Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 5
MÁNUÐAGSBLAÐIÐ
5
Mánudagur 18'. júlí 1960
JÚNÍ-BÖK AB '
Dogbók í íslcmdsferð
_ ísití —
et'tir Henr.v Hollancl.
ÞýSandi Steindór Stein-
dórssori frá Hlöðum.
Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu júní-bök félagsins,
Dagbók í íslandsferð 1810, en
höfundurinn er skozkur læknir,
dr. Henry Holland. Þýðandi er
Steindór Ste:ndórsson frá Hlöð-
um, og héfur hann einnig samið
skýringar og fitað ítarlegan for-
mála, þar sem gerð er grein fyr-
ir höfundinum og samferðamönn
um hans.
Dr, Holland ferðaðist hér um
sumarið 1810 ásamt skozka vís-
indamanninum Sir George Steu-
art Mackenzie, læknastúdentin-
um Richard Bright og Ólafi
Loftssyni, túlk.og leiðsögumanni.
Árið eftir, 1811, gaf Sir G.
Mackenzie út vandaða bók um
ferðina. Var hún prýdd mörg-
um myndum, sem þeir félagar
höfðu teiknað hér. Varð ferða-
bók Mackenzies ein af kunnustu
bókum um ísland, kom alls út
í 4 útgáfum í Énglandi, en var
auk þess þýdd á önnur mál.
En þó að dagbók dr. Hollands
sé engu síður merkileg en ferða-
bókin og nák.væmari, einkum
að því er snertir þjóðina sjálfa,
hefur hún verið ókunn til þessa,
og er þetta í fyrsta sinn, sem
hún kemur fyrir almennings
sjónir. Afkomendur dr. Hollands
hafa varðveitt handritið, en síð-
ast liðið ár, gaf sonar-sonar-son-
ur hans David Holland það
Landsbókasafninu, sem hefur
• góðfúslega levft Almenna bóka-
félaginu að gefa það 'út.
Dr. Henry Holland var aðeins
22 árá, er hann ferðaðist hér.
Hafði hann lokið prófi í læknis
fræði. þá um vorið, en næsta ár
hlaut hann sv’o doktorsnafnbót
fyrir rit um sjúkdóma á íslandi.
Varð dr. Holland síðár mjög
kunnur læknir í Englandi, líf-
læknir Viktoríu drottningar og
Alberts prins. Einnig var hann
mjög viðförull, en íslandsförin
var fyrsta lang’ferðin hans.' Bar
hann allíaf mjög hlýjan hug til
íslands og íslendinga eftir þessa
ferð. Heimsótti hann landið aft-
ur 1871 83 ára að aldri, en hann
. andaðist 187.3.
Dagbókin hefst í Orkneyjum,
segir fyr'st frá ferð þeirra þaðan
til Reykjavíkur, en hingað komu
þeir 7. maí. Dvöldust þeir síðan
í Reykjavík til -21. maí og-kynnt
ust mönnum og málefnum, sóttu
hér m. a.- dansleik, komu á
mörg heimili, einkum Holland,
sem stundaði hér ofurlítið lækn-
dsstörf, fóru í mjög eftirminni
lega heimsókn til Ólafs Steph-
ensens í Viðey o. s. frv.
21. maí hófst 11 daga ferð
þeirra um Suðurnes, síðan fóru
þeir í mánaðar ferðalag um
Borgarfjörð og Snæfellsnes og
íoks í þfiggja vikna ferðalag
austur fyrir fjail, komu á Þing-
völl, aö Skálliolti, Geysi, riðu
álla- .leíð upþ í Hrafntinnuhraun
■:þv' gengu. á Keklu.. |In á milli
ferða dvöldu þeir jafnan í
nokkra daga í Reyltjavík.
Dr. Holland skrifar dagbók
sína jafnóðum, svo að frásögn
hans er öll fersk og lifandi.
Hann lýsir smáatvikum af ná-
kvæmni, er berorður um menn
og málefni og virðist furðu rétt
sýnn í dómum. Eru skrif hans
öll hin merkilegustu, og er hér
vafalaust um að ræða gagn-
merka heimild um ísland og Is-
lendinga, jafnframt sem dagbók
in er bráðskemmtileg aflestrar.
Steindór Stei'ndórsson lýkur
formála sínum ,á þessa leið:
„Að endingu skal þess. getið,
að ég skil við dr. Holland með
nokkrum söknuði. Eg hóí þýð-
inguna með ofurlítilli tror-
tryggni gagnvart höfundinum og
verki hans. En því betur sem
ég kynntist því, þótti mér meira
til - þess koma og höfundarins
sjálfs .... Og þegar ég nú legg
síðustu hönd á verkið, finn ég
bezt, að gott hefur verið að eiga
sálufélag við höfund þess.“
Dagbók í íslandsferð er 279
bls. að stærð, í henni eru all-
margar myndir, flestar úr dag-
bókarhandriti dr. Hollands, en
nokkrar úr ferðabók Mackenzies.
Bókinni fylgir ýtarleg nafna-
skrá. Framan á bókinni er falleg
litmynd af Krísuvík teiknuð af
Mackenzie.
Bókin hefur verið send um-
boðsmönnum Ahuenna bókafé-
legsins út um land, en félags-
menn í Reykjavík vitji hennar
í afgreiðslu félagsins að Tjarn-
argötu 16.
Neglur og skapgerð
Nei, ég ætla ekki að fara
að tala um fyrir ykkur, þó
þið nagið neglurnar, þegar.
þið eruð taugaóstyrk, og
ekki ætla ég heldur að mæla
með sérstakri tegund af
naglalakki, en mér hefur ver
ið sagt að það sé liægt að
lesa skapgerð manns með því
að athuga neglurnar.
Það er sagt, að þær geti
gefið okkur upplýsingar um
persónueinkenni.
Breiðar neglur eiga t. d. að
bera vott um feimni.
Mjóar neglur að maður sé
fyrir að stofna til vandræða.
Langar neglur sýna, að
persónan er skapgóð, en pínu
lítið tortryggin.
Kúptar neglur er sagðar
benda til, að maður sé fyrir
að blekkja.
Kringlóttar neglur bera
vott um þráa, ósveigjanlega
skapgerð, sem er fljót til
reiði.
Litlar kringlóttar neglur
sýna skapheita manneskju,
en sáttfúsa.
ífoldugar neglur segja, að
maðUr-sé gæfur í framkomu,
seinn til reiði og latur. '
Þegar hvítir blettir eru
CaSFERÐaTíKlN
SUPffí
U
SEM SLÁ ALLT ÚT
Garðastræli 17, sími 16788
Skrítlur
Þær voru að tala um nýju
nágrannakonuna:
„Hvernig lítur hún út?“
spurði önnur.
„Hún er á að gizka sex-
tug, lítur út fyrir að vera
fimmtug, heldur að hún sé
fertug, klæðir sig eins og
hún væri þrítug og hagar
sér eins og hún væri tvítug.“
•
„Eg hef dálitlar áhyggjur
út af konunni minni,“ sagði
Georg, „hún talaði upp úr
svefni i nótt og var alltaf að
segja: „Nei, Frank, nei,
Frank.“
„Eg sé ekki, að þú þurfir
að hafa áhyggjur út af því,
fyrst hún sagði alltaf nei.“
framan á nöglinni, á það að
tákna að maður sé fremur
'heiðarlegur en hygginn.
Skýrir hálfmánar sýna, að
maður komist langt í heim-
inum — frægð og frami er
hlutskipti hans.
Hrj’ggir langsum á nögl-
um sýnir skapbráða mann-
eskju.
Ef neglur eru rauðar við
ræturnar, bendir það til að
þann mann sé auðvelt að
reita til reiði.
(Endursagt eftir
Margaret Barron).
Krossgátan
SKÝRINGAR:
Lárétt: 1 Blöð sem koma út nokkrum sinnum á ári 8
*
Samkomustaður 10 Upphafsstafir 12 Mikill reykur 13
Ósamstæðir 14 Sulta 16 Grafi 18 Erfiði 19 Stafurinn 20
Hreyfist 22 Bjáni 23 Ósamstæðir 24 Samhljóði 26 Eins
27 Snjófönn 29 Æðarfuglinn.
Lóðrétt: 2 Klaki 3 Samningáviðræður 4 Fæða 5 Eyði-
lögðu 6 Iþróttafélag 7 Ljóstækið 9 Galdurinn (þf.) 11
Durgur 13 Ástundunaramur 15 Fíngerð rigning (þf.)
Blóm 21 Kemur á fjörur 22 Illgresi 25 Hrakti 27 Upphafs-
stafir 28 Ósamstæðir. , V „ ^ , ,