Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 1

Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 1
Neitar Yilhjálmur Þór aó víkja? Siðferðislega skyldugur að segja af sér — Þjóðin bíður álifshnekki ella Það þykir sjálfsagt, í menningarlöndum, þegar opin- berir embættismenn flækjast í svindlmál eða þau, sem þykja vítaverð að almenningsáliti, að A'iðkomandi segi sig þegar úr starfi a. m. k. meðan á rannsókn stendur. Al- menningsálitið er svo sterkt og velsæmisvitund embættis- manna svo Ijós, að þeim dettur eltki í hug að sitja í embættum meðan rannsóknarlögreglan er á hælum þeirra og í bókum fyrirtækja, sem þeir kunna að stjórna. Á ís- Jandi er þessu á annan veg Sárið. Fyrri dæmi Þegar upp kemst, að gæð- ingur valdhafanna hefur ver ið staðinn að miklu svindli og fyrirtæki það, sem hann stýrði, og hann sjálfur eru dæmd í stórar fjársektir, þá gera valdhafarnir hann bara að forstjóra eins stærsta ein- okunarfyrirtækis rikisins og leyfa honum að lifa og leika eftir vild. Nýtf mál, nýff embætfi Þegar svo æðsti maður ís- lenzkra fyrirtækja er í ANN- AÐ sinn dreginn fyrir rann- sóknarrétt, vegna þess ' að fyrirtæki hans er í ANNAÐ sinn komið undir mannahend ur, þá heldur hann ekki &m- ungis embætti sínu, heldur sæmir sjálfur forseti lands- ins hann æðsta viðurkenn- ingarmerki þjóðarinnar. Vil- hjálmur Þór eyðir nú orðið jafn miklum tíma á skrif- stofu Sakadómara við Frí- kirkjuveg og hann eyðir í endurbyggðri skrifstofu sinni í bankanum. Fyrir nokkrum árum var félagið, Olíufélag- ið, sem hann veitti forstöðu dæmt í sektir fyrir svindl. Þá fékk Vilhjálmur Fálkaorð- una með öllu því dóti, sem henni fylgir, en forstjórinn hjá honum sagði starfinu lausu og tók við Tóbakseinka sölunni. Eftir það var Vil- 'hjálmur gerður að æðsta manni fjármála og fór um lönd öll til að slá lán handa íslenzka ríkinu. Nú er svo komið, að fyrir- tækið, sem hann hélt áfram að veita forstöðu, hefur gerzt sekt um geysilegt f jár- bruðl og beinlínis staðið í svikum árum saman. Enn sem komið er hefur einn maður, forstjórinn, verið lát inn taka á sínar herðar alla sök, en þó berast nú böndin að sjálfum Vilhjálmi og sum um af æðstu mönnum fyrir- tækisins, sem hann gerði nær allsráðandi í landinu, SlS. Mikil réffarhöld Um þessar mundir standa yfir geysimikil réttarhöld, og eins og hér var upplýst í síð asta blaði, þá hefur banka- stjórinn verið enn sem fyrr kallaður fyrir. Því er haldið fram, að hann viti ekkert um þetta mál, og vera má að svo sé, þótt fáir trúi því. Hinsvegar streytist hann enn við að sitja í embætti sinu, sem hann hefði átt að afsala sér fyrir löngu, a. m. k. þang að til réttarhöldum lýkur og sakleysi hans sannað. þokkalegf fil afspurnar Það er anzi þokkalegt til afspurnar fyrir þjóð, senh er að reyna að koma sér á lapp Framhald af 7. síðu. Hannibal að agitera fyrir verkföllum Reynir við fámenn sféffarfélög — Á launum hjá kommúnisfum « Það er staðreynd, þótt á móti væri borið, að J)essa j dagana, eins og reyndar alltaf, situr Hannibal Valdimars- son við svarta iðju. Hann hefur á vegum kommúnista verið á Jíönum milli smærri stéttarfélaga í Reykjavík og víðar og reynt að telja forustumenn Jieirra á að liefja verkföll. Gömul aðferð Þótt sumar sé nú á norðurhveli jarðar eru J)ó til menn, seni reyna í lengstu lög að finna snjó og njóta skíðaferða. Hæst’u f jallstindar eru víða þaktir snjó alveg niður í gróð- ur og J>ar má finna skíðamenn við íj»rótt sína. Myndin sýnir tvo skíðamenn í Suður-Evrópu, sem njóta í senn sólar og skíðafæris. Þetta er gömul komma- taktík, sem byggist á því, að yfirvöldin. semji gjarnan við þessi fámennu félög því kjarabætur handa fámenn- um hópi hafa litla eða enga þýðingu fyrir þjóðfélagið í heild. Þegar nokkur þessara félaga hafa fengið kjarabæt urnar, þá er auðvelt að egna þau stærri til verkfalla og hleypa þannig skriðunni af stað, og skapa kapphlaupið, sem næstum hafði gengið þjóðarbúið til húðar, og gripið var til ráðstafana þeirra, sem ennþá eru í gildi. Hannibal sjúkur Hannibal er orðinn sjúkur maður. Hann er vinalaus, fylgislítill, á vart aftur- kvæmt á Vestfii’ði, en er hér notaður til skítverka fyrir kommúnistaflokkinn, en leið- togar þar hafa megnustu ó- beit á honum og eru tilbúnir að afskrifa 'hann strax og full not hafa fengizt af hon- um. Tapar á verkföllum Það er einungis að tilstuðl an Hannibals og undirmanna hans, að ýms stéttarfélög hafa verið að hugleiða verk- föll, sem, eins og ástandið er nú, gæti aldrei orðið þeim til annars en ills og hættuleg þjóðinni og fjárhag hennar í heild. Ríkisstjórninni hefur margt mistekizt í sambandi við viðreisnina en í stórum dráttum er enn stefnt rétta leið og ef viðreisnarstefn- unni er gefið tækifæri, þá verður þess ekki langt að bíða, að árangur komi í Ijós. Stéttarfélögin ættu því að vera á verði gegn Hannibal og agentum hans, því, þótt verkfallsrétturinn sé sjálf- sagður og réttur, þá má mis nota hann eins og önnur rétt indi, og að gera verkföll nú er aðeins tilræði við þá, sem viija revna að bæta hag al- mennings og þjóðarbúsins í he'ld. Önnur dýrtiðarskrúfa og krónulækkun getur riðið sjálfstæði þjóðarbúsir.s að fullu og undanfarandi ríkis- stjórnir, ásamt Sjálfsfæðis- flokknum, hafa nógu mikið skert álit landsins út á við, þótt ekki sé brugðið fæti fyr- ir þessa tilraun til að rétta við hlut þess og hag. Slys á þjóðvegunum — Hver er sekurl Kakali, sem er á 4. síðu blaðsins, ræðir í dag uni slysin á J)jóðvegunuin og skortinn á hættumerkjum. Vegamálastjóri segir, að }>að sé Aljiingis að veita fé til þess að lagfæra J)jóðvegina, J)ví t. d. bað eitt. að lagfæra J)essi stórhættulegu mjóu ræsi kosti geysimikið fé. Það kostar ef til vill pen- inga að útiloka hættur, en }>eim er bá vel varið, betur en í brýr á eyðisöndum, sem kosta milljónir en koma að vafasömu gagni. (Sjá bls. 4). MÁGNÁRAVÖRÐUR Á FERMINGARALDRI! Allar líkur benda til þess að nýr starfsmaður hafi bætzt við hjá Ríkisútvarpinu. Sonur aðal- verkfræðings útvarpsins, piltur á fermingaraldri, virðist nú orð- inn einn ai' magnaravörðum þar, og heíur starf hans við stofnunina orðið mörgum starfs- mönnum umhugsunareíni. Ekki er vitað um launakiör hans eða sérsamninga við útvarpið, en geta verður þess þó, að liann sinnir sendilsstörfum milli þess, sem hann vaktar magnaratæki og útsendingar standa yfir. Tilkynningar land helgisgæzlunn- ar vekja hlátur Tilkynningar Landhelgis- gæzlunnar varðandi brezka veiðiþjófa og átök gæzlubáta okkar og brezku beitiskip- anna eru farnar að verða nokkuð broslegar. Þegar til- kynningar þessar eru lesnar í útvarpið, þá hlæja menn almennt og fæstir nenna orð ið að lesa þær í blöðunum. Verndun fiskimiða okkar, 12 mílnanna, eru alltof al- varlegt mál til þess að yfir- mönnum landhelgisgæzlunn- ar sé leyft að gera það að aðhlátursefni, og vissulega ætti einhver aðili með fullu viti að taka fram fyrir hend- urnar á þessum höfundum k jánalegra , ,stríðs“-tilkynn- kynninga. 4 Það er ekkert nýtt að ættingj- ar embættismanna þessarar stoínunar séu settir á laun þarna, en verkfræðingur- inn, ætti heldur að ráða til sín kunnáttumann í verkfræði, til að bæta úr þeim reginskyssum, sem aðalverkfræðingur hefur þegar gert, en að ýta saklausuni syni sinum í embætti og óvin- sældir. BlaÓfyrír alla 13. árgangur Mánudagur 18. júlí 1960 28. tölublað

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.