Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 6

Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Síða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 18. júlí 1960 ,;Hvernig getið þér verið á móti því að fara í bíó, þeg ar myndirnar fara vel og elskendurnir ná saman að lokum.“ Júlíu fannst hún þurfa að taka málstað Ivors. „Eg er ekki sérstaklega fyrir bíó, þó ég hafi gaman af góðum myndum, en þær verða líka að vera góðar.“ „Ykkur kemur svo vel sam an, og þið hafið um svo margt að tala,“ sagði Vi, „svo ég sting upp á, að við Georg skreppum í bíó, og að þið sitijið hérna þangað til við komum aftur.“ Ivor leit spenntur á Júlíu. Hún leit á hann, og fékk ákafan hjartslátt á þann hátt sem hún hafði ekki feng ið síðan hún var ástfangin af Bill. „Mundi yður líka það,“ spurði hann, „eða viljið þér heldur fara í bíó? Auðvitað kem ég með, ef þér óskið þess.“ „Nei, ég vil heldur vera kyrr,“ sagði Júlía. Við fór til að ná í loðkáp- una sína og hanzka. Þjónninn náði i leigubí, og þau óku %f stað. „Kæra Vi,“ sagði Georg, ,.þessi tvö — ég meina — var það ekki dálítið ókurteis- legt að skilja þau svona ein eftir?“ „Þú er nú gamall kjáni, kæri Georg. Þetta er einmitt það, sem þau vildu.“ 6. eftir Denise Robins Georg varð mjög efinn á svipinri. „Hann er mjög aðlað andi ungur maður, og hún er mjög aðlaðandi ung kona, en er hún ekki hamingjusöm í hjónabandinu, Vi? Maðurinn hennar lítur út fyrir að vera góður maður.“ „Eg vil ekki heyra þetta orð aftur: góður,“ sagði Vi, „og ef þú vilt vita það, þá er •Júlía leið og finnst lífið erf- itt, og ég held hún hafi gott af að fá svolitla tilbreyt- ingu.“ Eftir að Júlía var orðin ein :með Ivor Brent, spurði ’hún sjálfa sig, hvort ekki væri bezt fyrir hana að hlaupast burt heldur en stofna sér í .nokkra óvissu. Hún sagði: „Hvað munduð þér helzt vilja gera? Spila eða horfa á sjónvarpið eða eitthvþð annað? Mér finnst ég eigi að skemmta yður fyrst gest- gjafi okkar hefur skilið okk- ur eftir ein.“ Ivor svaraði á sinn eigm máta: Hann gekk beint til hennar, að sófanum þar sem hún sat, tók hana í faðm sér og kyssti hana á munn inn. II, Júlía hafði oft verið kysst áður en hún giftist Bill. En í síðastliðin þrjú ár hafði það aðeins verið Bill. Þessi koss kom henni óþægilega á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hún hafði haft það á íilfirmingunni allt kvöldið, að 'hann mundi vilja kyssa hana, og hún var sér þess fyllilega meðvitandi, að hana langaði til, að hanri gerði það. Og nú þegar hún var í faðmi hans og hann var að kyssa hana, á viðkvæman en þó æfðan hátt, vissi hún, að enginn annar koss í lífi henn ar hafði haft þau sömu á- hrif. Það var eins og hún, sem var búin að vera gift kona í þrjú ár, væri í fyrsta skipti í faðmi elskhuga sins. Hún fann, hvernig hann strauk fingrunum í gegnum þykkt hár hennar, og með munninn við varir hennar hvíslaði hann: „Eg þráði að snerta hár þitt — þráði það óskaplega Þú ert óvenju hrífandi Veiztu það?“ Hún lokaði augunum og lá hreyfingarlaus í faðmi hans. Það fór fagnaðarstraumur um hana, en um leið fann hún til blygðunar gagnvart Bill. Allt í einu lagði hún hönd ina milli vara þeirra eins og hún væri að verjast því, að hann kyssti hana aftur. „Ekki — gera þetta,“ hvísl aði hún. Hann sleppti henni strax. Hún fann til magnleysis 1 hnjánum og settist á sófann og starði hreyfingarlaus í eldinn, en ekki á Ivor, Hann sagði: „Þetta var dásamlegt, að minnsta kosti fyrir mig,“ Hún svaraði ekki. Hann horfði á hana og hugsaði: „Hún er ástfangin af mér. Þess vegna er hún í upp- námi. Ef hún hefði tekið þessu létt, þá hefði hún hleg- ið að því og ýtt mér frá sér.“ Og allt í einu fékk hann þá trú, að hann væri ástfang inn aftur, og í Júlíu, að árin með Úrsúlu hefðu enga þýð- ingu. Honum fannst hann vera ákaflega ungur, hrifinn og að nýju hafinn upp í hug- sjónaheim æsku sinnar. Hann horfði löngunaraugum á höf- uð Júlíu. . Ætti ég að sjá eftir þessu? Á ég að biðja fyrir- gefningar?“ spurði hann auð mjúkur. Júlía hafði spennt greip- ar um hné sér, svo fast að hnúarnir hvítnuðu. Hún horfði á hann og sagði: „Eg kæri mig ekki um fyr- irgefningarbeiðni, en mér finnst, að þú ættir að sjá eftir þessu.“ „Hvers vegna?“ Hún var eins og hálfrugl- uð. Líkami hennar var enn- þá spenntur og titrandi eftir þau áhrif, sem hinn ástríðu- fulli koss hans hafði haft á hana. Hún sagði: „Vegna þess að þú ættir að sjá eftir því.“ „Svona svara litlar stúlk- ur.“ „En ég er ekki lítil stúlka," sagði hún áköf, „og mig langaði ekki til þess, að þú kysstir mig.“ „Er það satt?“ „Nei,“ sagði 'hún og byrgði andlitið í höndum sér. „Þú ert hrífandi,“ sagði hann og settist við hliðina á henni og tók um hendur hennar. „Júlía, þú ert frábær kona, og þú ert uppreisnargjörn — ég sagði þér þú værir það, en vertu ekki í uppreisnar- hug gagnvart mér. Eg er ást fanginn af þér.“ „Það getur ekki verið satt, því við hittumst fyrst í gær- kvöld.“ „Gærkvöld og í kvöld er nógu langur tími til að vita hluti eins og þetta. Þetta er svo stórt, það er hafið upp yfir allt hversdagslegt og smátt. En þú ert ekki heldur nein hversdagskona. Eg er brjálaðúr af ást til þín.“ Hún losaði fingur hans. Hún var rjóð í framan, og úr augunum skein hræðsla. „Ivor, farðu fljótt í burtu. Farðu burtu og komdu aldrei aftur.“ Hann hristi höfuðið og hló. „Eg skal gera allt fyrir þig, sem þú biður mig um, nema þetta.“ „En þú hlýtur að sjá, að svona hlutir mega ekki ske.“ „Of seint. Það hefur skeð.“ „Þú ert brjálaður, og þú ert að reyna að gera mig brjálaða eins og þú ert sjálf- ur.“ „Þú gætir orðið mjög brjál uð, ef þú vildir, Júlía. Og þar að auki — ertu ekki orð in leið á að vera með fullu viti? Eg er það.“ „Sérðu engan mun á, hvað rétt er eða rangt?“ Þetta hljómar eins og þú værir móðir.“ „Eg er ekki móðir, en ég er gift kona.“ Hann horfði á giftingar- hringinn á hendi hennar. „Eg hafði næstum gleymt því.“ „Það mætti halda, að ég hefði gleymt því líka,“ sagði Júlía og bar óðan á. Hún stóð upp til þess að ná sér í sigarettu, en Ivor fylgdi á eftir henni og tók um hend- ur hennar. „Farðu ekki frá mér, farðu ekki þúsund mílur frá mér. Þú hefur verið svo nálægt mér allt kvöldið.“ „Nei, það hef ég ekki ver- ið, Þú gengur að alltof miklu sem gefnu.“ „Eg hef bara kjark til þess að viðurkenna þann sann- leika, sem þú ert hrædd við.“ „Þó það sé sannleikur,“ sagði hún, „að við höfum verið nálægt hvert öðru, þá höfum engan rétt til þess.“ er það líka jafnsatt, að við Hann hélt um hendur hennar og horfði rannsak- andi á hana. „Ætlarðu að segja við mig: „Við skulum vera vinir“?“ „Nei,“ sagði Júlía, „vegna þess að það mundi ekki vera hægt.“ „Auðvitað væri það ekki hægt, elskan,“ sagði hann blíðlega og tók hana aftur í faðm sér. Aftur fann Júlía áhrifa- vald kossa hans. Hún fann til vanmáttar síns, ólík þeirri persónu, sem 'hafði byggt upp heimili með Bill Daunt. Nú vissi hún, að það hafði verið brjálæði að giftast manni, sem hún elskaði ekki og eiga svo þetta á hættu — þetta að kynnast manni, sem hún gæti elskað. Nú vissi hún, hvers vegna hún var ekki ánægð. Eirð- arleysi hennar var vanda- mál, sem hægt var að leysa, og lausnin var Ivor Brent. Já, hann var svarið við öll- um þeim ófullnægðu þrám, sem höfðu sótt að henni frá því í morgun. Eða var það aðeins frá því í morgun ? Henni fannst vem þúsund ár, síðan hún hafði sofið við hliðina á Bill í svefnherberg inu á „Katherine". Bill var orðinn henni framandi, en þennan Ivor hafði hún þekkt náið um óratíma. Þekkt hann og þráð hann eins og líka hann þráði hana. „Ó, guð minn,“ sagði Júlía við sjálfa sig. „Svona getur þetta ekki gengið. Það verð ur að hætta.“ Hún gerði aðra tilraun til að losna úr faðmi Ivors, og úr þessu völ- undarhúsi tilfinninganna. Hún gekk aftur að sófanum og settist niður, og með skjálfandi röddu bað hún hann: „Viltu gera það fyrir mig að gera þetta ekki aftur.“ „Þú veizt ekki, hvað mjög ég þrái þig,“ sagði hann. Þú hefur alveg ómótstæðileg á- hrif á mig. Með þig í faðmi mér finnst mér ég ekki vera bara maður heldur guð.“ Hún hrisit höfuðið. „Þú segir svo mörg falleg orð.“ „Hefur aldrei neinn sagt þessu líkt við þig?“ „Enginn.“ „Ó, Júlía. Herrick elskaði sína Júlíu, og Herrick hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Kannske hefur hann, þegar hann dó, eftirlátið mér einhvem hluta af sér og síðan beðið hundr- uð ára eftir að hitta aðra Júlíu.“ Henni varð undarlega við. Allt í einu spurði hún sjálfa sig, hvað Bill mundi hugsa um Ivor Brent, og svarið kom fljótt. Bill mundi ekki líka hann. Bill mundi ekki skilja nokkurn mann, sem gæti talað á þennan hátt. Ivor sagði: „Áðan spurðirðu mig, hvort ég þekkti ekki rétt frá röngu. Jú, það geri ég, og 'held að ég hafi fullan rétt á að elska þig. Ekkert hefur verið réttara en þetta í lífi mínu, og þú elskar mig, er það ekki? Segðu það.“ miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiriiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii BILLINN Höfiun ávallt fyrirliggjandi allar tegundir bifreiða og alla árganga Beztu kaupin hjá okkur — hagkvæmustu skilniálamir BILLINN Varðarhúsinu við Kalkoínsvec, Sími 18 8 33 fiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiN

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.