegur til Dýra- jarðar, t. d. frá Álftamýri .m Álftamýrar'heiði í Kirkju ólsdal í Dýrafirði, og frá lOkinhömrum í Haukadal. Jka má fara út fyrir- ? Hafnarnesið milli Arnar- jarðar og Dýraf jarðar og í ieldudal. Annars er Þingeyri mið- töð ferðalaga um Dýraf jörð. inginn, sem dvelst eitthvað , Þingeyri, ætti að láta und- r höfuð leggjast að skoða alina út með firðiiium að glannalegur, liggur í brattri skriðu tæpt á bjargbrún. 1 Keldudal voru margir bæir, en flestir eru nú komnir í eyði. Þar voru löngum frækn ir sægarpar eins og víðar í Dýrafirði, en þegar á Sturl- ungaöld voru Dýrfirðingar sjómenn miklir og gengu vel fram í Flóabardaga. Úr Keldudal eru þeir frændur skipstjórarnir á Gullfossi Pétur Bjömsson og Kristján Aðalsteinsson. Nú má aka inn fyrir Dýra fjörð. Frá Botni innst í firð- inum er tiltölulega stutt að ganga á Glámu og Sjónfríð, sem eru þar upp af f jarðar- botninum. Giámujökull er nú horfinn af Islandskortinu, enda er þarna enginn sam- felldur jökull, aðeins dreifð- ar hjarnfannir. Vegurinn liggur síðan um Gemlufalls- heiði til Bjarnardals í Önund arfirði. Annar vegur liggur út með Dýrafirði að norðan, að Núpi.Utar er Gerðhamrar. Þar var áður prestsetur, þar bjó séra Þórður Ólafsson, og þar eru fæddir synir hans, Óskar læknir og Sigurður söngstjóri. Um Gerðhamradal liggja vegir á Ingjaldssand og í Val þjófsdal í Önundarfirði. Und arlegt er það, að Ingjaldsdal ur er talinn með Mýrahreppi 1 Dýrafirði, þó að hann sé raunverulega í Önundarfirði. Á Brekku á Ingjaldssandi bjó kemjjan Guðmundur Ein- arsson refaskytta, sem er Borgfirðingur að ætt. Hann mun vera frægasti refabani á Islandi, vann alls um hálft þriðja þúsund refa. Fyrir innan Ingjaldssand gengur Hrafnaskálanúpur snarbrattur og hrikalegur í sjó fram. Við Patrasflóa í Grikklandi hef ég séð fjall, sem er alger tvífari Hrafna- skálanúps. Fyrir innan Hrafnaskálanúp er bærinn Mosdalur. Við þann bæ kenndi sig þjóðhaginn Guð- mundur Jónsson, sem lengi bjó á Isafirði. Margir héldu, að hann væri frá Mosdal í Arnarfirði, en svo var ekki. Innar er Valþjófsdalur, fög- ur byggð og sérkennileg. Þar er kirkja á Kirkjubóli, en alls eru fjögur Kirkjuból í Önundarfirði. Til aðgreining- ar eru þau oftast kennd við dalina, sem þau eru í. Innar með firðinum er Bjarnadal- ur, sem vegurinn til Dýra- f jarðár liggur um’ Á Kirkju- bóli í Bjarnadal búa bræðurn ir Guðmundur Ingi Kristjáns son skáld og Halldór rithöf- undur. Niður af Bjarnadal er prestssetrið Holt í Önundar- firði, glæsileg jörð. Þar munu vera einna fegurstar engjar á Vestfjörðum. Inn af botni Önundarf jarð- ar ganga þrír dalir austur í fjöllin, Ekkilsdalur, Hest- dalur og Korpudalur. Göngu- mönnum má benda á leiðina úr Korpudal um Álftafjarð- arheiði til Álftafjarðar við Isafjarðardjúp. Sá vegur er mjög brattur. Akvegurinn liggur um Breiðadal og Breiðadalsheiði til Isaf jarðar og Súgandafjarðar. Utar er gönguleið um Grímsdalsheiði að Kvíarnesi í Súgandafirði. Fyrir utan Flateyri liggur vegur um Klofningsheiði að Stað í Súgandafirði. Áður fyrr var sú leið fjölfarin milli öriúndarf jarðar og Súg- andafjarðar. Nú fara flestir um Botnsheiðarveg, sem ligg ur út af Breiðadalsheiðarveg inum. Er þá komið að Botni í Súgandafirði. I fjallínu upp af Botni er gömul surtar- brandsnáma. Frá Botni ligg- ur vegur sunnan fjarðar að Suðureyri. KQíðin norðan Súg andafjarðar r er mjög fögur, þar er talsvert skógarkjarr og þar hef ég séð storvaxn- astan burknagróður á Is- landi. Þarna vaxa ýmsar fá- gætar burknategundir. Innar lega úr Súgandafirði liggur gönguleið ura Gilsbrekku- heiði í Syðridal í Bolungavík. Miklu utar er leið frá Selár- dal í Súgandafirði um Grá- rófu eða Grárófuheiði í Tungudal í Bolungavík. Grárófa er hinn mesti tröllavegur. Upp úr Selárdal þarf „ að fara snarbrattar skriður og klífa smáhamra til að komast upp á brúnina. Grárófa er talin allsendis ó- fær hestum. Þessi leið er erf- ið, en vanir göngumenn hafa gaman af að fara Grárófu. — Utar úr Súgándafirði ligg ur erfið leið um fjallið Gölt til Keflavíkur. Bandarísku neytendasamtökin senda meðlimum hinna íslenzku bókagjöf Á stofnfundi .Alþjóðastofnun- ar neytendasamtaka“ í Haag í vor kom forseti bandarísku neytendasamtakanna, „Consum- ers Union“, að máli við Svein Ásgeirsson og bauðst til að senda öllum meðlimum Neyt- endasamtakanna á íslandi Árbók bandarísku samtakanna að gjöf. í bókinni er ávallt úrdráttur úr niðurstöðum allra þeirra gæða- matsrannsókna, sem „Cunsumers Union“ hefur gert á árinu, og hefur bókin oft verið nefnd „Biblía neytenda" í Bandaríkj- unum, en heitir „Consumers Guide“ eða leiðarvísir neyt- enda. Boðið var þegið með þökk um, og eru bækurnar nú komn- ar til landsins. Útsöluverð bók- anna í Bandaríkjunum er alls um 150.000,00 kr. í bókinni eru umsagnir eða niðurstöður athugana á 2000 vörutegundum, að vísu á banda rískum marlcaði, en margar vel -þekktar hér á landi, svo sem heimilistæki, bílar, saumavélar, rafmagnsrakvélar, sígarettur (t. d. um tjöru- og nikótíninnihald hverrar tegundar) svo að eitt- hvað sé nefnt, en auk þess er þar að finna margvíslegan al- mennan fróðleik um vörur, þótt ekki séu sömu tegundir á mark- aði hér. Þess má geta, að inn- íluttar vörur til Bandaríkjanna eru teknar til rannsókna engu síður en innlendar, og í kafla- um um fryst fiskflök er hinna islcnzku getið meðal þeirra, sem þar eru flokkuð niður eftir gæð um og-verðs getið til samanburð ar. Er ljóst, hversu mikilvægar slíkar gæðarannsóknir eru, sem þannig eru birtar og milljónir manna fara eftir við vöruval, og treystir fullkomlega. Mefflimir vitji bókarinnar og lesi — effa gefi öffnun „Leiðarvísir neytenda“ gefur glögga hugmynd um það, hvern- ið hin bandarísku neytendasam tök starfa, og hve mjög þau hljóta að stuðla að vöruvöndun og vera neytendum, sem vilja, til mikils stuðnings, en það geta þau í krafti hins mikla fjölda, sem er áskrifandi að ritum þeirra. Gjafabókin er að sjálfsögðu á ensku, en hver meðlimur getur ráðstafað þessari eign sinni að vild, og hér er fyrst og fremst um handbók að ræða, sem allt- af getur komið sér vel. Nýir mefflimir fá bókina einnig ó- keypis, meffan upplag endist. Ekki eru tök á að senda bók- ' ina vegna nýhækkaðs burðar- gjalds og lágs árgjalds, menn geta vitjað hennar á skrifstofu Neytendasamtakanna, Austur- stræti 14, 3. hæð, en hún er opin virka daga milli kl. 5 og 7. (Frá Neytendasamtökunum). A: „Hvaða tryggingu hefi ég þá fyrir því, að ég fái peningana aftur frá þér?“ B: „Er þér ekki nægilegt orð heiðarlegs manns?“ A: „Jú, auðvitað — komdu þá með hann.“

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.